Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA 30 DAYS OF NIGHT kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 10:30 LÚXUS VIP MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE GOLDEN AGE kl. 5:30 - 8 LÚXUS VIP THE INVASION kl. 8 B.i.16.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE BRAVE ONE kl. 10:30 B.i.16.ára THE KINGDOM kl. 10:30 B.i.16.ára STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ERU EINU BÍÓIN Á ÍSLANDI SEM BJÓÐA UPP Á DIGITAL OG 3-D REAL TÆKNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA A.T.H STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA MYNDIN SEM FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG GAGNRÝNENDUR HAFA SAGT AÐ SÉ EIN AF BESTU HROLLVEKJUM SEM ÞEIR HAFI SÉÐ! HVAR MYNDIR ÞÚ FELA ÞIG Í 30 DAGA... !? SÝND Í KEFLAVÍK BALLS OF FURY LISTAHÁTÍÐ ungs fólks, Unglist, lauk um síðustu helgi og er óhætt að segja að hátíðin í ár hafi verið mjög fjölbreytt; tónlist, hönnun, myndlist, gjörningar, leiklist og fleira góðmeti var borið fram af ungu fólki af elju og metnaði og fóru skipulagðir viðburðir fram í Hinu Húsinu, Austurbæ og Nor- ræna húsinu. Hátíðin hófst með myndlistar- maraþoni en eitt af síðustu atrið- unum var Bboying keppni í Nor- ræna húsinu þar sem keppt var um King of the Iceberg. Þar kepptu átta sterkustu hópar landsins í breikdansi og eins og sjá má af myndunum voru tilþrifin mörg hver nokkuð mögnuð. Mögnuð tilþrif Morgunblaðið/Sverrir Plötusnúðarnir Það er engin danskeppnin án taktfastrar tónlist- ar og þessir hárfögru félagar útveguðu hana. Breikhópur Átta hópar voru mættir til leiks í Norræna húsinu og stemn- ingin var ekki minni en spennan sem magnaðist eftir því sem á leið. Á haus Þessi veigraði sér ekki við því að snúa sér á haus. Svona gera aðeins þeir bestu. Einbeiting Þessi keppandi var mjög einbeittur á svip enda ekkert grín að battla í BBoy-keppni. Magnað Tilþrifin voru mörg hver nokkuð mögnuð eins og þessi mynd sýnir. ENGINN þarf að velkjast í vafa um að að- standendur kvikmyndarinnar Ljón fyrir lömb (Lions for Lambs) ætluðu sér að gera merkilega og jafnvel umtalaða mynd. Söguþráðurinn fjallar um hryðjuverkastríð Bandaríkjastjórnar, forsendur þess og eft- irköst, og verkið nýtur góðs af einvalaliði vinsælla og virtra leikara. En þó veldur myndin óhjákvæmilegavonbrigðum. Efn- istökin eru metnaðarfull en þau eru hins vegar einfeldningsleg og klunnalega fram sett. Einkum eru það kaflarnir sem skarta sjálfum Robert Redford sem eru mis- heppnaðir en hér leikur hann háskólapró- fessor sem fundar með ungum nemanda sínum og reynir að innræta honum siðferð- is- og ábyrgðarkennd. Þetta gerir hann með því að segja sögur af eldri nemendum sínum, tveimur ungum mönnum sem buðu sig fram í herinn og gegna nú herþjónustu í Afganistan. Á sama tíma vindur fram blaðaviðtali þar sem Meryl Streep yf- irheyrir öldungadeildarþingmann sem Tom Cruise leikur en í samræðum þeirra er far- ið yfir forsögu hryðjuverkastríðsins, en þingmaðurinn er stríðsglaður mjög og reynir að vinna fréttakonuna á sitt band. Stundum vottar fyrir lífi í atriðunum þar sem Cruise og Streep takast á en því verð- ur þó ekki neitað að myndin fer þar troðn- ar slóðir í rökfærslu sinni og fátt í orða- skiptum þeirra kemur á óvart eða vekur áhorfendur til umhugsunar. Það er einmitt augljóst markmið myndarinnar og skýrir að hluta þann predikunartón sem hvílir yf- ir öllu og verður þreytandi áður en yfir lýkur. KVIKMYNDIR Smárabíó og Regnboginn Ljón fyrir lömb (Lions for Lambs)  Leikstjórn: Robert Redford. Aðalhlutverk: Robert Redford, Tom Cruise, Meryl Streep, Michael Pena, Andrew Garfield. Bandaríkin, 88 mín. Heiða Jóhannsdóttir Hryðju- verk og stjórnmál Lions for Lambs „Söguþráðurinn fjallar um hryðjuverkastríð Bandaríkjastjórnar, for- sendur þess og eftirköst, og verkið nýtur góðs af einvalaliði vinsælla og virtra leikara.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.