Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GRÝLA og jólasveinarnir komu sérstaklega til byggða í gær til að leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið. Þau lærðu að versla á nýjum vef Hjálparstarfsins www.gjofsemgef- ur.is og eyddu rúmlega 800.000 krónum í ýmsar jólagjafir, sem verða nýttar í þróunarverkefnum í Afríku og Asíu. Í gjafaversluninni er hægt að gefa til ákveðinna málefna sem nýtast þar sem þörfin er mest hverju sinni. Í staðinn fá gefendur útprentað gjafakort sem hægt er að gefa vinum eða ættingjum í jólagjöf. Með þessu móti er hægt að gefa hænur til afrískrar fjölskyldu fyrir 2.000 krónur, kamar fyrir 6.500 krónur eða jafnvel heilan brunn sem veitir allt að 1.000 manns hreint vatn í Malaví eða Mósam- bík, fyrir 150.000 krónur. Morgunblaðið/Ómar Netvædd Grýla kennir sonum sínum örugga verslunarhætti á Netinu. Jólagjafir í þróunarverkefni RANNSÓKNARSTOFNUN í hjúkrunarfræði stóð í gær fyrir málstofu um lungnasjúkdóma, en lungnasjúklingum hefur hrað- fjölgað á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi. Á það fyrst og fremst við um fólk með langvinna lungnateppu (LLT) sem er ein al- gengasta innlagnarástæða á Norðurlöndum. Augu ráðamanna beinast í auknum mæli að því að halda kostnaði í skefjum vegna heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með LLT. Þekking og skilningur á einkennum sjúkdómsins hefur vaxið verulega á seinustu árum og í kjölfarið hefur aukist áhersla á að fyrirbyggja og hindra framgang sjúkdómsins m.a. með eflingu aðstoðar til reykleysis. Hjúkrunardeild fyrir fólk með LLT var sett á stofn ár- ið 2005. Í málstofunni var fjallað um þarfir fólks með LLT og lýst fræðilegum forsendum göngu- deildarinnar og vísbendingum sem reynslan af rekstri hennar hefur gefið um hvar frekari þró- unnar sé þörf í hjúkrun fólks með LLT. Morgunblaðið/ÞÖK Lungnateppa vaxandi vandi SKRÁÐ atvinnuleysi í október var 0,8%, eða það sama og í september. Að meðaltali voru 1.315 manns á atvinnuleysisskrá, sem er 21 færri en í sept- ember. Atvinnuleysi er minna nú en það var á sama tíma fyrir ári. Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að fjöldi þeirra sem hafa verið á skrá í innan við 3 mánuði fór úr 772 í september í 754 í október. Þeim sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði fækkaði úr 507 í september í 476 í október. Gefin voru út 49 ný atvinnuleyfi í október til íbúa utan hins Evr- ópska efnahagssvæðis. Nýskráningar ríkisborgara frá nýjum ríkjum ESB voru 923 og þeir sem voru áður með leyfi voru 452 eða samtals 1.375. Atvinnulausum í lok október fækkaði frá lokum september um 55. Þegar allt er talið, er líklegt að atvinnuleysið í nóvember muni lítið breytast eða aukast lítillega og verða á bilinu 0,8%-1,1%. Atvinnuleysi á höfuðborg- arsvæðinu er nú 0,6% af áætluðum mannafla og 1,1% á landsbyggðinni. Á landsbyggðinni er atvinnuleysið mest 2,1% á Suðurnesjum, en minnst er at- vinnuleysið á Norðurlandi vestra og Austurlandi 0,4%. Atvinnuleysi karla minnkaði um 1,8% milli mánaða og atvinnuleysi kvenna um 1,5%. Atvinnuleysi 0,8% í október BÍLASTÆÐUM fyrir flugfarþega í áætlunarflugi á vegum Flugfélags Íslands um Reykjavíkurflugvöll verður fjölgað um helming. Mikið ófremdarástand hefur verið við Reykjavíkurflugvöll vegna skorts á bílastæðum á álags- tímum en með þessari fjölgun bíla- stæða er vonast til að sá vandi verði úr sögunni, segir í frétt frá Flug- félaginu. Verktakafyrirtækið Klæðning er að vinna að gerð bílastæðanna. Þeim verður skilað með óbundnu slitlagi og ættu bílastæðin að vera tilbúin til notkunar seinni hluta nóvembermánaðar. Eftir sem áður er ekki gert ráð fyrir að innheimta fyrir notkun á bílastæðum við flug- stöð Flugfélags Íslands. Ökumenn og farþegar eru hvatt- ir til að sýna varúð og tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur. Stæðum fjölgað FUNDUR fyrir íbúa Fossvogs og Smáíbúðahverfis verður haldinn í safnaðarheimili Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, kl. 20. Rætt verður um framkomna til- lögu borgarstjóra um byggingu sundlaugar í Fossvogi. Á fundinum er ætlunin að lýsa yfir stuðningi við tillöguna auk þess sem kynntar verða hugmyndir íbúa um mögu- legar staðsetningar grænnar sund- laugar í Fossvogsdal. Fossvogslaug Morgunblaðið/Eyþór Vatn Brugðið á leik í Fossvoginum. VÆNTA má skýrslu fyrir næstu mánaðamót frá starfshópi félags- málaráðherra sem er að kanna ástand húsnæðismarkaðarins og vinna að til- lögum um hvernig megi bæta stöðu leigjenda og fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Forsætisráðherra spáir vaxtalækkun á næstu 12-18 mánuðum og hvetur ungt fólk til að halda að sér höndum. Utanríkisráð- herra segir gríðarlega erfitt fyrir fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Skýra verkaskiptingu Á vegum starfshóps félagsmála- ráðherra sem lýtur formennsku Sig- ríðar Ingibjargar Ingadóttur hag- fræðings, er annars vegar verið að móta tillögur sem stjórnvöld eiga að geta hrint í framkvæmd strax, og hins vegar tillögur sem krefjast langtíma- stefnumótunar. Að sögn Sigríðar er ekki unnt að greina efnislega frá mál- um að svo stöddu, en hún segir starfs- hópinn hafa viðað að sér gríðarlega miklum upplýsingum m.a. á vettvangi félagslega húsnæðiskerfisins. „Niður- staða okkar er sú að hlutverk sveitar- félaganna í húsnæðismálum sé ekki nægilega skýrt og þess vegna þurfi annarsvegar að skýra verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga betur og hins- vegar að hvetja til samstarfs sveitar- félaganna í húsnæðismálum,“ bendir hún á. „Samvinna þessara tveggja að- ila þarf að vera betri og það er ljóst að það er þörf á fleiri búsetuformum.“ Geir Haarde forsætisráðherra fór yfir efnahagsmál í Morgunútvarpi RÚV í gær. Sagði hann að þensla væri að minnka og ef markmið Seðla- bankans næðu fram að ganga, þá mætti vænta þess að vextir lækkuðu mjög hratt, „kannski eftir eitt og hálft ár eða svo, jafnvel fyrr ef að vel geng- ur [...] En það er auðvitað mörg óvissa í þessu og aldrei á vísan að róa hvað þetta varðar.“ Geir sagði ekki ástæðu til að óttast að vextir héldust áfram háir enda hefðu þeir bæði hækkað og lækkað á víxl síðustu sex árin. Geir sagði áhrif íbúðalánavaxta vissulega hafa áhrif á fjármál almennings. „Eðlilegu við- brögðin hjá flestum ættu að vera þau að halda að sér höndum á meðan þetta ástand varir,“ sagði hann. „Og það er auðvitað tilgangurinn með að- gerðum af þessu tagi, það er að draga úr eftirspurninni og draga úr áhuga manna á að fjárfesta t.d. í íbúðarhús- næði.“ Geir rifjaði upp fyrri orð sín um að vaxtaákvörðun Seðlabankans hefði komið á óvart. „Hún kom markaðnum á óvart. Greiningardeildir bankanna voru nýbúnar að segja að þær ættu ekki von á neinni hækkun en því má hins vegar ekki gleyma að velþekkt hagfræðikenning gengur út á það að ef það tekst að koma markaðnum á óvart, þá sé líklegt að viðbrögðin verði meiri og skarpari. Ég er ekki frá því að það hafi einmitt verið að gerast núna. Bankarnir hafa verið að bregð- ast við þessari hækkun Seðlabank- ans, kannski með snarpari hætti en stundum áður. Ofan á það bætist að þeir þurfa að huga sínum fjármögn- unarmálum erlendis og skuldatrygg- ingarálag á suma þeirra hefur verið að hækka svo þetta spilar allt saman. En svarið er það, að ef fólk getur haldið að sér höndum og frestað fjár- festingum, þá er það áreiðanlega það skynsamlegasta.“ Geir sagðist þekkja til fjölda ungs fólks sem velti aðstæðum á húsnæð- ismarkaðnum mikið fyrir sér. Hann minnti á þá skoðun sína að hinar miklu breytingar árið 2004 þegar lánshlutfall Íbúðalánasjóðs hækkaði í 90% og viðskiptabankarnir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn, hefðu ver- ið mistök, eftir á að hyggja. „Af- leiðingin varð sú að íbúðaverðið hækkaði svo mik- ið að þær kjara- bætur sem áttu að verða gufuðu upp og enginn varð bættari. Ég hins- vegar tel að nú verði farið í það – og sú vinna er byrjuð á vegum félags- málaráðherra – að endurskoða vissa þætti í þessu opinbera húsnæðislána- kerfi þannig að við getum gert betur við þá sem annaðhvort eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti, eru lágtekjufólk eða búa á svæðum þar sem erfitt er að fá annarskonar lán. Það er erfiðast að taka fyrsta skref- ið. Þegar fólk er einu sinni búið að því þá er oft auðveldara að taka næsta skref upp í stærra húsnæði. En þarna eru vissulega komin upp ný vandamál sem við höfðum ekki gert ráð fyrir. “ Fyrstu kaup gríðarerfið Í fréttaþættinum Silfur Egils sl. sunnudag tjáði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sig um aðstæður á húsnæðismarkaðnum. Sagðist hún horfa til ábyrgðar Seðla- bankans í mótun peningamálastefn- unnar. „Ég segi það alveg eins og er, að þessi vaxtahækkun Seðlabankans núna kom mér á óvart vegna þess að mér fannst einhvern veginn ekki það vera í spilunum sem benti til að þetta ætti að gerast,“ sagði hún og minnti á orð bankans sjálfs lok september um að lækkunarferli væri hafið. Sagði hún ýmislegt benda til að erfiðir tímar væru framundan á fasteigna- markaði hér sem annarsstaðar. „Að kaupa sér sína fyrstu íbúð núna er alveg gríðarlega erfitt. Það er einmitt þess vegna sem það er til skoðunar hjá félagsmálaráðuneytinu með hvaða hætti sé hægt að taka á málum þeirra sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn, og eins þeirra sem ráða hreinlega ekki við að kaupa íbúð á þessum markaði og þurfa einhvers- konar félagsleg úrræði.“ Forsætisráðherra spáir vaxtalækkun Geir H. Haarde Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fólk ætti að bíða með íbúðakaup www.forlagid.is Hvað kostar kamar? VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.