Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 1,42% og var 7.325 stig við lokun markaða. Bréf Atlantic Petroleum hækkuðu um 2,66%, bréf Century Aluminum hækkuðu um 2,54% og Kaupþings um 2,51%. Bréf Icelandic Group lækkuðu um 0,88% og bréf 365 um 0,84%. Krónan veiktist um 0,74% í gær, en velta á millibankamarkaði nam um 21,8 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals var við lok viðskipta 61,00 króna, evru 88,66 krónur og punds 125,68 krónur. Úrvalsvísitalan tekur skref upp á við ● ELÍN Þórðardóttir hefur verið ráðin for- stjóri Opinna Kerfa Group hf. í stað Gylfa Árnasonar, sem starfað hefur hjá félaginu til margra ára. Jafn- framt mun Elín gegna störfum stjórnarformanns í dótturfélögum Opinna Kerfa Group; Kerfi AB í Sví- þjóð og Kerfi AS í Danmörku. Elín hefur undanfarið verið í umbreyt- ingum hjá Dagsbrún og Eimskip auk ýmissa ráðgjafaverkefna fyrir m.a. CCP. Áður starfaði hún m.a. hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hún situr í stjórn ýmissa fyrirtækja, t.d. Landic Property og Nikita. Elín er rekstrarhagfræðingur að mennt frá háskólanum í Álaborg. Elín tekur við af Gylfa hjá Opnum kerfum ● BHP Billiton hefur boðist til að kaupa aftur hlutabréf að andvirði um 30 milljarða dollara (um 1.800 millj- arða króna) gangi yfirtaka BHP á námafyrirtækinu Rio Tinto eftir. Yf- irtökutilboð BHP gengur út á að hlut- hafar í Rio Tinto fái þrjá hluti í BHP fyrir hvern hlut sem þeir eiga í Rio Tinto og hljóðar yfirtökutilboðið því upp á um 153 milljarða dollara. Ný viðbót við tilboðið eru áð- urnefnd endurkaup á BHP bréfum, en það myndi tryggja sumum hlut- höfum að minnsta kosti reiðufé fyrir bréf sín. Stjórn Rio Tinto hefur ekki tekið vel í tilboð BHP og segir það of lágt. Bjóða endurkaup hlutafjár ● SALA hjá bresku tískuvörukeðj- unni French Connection dróst saman um 3% á tímabilinu ágúst til október í þeim verslunum sem einnig voru starfræktar á sama tímabili í fyrra. Hins vegar jókst sala félagsins um 1% á milli tímabila. Unity, sem er í eigu Baugs Group, FL Group og Kevin Stanford, á rúm- lega 20% hlut í French Connection. Bréf félagsins lækkuðu um 5,52%í viðskiptum gærdagsins í Kauphöllinni í Lundúnum. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að salan hafi dregist saman í ágúst og október og það sé í samræmi við önnur félög í svipuðum rekstri. Ekki eru gefnar upp tölur um sölu eða afkomu en samkvæmt til- kynningunni eru tekjurnar minni held- ur en á sama tímabili í fyrra. Sala dregst saman hjá French Connection milli ágúst og október ÁFRAM heldur skuldatrygg- ingarálag á skuldabréfum bank- anna að hækka. Í gærmorgun var álagið á bréf Kaupþings 2,62%, Glitnis, 1,63% og Landsbanka 1,18%. Á þriðjudaginn í síðustu viku var álagið bréfum bankanna hins vegar 2%, 1,13% og 0,9% og er hækkunin því töluverð. Guðni Níels Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi, segir hækkandi skulda- tryggingarálag meðal annars ráð- ast af almennri óvissu á mörkuðum erlendis vegna títtnefndra undir- málsfasteignalána og lánakrísu þeim tengdri. „Reynslan sýnir okk- ur að mörkuðum er mun verr við óvissu en slæmar fréttir og gerum við ráð fyrir því að álagið muni jafna sig eftir því sem fleiri aðilar koma fram og gera hreint fyrir sín- um dyrum, eins og þeir hafa verið að gera undanfarna daga.“ Bendir Guðni á að skuldatrygg- ingarálag á íslenskum rík- isskuldabréfum hefur hækkað úr 0,05-0,10% í 0,40% undanfarið þrátt fyrir að íslenska ríkið teljist með öruggustu lántakendum. „Íslensk ríkisskuldabréf eru hvað þetta varðar gott dæmi um ástandið al- mennt á skuldabréfamarkaði, en hærra tryggingarálag á bréf ís- lenska ríkisins hefur svo áhrif til hækkunar á tryggingarálag ís- lensku bankanna.“ Guðni segir hærra trygg- ingarálag ekki hafa haft raunveru- leg áhrif á fjármögnun Kaupþings, þar sem bankinn hafi ekki gefið út nein ný skuldabréf frá því að trygg- ingarálagið tók að hækka. „Við höf- um alla burði til að standa af okkur þetta tímabil, en hugsanlega mun- um við fresta skuldabréfaútgáfu vegna aðstæðna á markaði,“ segir Guðni. Enn hækkar álagið Mesta nóvemberverðbólga í 17 ár   !" #$%&' ($ )!$               2  !  !  34 #5    3) )$     #  $ %              VERÐBÓLGAN á ársgrundvelli mælist nú 5,2% eftir að Hagstofan birti í gær nýjustu mælingar á vísi- tölu neysluverðs, sem er nú 279,9 stig. Hún hækkaði milli mánaða um 0,65% sem er mesta hækkun í nóv- embermánuði í 17 ár og nokkru meiri en t.d. greiningardeildir bankanna höfðu búist við en spár þeirra lágu á bilinu 0,3-0,4%. Vísitalan án húsnæð- is hækkaði frá októbermánuði um 0,4% en á einu ári hefur hún hækkað um 1,9%. Ef aðeins er tekin hækkun vísitöl- unnar síðustu þrjá mánuði, sem nem- ur 2,5%, þá jafngildir það 10,3% verð- bólgu á ári. Án húsnæðis nemur sú hækkun 7,9%. Helstu ástæður fyrir hækkuninni nú eru húsnæðis- og eldsneytisliðir vísitölunnar. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9%, vísitöluá- hrifin eru 0,36%, en þar af voru 0,29% áhrif vegna hækkunar á markaðs- virði húsnæðis og 0,07% vegna hækk- unar vaxta. Verð á bensíni og dísel- olíu hækkaði milli mánaða um 2,1% og voru áhrifin í vísitöluhækkuninni 0,1%. Á móti þessum hækkunum koma allnokkrar lækkanir á búvör- um, grænmeti og annarri dagvöru. Í Morgunkorni Glitnis er bent á að húsnæðisverð hafi mest hækkað á landsbyggðinni og á fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu. Ekki er talið að hús- næðismarkaðurinn fari að kólna fyrr en Íbúðalánasjóður hefur hækkað sína vexti. Það muni væntanlega ger- ast í næsta útboði en sjóðurinn hafi ætlað að gefa út 11-13 milljarða króna á þessum ársfjórðungi. Segja Glitnismenn að verðbólgan eigi eftir að aukast enn meir í næstu mælingu og verða yfir 5% á fyrstu mánuðum næsta árs. Eru líkur taldar á að Seðlabankinn muni hækka stýrivext- ina á ný í sinni næstu vaxtaákvörðun rétt fyrir jólin. Í sérriti greiningar Kaupþings í gær, Tilefni, er bent á að verðbólgu- tölur í nóvember, 0,65%, hafi ekki verið jafn háar í 17 ár. Tölurnar nú auki enn líkur á vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans í næsta mánuði. Kólnun sé framundan á fasteigna- markaði en áhrifin verði ekki sjáan- leg fyrir næstu vaxtaákvörðun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi að í tölum Hagstof- unnar nú komi fram verðbólguskot sem von hafi verið á í síðasta mánuði. Býst deildin ekki við svo mikilli hækkun í desember nk. Bent er á að lækkun matarverðs sé þvert á fréttir um hækkandi hráefnisverð á heims- markaði. Sá liður sé þó jafnan sveiflu- kenndur og ólíklegt sé að lækkunin gefi tóninn fyrir framhaldið. hann til að selja aðrar eignir til að mæta því og það gæti leitt til lækk- unar gengis bréfa í viðkomandi fyr- irtækjum. Tchenguiz segist hins vegar hafa nægt lausafé til að standa af sér tapið og bendir á að hann hafi ekkert selt ennþá. Tchenguiz er þriðji stærsti hlut- hafinn í Exista með um 5,1%, en gengi bréfa Exista hefur lækkað um rúm 18% á einum mánuði. Í krónum talið er það tap þó öllu minna en í Sainsbury, eða um 3,9 milljarðar króna. SÍÐASTA vika hefur verið fast- eignamógúlnum og fjárfestinum Robert Tchenguiz erfið. Eins millj- arðs punda (um 125 milljarða ís- lenskra króna) fjárfesting í Sa- insbury’s verslanakeðjunni féll í verði um 25% eftir að í ljós kom að Delta Two myndi ekki kaupa keðj- una, en Tchenguiz átti 10% hlut í Sainsbury’s. Fljótlega í kjölfarið fóru spákaupmenn að skortselja í öðrum félögum sem Tchenguiz er hluthafi í. Var hugsunin sú að þetta mikla tap Tchenguiz myndi neyða Tchenguiz tapar  !"#$    !"# % &'(  ) *+   ,     % $ &  $ & # &' # % $ % $ $ # $ #  $ &$'  ## #% ' #  $                                               ! 5 6$ 7% !#$)$ 8 3& & !#$" 7   9+:;+< ++ <+ <+<; <<+< + ; ++ + + <9+;+:; <+ +;:+< ;+:9+<< ;<++9<9 :++< <+9;+ <++ +;:+ 9+9+9: :<;+< +9 < +; +9+< +;+ +9 + + ;+;+ 5 5 +< + 5 5 =9 =  =<   < <=: < 9= 9=: =<: 9= < 9: 9=  <= <=< 5 5 <: 5 5 = < 9=< =<  =9 <=< <=9 :  = 9= <= =< 9=<< :<<= 9 := =9  =< 5 <=: : = 5 <::  9= *> ! 6$ 7% ; : :    : ; <  <  <  << 5 5 5 5 #$%))# 6$ +6 $ + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + 9+ +;+ + ;+ +    %&  ? &7 /'+ @ 6> ? &7 /'+ AB$% /'+ C ? &7 /'+ ? %) 3)  /'+ '+ A $ 7'D # ($ )!$ EF )! ? &7 /'+ 7G)# 3)  /'+ C)!$3)  ($ )!$ /'+ %   5@  H$ *H '+3+ /'+ 8I  /'+ J$$ /'+ !  "  # <9 /'+  '$F /'+ % )%F K% &  KL A @)   # ? &7 /'+ M &I @) EF )!F ? &7 /'+   /'+ N/ * /'+ K. 8 I##)# $%>) /'+ ))$ $%>) /'+  $ %  &  O)% I   ) O&+ @ ? )! /'+  7*) /'+ P ' P ( #& "$ (% ) P ) * @P "& # (& ( &Q &)$ $!R "$ "'# ( (% 8 P $"' %"'% ) ( P + P $: %" "# )# ) ÁKVÖRÐUN þriggja stórra banda- rískra banka, Citigroup, Bank of America og JPMorgan Chase, um að setja á stofn 80 milljarða dala sjóð, sem á að styrkja skammtímalána- markaðinn, virðist ekki hafa nægt til að halda aftur af frekari lækkunum á bandarískum hlutabréfamörkuðum. Er sjóðnum einkum ætlað að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa illa úti á lánamörkuðum undanfarið. Þá vakti hrun á bréfum E-Trade athygli, en fjármálafyrirtækið fram- leiðir m.a. hugbúnað þann sem ís- lenskir heimabankanotendur geta notað til að versla með hlutabréf á netinu. Féll gengi E-Trade um ein 57% í viðskiptum gærdagsins eftir að sérfræðingur Citigroup varaði við því að fyrirtækið stæði mjög völtum fótum. Áfram lækk- anir ytra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.