Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG er 19 ára stelpa og árið er 2007. Ég er sjálfráða og hef bæði eignarétt og kosningarétt. Ég get búist við því að eiga jafnan rétt og strákur hvað varðar menntun og skólagöngu. Ég get hins vegar ekki búist við því sem sjálfsögðum hlut að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlmaður þeg- ar ég fer út á vinnumarkaðinn. Mér finnst óréttlátt að nú á 21. öldinni sé ennþá 15,7% launamunur hjá konum og körlum fyrir sambæri- leg störf (Capacent, 2006). Þau rök að karlmenn vinni meira eða að kon- ur sæki í launalægri störf eiga ekki við hér því þegar þessi prósenta er reiknuð út hefur tillit verið tekið til starfsstétta, aldurs, vinnutíma o.s.frv. Það er því mikill misskiln- ingur að halda því fram að þessar tölur séu þjóðsaga eða uppspuni öfgafullra femínista því þessi pró- senta launamunar verður ekki skýrð með neinu öðru en kyni. Þau rök heyrast einnig að konur hafi ekki jafnmikinn metnað eða löngun til þess að klífa upp met- orðastigann. Það er ekki rétt því líkt og önnur persónuleg einkenni er það bara mismunandi á milli fólks. Þriðja skýringin á muninum er sú að konur séu ekki nógu ákveðnar eða biðji ekki um nógu há laun. Vissulega get- ur verið að svo sé í hluta tilfella en hugsanlega er hluti skýringarinnar fólginn í gamalgrónu viðhorfi til kvenna að þær eigi einhverra hluta vegna ekki skilið sömu laun og karl- ar. Enn önnur rök sem í gegnum tíð- ina hafa verið notuð eru að konur fái lægri laun vegna töku fæðing- arorlofs og þær taki á sig meiri ábyrgð á heimilinu og séu því síður tilbúnar til þess að vinna yfirvinnu o.s.frv. en þau rök eru líka úrelt þar sem nú fara karlmenn einnig í fæð- ingarorlof og taka sífellt meiri ábyrgð á fjölskyldu og heimili. Ef miðað er við þróunina frá árinu 1976 mun launajafnrétti verða komið á árið 2070. Sé hins vegar litið á breytingar frá árinu 1994 lítur ástandið enn verr út en miðað við það verður launajafnrétti ekki komið á fyrr en árið 2633 eins og Mörður Árnason þingmaður benti á fyrr á árinu. Það er ansi langur tími að bíða eftir réttlæti. En hvernig á að breyta þessu? Þurfum við konur að beita sömu ráðum og súffragetturnar í Englandi forðum og hella sýru á golfvelli, fara í hungurverkföll eða brjóta rúður til þess að knýja fram réttlæti? Frumvarpið sem fjallar um launa- leynd og á að vinna gegn kynbundnu misrétti er skref í rétta átt þó reynd- ar sé það ókostur við frumvarpið að það tekur aðeins til ríkisstofnana en ekki einkafyrirtækja þar sem launa- misrétti hefur mælst hvað mest. Góðir hlutir gerast hægt en þessi hraði snigilsins er óviðunandi. Það er þægilegt að stimpla þá sem berjast fyrir jafnrétti sem þreytandi, bitrar kerlingaskruddur til þess að þurfa ekki að taka á vandamálinu. En er það ósanngjarnt að krefjast sömu launa fyrir sama starf? Núna árið 2007, þegar öld er síðan Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði Kven- réttindafélag Íslands, er kominn tími til að launajafnrétti hætti að vera aðeins draumur kvenna í nú- tímasamfélagi. Nú er kominn tími til að við breytum öll um viðhorf og snúum þessu óréttlæti í réttlæti. HALLA TINNA ARNARDÓTTIR, Hofi 1 Eystribæ, 781 Höfn Hornaf. Launajafnrétti kynjanna Frá Höllu Tinnu Arnardóttur VIÐ vetrarbyrjun vaknar forvitni um fræðirit í bókaflóðinu. Þegar hafa sést þýddar bækur um al- þjóðleg fræði sem fengur er að til fróðleiks og viðhalds íslensku. Margar þeirra eru vandaðri en okk- ar fræðasamfélag hefur mannafla og tíma til þess að vinna og ekkert íslenskt bókaforlag gæti kostað að öllu leyti gerð þeirra. Þetta á til- finnanlega við um bækur fyrir skólabörn. En þá birtast á íslensku tíu bækur um vísindaheiminn sem mér finnst svo vel unnar að nýta ætti þær við kennslu í grunnskólum (útg. Skrudda). Hver þeirra fjallar á aðgengilegan hátt um jörðina, geim- inn, plöntur, dýr og mannslíkam- ann, eðlisfræði, vélar og tækni, merka vísindamenn og uppfinn- ingar. Efni þeirra verður ekki rakið nánar en á það bent að höfundum og ritstjórum hefur tekist vel að velja meginatriði í gagnorða og hæfilega ítarlega umfjöllun sem veitir yfirsýn svo að áhugi barna vaknar. Myndefnið er skýrt og lip- urlega ofið saman við textann og þýðendur hafa vandað sig. Athygli vekur að bækurnar má annars veg- ar lesa eftir einum samfelldum þræði og hins vegar fylgja tilvís- unum í texta sem benda á marg- þættar slóðir um vísindaheiminn. Þannig kenna bækurnar vísindaleg vinnubrögð auk þess að auka þekk- ingu. Fræðirit um íslenska náttúru, sögu og menningu geta Íslendingar einir skrifað og verða að gera það til þess að teljast jafningjar annarra þjóða. Einnig í ár vekur aðdáun og undrun að sjá íslenska fræðimenn og bókaforlög koma frá sér vönd- uðum frumsömdum verkum. Þau þarf einnig að þýða á erlend tungu- mál til þess að endurgjalda skuld okkar við alþjóðlegt fræðasamfélag. HELGI BJÖRNSSON, jöklafræðingur, áhugasamur um fræðibækur. Vísindaheimurinn Frá Helgi Björnssyni EITT helsta átak Íslendinga til að varðveita og auka verðmæti ís- lenskrar náttúru er starf Sand- græðslunnar og arftaka hennar, Landgræðslunnar, í hundrað ár að stöðva landeyðingu og græða land. Með þessu átaki hefur ein mikilvægasta auðlind jarðar, gróðurmold, aukist verulega hér á landi. Önnur starf- semi, sem einnig eyk- ur þjóðarauðinn, er skógræktin sem hef- ur fengið byr í seglin á seinustu árum. Hvor tveggja þessi starfsemi hefur færst að töluverðu leyti úr því horfi að vera opinber starf- semi í að vera verkefni bænda, þ.e. eiginlegur landbúnaður, „bændur græða landið“ og bændaskógar. Verðmæti þessara auðlinda er ekki auðvelt að meta. Þær eru varasjóður sem er til- tækur í framtíðinni þegar þeirra verður þörf. Land sem brjóta má til rækt- unar, ræktunarjörð, er verðmæt- asta gróðurmoldin. Eitt sinn var talið að 15% landsins mætti taka til ræktunar, en nú þykir 6% lík- legra mat á góðu ræktunarlandi. Af landi undir 400 m (43% lands- ins), þar sem byggðin er, eru þetta tæp 15%. Um 1,2% landsins hafa þegar verið ræktuð og sam- kvæmt þessu mætti fimmfalda ræktað land á Íslandi. Að auki eru stór landsvæði nýtt til beitar. Miðað við þróunina undanfarna áratugi virðast ekki miklar líkur á aukinni ræktun lands á Íslandi og lítið hefur verið hirt um að varð- veita þá auðlind sem óræktað en ræktanlegt land er. En það eru blikur á lofti, annars vegar aukin gróðurhúsaáhrif, hins vegar ásókn í að taka besta landið undir mannvirki. Hækkandi hiti á jörðinni mun valda því að ræktunarbelti flytj- ast til og á Íslandi munu skilyrði til ræktunar batna. Sums staðar verður uppskera minni og ótrygg- ari vegna hita og þurrka. Jafn- framt eykst eftirspurn eftir mat- vælum vegna fólksfjölgunar og vegna þess að vonir standa til að milljarðar jarðarbúa geti átt kost á auknum lífsgæðum. Til að bregðast við gróðurhúsaáhrifum og þverrandi birgðum jarð- efnaeldsneytis eru ýmsar teg- undir jarðargróða í auknum mæli notaðar sem orku- gjafi. Nýtt er sú sól- arorka sem grænu- kornin í plöntunum binda nú í stað þess að eyða þeim forða sem bundinn var fyr- ir hundruðum millj- óna ára og hefur varðveist djúpt í jörðu. Þótt lífmassi muni ekki koma í stað olíu nema að hluta eykst við þetta eftirspurn eftir afurð- um af ræktuðu landi. Fréttir hafa borist af hækkandi verðlagi á matvælum. Þótt einnig valdi uppskerubrestur vegna erfiðs árferðis er líklegt að verð haldi áfram að hækka. Á sama tíma er jafnt og þétt gengið á ræktanlegt land með framkvæmdum. Gufunes, Korp- úlfsstaðir og Blikastaðir fara und- ir borgarbyggð. Vegir skera sundur ræktarlönd og annað fer undir golfvelli og flugvelli. Sum- arbústaðir eða frístundabyggð er einkum á landi sem ekki er vel fallið til ræktunar, en vaxandi ásókn er í ræktanlegt land, t.d. undir sk. búgarða. Spurning er hvort uppkaup auðmanna á jörð- um muni torvelda hagnýtingu þeirra seinna. Með stuðningi í ákvæðum jarðalaga geta sveit- arstjórnir staðið gegn því að sum- arbústaðabyggð gangi á verðmæt- asta landið, en allt mun það illa skilgreint, enda lögin talin þau frjálslegustu (ónýtustu?) í Evr- ópu. Athygli hefur hins vegar hlotið sú stefna sem kemur fram í aðalskipulagi Hrunamannahrepps. Þegar auðlindir þjóðarinnar verða lýstar þjóðareign þarf gróð- urmoldin, ræktunarjörðin, að vera þar efst á blaði, sú auðlind sem framar öðrum er undirstaða mannlífs á jörðu. Yfirvöldum verði skylt að sjá til þess að land- eigendur geti ekki að eigin geð- þótta spillt verðmætu landi svo að það nýtist ekki komandi kyn- slóðum til ræktunar. Það þarf líka að beina skógrækt á land sem ekki er hentugt til ræktunar. Vandinn er einkum sá að víða liggur vel við að leggja gott rækt- unarland undir byggð og sam- göngumannvirki. Þegar afstaða er tekin til slíkra áætlana er gott að hafa í huga að líklega munu að- eins um 15% lands undir 400 m hæð falla í verðmætasta flokkinn. Því ætti víðast að vera völ á nógu öðru landi til framkvæmda þótt einnig skuli fara varlega í að spilla því. Hitt er svo annað mál að sums staðar getur ræktanlegt land legið þannig eða það haft sérstakt gildi svo að ekki þyki rétt að taka það til ræktunar. Má til dæmis nefna land við árósa og sumt votlendi. Í upphafi vék ég að því að land- græðsla og skógrækt hefur á und- anförnum árum verðið að nálgast það æ meir að verða eiginlegur landbúnaður. Til landbúnaðar telst einnig ferðaþjónusta og veiði í ám og vötnum, og ýmsa þætti náttúruverndar ásamt skipulagi lands er eðlilegt að telja til land- búnaðar. Í samræmi við þennan skilning á því hvað er landbún- aður eru öll þessi svið viðfangs- efni kennslu og rannsókna í Landbúnaðarháskóla Íslands og í Hólaskóla. Það er því tíma- skekkja að nú skuli stefnt að því að flytja landgræðslu og skóg- rækt frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Ekki er ástæða til að draga í efa að þess- um málaflokkum verði vel sinnt eftir vistaskiptin. Hins vegar get- ur verið hætta á að þeir slitni við það úr sínu eðlilega samhengi. Við skulum vona að með góðum vilja og opnum huga verði komist hjá því. Hins vegar sýna þessi áform að þeir stjórnmálamenn, sem ráða málum, skynja ekki hvert stefnir. Ræktunarjörð, auðlindin mesta Hólmgeir Björnsson skrifar um landnýtingu, landgræðslu og skógrækt »En það eru blikur álofti, annars vegar aukin gróðurhúsaáhrif, hins vegar ásókn í að taka besta landið undir mannvirki Hólmgeir Björnsson Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands. Í HÁDEGISFREGNUM í þessari viku heyrði ég annars geðþekkan dreng og þokkalega skynugan halda því fram að andmæli hinna fjölmörgu í samfélaginu við áfengislagafrumvarpi hans og sextán ann- arra væru ofstæk- isfull og „hystería“ hin versta, eins og tilgangurinn með frumvarpinu væri nú góður og göfugur, að hans mati. Ekki ætla ég honum eða með- reiðarfólki hans það að vilja einungis illt með þessu æðsta hugsjónamáli sínu þó að erfitt sé að sjá hvaða eða hverra hagsmunum er verið að þjóna með frumvarpinu og hvaða gæði eiga að fylgja í kjöl- farið. Ofstækið og „hysterían“ sem hann kýs að kalla andmælin eru þó ábendingar um stað- reyndir sem ekki ómerkari stofn- un en Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur látið frá sér fara og rökstutt rækilega, einfaldlega þetta: Aukið aðgengi – aukin neyzla – aukin vandamál, en auk- ið aðgengi er einmitt alfa og omega þessa frumvarps sautjánmenninganna. En nú skulu varn- aðarorð heita „hys- tería“ og ofstæki, áð- ur hafa nú heyrzt ummæli um forpokun og forræðishyggju og hafa varla þótt nægi- leg til nota eingöngu og því þurft að bæta í. Við bindindismenn höfum lengi fengið slíkar kveðjur og ekki kveinkað okkur undan því að fá of- stækisstimpilinn á okkur, þegar við höfum einungis verið að benda á reynslu annarra og válegar afleiðingar neyzlunnar svo alltof víða. En nú skulu and- mælendur allir fá sömu ein- kunnina og má þá svona rétt til fróðleiks nefna nokkra af þeim sem hafa tjáð sig um þetta frum- varp með göfuga tilganginn og varað sterklega við samþykkt þess: Lýðheilsustöð, Landlækn- isembættið, SÁÁ, velferðarráð Reykjavíkurborgar, Ungmenna- félag Íslands og nú síðast bisk- upinn yfir Íslandi. Okkur þykir ekki amalegt að fá að vera í sam- fylgd þessa mæta fólks sem þarna á hlut að máli og einkunna- gjöfin skyldi þó ekki einmitt vera sönnun hins algera rökþrots. Að- eins svo þetta í lokin: Það er ver- ið að sýna hina ágætu Óvita norð- ur á Akureyri, það skyldi þó aldrei vera að við Austurvöll væri önnur og verri sýning í gangi með raunverulegum óvitum? Það er brýn skylda alls hugsandi fólks að gæta þess að slíkir óvitar valdi ekki samfélagslegum spjöllum. Ofstækið og móðursýkin Helgi Seljan skrifar um áfengisfrumvarp »… þó að erfitt sé aðsjá hvaða eða hverra hagsmunum er verið að þjóna með frumvarpinu og hvaða gæði eiga að fylgja í kjölfarið. Helgi Seljan Höfundur er fv. alþingismaður. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.