Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 39
Atvinnuauglýsingar
ⓦ Blaðberar
óskast í
Hveragerði
Upplýsingar í síma
893 4694
eftir kl. 14.00
Starfsfólk óskast
á Kirkjubæjarklaustur
Óskum eftir að ráða starfsfólk til að annast
aldraða á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri.
Um er að ræða störf við umönnun og
ræstingar.
Við útvegum húsnæði gegn vægu gjaldi.
Frítt fæði á vinnutíma.
Glæsileg hjúkrunarálma var tekin í notkun fyrir
tæpum tveimur árum.
Kirkjubæjarklaustur er þéttbýliskjarni í Skaftár-
hreppi í V-Skaftafellssýslu en í sveitarfélaginu
búa um 500 manns. Á Kirkjubæjarklaustri er
starfrækt heilsugæslustöð, grunnskóli,
tónlistarskóli og leikskóli. Góð aðstaða er til
íþróttaiðkunar en á staðnum er íþróttamiðstöð
með sundlaug og íþróttahúsi og jafnframt er á
svæðinu íþróttavöllur og golfvöllur.
Náttúrufegurð í Skaftárhreppi er rómuð og þar
á sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
í síma 487 4870 eða 894 985.
Netfang: klausturholar@centrum.is
Byggingafulltrúi
Starf byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu
er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að hefja
störf 1. febrúar 2008 - eða eftir samkomulagi.
Æskilegt er að umsækjandi hafi fasta búsetu á
svæðinu. Um starfið fer skv. 9. gr. byggingar-
reglugerðar og umsækjendur þurfa að uppfylla
skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingar-
laga.
Starfið er áhugavert fyrir þá sem hafa gaman af
því að kynnast landi og lýð. Starfssvæðið nær
yfir 5 sveitarfélög Árnessýslu, Grímsnes- og
Grafningshrepp, Bláskógabyggð, Hrunamanna-
hrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Flóa-
hrepp. Starfsaðstaða á skrifstofu á Laugarvatni
er góð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hilmar
Einarsson byggingarfulltrúi í síma 486 1145 og
Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Grímsnes- og
Grafningshrepps, í síma 486 4400.
Sími er opinn fyrir hádegi virka daga.
Umsóknarfrestur er til 23. nóvember 2007 og
skal umsóknum ásamt ferilsskrá skilað á skrif-
stofu Grímsnes- og Grafningshrepps á Borg,
801 Selfoss.
Raðauglýsingar 569 1100
Fyrirtæki
Óska eftir
Vill kaupa
góðan malarvagn, nýlega hjólagröfu og
vandaðar vinnubúðir. Upplýsingar hjá Óla,
s. 897 9743.
Normi vélsmiðja, Hraunholti 1, 190 Vogum.
normi@normi.is S.565 8822
Nauðungarsala
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir, á eftirfarandi eignum:
Hafnarbraut 14, verslun-iðnaður, 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-4889),
þingl. eig. Pat ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri,
föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Hafnarstræti 79, íb. 01-0301, Akureyri (214-6929), þingl. eig. GFG ehf,
gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf og Sýslumaðurinn á Akureyri,
föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Hafnarstræti 79, íbúðarherbergi 01-0101, Akureyri (214-6927), þingl.
eigandi GFG ehf, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf, Sjóvá-Al-
mennar tryggingar hf og Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 16.
nóvember 2007 kl. 10:00.
Helgamagrastræti 48, 01-0201, Akureyri (214-7323), þingl. eig. Einar
Pálsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag
Íslands hf, föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Hjarðarslóð 1e, Dalvíkurbyggð (215-4915), þingl. eig. Gissur
Kristjánsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands
hf og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 16. nóvember 2007 kl.
10:00.
Hólavegur 9, íb. 01-0201, Dalvíkurbyggð (215-4947), þingl. eig. Stefán
Agnarsson, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Innheimtustofnun sveit-
arfélaga, Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, föstudaginn
16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Hrafnagilsstræti 28, íb. 01-0001, Akureyri (222-5056), þingl. eig.
Skólastígur ehf, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn
16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Sjávargata 2, Hrísey, Akureyri (215-6341), þingl. eig. Kraka ehf,
gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 16. nóvember
2007 kl. 10:00.
Skíðabraut 3, 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-5169), þingl. eigandi Gísli
Steinar Jóhannesson, gerðarbeiðandi S24, föstudaginn 16. nóvember
2007 kl. 10:00.
Strandgata 49, geymsla, 02-0103, Akureyri (255-4639), þingl. eig.
Björgvin Ólafsson, gerðarbeiðendur Arnarfell ehf og Avant hf,
föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Vaðlaborgir A, orlofshús nr.7, Svalbarðsstrandarhreppi (228-5210),
þingl. eig. Vaðlaborgir ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri,
föstudaginn 16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Vestursíða 22, íb. 02-0302, eignahl., Akureyri (222-0948), þingl. eig.
Páll Brynjar Pálsson, gerðarbeiðandi Ásprent - Stíll ehf, föstudaginn
16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Vestursíða 34, íb. 02-0101, Akureyri (215-1621), þingl. eig. Páll
Þorvaldsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Siglufjarðar, föstudaginn
16. nóvember 2007 kl. 10:00.
Ytra-Holt, Hringsholt, hesthús 01-0120, Dalvíkurbyggð (215-4598),
þingl. eig. Fákar ehf, gerðarbeiðandi Dalvíkurbyggð, föstudaginn 16.
nóvember 2007 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
12. nóvember 2007.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri sem hér segir:
Skarðsá, landnúmer 137837, Dalabyggð. Gerðarþoli Edda Unnsteins-
dóttir, föstudaginn 16. nóvember 2007, kl. 13:00.
Sýslumaðurinn í Búðardal,
9. nóvember 2007,
Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður.
Félagslíf
I.O.O.F. Rb.1 15711138- 9
lII*E.T.1
HAMAR 6007111319 III
EDDA 6007111319 II
Mig langar til að
minnast Petreu Guð-
nýjar eða Petru eins og hún var oft-
ast kölluð. Kynni okkar hófust vet-
urinn 1983 þegar ég fór að venja
komur mínar í Lerkilundinn til Ingv-
eldar dóttur hennar, sem síðan hefur
verið mín besta vinkona.
Ingveldur er yngst í sínum systk-
inahópi en ég er elst í mínum. Heim-
ur hennar opnaði mér því fjölmargar
nýjar upplifanir og lífsskoðanir og
þar lék Petra stórt hlutverk. Hún
Petrea Guðný
Konráðsdóttir
✝ Petrea GuðnýKonráðsdóttir
ljósmóðir fæddist á
Böðvarshólum í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 5. janúar 1931.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 29. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Akureyrar-
kirkju 9. nóvember.
sagði okkur frá því
þegar hún var lítil
stelpa í Húnavatns-
ýslu. Þá þeyttist hún
um allt á hestbaki.
Hún lýsti því hvað hún
hafi verið stolt þegar
henni var treyst til
þess fjögurra ára gam-
alli að fara einni á bak.
Hún sagði okkur frá
lífinu í sveitinni, frá
torfbænum sem hún
fæddist í og hvað
henni þótti gott að
leggjast ein á grasbala
og sleikja sólina. Mér þótti stór-
merkilegt að hún nútímakonan hefði
lifað þannig lífi sem var svo fjarlægt
okkur og fyrir mér aðeins til í sögu-
bókum. Hún hlustandi á Sykurmol-
ana eða Sniglabandið á hæstu still-
ingu inni í stofu á meðan hún var úti í
garði að slá. Það var eitthvað sem ég
var ekki að upplifa á mínu heimili.
Ég man að mér fannst það stór-
merkilegt að foreldri gæti haft gam-
an af sömu tónlist og við ungling-
arnir og þar að auki hlustað á hana
svona háttstillta. Ég var vönust því
að við krakkarnir værum beðin um
að lækka í okkar músík. Ef það er
eitthvað sem Petrea kenndi mér var
það að dæma ekki fólk eftir aldri
þess. Fólk getur verið ungt á hvaða
aldri sem er og það fannst mér sann-
ast á henni.
Söknuðurinn er mikill en minning-
in lifir áfram með ykkur. Elsku Ingv-
eldur, Petrea Kaðlín, Björn og
Simmi, Svandís, Tryggvi, Guðlaug,
Helgi og fjölskyldur, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Rósa Rut.
Við vorum tólf ungar og lífsglaðar
stúlkur sem hófum nám í Ljós-
mæðraskóla Íslands haustið 1952 og
lukum námi ári seinna nema ein sem
varð að fresta námi um eitt ár vegna
veikinda.
Allar höfum við unnið meira eða
minna við ljósmóðurstörf á þessum
tíma, sem spannar yfir hálfa öld, og
erum auðvitað allar hættar þeim
störfum nú vegna aldurs. Það hefur
líka verið höggvið skarð í hópinn, því
fjórar úr þessum hópi eru horfnar
héðan og ein af þeim er trygglynda
og góða vinkona mín, Petrea Kon-
ráðsdóttir, sem varð að lúta í lægra
haldi fyrir þeim illvíga sjúkdómi,
sem allt of margir falla fyrir þótt
stundum takist að yfirvinna hann.
Það er alltaf áfall að fá þann dóm að
fundist hafi krabbamein í einhverri
mynd. Petra var þar ekki undanskil-
in, en eftir nokkurn tíma tók hún því
með slíku æðruleysi að undravert
var. Það þýðir ekki að deila við dóm-
arann sagði hún. Ég ætla að taka
þessu, en ég hefði svo gjarnan viljað
fá nokkur ár í viðbót. Það er bara
ekkert við þessu að gera.
Við skólasysturnar höfum alltaf
haft mikið samband og komið saman
við ýmis tækifæri og á ýmsum stöð-
um. Við fórum m.a. saman til Lúx-
emborgar á 40 ára útskriftarafmæl-
inu. Þetta var svo samstilltur hópur
og oft glatt á hjalla.
Skólasysturnar; Ólöf, Freyja, El-
ín, Steinunn, Sigrún, Herdís og Mar-
grét, þakka Petru fyrir allar góðu
stundirnar og senda öllum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Við Petra höfum alla tíð haft mikið
samband og enn er ég ekki búin að
átta mig á því að ekki er lengur hægt
að hittast, eða bara slá á þráðinn og
„blaðra“ svolítið, eins og Petra
komst stundum að orði.
Við unnum saman tíma og tíma á
fæðingardeildinni á Akureyri og
einnig við heimafæðingu. Móðir mín
Ingibjörg, sem líka var ljósmóðir,
hafði mikið samband við heimili
Petru og var hjá henni þegar yngsta
barnið, hún Ingveldur, fæddist
heima í Álfabyggðinni. Við aðstoð-
uðum hana við fæðinguna mæðgurn-
ar og gekk fæðingin ljúflega og eðli-
lega.
Petra fylgdist vel með málum líð-
andi stundar og hafði ávallt fastmót-
aðar skoðanir á hverju sem var. Hún
hafði alveg kjark til að segja sína
meiningu og það var oft gaman að
rökræða hlutina við hana. Petra
hafði unun af að hlusta á góða tónlist
og hafði einnig gaman af að syngja,
þótt hún kæmi því ekki í verk, eins
og hún sagði, að syngja með í kór.
Söngurinn léttir lund og höfum við
skólasystur oft tekið lagið saman,
sérstaklega við Petra og Elín, „tríóið
í skólanum“. Það er svo margt sem
hægt væri að minnast og af mörgu er
að taka. Það verður ekki rakið frekar
hér, en góð samferðakona kvödd
með þakklæti fyrir öll árin sem við
höfum átt samleið.
Helgi, Guðlaug, Svandís, Tryggvi,
Ingveldur og fjölskyldur ykkar allar.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
allra frá okkur Sveini. Guð veri með
ykkur.
Ása Marinósdóttir.