Morgunblaðið - 13.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2007 33
Snemma árs 1978 þegar ég hafði
nýhafið störf á launadeild Borgar-
spítala hitti ég Hjördísi fyrst. Hún
kom gustmikill inn á launadeildina,
horfði á okkur staffið sínu stingandi
augnaráði og lét okkur „heyra það“.
Einhver Sóknarkona á spítalanum
hafði að hennar mati ekki fengið rétt
laun útborguð. Þegar hún var farin
spurði ég: Hvaða kona er þetta eig-
inlega og var svarað að þar færi einn
af herforingjunum hennar Aðalheið-
ar Bjarnfreðs. Hjördís var um langt
árabil í stjórn Starfsmannafélagsins
Sóknar, lengst af sem gjaldkeri, og
var ein af nánustu samstarfsmönn-
um Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur
meðan hennar naut við.
Seinna kynntist ég Hjördísi betur
enda unnum við saman á skrifstofu
Sóknar um 12 ára skeið. Okkar á
milli var hún ævinlega kölluð „hers-
höfðinginn“, en á bak við það sem
virkaði svona sem heldur hvöss
framkoma við fyrstu kynni bjó góð
og hjartahlý manneskja sem lét sér
annt um velferð þeirra sem á vegi
hennar urðu, enda göntuðumst við
oft með það hvað hershöfðinginn
væri ótrúlega „aumingjagóð“. Ekki
spillti það samstarfinu að hún hafði
þrælskemmtilegan húmor og var oft
hlegið dátt að orðheppni hennar.
Á sumrin æxlaðist þannig til að við
vorum oft tvær eftir í vinnu á meðan
aðrir voru í sumarfríi og þá fannst
okkur báðum sérstaklega gaman að
mæta í vinnuna. Hjördís bjó lengi í
Vestmannaeyjum en flutti eins og
margir Eyjamenn upp á land í gos-
inu 1973. Lífið fór ekki alltaf mjúk-
um höndum um Hjördísi, því eigin-
mann sinn, Ólaf Jóhannesson, missti
hún af slysförum árið 1993 og annan
son sinn, Bjarna, sem fæddur var
1954, missti hún 2002. Eftirlifandi
sonur Hjördísar er Jóhannes Ólafs-
son, yfirlögregluþjónn í Vestmanna-
eyjum.
Hjördís hætti störfum um áramót-
in 1998/1999 og flutti nokkrum árum
síðar til sinna kæru Vestmannaeyja,
hvar hún lést á 79. aldursári 5. nóv-
ember sl.
Um leið og ég þakka hershöfðingj-
anum okkar Sóknarkvenna sam-
fylgdina votta ég Jóhannesi, Svönu,
barnabörnunum og öðrum ættingj-
um Hjördísar mína dýpstu samúð.
Guðrún Kr. Óladóttir.
Það eru víst orðin nokkur ár síðan
ég hitti hana Hjördísi, ömmu hennar
Hjördísar vinkonu minnar fyrst. Ég
mun ekki gleyma þessum kynnum á
meðan ég lifi, enda frekar eftir-
minnileg eins og Hjördís sjálf. Þann-
ig var að ég var eitthvað að þvælast
með Hjördísi yngri í borginni og ætl-
uðum við að fá að gista hjá ömmu
Hjördís Antonsdóttir
✝ Hjördís Antons-dóttir fæddist á
Eyrarbakka 17. jan-
úar 1929. Hún and-
aðist á Heilbrigðis-
stofnun Vestmanna-
eyja 5. nóvember
síðastliðinn.
Útför Hjördísar
fór fram frá Landa-
kirkju í Vestmanna-
eyjum laugardaginn
10. nóvember.
Minningarathöfn
verður í Fossvogs-
kirkju í dag og hefst
hún klukkan 11.
hennar í Gyðufellinu.
Ég áleit það nú ekki
mikið mál, en fór þó
aðeins að tvístíga þeg-
ar Hjördís vinkona fór
að vara mig við að
amma hennar væri nú
kannski ekki eins og
flestar ömmur, alla-
vega gæti hún oft ver-
ið með dálítinn kjaft.
Ég spurði sjálfa mig
í hvað ég væri nú búin
að koma mér. Hvort
ég væri að fara gista
hjá einhverri gamalli
kjaftforri kellingu í Breiðholtinu. En
annað kom nú á daginn, jú, auðvitað
gat Hjördís eldri verið hvöss og sagt
sínar skoðanir, en það kom mér svo-
sem ekkert á óvart eftir að hafa
kynnst syni hennar, honum Jóa. En
líkt og Jói var Hjördís með hjartað á
réttum stað, undir niðri var ótrúlega
hjartahlý og góð kona. Því átti ég
eftir að fá að kynnast eftir því sem
árin liðu og fannst mér stundum sem
ég væri hennar sjötta ömmubarn.
Sem dæmi um það er að þegar ég
bjó með Hjördísi yngri í Reykjavík
hringdi Hjördís oft til að heyra í okk-
ur hljóðið, henni var alveg sama þó
ég tæki símann, þá var bara spurt
hvernig mér gengi í skólanum og líf-
inu.
Þegar Hjördís fékk sendingar
með handavinnu frá ömmu sinni var
auvitað sent á sambýlinginn líka.
Ég verð að viðurkenna að mér
fannst hún Hjördís aldrei vera svo
gömul enda var hún alltaf svo hress
og ung í anda. Alltaf var passað upp
á að líta nú vel út, máluð og vel til
höfð, með alla hringana sína. Enda
fannst mér hún alltaf vera algjör
pæja. Það var ekki bara útlitið sem
blekkti, heldur var það aðallega
hversu ung hún var í anda, það var
fylgst með öllum heimsins málum og
auðvitað með sínar skoðanir á öllu.
Þessum skoðunum sínum kom hún
iðulega á framfæri þannig að við-
mælendur gátu ekki annað en bros-
að út í annað, eða legið í hláturskasti
eftir samræðurnar. Það var ekki
sjaldan sem við Hjördís vinkona
komum skellihlæjandi frá henni, en
þó var þessi fyndni hennar aðallega
á kostnað hennar sjálfrar enda hafði
hún mikinn húmor fyrir sjálfri sér.
Ég á ótal fleiri minningar af Hjör-
dísi en ég ætla að geyma þær til
betri tíma.
Þar sem ég er búsett í Danmörku
gafst mér ekki tækifæri til að fylgja
Hjördísi síðasta spölinn, en minning-
in um góða konu mun fylgja mér alla
tíð.
Elsku Jói, Svana, Hjördís og Óli,
ég sendi ykkur innilegar samúðar-
kveðjur héðan úr Kaupmannahöfn.
Finnst erfitt að geta ekki verið með
ykkur núna en við hittumst vonandi
um jólin.
Rannveig Rós.
Okkur langar að kveðja Hjördísi
eða Höddu eins og hún var alltaf
kölluð með fáeinum orðum. Móðir
okkar (Dóra) og Hadda voru mág-
konur og miklar vinkonur. Þegar við
systkinin fórum að rifja upp kynni
okkar við Höddu og hennar karakter
þá komu upp orð eins og skemmti-
leg, grallari og afslöppuð. Í minning-
unum er hún síhlæjandi. Eins og eitt
okkar minntist á að hjá Höddu voru
ekki til vandamál heldur voru þetta
verkefni sem þurfti að leysa. Hún
var einstaklega glaðvær kona og
hafði svo sannarlega munninn fyrir
neðan nefið. Allir skartgripirnir sem
hún bar alltaf voru alveg í takt við
hennar karakter; stórir, áberandi og
flottir. Við erum þakklát fyrir að
hafa kynnst Höddu og eignast þar
góðar minningar og við vitum að
móðir okkar mat þeirra vinskap
mikils.
Kæru Jói, Svana og aðrir aðstand-
endur við sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur, við vitum
að missir ykkar er mikill.
Guðmunda, Sigríður,
Hannes og Þóra.
svefnpokana með lopahúfur og
trefla, því stundum var kalt í tjald-
ferðunum. Þetta voru ferðir vináttu,
glettni og glaðværðar.
Að síðustu innilegar samúðar-
kveðjur til Ástu konu þinnar, dætr-
anna yndislegu, Hróðnýjar og Þór-
hildar, og til sonarins Páls.
Kveðjustund er runnin upp, hafðu
hjartans þökk góði vinur fyrir öll ár-
in í fluginu, allar ferðirnar um landið
okkar fagra, vináttu þína, handtakið
trausta og hlýja. Guð geymi þig.
Snorri Snorrason.
Kveðja frá
Alþjóða-Samfrímúrarareglunni
Ljúfmannleg festa, stilling og heil-
indi eru fyrstu orðin sem koma upp í
hugann þegar ég hugsa til reglu-
bróður míns Garðars Steinarssonar.
Hann vígðist í regluna í nóvember
1968 og hefur því starfað þar í 39 ár.
Hann hefur gegnt flestum embætt-
um og trúnaðarstörfum reglunnar á
Íslandi og tók við af mér sem yfir-
maður starfsins hér 1997.
Samstarfið er því orðið langt.
Þjálfun hans í ábyrgðarmiklu
starfi flugstjóra hefur án ef auðveld-
að honum að taka yfirvegaðar
ákvarðanir án þess að flækja mál,
enda einkenndust öll störf hans í
þágu reglunnar af eins konar hæg-
látu öryggi, sem vekur hjá öðrum
ósjálfrátt traust.
Starf frímúrara er mannræktar-
starf og í Alþjóða Samfrímúrararegl-
unni grundvallast það starf á jafn-
rétti karla og kvenna, samkennd og
frelsi hugans í andlegum málum.
Garðar var trúaður maður en ekki
mikið fyrir svokallaða sunnudags-
kristni, - og svipuð var afstaða hans
til mannræktarstarfs okkar. Honum
var ljóst, og sýndi það stöðugt í
verki, að mannræktarstarf er ekki
einungis fólgið í fundarsókn, heldur í
hæfni til þess að tileinka sér boðskap
og leitast við að láta hann rætast í
daglegu lífi. Hann skildi vel að starf
frímúrara er lífsstíll og stöðug við-
leitni. Því gat hann verið lifandi fyr-
irmynd reglusystkina sinna, og verð-
ur það áfram þótt hann sé okkur
horfinn sjónum í hinu ytra lífi. En
söknuður okkar er mikill þegar svo
traustur hlekkur í einingarkeðju
okkar er brostinn, og sjálfur hef ég
misst náinn samstarfsmann og vin,
bæði í Samfrímúrarareglunni og
SPES barnahjálp.
Ástu, börnum þeirra og fjölskyldu,
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Garðari þakka ég ómetanleg störf
í þágu hugsjóna reglunnar og reglu-
systkina. Við syrgjum, en við vonum.
Farðu vel, bróðir og vinur.
Njörður P. Njarðvík.
Garðar Thor Cortes syngur Bella
fantasia á fóninum. Ljúfir tónarnir
og seiðandi söngurinn leiða hugann
að því hversu líf látins vinar, Garðars
Steinarssonar, var fagurt ævintýri.
Hann var ekki aðeins glæsilegur
maður með hlýja og einlæga nær-
veru heldur voru innviðir hans heilir
og traustir. Sjaldan var langt í bros-
ið, góðlátleg kímnin kraumaði undir
niðri en það besta var þó sá ómet-
anlegi eiginleiki hans að sjá ævinlega
eitthvað til málsbótar þeim sem um
var rætt eða átti hlut að máli.
Vinátta okkar byggðist upp út frá
kynnum okkar kvennanna, undirrit-
aðrar og Ástu, konu Garðars, allt frá
því að við vorum í stjórn Selkórsins á
fyrstu árum hans. Þá bundumst við
hjónin vináttuböndum sem staðist
hafa tímans tönn. Í gegnum sönginn
og kórstarfið var margt brallað,
t.a.m. hörð hríð gerð að því að fá
Garðar í kórinn vegna þess að hann
söng svo vel ítalska lagið Questa
Quelle á stundum gleðinnar. Ekki
spillti að börnin okkar voru á líkum
aldri og samvistirnar tóku á sig ýms-
ar myndir, svo sem matarboð og
ferðalög innan lands og utan. Í því
sambandi má nefna ógleymanlega
ferð á eigin vegum til Egyptalands
fyrir rúmlega 20 árum þar sem eng-
inn mátti vera að því að sofa vegna
fróðleiksfýsnar og fornminjaáhuga.
Þeir sem fengu í magann létu sig
hafa frumstæða salernismenningu
innfæddra til þess að komast í Kon-
ungadalinn, grænir í framan af
magaveiki. Þá var gaman að lifa, allir
enn sprækir og sposkir.
En „Guð það hentast heimi fann,
það hið blíða blanda stríðu“ og það
syrti óneitanlega í álinn þegar
krabbameinið barði að dyrum hjá
Garðari. Hann háði hetjulega bar-
áttu við það sem seint mun gleymast
þeim sem til þekkja. Hann var
óþreytandi í að njóta lífsins á meðan
stætt var, kvartaði aldrei, hafði það
alltaf gott, bara dálitla verki, sem tók
því ekki að minnast á. Eftir að starfs-
degi lauk lagði hann lag sitt við lista-
gyðjuna í myndlist og tréskurði og
reyndist þar lagtækur eins og við
annað sem hann tók sér fyrir hendur
og veitti það honum áreiðanlega
nokkra hugarsvölun.
Garðar var samfrímúrari, og um
skeið yfirmaður Íslandssambands-
ins. Hann reyndist þar farsæll
stjórnandi. Mannræktarhugsjón frí-
múrara var honum í blóð borin og
hann sinnti henni af alhug út á við á
meðan kraftar entust en í raun allt til
dauða.
Við söknum vinar í stað en ornum
okkur við minningar um góðan
dreng. Ástu og fjölskyldunni sendum
við okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Garðar Steinarsson er genginn en
hann mun lifa í hjörtum þeirra sem
voru svo lánsamir að eiga samleið
með honum.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró
og hinum líkn er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Kristín og Haukur.
Mannlífsins bratta bára
ber okkur milli skerja,
víðfeðmar okkur velur
vegleiðir stundu hverja
markandi mannsins tíma
meitlandi spor í grundir
mótandi margar götur
misjafnar ævistundir.
Lokið er vöku langri
liðinn er þessi dagur,
morgunsins röðulroði
rennur upp nýr og fagur.
Miskunnarandinn mikli
metur þitt veganesti,
breiðir út ferskan faðminn
fagnandi nýjum gesti.
Nú er vík milli vina
vermir minningin hlýja.
Allra leiðir að lokum
liggja um vegi nýja.
Við förum til fljótsins breiða
fetum þar sama veginn,
þangað sem bróðir bíður
á bakkanum hinum megin.
(H.A.)
Minnumst ógleymanlegra sam-
verustunda í íslenskri náttúru.
Ferðafélagarnir
Snorri Snorrason.
Hákon Aðalsteinsson.
Jón Karl Snorrason.
Kveðja frá stúkunni Ými
Horfinn er til hins eilífa austurs
kær bróðir okkar í Sam-Frímúrara-
reglunni Garðar Steinarsson. Hann
gekk í Regluna og stúkuna Ými nr.
724 árið 1968. Hann starfaði mikið
innan Reglunnar og voru honum fal-
in mörg trúnaðarstörf sem hann
leysti öll af samviskusemi og alúð.
Hann hófst til æðstu metorða og var
m.a. yfirmaður Íslandssambandsins
um nokkurra ára skeið. Garðar hafði
góða dómgreind og var fljótur að sjá
kjarna málsins. Með hógværð sinni,
visku og ljúfmannlegri framkomu
var hann okkur fyrirmynd. Nú er
stórt skarð höggvið í okkar raðir sem
verður vandfyllt en eftir lifir minn-
ing um góðan dreng.
Við viljum með þessum fáu orðum
þakka Garðari fyrir öll hans góðu
störf í okkar þágu. Með virðingu
kveðjum við bróður okkar og biðjum
honum blessunar á æðri leiðum.
Konu hans Ástu Sveinbjarnar-
dóttur biðjum við blessunar Guðs,
svo og öllum ástvinum hans.
Fyrir hönd systkinanna í stúkunni
Ými,
Soffía G. Þorsteinsdóttir.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN G. FOSS,
Pósthússtræti 13,
andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn
9. nóvember.
Jarðsungið verður í Dómkirkjunni miðviku-
daginn 21. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast
bent á Blindrafélagið, Hamrahlíð 17.
Hilmar Foss
Hilmar Friðrik, Margrét Rósa,
Elísabet Guðlaug,
Hilmar Pétur, Sólveig Heiða og Ólafur Hilmar.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
KARL RAGNARSSON,
Garðabraut 16,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 9. nóvember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
16. nóvember kl. 14.00.
Erna Benediktsdóttir,
Magnús B. Karlsson, Guðfinna Óskarsdóttir,
Ragnheiður Karlsdóttir, Guðm. Pálmi Kristinsson,
Sigrún Karlsdóttir, Eugeniusz Michon,
Karl Örn Karlsson, Guðrún Garðarsdóttir,
Lúðvík Karlsson
og afabörn.