Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 29
SIGURÐUR Hr. Sigurðsson
heitir maður sem í grein hér í
Morgunblaðinu fimmtudaginn 8.
nóvember bendir á nokkra meinta
meinbugi á stuttri grein sem und-
irritaður fékk birta í sama blaði
fimm dögum áður. Var þar gerð at-
hugasemd við þá nýju tegund
gagnrýni á hendur
Orkuveitu Reykjavík-
ur, að fyrirtækið
skyldi gert tor-
tryggilegt fyrir að
fylgja bókstaf laga um
mat á umhverfisáhrif-
um. Skal hér brugðist
við nokkrum atriðum í
grein Sigurðar, en af
býsna mörgu er að
taka.
Frjálslega
farið með
Sigurður segir und-
irritaðan gera lítið úr
skoðunum og skrifum nátt-
úruverndarsinna. Þarna er afar
frjálslega með farið. Í grein minni
segir þannig að „sumir" sem tali í
nafni umhverfisverndar klifi í sí-
fellu á því, gegn betri vitund, að
hérlendis sé raforka seld til stór-
iðju á einhvers konar undirverði.
Þetta eru sem betur fer ekki um-
mæli um alla náttúruverndarsinna
eða málflutning þeirra, víðs fjarri
því. Þá er í minni grein í dæma-
skyni talað um skrautlegan mál-
flutning um burðarþol stíflumann-
virkja og um meinta vá sökum
brennisteinsvetnis í andrúmslofti.
Þetta er auðvitað ekki fullyrðing
um að allar fréttir eða greinar um
þessi umfjöllunarefni flokkist þann-
ig. En eigum við að láta annars
ágæta tónlistarmenn um að fræða
okkur um burðarþol stíflumann-
virkja? Útvarpsfrétt um brenni-
steinsvetni, þar sem rætt er við
jarðfræðing (sem óvart leiddi þá
framboðslista fyrir Íslandshreyf-
inguna) sem segir menn jú þekkja
gamlar sögur um fugla sem dottið
hafi dauðir niður úr loftinu, er
dæmi um skrautlegan fréttaflutn-
ing.
Raforkuverð til stóriðju
í meðallagi hér
Sigurður setur fram fullyrðingu
um raforkuverð til stóriðju á Ís-
landi og vill staðsetja það með
lægra móti innan OECD. Ekki
kemur fram hvaðan Sigurður hefur
sínar tölur, en þær eru til dæmis
um helmingi lægri en tölur sem ný-
verið voru settar fram af blaða-
manni sem rýnt hafði í ýmis gögn.
Hér er ekki rými fyrir margend-
urtekna umræðu um þá stefnu að
birta ekki nákvæmar upplýsingar
um einstök ákvæði samninga í við-
skiptum á samkeppnismarkaði,
heldur birta fremur upplýsingar
um arðsemi viðskiptanna. Það sem
við höfum upplýsingar um í þessu
samhengi er að verðið á raforku til
stóriðju er í meðallagi hátt hér-
lendis í alþjóðlegum samanburði.
Er þá byggt á niðurstöðum óháðra
alþjóðlegra ráðgjafarfyrirtækja.
Hæstu þekktu verðin í þessu sam-
bandi er að finna í Kína, en það
land er raunar ekki hluti af OECD.
Lægstu þekktu verðin er að finna í
Kanada, sem aftur tilheyrir OECD.
Sigurður kallar það síðan „alvar-
legt misrétti" að langstærstu við-
skiptavinir raforkuframleiðenda,
sem jafnframt kaupa sama magn
allan sólarhringinn og
alla daga ársins (raf-
orka er ekki geymd á
lager), skuli fá lægra
verð en aðrir við-
skiptavinir, sem kaupa
margfalt minna magn
og með mun óstöðugri
hætti. Þarna er Sig-
urður óvart að stað-
festa orð mín um ná-
kvæmlega þessa
umræðu. Hér er ég að
ræða um viðskipti með
raforku, en Sigurður
um eitthvað allt annað
kerfi raforkudreif-
ingar. Óhugsandi er að maðurinn
telji í alvörunni að hægt sé, á ein-
hverjum eðlilegum rekstr-
arforsendum, að selja honum raf-
orku til heimilisafnota á sama verði
og stóriðjan kaupir orkuna. Ekki
fylgdi þó sögunni hjá Sigurði hvert
hann vill fá að senda reikninginn
fyrir sinni raforkunotkun.
„Án styrkja frá ríki"
Þá skal hér staldrað við orð Sig-
urðar um annað „misrétti" sem
honum er umhugað um. Það er sú
staða að flestir áhugamenn um
náttúruvernd skuli þurfa „að sinna
sínu hlutverki í sjálfboðavinnu og
án styrkja frá ríki og sveit-
arfélögum.“ Um þetta er þrennt að
segja. Í fyrsta lagi eru reyndar
margir ötulustu talsmenn nátt-
úruverndar óvart þjóðkjörnir
fulltrúar á launum hjá öllum lands-
ins skattborgurum. Í annan stað er
ekki að sjá að öll samtök nátt-
úruverndarsinna búi við fjársvelti.
Sá sem þetta ritar hefur árum
saman tengst upplýsingamálum hjá
frjálsum félagasamtökum fyr-
irtækja, lengst af hjá Samtökum
atvinnulífsins. Aldrei hefur sú hug-
mynd fæðst að láta vinna og birta
sjónvarpsauglýsingar til stuðnings
stefnumálum þessara samtaka.
Slíkar auglýsingar höfum við hins
vegar séð í nafni náttúruverndar
frá frjálsum félagasamtökum, og
ekkert nema gott um það að segja
sem slíkt (þótt deila megi um skila-
boð sumra auglýsinganna). Loks er
svo þetta augljósa, spurningin um
hverjir eigi að fá slíka styrki og
hverjir ekki, séu þeir í boði. Sjálfur
á ég mér ýmis áhugamál sem ég
myndi telja til þjóðþrifamála og
gæti vel hugsað mér opinbera
styrki til að fjármagna framgang
þeirra. Sama á eflaust við um mik-
inn fjölda fólks og samtök ýmiss
konar. Vandséð er að allir þessir
aðilar geti fengið opinbera styrki til
þess arna.
Varðandi vangaveltur um kostn-
að við gerð Kárahnjúkastíflu skal
hér látið nægja að vísa í fréttir frá
Landsvirkjun þess efnis að kostn-
aður við þá risavöxnu framkvæmd
sé nokkurn veginn innan áætlunar.
Ekki verður hér brugðist við full-
yrðingum Sigurðar um hvenær ein-
hver meintur hópur fólks sem hann
kýs að uppnefna muni láta staðar
numið, eins og það er orðað.
Ályktanaglöðum
umhverfissinna svarað
Gústaf Adolf Skúlason svarar
Sigurði Hr. Sigurðssyni » Óhugsandi er aðmaðurinn telji í al-
vörunni að hægt sé... að
selja honum raforku til
heimilisafnota á sama
verði og stóriðjan kaup-
ir orkuna
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samorku, samtaka
orku- og veitufyrirtækja.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
0
73
5
Heimsferðir bjóða þér nú til glæsilegrar vetrarveislu á Kanaríeyj-
unni vinsælu Tenerife í lok janúar og byrjun febrúar. Tenerife,
sem er stærst Kanaríeyjanna, býður frábærar aðstæður fyrir
ferðamanninn; fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta
afþreyingu og stórbrotna náttúru. Við bjóðum glæsilegar ferðir
á ótrúlegum kjörum og vinsæla gististaði.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði
á þessu verði!
39.995 kr.
verð frá aðeins
- Ótrúleg sértilboð á síðustu sætunum29. janúar og 5. febrúar
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
0
73
6
Vetrarveisla á
Tenerife
*
Ótrúlegt verð
El Cortijo – íbúðir
Kr. 39.995
*) Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-11 ára, í viku, 29. janúar.
Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega.
Kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í viku,
29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000
aukalega.
Aguamarina Golf - íbúðir
Kr. 43.895
Netverð á mannm.v. 2 fullorðna og 2 börn,
2-11 ára, í viku 29. janúar. Brottför 5. feb.
kr. 4.000 aukalega.
Kr. 55.490
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í viku, 29.
janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega.
Hotel Jacaranda
með hálfu fæði
Kr. 69.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með
hálfu fæði, 29. janúar, vikuferð. Brottför
5. feb. kr. 4.000 aukalega.
Hotel Bahia Principe
með allt innifalið
Kr. 89.190
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með
öllu inniföldu, vikuferð, 29. janúar. Brottför
5. feb. kr. 4.000 aukalega.
Sértilboð!
Atvinnurekendur, stjórnendur, rannsakendur, stjórnmálamenn
og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið!
Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og
eldra fólks á vinnumarkaði.
Síðasti fundurinn af þremur verður á Grand hótel, Háteigi
(salur á 4. hæð) þann 15. nóvember n.k. kl. 8:30-10:00
Dagskrá:
1. Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Starfsafls fjallar um
Evrópuverkefni sem Starfsafl tekur þátt í, sem miðar að því
að styrkja stöðu eldra fólks á vinnumarkaði.
2. Séra Bernharður Guðmundsson fulltrúi Öldrunarráðs Íslands
í norrænni nefnd - Ældre i arbejdslivet - fjallar um breyti-
legar þarfir og aðstæður fólks á vinnumarkaði.
3. Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM og nefndarmaður í
Verkefnisstjórn 50+ fjallar um erlend verkefni sem unnin
hafa verið með þennan aldurshóp í fyrirtækjum.
Fundarstjóri:
Gunnar Kristjánsson formaður verkefnisstjórnar 50+
Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og funda-
röðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar
www.vinnumalastofnun.is
Morgunverður verður framreiddur frá kl. 8:00.
Sveigjanleg starfslok
- ávinningur allra
Er eftirsóknarvert fyrir einstaklinga að
vera í starfi fram eftir ævi?
Af hverju er langtímaatvinnuleysi meira
meðal eldra fólks en þess yngra?
Hvernig hafa breytingar í lífshlaupi
fólks áhrif á atvinnuþátttöku þess og
þarfir á vinnumarkaði?
Er sveigjanleiki ákjósanlegur eða getur
hann verið íþyngjandi?
m
b
l 9
35
70
0