Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 25 - kemur þér við Kaupa gleraugun í Glasgow og spara stórfé Baugsveldið á Íslandi kortlagt Netþjónabúin mega ekki verða ný refabú 12 síðna sérblað um bíla Útlendingar búa í hest- húsum og skúrum Luxor-strákarnir gera ekki út á kynþokkann Hvað ætlar þú að lesa í dag? Rökkurdagar er nafn á árvissri menningarhátíð Grundfirðinga sem stendur yfir um þessar mundir. Að þessu sinni hefur áherslan verið á sýningu íslenskra kvikmynda bæði fyrir börn og fullorðna en auk þess er boðið upp á mynd- og leiksýn- ingar, upplestur og tónleika á þeim tíma sem rökkurdagar standa. Að- sókn hefur verið mjög góð á kvik- myndasýningarnar til þessa, alltaf fullt út úr dyrum, en það skýrist líka af því að salurinn í Sögu- miðstöðinni sem notaður er til sýn- inga tekur ekki mjög marga í sæti. En hvað um það, þá hafa Grund- firðingar verið iðnir við að sækja þær uppákomur sem tengjast Rökkurdögunum. Á sunnudags- kvöldið var góður hópur fólks sam- an kominn á tónleikum hjá Herði Torfasyni á Hótel Framnesi og söngvaskáldið fór á kostum og hef- ur sjaldan verið betri en einmitt nú.    Síldin hefur fundið sér verustað í Grundarfirði en eins og kunnugt er orðið fylltist fjörðurinn af síld á síðasta vetri með þeim afleiðingum að súrefnisskortur varð í firðinum svo allur þorskurinn í þorskeld- iskvíum Guðmundar Runólfssonar hf. drapst. Síldin hvarf svo úr firð- inum þegar leið að vori en er nú komin aftur en nú fylgir síld- veiðiflotinn á eftir. Grundfirðingar horfa nú á nótaskipin allt upp í átta í einu á veiðum á firðinum og síldinni er mokað upp, hvert skipið af öðru fær fullfermi af feitri og fallegri síld og siglir síðan með farminn austur á land til vinnslu og er ekki laust við að sumum Grundfirðingum finnist það hart að horfa á eftir hverjum farminum á fætur öðrum hverfa á brott án þess svo mikið sem einn sporður komi á land. Gömlu skipstjórnend- urnir sem muna síldaárin frá því á árum áður horfa út fjörðinn með glampa í augum og bölva í leiðinni framtaksleysi ungu mannanna á staðnum að drífa sig ekki í að veiða síldina og hefja vinnslu á henni í landi.    Sögulegur samningur var undirrit- aður við hátíðlega athöfn í Sögu- miðstöðinni í síðustu viku. Um er að ræða samstarfssamning milli Grundarfjarðarbæjar og Eyr- byggju – Sögumiðstöðvar en sam- kvæmt þessum samningi mun Grundarfjarðarbær leggja Sögu- miðstöðinni til 4 milljónir króna árlega fram til ársins 2012 en síð- an mun samningurinn framlengj- ast sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi honum ekki verið sagt upp fyrir 2012. Með þessum samningi telja forsvarsmenn Sögumiðstöðv- arinnar að rekstrargrundvöllur sé tryggður og áfram hægt að halda við það menningarstarf sem þar hefur verið hleypt af stokkunum. „Sögumiðstöðin á að vera menningarmiðstöð Grundfirðinga og miðstöð ferðamanna sem sækja Grundarfjörð heim, hún á að miðla sögu héraðs og þjóðar og veita ferðamönnum haldgóðar upplýsingar um þjónustu og af- þreyingu á svæðinu. Þá á hún að bjóða gestum sínum fræðslu og leiðsögn á nýstárlegan og per- sónulegan hátt í umhverfi sem áhugavert og nærandi,“ segir í stefnupunktum stjórnar Sögu- miðstöðvarinnar. GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson fréttaritari Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Sögumiðstöð Frá undirritun samstarfssamningsins í Sögumiðstöðinni í síðustu viku. Þau Björg Ágústsdóttir, formaður stjórnar, og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri undirrita hér samninginn og á bak við þau má sjá Inga Hans Jónsson, forstöðumann Sögumiðstöðvarinnar. Hjálmar Freysteinsson yrkir íupphafi vetrar: Tindilfættur tíminn er tekur engin hliðarspor, nú er kominn nóvember á næsta leiti aftur vor. Pétur Stefánsson bætir við: Veðurblíða úti er, – ekkert rok að viti. Nú í byrjun nóvember er níu stiga hiti. Þá Sigmundur Benediktsson: Ei þó vetur ybbi hvoft er ’ann stundum dimmur, hann er líka æði oft illvígur og grimmur. Og Davíð Hjálmar Haraldsson: Vorið fjarri okkur er með álftasöng og rekla. „Nú er kominn nóvember“ og næði til að hekla. Loks Hólmfríður Bjartmarsdóttir: Það vor sem fjarri okkur er allir prísa og lofa. Nú er bara nóvember og næði til að sofa. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Nú er kominn nóvember sem ung og vel upp alin frænka, tæp- lega sex ára að aldri, var með hon- um í för. Hún hafði orð á þessu drasli og sagðist alltaf fara með poppið í rusla- tunnuna, og skildi að sjálfsögðu ekkert í því af hverju aðrir gerðu ekki slíkt hið sama. Þetta litla ljós í myrkrinu gefur okkur vonandi ein- hverja von um að snyrtilegri kynslóð sé að vaxa úr grasi. Ummæli frænkunn- ar gáfu Víkverja a.m.k. tilefni til að herða á uppeldi sinna barna. Talandi um myrkur þá hefðu Sam- bíómenn nú alveg mátt kveikja ljósin í lok sýningarinnar, erfitt var að finna fatnað og annað hafurtask, svo ekki síst minnst á ruslið sem frænk- urnar þrjár ætluðu sko ekki að skilja eftir sig. Víkverji ætlar rétt að vona að ljósin séu ekki kveikt til að ruslið fari framhjá fólki. Það ætti í raun að skylda kvikmyndahúsagesti til að taka til eftir sig, eða þá að rukka sóð- ana um sérstakt tiltektargjald svo þeir vakni til lífsins. Annars sést þessi umgengni land- ans víðar en í kvikmyndahúsum. Víkverji sá jeppaeiganda á rauðu ljósi um helgina henda út kókdós eins og ekkert væri. Íslendingar eru sóðar – ekki allir en of margir. Víkverji brá sér íbíó á barnasýn- ingu um helgina, myndina Íþróttahetj- an í Sambíóunum í Álfabakka. Fín mynd og ekkert út á hana að setja. Fullur salur og góð stemmning. Popp og kók og allur pakk- inn, eftirvænting og spenna í hverju andliti. En í hvert sinn sem Víkverji fer í bíó, og það er nú ekki oft, þá undrast hann alltaf jafn mikið sóðaskap kvikmyndahúsagesta. Í raun merkilegt að kvikmyndahúsa- eigendur leggi í kostn- að við að hafa einhver alvöru gólf- efni, þeir gætu alveg eins prófað að láta fólk ganga á ómúruðu steingólf- inu eða hafa rimla eins og í beljubás- um. Poppið liggur úti um allt eins og hráviði, sælgætisbréfin og gosglösin og það er algjör hending ef sést til fólks fara með rusl í þartilgerð ílát. Ekki var skortur á þeim í salnum en flest voru þau tóm. Starfsfólk kvikmyndahúsa á alla samúð Víkverja fyrir að þurfa að þrífa upp þennan ósóma, og ekki var að sjá að fullorðna fólkið reyndi að hafa vit fyrir börnunum. Ruslið er greinilega orðið það mikið að starfs- fólkið kemst ekki yfir að hreinsa það á milli sýninga, og lætur sennilega eina góða hreinsun duga í lok dags. Víkverji hefur orð á þessu hér þar       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.