Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 27 baki. Þarna séu konur sérstaklega fjölmenn- ar. Beina þurfi sjónum sérstaklega að þessum hópi og huga að því að minnka brottfall úr skólum. Þá séu norrænu þjóðirnar að eldast. „Það er mikilvægt að reyna að ná inn flest- um sem hafa dottið af vinnumarkaði og gera vinnuaflið hæfara og færara,“ segir Kristín. Norðurlöndin séu þó að mörgu leyti í góðri stöðu. Þau mælist hátt í öllum könn- unum á samkeppnishæfni, tækni- væðingu og slíkum þáttum, enda sé menntunarstig hátt og velferðar- og ríkiskerfi styðji atvinnulífið vel. Hins vegar sé mikilvægt að huga að framtíðinni og því hvar styrkleikar Norðurlandanna liggi. Það geti t.d. verið á sviði menningar og að hæfi- leikar og sköpunarkraftur á þeim sviðum séu nýttir. yrja það kem- Noregi li skóla og kandi,“ ríki, fyr- man að æðslu. etja á Ís- aflsins un að insfræðslu m vina TENGLAR ............................................. www.nordvux.net ristín Ástgeirsdóttir fa með- n áður, g styðst gamla eisla að en nú ar og knum við a staði. ýi herm- nnka enn sluð eru. atriði í m auð- t sýkt að hlífa ykur æxl- eitt Með rulega úr þar sem heilbrigðum vefjum verði hlíft og einungis sýkt svæði geisluð. Aukinn árangur Þórarinn telur að árangur geisla- meðferða muni aukast verulega með þessari nýju tækni. Læknum verði óhætt að nota stærri geisla- skammta þar sem hættan á að hitta heilbrigðan vef sé mun minni og því meiri líkur á að það náist að drepa æxlið. Nýi hermirinn mun nýtast öllum þeim sem þurfa á geislameðferð að halda, en það eru um 600 manns á ári. Hermirinn er af gerðinni Acuity iX frá fyrirtækinu Varian og kostaði um 55 milljónir króna. ýjaður Morgunblaðið/Frikki mlega tekinn í notkun í gær. num eftir geislameðferð Það sem áður var stórbrotinmenning hefur vikið fyrirsiðlausum kapítalisma,þar sem réttindi ein- staklingsins mega sín lítils. Hag- vöxturinn í Kína hefur verið dýru verði keyptur og fórnarkostnaður- inn hár hvernig sem á það er litið. Þetta er mat Görans Malmqvists, eins helsta sérfræðings Norð- urlanda í Kínafræðum, sem telur ekki rétt að vísa til Kína sem ríkis þar sem kommúnismi sé við lýði: Hugmyndafræði sem slík gegni ekki neinu hlutverki í Kína. Trúin á kommúnismann einskorðist að mestu við meðlimi flokksins, eða þrjú prósent íbúafjöldans. Malm- qvist er myrkur í máli og telur menningarástandið afleiðingu „kap- ítalisma siðleysisins“, sem hvíli á svo fúnum rótum að hrikti í stoðunum. Hætta sé á upplausn kínversks sam- félags. „Ég óttast að stjórninni í Beijing muni ekki takast að hafa hemil á þeim 1,3 milljörðum manna sem nú búa landið. Kína er mitt annað föð- urland. Ég er tengdur landinu í gegnum hjónaband og ég myndi harma að sjá landið liðast í sundur,“ segir Malmqvist, en hann er kvænt- ur Chen Wenfen, fréttaritara taív- ansks listatímarits á Norðurlöndum. „Ég vildi óska að skilaboðin sem stjórnvöld hafa sent með frívæðingu verslunarhátta næðu einnig til stjórnmálanna. Virðingin fyrir lýð- ræðislegum hugmyndum verður að aukast. Það er enginn virðing borin fyrir þeim í dag.“ Hreifst af byltingarandanum Kynni Malmqvist af Kína hófust fyrir alvöru þegar hann var þar við nám á umbrotaárunum 1948-1950 og viðurkennir aðspurður að hafa hrifist af byltingarandanum. Menntamenn og allur almenn- ingur hafi fyllst tilhlökkun þegar sveitir Rauða hersins bar að garði, verið væri að stofna nýtt samfélag frá grunni, þar sem einstaklingurinn tók hagsmuni heildarinnar fram yfir sína eigin. Sú hugsjón hafi fljótt strandað á skerjum raunveruleikans. Þegar kommúnistar komust til valda var Malmqvist yfirheyrður af nýju valdhöfunum sökum þess að hann var af erlendu bergi brotinn. „Sá sem yfirheyrði mig sagði að ég spyrði þeirra gagnspurninga sem ég spyrði af því ég hefði verið alinn upp í borgarlegu, kapítalísku sam- félagi. Ég sneri þessu við. Þá sagði hann „Sá er munurinn að ég hef rétt fyrir mér“. Það er ekki hægt að rök- ræða við sannan kommúnista. Hann er sannfærður um að hann hafi rétt fyrir sér.“ Þrátt fyrir þessa bókstafsnálgun á hugmyndafræði miðstýring- arinnar telur Malmqvist þann jöfn- uð sem þar sé boðaður aldrei hafa skotið djúpum rótum í kínversku þjóðfélagi. Trúin á kommúnismann hafi reynst skammvinn, enda ekki rist djúpt í hugum fólksins. „Kínverjar eru manna ólíkleg- astir til að tileinka sér kommúnisma. Þeir eru einstaklingshyggjumenn. Marxisminn sem hugmyndafræði fjaraði út á sjötta áratugnum.“ Bilið milli stétta breikkað „Þegar ég sneri aftur til Beijing árið 1956 sem diplómati sá ég hinn gríðarlega mun sem var á kjörum upp heimsókn þeirra hjóna til lítils fjalla- þorps í Shaanxi-héraði 2004. Þar hafi þau kynnst því hvernig fulltrúar kommúnista á staðnum hafi tekið við greiðslum fyrir land bændanna úr hendi frumkvöðla sem hafi séð gróðavon í kolavinnslu. Bænd- unum hafi verið lofað greiðslu fyrir land en ekkert fengið. Hann hafi rætt þetta við Wu Yi, einn þriggja aðstoðarforsæt- isráðherra Kína, í kvöldverðarboði fyrir skömmu. Þegar hann hafi spurt hvað stjórnin hygðist gera í málunum hafi hún svarað því til að í Kína væru 800.000 þorp. Ekki væri hægt að dæma um stöðu mála út frá einu þeirra. Unnið væri að því að færa hlutina til betri vegar. Aðspurður hvort hann telji millj- ónir verkamanna í verksmiðjum landsins búa við sömu kjör og bænd- urnir segir Malmqvist umhugs- unarlaust: „Að sjálfsögðu“! „Ekki alls fyrir löngu var lokað múrsteinaverksmiðju í Henan- héraði, eftir að upp komst að þar væri ekki allt með felldu. Verka- mennirnir sem þar unnu voru í raun þrælar, voru „keyptir“ af millilið, fengu engin laun og aðeins lág- marks næringu. Eigendur verk- smiðjunnar hefðu aldrei þorað að notast við vinnuafl úr héraðinu.“ Efasemdir um heimsveldisspá Ekki stendur á svarinu þegar blaðamaður ber undir hann þá stað- reynd að Kínverjar verði senn fjöl- mennustu netnotendur heims. „Já, en það er allt annað net!“ Inntur eftir spám um að Kína verði næsta heimsveldið segist Malmqvist fullur efasemda. Stjórnin í Beijing hafi sífellt minni tök á hér- uðum landsins, þangað sem valdið hafi færst eftir að verslunarfrelsi jókst. Við þetta bætist ólgan til sveita og hræðsla við uppreisn múslíma í norðurhluta landsins, þeir séu tugir milljóna. Þá sé umhverfisskaðinn sem hlot- ist hafi af iðnvæðingunni slíkur að tveggja stafa hagvexti verði ekki viðhaldið. Mengunin sé geigvænleg, að ganga um götur Beijing í dag sé eins og að vera staddur ofan í kola- námu. Vatnsskorturinn í norðri sé far- inn að nálgast hættumörk, enda ekki hægt að ganga endalaust á grunnvatnsforðann. Vatnshreinsun fyrir þann hálfa milljarð manna sem þar búi sé gífurlega dýr og hætta á miklum fólksflutningum til suðurs, sem kunni að hafa ýmsar afleið- ingar. Beðið eftir afsökun Aðspurður hvað hann telji helst hafa farið aflaga í Kína síðustu ára- tugi hugsar Malmqvist sig um og segir svo ákveðinn það vera mikil mistök að biðjast ekki afsökunar á atburðunum á Torgi hins himneska friðar. Slíkt skref myndi skapa stjórninni mikinn velvilja. Malmqvist heldur áfram og segir að kommúnistar hafi gert mikil mis- tök þegar þeir gerðu atlögu að menntamönnum árið 1957, eftir að hafa hvatt þá til að gera grein fyrir því sem betur mætti fara í kerfinu. „Menntamennirnir gerðu það, smátt og smátt frá janúarbyrjun. Um vorið voru þeir að spyrja spurn- inga um ágæti einsflokkskerfisins og rétt flokksins til að ráða yfir Kína. Þeir lýstu yfir efasemdum um bandalagið við Sovétmenn. Þetta tvennt mátti ekki draga í efa. Upp frá því hóf stjórnin herferð gegn „hægrimönnum“.“ Maður honum nákunnugur, pró- fessor í lífefnafræði, hafi verið í þessum hópi. Hann hafi bent á að það væri ekki þjóðhagslega hag- kvæmt að láta prófessora standa í biðröðum. Sú gagnrýni hafi verið álitin „andlýðræðisleg“ og hann dæmdur í 21 árs fangelsi. Margir vina hans hafi mætt svip- uðum örlögum. Ritskoðunin ekkert nýtt Inntur eftir rótum þessarar rit- skoðunar segir Malmqvist að Ch’ien Lung keisari, sem réð ríkjum á átjándu öld, frá 1735 til 1796, hafi „hreinsað“ bókmenntir landsins af andófi, með því að láta fínkemba bókasöfn. „Ef verk innihélt snefil af gagn- rýni á keisarann eða stjórnina, var höfundurinn myrtur, jafnvel öll ætt hans. Bækur hans voru brenndar. Sömu aðferðum er beitt af komm- únistum í dag. Nóbelsverðlaunahafinn í bók- menntum frá 2000, Gao Xingjian, er ekki lesinn í Kína. Á dögum menningarbylting- arinnar var ekki einu sinni leyft að lesa Lu Xun, föður nútíma bók- mennta í Kína. Ef Lu hefði verið á lífi á dögum menningarbylting- arinnar – hann lést innan við fertugt – hefði hann ekki orðið langlífur. Hann hefði verið drepinn. Í fjóra áratugi voru ekki skrifaðar bók- menntir í Kína sem höfðu eitthvert gildi að heitið geti.“ embættismanna og fjöldans. Þetta bil var margra mílna breitt,“ segir Malmqvist og tekur dæmi. „Mér var falið að sækja miða til utan- ríkisskrifstofunnar fyrir 1. maí hátíða- höldin á torgi hins himneska friðar. Þá kom til mín diplómati, fínn í tauinu, og sagði afsakandi „Þú verður að sætta þig við miða neðst í röðinni, hjá fjöldanum. Okkur þykir þetta miður“. En orðið yfir fjöldann var neikvætt og í hans huga minnti það eflaust á eitthvað illa lyktandi.“ Malqvist segir bilið hafa breikkað, bændur, sem hafi öldum saman staðið undir hagkerfinu með skött- um sínum, láti nú fé af hendi rakna til stjórnarelítunnar, sem telji um þrjú prósent íbúafjöldans, eða það sama og mennta- og gáfnaelítan á keisaratímanum, þegar aðeins hinir útvöldu gátu lesið leturgerðina. Efnt til 97.000 mótmælaaðgerða Að hans sögn er munurinn á lífs- kjörum fólks æpandi. Hinir efnuðu séu svo loðnir um lófana að þeir geti leyft sér að „brenna peningum“, bændurnir í sveitunum lifi við skort, margir hafi ekki ráð á að tryggja börnum sínum lögboðna níu ára lág- marks skólagöngu. Svo sé réttind- astaða þeirra afleit. „Á árinu 2006 var efnt til 97.000 mótmælaaðgerða í landinu. Í þess- um hópi eru bændur sem grípa það sem er hendi næst og ráðast á lög- reglustöðvar, kveikja í þeim, og velta lögreglubifreiðum. Allt tal stjórnarelítunnar um áherslu á fé- lagslega einingu er því út í loftið.“ Máli sínu til stuðnings rifjar hann Risaríki á brauðfótum Reuters Stjórnarelítan Frá 17. flokksþingi kommúnistaflokksins í október. Malmqvist segir stjórnina reka risastórar fangabúðir fyrir andófsmenn. frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar. Stjórnvöld fundu Shi með upplýsingum frá Yahoo og réttlætti fyrirtækjaris- inn gjörðir sínar svo að verið væri að hlíta kínverskum lögum. Samkvæmt samtökunum Blaðamenn án landamæra var að minnsta kosti fjórum andstæð- ingum stjórnarinnar til viðbótar komið á bak við lás og slá vegna upplýsinga frá Yahoo. Að sögn Malmqvists fær hann þau skilaboð frá vinum sínum í Kína að ekki megi tjá sig um at- burðina á torginu, þótt þeir hafi meira frelsi til að ræða stjórnmál en fyrr. Að rengja stjórnina er harðbannað. FULLTRÚAR netrisans Yahoo játuðu sekt sína við yf- irheyrslur í bandarísku full- trúadeildinni sl. þriðjudag, um leið og þeir horfðust í augu við móður blaðamannsins Shi Tao, sem situr af sér tíu ára fangelsisdóm í Kína. Vann blaðamaðurinn það sér til saka að birta fyrirmæli stjórn- valda til kínverskra fjölmiðla um að kynda ekki undir ólgu með umfjöllun um að 15 ár væru liðin Tíu ára fangelsi fyrir að afhjúpa fyrirmæli Shi Tao Göran Malmqvist er einn helsti Kínafræð- ingur Norðurlanda. Hann útskýrði fyrir Baldri Arnarsyni hvers vegna hann ótt- ast að kínverskt sam- félag ójafnaðar kunni að gliðna í sundur. Í HNOTSKURN »Malmqvist kom hingað tillands á vegum Asíuseturs Íslands, ASÍS, og hélt erindi í Háskólabíói, þar sem hann miðl- aði af langri reynslu sinni af kínversku samfélagi. »Malmqvist hefur þýtt tugiverka um kínverskar bók- menntir, auk kennslubóka. »Hann er prófessor emeritusvið Stokkhólmsháskóla og meðlimur í Sænsku vísinda- akademíunni. Göran Malmqvist baldura@mbl.is „Það má líkja þessu við flughermi“ VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.