Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 9 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 Yfirhafnir, leðurjakkar og úlpur frá s i m p l y og Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Nýjar blússur og bolir frá Laugavegi 82, sími 551 4473 Það nýjasta í undirfötum frá París Nýtt kortatímabil Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga kl.10-18 Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 – Eddufelli kl. 10-14 3.900 krónu buxurnar komnar aftur STÍGVÉLIN KOMIN Laugavegi 63 • S: 551 4422 Sendum í póstkröfu Elísabet kynnir hina frábæru þægindabrjóstahaldara kl: 14.00-17.00 15% afsláttur Tilboð í Sjúkravörum ehf. áður verslunin Remedia, í bláu húsi v. Faxafen, sími 553 6511 Opið 11-18 virka daga 10% afsláttur af þýskum sjúkraskóm frá Schurr M bl . 93 50 74 15% afsláttur af Delilah stuðningssokkum og - sokkabuxum „ÞÁTTTAKAN var framar vonum,“ segir Þorvaldur Víðisson, miðborg- arprestur Dómkirkjunnar, um bænagöngu sem fram fór á laug- ardag. Að göngunni stóð fólk úr fjölda trúfélaga á Íslandi, þar á með- al þjóðkirkjunni. Hann segir að rætt hafi verið um það að hátt í 3.000 manns hafi tekið þátt. Þorvaldur kveðst ánægður með að ólík trúfélög skuli hafa getað sam- einast á þessum vettvangi, „því skoðanir eru skiptar varðandi mörg önnur mál“. Gengið var frá Hallgrímskirkju niður á Lækjartorg. Að því er fram kemur á vefsíðu þjóðkirkjunnar var markmið göngunnar að „biðja sam- an í einingu gegn myrkrinu og um leið vekja athygli á því að Jesús Kristur er ljósið sem yfirvinnur myrkrið.“ „Myrkrið skilgreindum við sem ofbeldi, eiturlyf, áfengisneyslu, skuldir og sjálfsvíg,“ segir Þorvald- ur. Safnast var saman á Austurvelli en þar fór fram ávarp. Lauk stund- inni þar með því að hr. Sigurbjörn Einarsson biskup flutti blessunarorð og lúðrasveitin lék þjóðsönginn. Bænagöngudeginum lauk með tónleikum í Laugardalshöll um kvöldið. Þar var meðal annars leikin gospeltónlist og boðið upp á dans- og söngatriði auk þess sem vitnisburðir og fyrirbænir fóru fram. Bænaganga Markmið bænagöngunnar var að sögn kirkjunnar að biðja saman gegn myrkrinu. Að bænagöngunni lokinni fóru fram tónleikar í Laugardalshöll. Þar var meðal annars boðið upp á gospeltónlist og dansatriði. Þátttakan framar vonum Fréttir á SMS Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞESSI hækkun á vöxtum hefur gífurleg áhrif á greiðslubyrði heim- ilanna. Við sjáum afleiðingarnar,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu heimilanna um fjármál. Hún er spurð hvort fólk leiti í auknum mæli til ráðgjafar- stofunnar vegna greiðsluvanda sem rekja megi til hækkunar vaxta hús- næðislána. Ásta segir að hjá Ráðgjafarstofunni óttist menn að málum sem henni berast muni fjölga á næstunni og fleiri lendi í greiðsluerfiðleikum vegna stöðunn- ar á húsnæðismarkaðnum. Áhrifin af því sem sé að breytast um þessar mundir komi eðlilega ekki í ljós strax. „En það mun hafa áhrif á þann hóp fólks sem er mjög aðkrepptur. Með aukinni greiðslu- byrði verður erfiðara að ná endum saman um mánaðamót, nema launin hækki á móti.“ Ásta segir að sá hóp- ur fólks sé nokkuð stór sem ekki megi við því að greiðslubyrði hans aukist sem neinu nemi. „Við erum að aðstoða fólk sem er í miklum mínus um hver mánaðamót. Það er dýrt að skulda og hvað sem bætist við er bara til hins verra,“ segir hún. Hærri húsnæðisvextir komi sérlega illa niður á þeim sem lítið hafi átt fyrir og hafi því tekið hátt lán hjá bönkunum til þess að geta keypt húsnæði. „Fólk sem á ekkert er væntanlega að taka há lán til að kaupa sér fasteign því það á ekkert til að borga á milli. Ef þú skuldar 100% segir það sig sjálft að með hækkun vaxta verður gífurleg breyting á lánunum,“ segir Ásta. Hún bendir jafnframt á að á Ís- landi sé lítil hefð fyrir sparnaði og „fólk á lítið [til vara] ef eitthvað kemur upp á“. Hefur gífurleg áhrif á greiðslubyrði heimilanna Óttast að fleiri leiti til Ráðgjafarstofu eftir hækkun vaxta ÞAÐ gustaði vel um vegfarendur í Lækjargötu í Reykjavík í gær líkt og víðar á landinu. Veðurstofan gerir ráð fyrir norð- anátt í dag, 8-13 m/s, og stöku élj- um en hægari vindi og hálfskýjuðu sunnanlands. Spáð var kólnandi veðri norðvestan til en frostmarki við suðurströndina síðdegis. Morgunblaðið/Ómar Með gustinn í bakið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.