Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„ÞAÐ er nú frekar rólegt yfir því. Við
erum staddir á Papagrunni og erum
að reyna við ýsuna. Aflinn í haust er
búinn að
vera mun
minni en
undan-
farin
haust.
Það staf-
ar
kannski
af því að
það er
miklu meiri ásókn á grunnslóðina en
verið hefur undanfarin ár. Það eru
fleiri bátar komnir á þetta og allir á
eftir ýsunni,“ sagði Njáll Kolbeins-
son, skipstjóri á línubátnum Kristinu
GK 157, þegar Verið náði tali af hon-
um í gær.
Hann segir að það hafi gengið
ágætlega að forðast þorskinn, en það
þýði einfaldlega minni afla. „Maður
fer aldrei þar sem maður veit að er
þorsk að fá. Undanfarin ár höfum við
mátt veiða meiri þorsk og leyft okkur
að fara meira í þorskinn. Við getum
það ekki, megum það ekki og leyfum
okkur það ekki núna. Þess vegna er-
um við allaf að berja á sömu bleyð-
unum og það þýðir bara minnkandi
afla.“
Hann segir að ýsan hafi verið
þokkaleg í haust, en þó sé alltaf tölu-
vert um smáa ýsu og henni fylgi svo
auðvitað smár þorskur.
Djöfull erfitt
„Þetta er djöfull efitt ástand. Það
er mikið minna kaup og menn eru
bara farnir að hugsa um að gera eitt-
hvað annað. Það er ekki bara að við
megum veiða minna af þorski og tekj-
urnar skerðist vegna þess, heldur
finnst okkur, sem erum á föstu verði,
einkennilegt að fiskverðið skuli ekki
hækka. Verðið á mörkuðunum hækk-
ar og eftirspurnin eykst stöðugt ytra,
en kannski hefur þetta eitthvað með
þessa sterku krónu að gera. Það
lækkar verðið til okkar. Það er eig-
inlega allt sem bjátar á og hljóðið í
mönnum er ekkert gott núna. Við sjó-
menn erum bjartsýnir og vonumst til
að þetta lagist, að fiskverðið hækki og
kvótinn aukist,“ segir Njáll.
Það er Vísir hf. í Grindavík sem
gerir bátinn út og tekur aflann til eig-
in vinnslu. Fyrir vikið fá sjómenn fast
verð fyrir fiskinn en það er ákveðið af
sérstakri úrskurðarnefnd, sem taka á
tillit til þátta eins og verðs á uppboðs-
mörkuðum, markaðsverðs ytra og
fleira. „Þetta virðist ekki virka fyrir
okkur þessa dagana. Það breikkar
alltaf bilið á milli okkar og fiskmark-
aðanna. Meðalverð á ýsu hjá okkur
undanfarið hefur verið 96 til 97 krón-
ur og á þorskinum um 170. Verðið er
rokkandi á mörkuðunum og einn dag-
inn voru bara 110 krónur fyrir ýsuna.
Svo hefur maður séð marga daga sem
hún er í 200 krónum, en verðið á
þorskinum er langt fyrir ofan það sem
við erum að fá. Hundrað krónum og
jafnvel meira.“
Njáli lízt illa á framhaldið því hlut-
föllin í kvótanum séu allt önnur en í
sjónum. Hann telur einnig að nú sé
verið að veiða jafnmarga fiska og í
fyrra, enda sé fiskurinn nú miklu
smærri. Í fyrra máttum við veiða mun
meira af þorski en núna. Samt þurft-
um við að vanda okkur við að taka
ekki of mikið. Það var auðvelt að ná
þorski í fyrra,“ sagði Njáll.
Mikið minna kaup
Sjómenn ósáttir við lágt fiskverð í föstum viðskiptum
ÚR VERINU
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„VÆRI ekki um sjónhverfingar af
hálfu stjórnar Landsvirkjunar að
ræða væri ástæða til að fagna,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, á Alþingi í
gær um ákvörðun stjórnar Lands-
virkjunar að ganga ekki til samn-
ingsviðræðna við fyrirtæki sem
hyggja á byggingu nýrra álvera á
Suður- og Vesturlandi. Steingrímur
sagði að ekki væri allt sem sýndist
ef „netþjónabú sem á að nota 5–8
megavött af raforku í fyrstu lotu er
notað sem réttlæting fyrir 250
megavatta virkjunum í heild sinni,
þ.e. öllum virkjununum í Neðri-
Þjórsá“. Hann vildi fá svör frá for-
sætisráðherra um hvort um stefnu-
breytingu af hálfu ríkisstjórnarinn-
ar væri að ræða, eins og ráða mætti
af bloggi iðnaðarráðherra, eða að-
eins um viðskiptalega ákvörðun
Landsvirkjunar eins og forsætisráð-
herra hefði sjálfur sagt.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði stjórn Landsvirkjunar hafa
komist að skýrri og auðskiljanlegri
niðurstöðu og að hann teldi hana
skynsamlega. „Vissulega þýðir
þetta að óbreyttu að ekki verður
reist álver í Þorlákshöfn eða nýtt ál-
ver á Suðvesturlandi,“ sagði Geir en
bætti við að þetta myndi ekki hafa
áhrif á fyrirhugaða byggingu álvers
á Bakka við Húsavík. Þá hefði hon-
um verið tjáð að Alcan standi til
boða að kaupa raforku til að auka
afköst sín.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, sagði ákvörðun
Landsvirkjunar vera eins og blauta
tusku framan í sveitarstjórn Ölfuss
og Alcan og stjórnarandstöðuþing-
menn gagnrýndu stjórnvöld harð-
lega fyrir að „tala í sitt hvora átt-
ina“. „Það er ankannalegt að þurfa
að standa hér dag eftir dag og
spyrja út í stefnu ríkisstjórnarinnar.
Hæstvirtir ráðherrar virðast í
hverju málinu á fætur öðru koma
með mjög misvísandi skilaboð,“
sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður
Framsóknar, og
Grétar Mar Jónsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagði yfirlýs-
ingar Landsvirkjun koma á óvart
enda hefðu sveitarfélög á borð við
Þorlákshöfn verið með það í und-
irbúningi að fá til sín álver. „Ég hélt
að stjórnvöld myndu móta stefnu í
þessum málum en létu ekki ein-
hverja kjörna fulltrúa í Landsvirkj-
un ákveða hvernig farið verður með
raforku í framtíðinni,“ sagði Grétar.
Morgunblaðið/Ómar
Rafmagnað stefnuleysi Grétar Mar Jónsson gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í raforkumálum á þingi í gær.
Sjónhverfingar af
hálfu Landsvirkjunar
Í HNOTSKURN
» Össur Skarphéðinssoniðnaðarráðherra segir á
bloggi sínu: „Ríkisstjórnin er
einfaldlega að hverfa frá
blindri stóriðjustefnu Fram-
sóknarflokksins, en styður í
staðinn af alefli byggingu há-
tæknifyrirtækja […] í stað
hefðbundinnar stóriðju.“
» Geir H. Haarde, forsætis-ráðherra, neitaði því á
morgunvakt RÚV í gær að
verið væri að hverfa frá stór-
iðjustefnunni.: „Það hefur
ekkert verið nein ákvörðun
um að hætta hér að byggja
upp orkufrekan iðnað.“
ÞETTA HELST …
Aldraðir til Jóhönnu
Heilbrigðisráðherra lagði fram frum-
varp á Alþingi í gær sem er í samræmi
við áður gefin fyrirheit um að breyta
verkaskiptingu milli heilbrigðisráðu-
neytisins og félags- og trygginga-
málaráðuneytisins. Tryggingastofn-
un og þjónusta við aldraða, að
undanskilinni heilbrigðisþjónustu,
munu færast undir félagsmálaráðu-
neytið og gert er ráð fyrir að koma á
fót nýrri stofnun undir heilbrigðis-
ráðherra sem á að annast kaup,
greiðslur og samninga um heilbrigð-
isþjónustu.
Hroki gagnkyn-
hneigðra
„Ég legg til að þetta frumvarp verði
samþykkt til þess að hroki gagnkyn-
hneigðra sé ekki lengur til staðar í lög-
gjöf Íslendinga,“ sagði Kolbrún Hall-
dórsdóttir, VG, þegar hún mælti fyrir
lagafrumvarpi þingmanna allra stjórn-
arandstöðuflokkanna um réttindi
samkynhneigðra í gær. Frumvarpið
felur m.a. í sér að sömu hjúskaparlög
gildi um samkynhneigða og gagnkyn-
hneigða. Enginn stjórnarliði tók þátt í
umræðunum en þingmenn voru al-
mennt jákvæðir. Jón Magnússon taldi
þó að frumvarpið gæti orðið að ásteyt-
ingarsteini þar sem verið væri „að
leggja til breytingu frá því meginvið-
horfi sem gilt hefur“. Ekki ætti endi-
lega að breyta hjúskaparlögum heldur
tryggja réttindi samkynhneigðra og
annarra hópa með sérlögum. Jón vildi
einnig meina að ekki væri rétt að tala
um að ekki mætti mismuna fólki eftir
kynhneigð enda væru til margs konar
kynhneigðir og sumar væru refsiverð-
ar. Nefndi hann barnakynhneigð þeg-
ar hann var inntur eftir dæmum.
Paul Nikolov á þing
Paul Nikolov,
varaþingmaður
VG, undirritaði
drengskapareið á
Alþingi í gær og er
hann fyrsti innflytj-
andinn sem tekur
sæti á þingi. Paul
er upprunalega
frá Bandaríkj-
unum en er ís-
lenskur ríkisborg-
ari og hefur búið
hér á landi í átta ár.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag og
m.a. mun dómsmálaráðherra mæla
fyrir frumvarpi um almannavarnir.
Paul Nikolov
„ÉG TEL að einhleypum konum
eigi að vera heimilt að fara í
tæknifrjóvgun,“ sagði Guðlaugur
Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra
í umræðum um nýtt stofnfrumu-
frumvarp á Alþingi í gær, en
nokkrir þingmenn sem tóku þátt í
umræðunum óskuðu eftir skoðun
ráðherra á því hvort einhleypar
konur ættu að geta nýtt sér tækni-
frjóvgun. Guðlaugur sagði engin
efnisleg rök gegn því og að ef það
kallaði á umfram breytingar á lög-
um þá gæti slíkt frumvarp verið
tilbúið á vorþingi.
Viðskipti með fósturvísa?
Þingmenn voru almennt jákvæð-
ir í garð nýja stofnfrumufrum-
varpsins, en í því er tekið mið af
breytingartillögum sem heilbrigð-
isnefnd Alþingis gerði við sam-
bærilegt frumvarp á síðasta þingi.
Þó voru uppi ýmsar siðferðislegar
vangaveltur. „Viðskipti með fóst-
urvísa eiga að vera óhugsandi en
mér sýnist að ekki hafi verið horft
til þess,“ sagði Kristinn H. Gunn-
arsson, þingmaður Frjálslynda
flokksins, og vildi að lögin væru
mjög skýr.
Ásta Möller, formaður heilbrigð-
isnefndar Alþingis, sagði hins veg-
ar að samkvæmt frumvarpinu yrði
ekki heimilt að framleiða fóstur-
vísa heldur mætti eingöngu nota
umfram fósturvísa til rannsókna.
„Þannig að þetta verður ekki
verslunarvara,“ sagði Ásta.
Morgunblaðið/Ásdís.
Frumur Nýtt stofnfrumufrumvarp
var rætt á Alþingi í gær.
Einhleyp-
ar í tækni-
frjógvun?
Fréttir í tölvupósti
Námskeið fimmtudaginn 22. nóvember
fyrir þá sem vilja læra á ISO 9000
gæðastjórnunarstaðlana.
Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu
staðlanna og hvernig má beita þeim við að koma
á og viðhalda gæðakerfi.
Verklegar æfingar.
Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands,
Laugavegi 178, kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 25.500.
Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs,
www.stadlar.is eða í síma 520 7150
ISO 9000
gæðastjórnunarstaðlarnir
- Lykilatriði, uppbygging og notkun -
M
bl
.9
35
79
3