Morgunblaðið - 29.11.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 11
FRÉTTIR
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
SAMTÖK atvinnulífsins vilja að þeir
sem ekki hafa notið kaupmáttar-
aukningar að undanförnu fái í kom-
andi kjarasamningum launaþróun-
artryggingu sem þýði að laun allra
hækki umfram verðbólgu. Aðrir
launþegar sem notið hafi launaskriðs
fái hins vegar ekki almennar launa-
hækkanir í komandi samningum.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, fjallaði um kom-
andi kjarasamninga á morgunverð-
arfundi samtakanna í gær. Hann
sagði að íslenskt atvinnulíf væri að
greiða hæstu laun í Evrópu. Það
væri í sjálfu sér allt í lagi ef atvinnu-
lífið hefði efni á því. Laun hefðu
hækkað mikið síðustu ár og mikið
væri um launaskrið. Sú spurning
vaknaði hvaða þýðingu það hefði að
semja um almenna launahækkun til
allra við þessar aðstæður. Til hvers
ættu þeir að hækka um 2-4% sem
búnir væru að fá á skömmum tíma
10-15% hækkun eða þaðan af meira?
Slíkar hækkanir væru ekki réttlæt-
anlegar. Með því að semja ekki um
almennar launahækkanir væri verið
að viðhalda sveigjanleika í efnahags-
kerfinu. Það væri mikilvægt þegar
svo mikil óvissa væri í efnahagsmál-
um. Staðan á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum réði miklu um þróun
mála hér og ef staðan á þeim batnaði
myndu þeir sem notið hafa launa-
skriðs bjarga sér hvort eð er.
„Viðfangsefni samninganna verð-
ur því taxtaumhverfið. Við skulum
reikna með að það þurfi að hækka
lágmarkslaun töluvert. Við teljum að
við þurfum að gera svipaða aðgerð
og við fórum út í 22. júní í fyrra þeg-
ar lágmarkslaun og taxtar voru
hækkaðir um 15.000 kr. Okkur sýn-
ist að í spilunum sé einhver svipuð
hækkun.“
Um 3% hækkun á
launakostnaði fyrirtækja
Vilhjálmur sagði að færa þyrfti
taxta nær greiddu kaupi. „Eftir að
þessar taxtabreytingar hafa komið
til framkvæmda þarf að skoða raun-
verulega hvern og einn launþega og
skoða hvernig hann hefur hækkað á
tilteknu viðmiðunartímabili til þess
að slétta hlutina af. Þetta er það sem
við köllum launaþróunartryggingu,“
sagði Vilhjálmur og sagði að þetta
ætti að tryggja að allir nytu kaup-
máttaraukningar.
Vilhjálmur sagði að heildarlauna-
kostnaður á hinum Norðurlöndunum
hefði verið að hækka um liðlega 3% á
ári síðustu ár. Eðlilegt væri að launa-
kostnaður hækkaði um svipað hlut-
fall hér á landi.
Samtök atvinnulífsins vilja ekki að samið verði um almennar launahækkanir til allra í næstu samningum
Kaupmáttur hækki með
launaþróunartryggingu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óvissa SA telur mikla óvissu vera framundan í efnahagsmálum.
VILHJÁLMUR
Egilsson sagði
að Samtök at-
vinnulífsins
hefðu mikinn
áhuga á að koma
á fót áfalla-
tryggingasjóði
enda væri núver-
andi hjálparkerfi
of svifaseint og
væri í reynd
„framleiðslukerfi fyrir öryrkja“.
Vilhjálmur sagði að á hverju ári
yrðu til 1.200 nýir öryrkjar. Af
hverjum níu sem kæmu inn á
vinnumarkaðinn væru fimm út af
vinnumarkaði og færu á ör-
orkubætur. Kostnaður samfélags-
ins við hvern öryrkja væri um 1,8
milljónir á ári eða samtals 2-2,5
milljarðar. Þessi kostnaður lenti á
atvinnulífinu og launþegum með
einum eða öðrum hætti. Með
áfallatryggingasjóði væri áformað
að leggja um 2 milljarða í end-
urhæfingu og starfsmenntun til að
hjálpa þeim sem yrðu fyrir áföll-
um út á vinnumarkaðinn að nýju.
Það væri augljóst að ekki þyrfti að
ná miklum árangri á því sviði til
að sú fjárfesting borgaði sig. Taka
þyrfti á vandanum miklu fyrr en
gert væri í dag.
Kerfið „fram-
leiðir“ öryrkja
Vilhjálmur
Egilsson
STARFSGREINASAMBANDIÐ
(SGS) krefst þess að laun hækki al-
mennt um 4% um næstu áramót og
svo aftur um 4% 1. janúar 2009. Þá er
þess krafist að allir launataxtar sam-
bandsins hækki hinn 1. janúar um 20
þúsund krónur og aftur um 15.000
krónur 1. janúar. Lagt er til að lág-
marks tekjutrygging í dagvinnu
hækki úr 125.000 krónum í 150.000
krónur um áramótin og í 165.000
krónur 1. janúar 2009.
Viðræðunefnd SGS lagði fram
kröfugerð á fundi með Samtökum at-
vinnulífsins í gær. Í kröfugerðinni
segir að sérstaklega verði hugað að
þeim sem setið hafa eftir í launaþró-
un frá endurskoðun kjarasamninga
2006 og einnig er gert er ráð fyrir að-
komu ríkisvaldsins að kjarasamning-
unum með aðgerðum í velferðar- og
skattamálum í þágu þeirra sem hafa
lág laun og miðlungslaun.
Samkvæmt kröfugerðinni er gert
ráð fyrir að samið verði til tveggja
ára með skýrum forsenduákvæðum,
þannig að mögulegt verði að segja
upp launaliðum samningsins eftir
eitt ár.
Flóabandalagið gerir kröfu um
155 þúsund í lágmarkslaun
Flóabandalagið svokallaða, þ.e.
Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði
og Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur, lögðu einnig fram kröfu-
gerð á fundi með SA í gær. Kröfu-
gerðin er að mestu samhljóða kröf-
um SGS nema hvað í kröfum
Flóabandalagsins er talað um að lág-
markslaun hækki í 155 þúsund um
næstu áramót. Flóabandalagið vill
með forsenduákvæðum tryggja fé-
lagsmenn sína gegn verðbólgu og
launahækkunum annarra hópa. Þá
gera þau ráð fyrir því að stjórnvöld
komi að breytingum í velferðar- og
skattamálum. Félög Flóabandalags-
ins eru innan SGS, en bandalagið
mun eftir sem áður ganga frá sér-
stökum samningi við SA.
Formlegar samningaviðræður eru
komnar af stað og t.d. verður fundur
hjá ríkissáttasemjara á morgun þar
sem m.a. verður farið yfir kröfur
matvælasviðs SGS, en í þeim hópi er
fiskvinnslufólk.
Lágmarkslaun hækki í
150 þúsund um áramót
Starfsgreinasamband Íslands leggur fram kröfugerð
„VIÐ teljum að kröfugerð okkar sé
hógvær. Að gera ráð fyrir 4% hækk-
un í 5% verðbólgu kann að hljóma
sem lélegur bissness, en við gerum
þetta í trausti þess að við séum að
fara inn í tíma með lækkandi verð-
bólgu,“ sagði Kristján G. Gunnars-
son, formaður Starfsgreinasam-
bandsins (SGS), um kröfugerðina
sem afhent var Samtökum atvinnu-
lífsins í gær.
Kristján sagði að SGS gerði þunga
kröfu um uppsagnarákvæði ef verð-
bólga færi úr böndunum og aðrir
hópar semdu um meira.
Kristján sagði að helsti munur á
kröfum SGS og áherslum Samtaka
atvinnulífsins væri að SA gerði ekki
ráð fyrir neinni almennri launa-
hækkun. Það væri hins vegar sam-
hljómur um ýmsa aðra hluti. SA
hefði komið með hugmynd um
launaþróunartryggingu, en í henni
fælist ákveðið endurmat á fortíðinni,
þ.e. þróun launa frá júlí 2006 þegar
síðast var samið
um hækkun lág-
markslauna. Á
þessu tímabili
hefðu umsamin
laun hækkað um
2,9%, en verð-
bólga á þessu
einu og hálfa ári
væri um 7%.
Laun þeirra sem
ekki hefðu notið
launaskriðs ættu því að hækka um
4%. Ef þessi leið yrði farin yrði gert
samskonar endurmat í árslok 2008.
Hann sagðist hafa trú á að niðurstað-
an yrði að samingar giltu í tvö ár.
Kristján sagði að aðild ríkisvalds-
ins að samningagerðinni skipti gríð-
arlega miklu máli. Þar skiptu breyt-
ingar í skattamálum, aðgerðir í
húsnæðismálum og barnabætur
miklu máli. „Ég hef gengið svo langt
að segja að ríkisstjórnin nánast haldi
á lyklum að næsta kjarasamningi.“
Erum með hóg-
væra kröfugerð
Lyklar að samningum hjá ríkisstjórn
Kristján G.
Gunnarsson
Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919
Stílhrein og vönduð
steikarskúffa frá WMF
TILBOÐSVERÐ
6.590 kr.