Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 24
daglegt líf 24 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Halldóru Traustadóttur Flestir munu vera sam-mála því að ástin sé eittmikilvægasta afl í lífihvers og eins og því sé mikilvægt að rækta hana. Það er ekki ýkja langt síðan hjónaband eða samband tveggja einstaklinga var tekið sem sjálfsagður hlutur að því leyti að þegar í hjónaband var komið var takmarkinu náð hvað varðaði ástamálin og ekki meira spáð í það hvort sambandið væri gott eða slæmt. Þetta hefur breyst nokkuð á síðustu áratugum og samkvæmt Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur, sem báð- ar eru sérfræðingar í klínískri sál- fræði, vill fólk í dag fá miklu meira út úr lífinu á þessu sviði en hér áður fyrr. „Við lifum í nútímasamfélagi þar sem aðgengi að upplýsingum er mikið – líka um þessi mál – og fólk gerir kröfu til þess í dag að sambönd séu góð. Þannig leita sí- fellt fleiri sér ráða ef einhverjir erfiðleikar koma upp í sam- böndum,“ útskýra þær. Í starfi sínu sem sálfræðingar hafa þær talsvert mikið haft með þessi mál að gera og hafa veitt ófáum einstaklingum og pörum ráðgjöf þegar sambandið er komið í strand eða þarfnast á einhvern hátt aðstoðar við að þroskast áfram. Um þessar mundir kemur út bókin Ást í blíðu og stríðu sem þær hafa skrifað í sameiningu og er nokkurs konar leiðarvísir um sambönd og sambúðarmál. Bókin byggist á áralangri reynslu þeirra á þessu sviði, sem og erlendum rannsóknum. „Bókin er fræðileg, en þó skrif- uð fyrir og ætluð venjulegu fólki, og við tökum ótal dæmi úr dag- lega lífinu um það hvernig góð og slæm sambönd geta verið,“ segir Guðfinna. „Við förum í raun í alla þætti og ferli ástarsambanda; upp- byggingu, viðhald og lok þeirra. Dæmin í bókinni eru ætluð sem sýnishorn af mismunandi sam- skiptamynstrum í parsamböndum þannig að lesendur geti metið mynstur eigin sambanda,“ bætir Álfheiður við. Góð og slæm sambönd En hvað er það sem einkennir góð og slæm sambönd? „Virðing tveggja einstaklinga hvors fyrir öðrum er einn af horn- steinum góðs sambands. Að vera bæði gefandi og þiggjandi í sam- bandinu er einnig góð mælistika á gæði þess. Hvað varðar slæm sambönd er eitt einkenni þeirra sjálflægni annars aðilans sem oft- ast er fyrst og fremst þiggjandi í sambandinu,“ segir Álfheiður. Þær telja mikilvægt að grípa snemma í taumana ef öðrum eða báðum ein- staklingunum finnst sambandið ekki ganga sem skyldi. „Annars er hætta á að vandamálin lendi í föst- um skorðum og þá reynist oft erf- iðara en ella að vinna úr erfiðleik- unum,“ segir Álfheiður. Guðfinna og Álfheiður undir- strika þó að það sé erfitt að al- hæfa í þessu sambandi þótt vissu- lega séu ákveðin gegnumgangandi mynstur sem hægt sé að taka mið af. En ganga sambönd best þegar um líka einstaklinga er að ræða? „Ekkert endilega,“ segir Guðfinna, „en það krefst meiri vinnu af báð- um aðilum þegar sambandsaðilar hafa ólíkan bakgrunn eða hafa ólíkt gildismat svo að þannig sam- band gangi upp.“ Aðspurðar segja þær að samskiptaform karla og kvenna séu að jafnaði ólík að því leyti að konur séu oftar opnari fyrir að ræða málin og vinna að því að bæta samband sem er orðið tilfinningalega læst. Reynslan sýni að það séu frekar konur sem taka frumkvæði að því að ræða við maka sinn um vandamál sam- bandsins og hvernig megi bæta það. Neistinn mikilvægur „Neistinn verður einnig að vera til staðar,“ segir Álfheiður, en við- urkennir um leið að erfitt sé að skilgreina þennan neista. Hún heldur áfram: „Ef hann er fyrir hendi er líf í sambandinu sem gef- ur ákveðna trú á að það megi laga það og gerir það að verkum að fólk hefur áhuga á að vinna sig út úr vanda, þrátt fyrir að sambandið sé komið í ákveðið strand. Þetta getur t.d. átt við þegar fólk lendir í erfiðleikum líkt og framhjáhaldi eða einhverju slíku.“ Þær telja einnig að neistann sé hægt að endurvekja þótt hann verði ekki eins og upphaflega ástríðan á fyrsta hrifningarskeið- inu þegar fólk var að draga sig saman. „Neistinn gefur samband- inu kraft sem virkja mætti betur og ef það er gert má alltaf ná ár- angri,“ segja sálfræðingarnir að lokum. Fólk vill fá meira út úr hjónabandinu en áður Guðorgunblaðið/G.Rúnar Góð sambönd og slæm Þær Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal segja fólk duglegt að leita sér aðstoðar ef vandamál koma upp. Hjónin Matthías Lýðsson og HafdísSturlaugsdóttir, í Húsavík við Stein-grímsfjörð, eru sauðfjárbændur og gengur þeirra viðskiptahugmynd út á að auka virði afurða af búinu. Þau ætla að framleiða lúxusmatvöru, sem hefur fengið heitið Losta- lengjur – bláberjalegið og reykt ærkjöt. „Hugmyndina erum við búin að ganga með í maganum síðan 1999 og hugsa mikið um það síðastliðin þrjú ár hvernig væri hægt að gera þetta,“ segja þau. Matthías fór síðan til Þýska- lands 1999 og sá hvernig hlutirnir eru gerðir þar og 2003 héldu hjónin bæði síðan til Austur- ríkis, en þar er mikil ásókn í heimaunnar vörur sem eru rekjanlegar til býlis. „Þar eru ekki margir milliliðir milli bænda og viðskiptavina. Bændurnir fara t.d. út í þorp- in með kælibíl og selja úr honum kjöt, pylsur og fleira og úr því að Austurríki, sem er aðili að Evrópusambandinu, getur þetta þá hljótum við að geta það líka,“ segja þau. Hafdís og Matthías telja tvímælalaust að þarna liggi vannýtt tækifæri og segja að koll- egar þeirra verði æ meira varir við að neyt- endur vilji borða kjöt af svæði sem þeir tengj- ast persónulega. Því séu bændur í auknum mæli farnir að taka heim kjöt sem þeir láti hluta niður að óskum neytenda og afhendi þeim síðan persónulega. Vinnsla af þessu tagi kostar, að sögn þeirra hjóna, ekkert óyfirstíganlegt reglugerða- fargan, enda ekki meiningin að fara út í slátr- un. Flutningur kjötsins frá sláturhúsi verður hins vegar stór kostnaðarliður, enda langt í næsta sláturhús. Stofnkostnaður liggur síðan fyrst og fremst í áhöldum til kjötskurðar, kæli- tækjum og pökkunarbúnaði. Matthías hefur alla tíð búið í Húsavík og tók við búskapnum af foreldrum sínum 1977, en Hafdís fluttist þangað fimm árum síðar. Í dag eru þau með 460 fjár á fóðrum. Matthías vann í sláturhúsi allan þann tíma sem slátrað var á Hólmavík og hefur því góða þekkingu á kjöti, eiginleikum og meðhöndlun þess. Bæði eru þau búfræðingar frá Hvanneyri og Hafdís er um þessar mundir að ljúka meistaranámi frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, þar sem hún hefur stundað nám á landnýting- arsviði. Órög við tilraunamennskuna „Við höfum alltaf verið órög við að gera til- raunir með meðhöndlun kindakjöts. Við höfum reykt okkar kjöt nokkuð lengi og gert alls kon- ar tilraunir í tengslum við það. Það hefur sumt komið skemmtilega út og vakið lukku hjá fjöl- skyldunni og vinahópnum,“ segir Hafdís. Prufur af Lostalengjum verða tilbúnar á næstu dögum. Kjötið er látið liggja í aðalbláberjalegi og reykt á eftir, en vinnsluferlið tekur um viku til tíu daga. „Það er Matthías sem sér um berja- tínsluna,“ segir Hafdís og kveður hann vera eldsnöggan – tína um tíu lítra á klukkutíma. Matthías bætir því þá við að þetta ár hafi verið gríðarlegt berjaár, hið besta í manna minnum, og telur sig hafa verið um 8-12 tíma að tína það magn sem þurfi að nota í ár. Þau nefna að þó að kjötið þeirra sé ekki látið „krydda sig“ sjálft taki það vissulega bragð af því beitilandi sem skepnan gengur á og að sauðféð úði í sig berjum hafi það aðgang að þeim. Horfa á veislugeirann Frumkynning á Lostalengjum er þegar haf- in og hefur verið vel tekið en stefnt er á frekari markaðsprófanir. Markhópur þeirra Matthías- ar og Hafdísar eru veitinga- og gistihús sem vilja prófa eitthvað sérstakt af svæðinu. Þau segjast þekkja veitingamenn sem leiti að ein- hverju sem ekki fæst í hverri búð og þar sem framleiðsluferlið sé kostnaðarsamt verða Lostalengjurnar lúxusvara. „Við erum svolítið að horfa á árshátíða- og veislugeirann og stefnum að því að framleiða um 300 kg á ári úr völdum vöðvum af völdum ám.“ Og það kemur vel til greina að þróa fleiri vörur en Lostalengjurnar, t.d. til að nýta aðra vöðva af rolluskrokknum. Matthías segist að lokum ef til vill vera á öndverðum meiði við aðra landsmenn. „Ég tel að í íslenskum land- búnaði liggi fjölmörg tækifæri og það séu bjartar horfur.“ Lystugar Lostalengjur úr ærkjöti Morgunblaðið/ Kristín Sigurrós Einarsdóttir Framleiðendurnir Þau Matthías Lýðsson og Hafdís Sturludóttir eru óhrædd við tilrauna- mennsku þegar kemur að meðhöndlun kindakjöts. Vinnsla á ærkjöti var gamall draumur hjá þeim Matthíasi Lýðssyni og Hafdísi Sturlu- dóttur, draumur sem þau eru nú að gera að veruleika með framleiðslu á Lostalengjum. Kristín Sigurrós Einarsdóttir ræddi við þau. Vaxtarsprotar nefnist verkefni sem snýst um atvinnusköpun í sveitum og hefur fjölmennur hópur fólks á Suðurlandi og í Húnaflóa tekið þátt í því. vaxtarsprotar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.