Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 19
MENNING/BÆKUR
Ég hef fengizt við ljóðagerðí áratugi, en ljóðin hafaflest ratað niður í skúffuog ég geymt þau þar
þangað til nú, meðan vísurnar hafa
velzt út um allar koppagrundir.“
– Af hverju ertu svona sein til
með ljóðabók?
„Vísurnar verða til á ákveðnum
stað og stundu, af ákveðnu tilefni –
og oft er ég beðin um að setja sam-
an vísu. Vísnagerð er ákveðin
íþrótt, sem gaman er að kljást við.
Ljóðin eru hins vegar meira ein-
tal mitt við blaðið. Ég leita athvarfs
í ljóðinu og ég gef því meira af mér,
það er trúnaðarmál. Það liggur í
eðli ljóða, að skáldskapurinn og
ljóðrænan gera þau nánari. Það er
þessi nánd, sem hefur haldið aftur
af mér.“
Vestanvindur geymir ekki aðeins
ljóð, heldur líka smásögur, sem
Ólína kallar Lausa enda. Hún segir
bókina alveg eins hafa getað heitið
tilraun til skáldskapar, því hún hafi
ákveðið að taka allan pakkann; ljóð,
prósaljóð og smásögur, en skilja
ferskeytluna útundan. „Mér finnst
gaman að kljást við myndmál; að
hneppa hugsun í mynd og mér
finnst ekki skipta öllu máli,
hvort hún er bundin í stuðla og
höfuðstafi eða er í lausu máli.“
Ólína segir að sín fyrsta vísa
hafi orðið til þegar hún var fjög-
urra ára. Vísan er svona:
Sjáðu hvernig sólin skín
sú er ekki að fela sig.
Mamma finndu fötin mín
og farðu strax að klæða mig.
Ólína segir hins vegar að vís-
urnar fái að bíða þess að komast
á bók. „Þær hafa margar ratað á
prent hingað og þangað, en
kannski tek ég mig til einn góð-
an veðurdag og safna þeim und-
ir vænginn, eins og góðri unga-
móður sæmir.
En það verður hvorki í dag né
á morgun. Ég á mér nefnilega
annan draum brýnni, sem er að
kveða barnagælur inn á disk.
Þar er af mörgu að taka sem ég
er hrædd um að sé að lenda í
glatkistunni.“
– Fyrsti kafli ljóðabókarinnar
heitir Fyrstu ljóð… 1977-1987.
„Það er vegna þess, að fyrsta
boðlega ljóðið mitt varð til 1977.
Ég var svo sem búin að gera alls
kyns vitleysu fyrir þann tíma,
meðal annars í bók, sem við gáfum
út á Núpi 1973 og hét Frumburður
án fæðingarstyrks. Þar í eru óborg-
anleg gullkorn ýmissa höfunda, þar
á meðal einhver sem fengu að detta
niður um grindurnar þegar ég valdi
í þessa bók.“
– Flakkarðu fyrirhafnarlaust
milli stökunnar, ljóðsins og prós-
ans?
„Ljóðin koma oft fyrirvaralaust
til mín. Ég tek sem dæmi fremsta
ljóðið í bókinni, sem er nafnlaust og
kom til mín eftir að búið var að
ákveða útgáfu bókarinnar og raða
efni hennar til prentunar. Ég hafði
setið með kápuhöfundinum og skoð-
að drög að bókarkápunni og hreifst
af myndinni; haföldunni, myrkrinu
og tunglinu. Þessi mynd lét mig
ekki í friði og klukkan þrjú um nótt-
ina fór ég fram úr og skrifaði ljóðið.
Útgefandinn tróð því svo inn í bók-
ina, en til þess þurfti hann að bæta
við örk og þess vegna eru auðar síð-
ur aftast. Svona hafa mörg ljóðanna
komið til mín, þau hafa kannski
gerjast í sálardjúpinu mislengi, en
skjótast svo upp og krefjast þess
að vera fest á blað tafarlaust.“
– Áttu þér þinn skáldatíma?
„Kvöldin og næturnar eru mér
drýgst til sköpunar. Ég er góð í
fræðilega textann að deginum til
og pólitíkin fer mér bezt fyrir
hádegi. En þegar kvöldar hita ég
mig upp með bloggi og fer svo í
skáldastellingar. Ég er kafla-
skipt manneskja.“
– Hvað er þetta með tunglið,
sem er í bak og fyrir á bókinni
þinni og út um öll ljóð?
„Tunglið er mitt. Ég yrki mest
þegar ég hef augnsamband við
tunglið. Það er bara þannig.“
– Ertu þá…?
„Nei, nei, ég er ekki varúlfur.
Ég er bara að vestan,“ svarar
Ólína og hlær. „Allt er þetta ætt-
að að vestan á einhvern hátt.
Hér hef ég löngum átt heima og
lifað sælar stundir og sárar. Og
hér fyrir vestan urðu mörg
ljóðanna til.
Þessi bók á sínar rætur hér.
Þess vegna er hún vestan-
vindur.“
Vestan barst vindur
um vegleysu nætur
– tunglsljós í fangi.
Haföldur myrkar
hófust og hnigu
– löður í þangi.
Ótöluð orð
úr ómælisvíddum
ljóðstrenginn snertu
hugsanir hrifu
úr húmdvala kyrrum.
Hvar ertu?
Hvar ertu?
Ljóðið er trúnaðarmál
Fjölhæf Fyrsta vísa Ólínu Þorvarðardóttur varð til þegar hún var 4 ára.
Nú kemur út hennar fyrsta ljóðabók með „ljóðum og lausum endum“.
Ólína Þorvarðardóttir
er landskunnur hag-
yrðingur. Nú sendir
hún frá sér sína fyrstu
ljóðabók. Freysteinn
Jóhannsson talaði við
hana.
Morgunblaðið/Ásdís
MARINA Lewycka, enskumælandi
rithöfundur af úkraínskum ættum,
kom á bókmenntahátíð fyrir nokkr-
um vikum og lék als á oddi. Hún er
við sama heygarðs-
hornið, í fyrra kom út
Stutt ágrip af sögu
traktorsins, kostuleg
saga um ólöglega úkra-
ínska innflytjendur á
Englandi, og svipað
þema og húmor eru á
ferð í Tveimur hús-
vögnum. Hópur fólks
frá Austur-Evrópu
kemur til Englands í
von um betra líf. Þegar
sagan hefst er fólkið
komið í vinnu úti í sveit,
hírist í hrörlegum hús-
vögnum og þrælar á
jarðarberjaakri myrkr-
anna á milli fyrir lús-
arlaun. Í hópnum eru litríkar persón-
ur, t.d. Yola, hörkukvenmaður sem er
að leita að góðum eiginmanni, draum-
óramaðurinn Vitaly sem ætlar að
meika það og fer á kostum í ráðning-
arþjónustunni, og svo Tomasz táfúli
en lýsingar á starfi hans á kjúk-
lingabúi eru varla fyrir viðkvæmar
sálir. Hrakfarir hópsins eru grát-
broslegar, hver katastrófan rekur
aðra en það er ástin sem sigrar að
lokum.
Hér er fjallað á gamansaman hátt
um viðkvæmt efni en undir öllu glens-
inu er beitt ádeila. „En af hverju – og
þetta getur hann ekki skilið – af
hverju er slík ofgnótt hér og slíkur
skortur heima? Því að Úkraínumenn
leggja alveg jafn hart að sér og hver
annar – og harðar í rauninni því að á
kvöldin eftir vinnudaginn þá rækta
þeir grænmetið sitt, gera við bílana
sína, höggva skógana. Þú getur strit-
að ævina á enda í Úkraínu og samt
dáið snauður“ hugsar Andriy (228-9),
námumaður frá Donbas sem veltir
fyrir sér óréttlæti heimsins. Barnung
stúlka, landi hans, leggst með við-
bjóðslegum kalli og þegar Andriy
horfir í tóm augun og reynir að forða
henni frá þessum örlögum er við-
kvæðið: „Kynlíf fyrir pening. Kynlíf
fyrir engan pening. Hvort heldurðu
að sé betra, herra Hnýsinn sem held-
ur hann sé svo klár?“ (193).
Sjónarhorn sögunnar er skemmti-
lega margbrotið, hægt
er að skyggnast um í sál
flestra persóna, m.a.s.
hunds, og inn á milli
birtast hátíðleg bréf frá
hinum afríska Emanuel
sem varpa öðru ljósi á
atburðarásina. Í sögu-
lok birtist svo persóna
úr Stuttu ágripi, nú orð-
inn gamall maður á elli-
heimili. Vonandi er
hringnum þó ekki hér
með lokað því sjálfsagt
eru margar góðar sögur
enn ósagðar úr fyrrver-
andi Sovét. Tveir hús-
vagnar er hin besta af-
þreying en vekur líka
áleitnar spurningar. Hafa úkraínskir
verkamenn á Englandi kannski svip-
aða stöðu og innflytjendur á Íslandi?
Og verður þriðja bók Lewycka um
jarðýtur, eða kannski tjaldvagna?
Við sama heygarðshornið
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Marinu Lewycku. 340 bls. Guð-
mundur Andri Thorsson þýddi. Mál og
menning 2007.
Tveir húsvagnar
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Marina Lewycka
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík