Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HELSTU rök sem hafa komið fram gegn útrás íslenskra orku- fyrirtækja eru: 1. Það sé óverjandi að leggja opinbert fé í áhætturekstur á er- lendri grundu. 2. Veitufyrirtæki eigi að vera í grunnþjónustu. Ágreiningur sé meðal kjörinna full- trúa um þátttöku hins opinbera í atvinnu- rekstri. 3. Varðandi fyrstu röksemdina gegn þátttöku í orkuútrás, má benda á að mörg erlend veitufyrirtæki í opinberri eigu eru í útrás:  Vattenfall í Sví- þjóð er 100% í eigu sænska ríkisins og er með starfsemi á öll- um Norðurlöndunum, Þýskalandi og Póllandi.  EDF í Frakklandi er 85% í eigu franska ríkisins og er með starfsemi í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Austur-Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Afríku.  Dong í Danmörku er 73% í eigu danska ríkisins og stundar starfsemi í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi.  Fortrum er 50,82% í eigu finnska ríkisins og er með starfs- semi á Norðurlöndunum, Eystra- saltsríkjunum, Rússlandi og Pól- landi.  Enel á Ítalíu er 32,2% í eigu opinberra aðila og er með starf- semi á Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Slóvakíu, Búlgaríu og Rúmeníu.  EnBW í Þýskalandi, sem er að 45% í eigu franska orkurisans EDF (sem er að 85% í eigu franska ríkisins), er með starfsemi í Þýskalandi, Mið-Evrópu og Aust- ur-Evrópu. Ástæðan fyrir útrás ofan- greindra fyrirtækja er stefnu- mörkun til áframhaldandi vaxtar, ásamt því að takmarka lands- áhættu í rekstri sínum. 40 ára saga orkuútrásar Hér á landi hefur opinbert fé verið nýtt til orkuútrásar allt frá 7. áratug síðustu aldar. Virkir- Orkint hf forveri ENEX var stofn- að árið 1969 og var tilgangurinn þróun verkefna á sviði jarðvarma og vatnsafls erlendis. Fyrirtækið var stofnað sem samvinnuverkefni innlendra orkufyrirtækja í op- inberri eigu og nokkurra verk- fræðistofa. Virkir-Orkint hafði umsjón með hitaveitufram- kvæmdum í borginni Tanggu í Kína árið 1994. Önnur skref í þró- uninni eru:  Verkefnaútflutningur í orku- málum var t.d. eitt af aðal- umræðuefnum á ráðstefnu Út- flutningsráðs og Norræna verkefnaút- flutningssjóðsins í desember 1994.  Árið 1995 eign- aðist Hitaveita Reykjavíkur 4,5% hlutafjár í hitaveitu í bænum Galanta í Sló- vakíu.  Geysir Green Energy var stofnað í janúar 2007 með áherslu á þróun og byggingu jarð- varmaorkuvera, yf- irtöku jarðvarmavirkjana og þátt- töku í einkavæðingarferli veitufyrirtækja á heimsvísu. Einn hluthafa Geysir Green Energy er Reykjanesbær.  Hydrokraft hf var stofnað þann 16. febrúar af Landsvirkjun og Landsbankanum hf og er til- gangur þess félags að fjárfesta í verkefnum á erlendri grundu sem tengjast endurnýjanlegri orku- vinnslu, með áherslu á vatnsafl.  Reykjavík Energy Invest var stofnað 7. mars 2007 til að tak- marka áhættu sameignarfyrirtæk- isins Orkuveitu Reykjavíkur á er- lendum útrásarverkefnum, sem voru komin í þróun m.a. í Djíbútí og á Filippseyjum. Sú röksemd að opinbert fé hafi ekki verið notað til orkuútrásar gengur því varla upp, hvorki hér á landi né meðal annarra þróaðra ríkja. Veitufyrirtæki eiga einungis að sinna grunnveitustarfsemi Uppbygging stóriðju, sem er í grunninn útflutningur á raforku, hófst með stofnun Landsvirkjunar árið 1965. Útflutningur á áli er í raun útflutningur á orku í föstu formi. Sama má segja um sölu annarra orkufyrirtækja til stóriðju og má þar nefna Hitaveitu Suð- urnesja og Orkuveitu Reykjavík- ur. Þá er ljóst að raforkufram- leiðsla til stóriðju hefur lækkað verð á raforku og hita til almenn- ings. Ef röksemdin um grunnþjón- ustu á að eiga við, er einfaldast að skylda orkufyrirtækin til að selja orkuver sem starfa á stóriðju- markaði til einkaaðila. Það er ekki þörf á frekari upp- byggingu orkuvera á næstu árum fyrir almennan markað. Ef tekið er fyrir frekari uppbyggingu inn- anlands og erlendis er ljóst að ekki er þörf á að mennta starfs- fólk í virðisaukandi störf við upp- byggingu orkuvera, sbr. verkfræð- inga og jarðfræðinga. Þá verður engin þörf á að stunda viðamiklar rannsóknir á þessu sviði, en ís- lensk orkufyrirtæki fjárfesta fyrir hundruð milljóna á ári hverju í rannsóknum innanhúss, hjá verk- fræðistofum og innan háskólanna. Hugmyndafræðilegur ágreiningur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar kemur eftirfarandi fram: „Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að ís- lensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyr- irtækja.“ Þar sem öll stærstu orkufyr- irtæki þjóðarinnar eru í eigu op- inberra aðila er ókleift að hefja út- rás án þeirra. Því þyrfti að selja þau fyrst ef hið opinbera á ekki að taka þátt í útrásinni. Að ofansögðu er ljóst að rök- semdir og þær upplýsingar sem komið hafa fram í umræðunni eru brotakenndar. Meðal fræðimanna er orkugeirinn oft talinn frábrugð- inn hefðbundnum fyrirtækjum vegna mikilvægis hans í grunn- lífskilyrðum fólks og tilhneigingu hans til náttúrulegrar einokunar. Af þessum sökum er þessi fjár- magnsfreki atvinnugeiri (e. big business) samofinn hagsmunum hins opinbera og er nátengdur hugmyndinni um þjóðarfyrirtækið (e. national champion). Heimildir: Árskýrsla Vattenfall 2006 og gagnasafn Morgunblaðs- ins. Orkan og útlönd Magnús Árni Skúlason skrifar um orkumál og útrás fyrirtækja » Það er ekki þörf áfrekari uppbygg- ingu orkuvera á næstu árum fyrir almennan markað. Magnús Árni Skúlason Höfundur er hagfræðingur – MSc & MBA, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics og hefur veitt Orkuveitu Reykjavíkur ráðgjöf í stefnumót- unarmálum. NÝR meirihluti í Reykjavík lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að verja tæp- um 900 milljónum króna í að leysa manneklu á leik- skólum Reykjavíkur. Frábært framtak nýs meirihluta og sýnir hverjar áherslur þeirra eru. En manneklan er ekki minni á leik- skólum Kópavogs og hefur ástandið farið versnandi síðustu mánuði. Og bætt kjör leikskólastarfsmanna í Reykjavík eru að auka enn á vandann í Kópavogi því nú eru brögð að því að einstaka starfs- menn hafi þegar sagt upp og hygg- ist flytja sig yfir til Reykjavíkur. Sé þetta raunin verður að bregðast við og það strax ef við ætlum ekki að verða undir í samkeppninni um hæft starfsfólk. Leikskólanefnd lagði fram fyrir skemmstu aðgerðaráætlun sem mun bæta leikskólastarf í Kópa- vogi til lengri tíma en bætt vinnu- aðstaða, uppfærðar heimasíður, íslensku- námskeið og námskeið til að draga úr streitu munu ekki leysa vand- ann sem við okkur blasir núna! Fulltrúar Samfylk- ingarinnar í bæjarráði og leikskólanefnd hafa ítrekað lagt til að laun leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskólanna verði hækkuð. Fyrir slíkri hækkun er heimild í kjarasamningi leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna. Fulltrúar meirihlutans hafa æv- inlega hafnað öllum okkar tillögum um kjarabætur til handa leikskóla- starfsmönnum með þeim rökum að það sé verið að vinna í málinu. Núna síðast lögðum við til að starfsmönnum í fullu starfi á leik- skólum Kópavogsbæjar verði greidd ein yfirvinnustund á dag til að koma til móts við vinnuframlag á matmáls- og kaffitímum. Þá lögð- um við jafnframt til að álags- greiðsla sem greidd er til starfs- manna sem vinna eftir klukkan 17 verði færð fram til klukkan 16 ... og aftur vísaði meirihlutinn tillögunni frá og sagðist, eins og svo oft áður, vera að vinna í málinu. Svo vikum skiptir eru þau að vinna í málinu og á meðan missum við gott starfsfólk í önnur störf betur borguð. Mannekla á leikskólum Kópa- vogs - hvar eru lausnirnar? Guðríður Arnardóttir skrifar um manneklu í leikskólum í Kópavogi » Framsóknar- ogSjálfstæðisflokkur í Kópavogi draga lapp- irnar þegar kemur að því að leiðrétta kjör leikskólastarfsmanna. Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Kópavogs. GAMALT máltæki segir: „Allir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall.“ Áður fyrr kveið fólk fyrir því að verða gamalt og þurfa að leggjast inn á elliheimili eins og það var kallað. Nú er öldin önnur. Stórar íbúðablokkir rísa sem eingöngu eru byggðar fyrir eldri borgara og einn- ig félagsmiðstöðvar tengdar þeim. Fólk hættir vinnu fyrr en áður og getur nú not- ið efri áranna við fjöl- breytta handavinnu og margþætt áhuga- mál, sem það hefur lengi dreymt um en ekki haft tíma eða að- stöðu til þess að sinna fyrr en nú. Handavinnusýn- ingar þessa fólks bera þess glöggt vitni að þar er margur list- hagur með afbrigðum og mætti jafnvel kalla þetta fundinn fjár- sjóð. Það er gott að vera duglegur við handavinnu en hreyf- ing er hverjum manni nauðsynleg og því skiptir miklu máli hvernig húsin eru byggð og einnig um- hverfi þeirra allt. Hrafnista í Reykja- vík er á glæsilegum stað með stór- kostlegt útsýni en slíkt er ekki hægt að segja um alla þá staði sem valdir hafa verið. Ég hef aldrei getað skilið þá áráttu að vilja endi- lega hafa íbúðablokkir eldri borg- ara við mestu umferðargöturnar og stærstu gatnamótin. Þar er látlaus umferð næstum allan sólarhringinn með tilheyrandi hávaða og meng- andi útblæstri, svo varla er hægt að opna glugga á nálægum húsum. Þeir sem kaupa sér einbýlishús – vilja og þurfa að hafa stóra lóð um- hverfis húsið þótt þeir séu oft að heiman og ég amast ekki við því. Eldra fólk vill helst vera á kyrr- látum og friðsælum stað og geta notið þess að koma út fyrir dyr þegar gott er veður. Það þarf því að hafa verndað svæði sólarmegin við húsið þar sem hægt er að dvelja um stund, ganga um án hindrana, njóta fagurs útsýnis og hreins lofts. Það er ömurlegt hlut- skipti að hafa aðeins götuna og bílastæðið fyrir útivistarsvæði með þeim hættum og óþægindum sem því fylgja. Við Hjallasel 55 er akvegur allan hringinn í kringum bygginguna og ef vistmenn ætla sér út í góða veðrið t.d. með göngugrind eða hjólastól þá eru þeir algerlega háð- ir duttlungum ökumanna. Vegurinn sunnanmegin við húsið liggur í boga meðfram því og þar er því afar takmörkuð sýn út á veginn. Eftir þessum vegi þeysa ungir og frískir ökumenn oft hóp- um saman á hjólafákum sínum á leið í íþróttahúsið til æfinga en þetta er eini vegurinn að því húsi. Handan þessa vegar er gróið svæði með fuglatjörn, sem eldra fólkið horfir gjarnan til – en það getur verið hættuspil að fara yfir þessa götu því þar er engin gang- braut. Vegurinn meðfram húsinu norðanmegin er steinlagður en engin gangstétt. Þar er aðalinngangurinn. Annar jaðar þeirrar götu er með hitalögn og helst þar auð ræma allan veturinn – en nú vill svo til að bílum er alltaf raðað yfir þessa auðu rönd svo fólkið þarf að ganga ísi-lagða eða snjóuga götuna þegar veðurfarið er slíkt. Ég fæ það stund- um á tilfinninguna að bíllinn sé í fyrsta sæti en sjálft fólkið sé í öðru sæti. Kona í rafdrifnum hjólastól rennir út í góða veðrið. Hún fer þar einn hring um bílastæðið en flýtir sér síðan inn aftur. Úff, þetta er eina svæðið sem hún getur ekið um. Skógarbær í Ár- skógum er annað og ennþá nýrra heimili. Þar er hellulögð gang- stétt meðfram húsinu við aðalinnganginn. Bílum er síðan lagt meðfram henni, þannig að ekið er með fram- hjólin beint að stéttinni sem er svo mjó að þegar framstuðari bílanna kemur inn yfir stéttina er ekki pláss fyrir þá sem ætla þar um með hjólastóla. Þarna hefði hugsanlega mátt hafa bílastæðin einum metra fjær húsinu svo að þá hefði opnast leið fyrir hjólastóla milli húss og bíla. Ég veit dæmi þess að fólk með göngugrindur sem reynir að fara út og hreyfa sig eitthvað kemst ekki þar um og fer því fram af stéttinni en dettur þá og liggur þar þangað til einhver kemur að og sér það. Húsið er, jú, byggt fyrir eldra fólkið en ekki fyrir bílana sem hanga utan á því í röðum líkt og grísir á gyltu en hindra þar um leið eðlilegan og nauðsynlegan um- gang. Skömmu eftir að íbúðablokkir fyrir eldri borgara voru byggðar við Árskóga 6 og 8 var ákveðið að byggja brú yfir Reykjanesbrautina og tengja saman Nýbýlaveg og Breiðholtsbraut. Þetta var gert og gatan hækkuð um 7 metra þar sem hún liggur meðfram íbúðablokk- inni. Þarna er mikil umferð mestallan sólarhringinn. Nú er verið að byggja blokkir við mestu umferð- argötu borgarinnar, Miklubraut, og mér er sagt að þar verði íbúðir fyr- ir eldri borgara. Efri árin Ólafur Runólfsson skrifar um slæmt aðgengi eldri borgara í kringum og við íbúðir þeirra Ólafur Runólfsson »Húsið er, jú,byggt fyrir eldra fólkið, en ekki fyrir bíl- ana, sem hanga utan á því í röð- um líkt og grísir á gyltu, en hindra þar um leið eðlilegan og nauðsynlegan umgang. Höfundur er fv. vagnstjóri. BIRT var í fjölmiðlum í fyrra- dag „sameiginleg ályktun“ eldri sjálfstæðismanna og 60+ í Sam- fylkingunni. Þar er lögð áhersla á kjarabætur fyrir aldraða. Mistök áttu sér stað við meðferð málsins. Birt var vinnuplagg sem endanleg ályktun en 60+ hafði gert breyt- ingar á vinnuplagginu. 60+ sam- þykkti t.d. eftirfarandi sem lið í sameiginlegu áliti: Lífeyrir frá Tryggingastofnun og frítekjumark vegna lífeyr- issjóðstekna hækki um 25 þúsund á mánuði fyrir áramót. En sér- afstaða 60+ kveður að sjálfsögðu á um mun meiri kjarabætur fyrir aldraða eða að lífeyrir þeirra, sem ekki eru í lífeyrissjóði, hækki í 210 þúsund á mánuði í áföngum. Björgvin Guðmundsson 60+ vill meiri kjarabætur Höfundur er í stjórn 60+.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.