Morgunblaðið - 29.11.2007, Side 21
Þ
ví miður hef ég sjálf
aldrei séð huldufólk og
ég tek ekki afstöðu til
þess hvort huldufólk er
til eða ekki. En eftir að
hafa hitt allt þetta góða fólk sem
segir mér frá sinni eigin reynslu af
huldufólki og samskiptum sínum
við það, þá trúi ég svo sannarlega á
fólk sem trúir á huldufólk,“ segir
Unnur Jökulsdóttir sem er höfund-
ur bókarinnar Hefurðu séð huldu-
fólk? sem er nýkomin út.
Í þeirri bók segir Unnur ferða-
sögu sína þar sem hún fer um Ís-
land ásamt dóttur sinni og sambýl-
ismanni og heimsækir fólk sem
hefur persónulega reynslu af
huldufólki eða þekkir slík mál vel.
„Ég hef bara svo mikinn áhuga á
mannlífi, þess vegna skrifaði ég
þessa bók. Hún er fyrst og fremst
um sprelllifandi mannlíf í landinu.
Þótt ég líti á mig sem ferðarithöf-
und þá finnst mér full ástæða til að
skrá allskonar reynslu og upplif-
anir fólks. Við megum ekki loka
augunum fyrir því að til eru nú-
tímaþjóðsögur sem ganga á milli
fólks,“ segir Unnur sem lagðist í
mikla heimildavinnu fyrir bókar-
skrifin. „Ég las mér til um hvernig
þessi trú og sögurnar birtast í
kringum landið. En ég lærði ekki
síður á því að tala við allt þetta fólk.
Til dæmis vissi ég ekki hvort mun-
ur væri á álfum og huldufólki, en
Helgi Hallgrímsson, náttúrufræð-
ingur og einn af viðmælendum mín-
um í bókinni, hefur þá skilgrein-
ingu að huldufólk sé ein tegund
ósýnilegra vera sem kallaðar eru
álfar. Helgi trúir staðfastlega á
huldufólk og þegar hann safnar
náttúrufræðilegum heimildum um
landið, þá skráir hann alltaf líka
heimildir um álagabletti, völvuleiði
og goðaborgir.“
Getur ekkert að þessu gert
Unnur hafði svolitlar áhyggjur af
því að huldufólkinu væri illa við að
hún væri að forvitnast um þeirra
mál, hætti þess og búsetu. „Ég
spurði því fólkið, sem ég hitti og
var í góðum tengslum við huldu-
fólk, hvort það héldi að svo væri, en
allir sögðu huldufólkið vera ánægt
með þetta, því það vildi láta vita af
sér. Sárast væri ef enginn hefði
áhuga á því. Ég var fyrst svolítið
feimin við að tala um þessa hluti og
það kom mér á óvart hversu tilbúið
fólk var til að segja mér frá. Ég er
ánægð með hvað fólk treysti mér
vel fyrir sögunum sínum, en fyrir
því er þetta mjög hversdagslegt.
Þórunn á Giljum, sem er einn við-
mælandi minn í bókinni, hún er til
dæmis mjög jarðbundin og skyn-
söm kona, en hún sér huldufólks-
bíla keyra inn í kletta, rétt eins og
hún sér aðra jarðneska bíla keyra
heim í hlað til sín. Hún segist ekk-
ert geta gert að þessu, hún bara sér
þetta og verður að tala um það eins
og annað sem ber fyrir í lífinu.“
Sérstök augu og augnaráð
Í bók sinni talar Unnur líka við
þjóðfræðinga í hverju byggðarlagi
fyrir sig, af því að þeir hafa yfirsýn
á þessa hluti. „Sumir segja að þjóð-
sögur verði til vegna þess að fólk
hafi þörf fyrir annan raunveruleika
en þann sem hægt er að sjá og
snerta. Eins hafa sumar þjóðsögur
orðið til vegna þess að fólk var að
forða slysum. Þetta er ótrúlega
breiður heimur og mismunandi.
Sumir sjá, aðrir heyra og enn aðrir
hafa samskipti við og tala við
huldufólk. Margt af því fólki sem
ég hitti í þessi ferðalagi hefur mjög
sérstakt augnaráð og augu. Það er
tvímælalaust skyggnt og getur lýst
mikilli dulrænni reynslu. Ég hitti
til dæmis konu sem tók á móti
huldubarni en hún taldi sig fara
sálförum þegar hún komst inn í
hulduheima.“
Í bókinni hennar Unnar má lesa
margar og ólíkar sögur af álfum og
huldufólki og þar eru líka sögur af
dýrum sem eru ekki þessa heims.
„Huldufólk virðist oftast vera besta
fólk og stundum hjálpar það mann-
fólkinu og öfugt. En það eru líka
sögur af hefndum og huldufólk
virðist hafa tök á að láta vélar bila
og spilla verkum, eins og mörg
dæmi eru um hjá Vegagerð ríkis-
ins.“
Unnur segist með bók sinni vilja
koma þessum hluta af íslensku
þjóðarsálinni til útlendinga. Hún
vill túlka þjóðmenninguna fyrir þá
sem heimsækja landið okkar. „Út-
lendingar vilja nefnilega svo gjarn-
an heyra um álfa og huldufólk á
ferð sinni um landið. Mér finnst
sjálfri gaman að komast í þjóðsög-
ur þeirra landa sem ég heimsæki.“
khk@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Annars heims? Hann Karri gæti alveg verið hundur úr öðrum heimi, næstum ójarðneskur í sínum hvíta feldi úti í myrkrinu með Unni.
Fjöldi fólks úti um allt land hefur persónulega
reynslu af huldufólki. Kristín Heiða Kristins-
dóttir hitti konu sem á ferðalagi sínu heyrði
meðal annars af huldufólksbílum, hrútum
úr öðrum heimum og söng í steinum.
Huldufólk vill að við vitum af því
daglegtlíf
Allt að 76% munur mældist á
verði lausasölulyfja í verðkönn-
un sem verðlagseftirlit ASÍ
gerði í vikunni. »22
verðkönnun
Hvað fær fólk til að fara til Asíu,
setjast á hjólafák og ferðast á
honum í viku? Arnar Barðdal
stjórnast af ævintýraþrá. »24
ferðalög
|fimmtudagur|29. 11. 2007| mbl.is
vitað ættu allir að
vernda lungun sín,
bæði hinir viðkvæmu
og hinir hraustari.
Þegar allt kemur til
alls, þá eru lungu fólks
viðkvæm líffæri og
Víkverja er sjálfum
meinilla við að anda ótt
og títt í borginni nema
þegar loftgæði eru sem
allra mest.
x x x
Víkverji gekk ummiðbæinn á
þriðjudagskvöld, nánar
tiltekið að kvöldi
versta hálkuslysadags-
ins það sem af er vetri. Fjöldi
manns datt í hálku þennan dag og
varð að leita aðhlynningar á slysa-
deild, sagði í fréttum Morgunblaðs-
ins. Víkverji telur að varfærni geti
fyrirbyggt einhver slys, en það þarf
engu að síður að sandbera gang-
stéttirnar. Í miðbænum þetta kvöld
var hin lúmskasta hálka sem eldra
fólk hefði átt í miklum vandræðum
með. Stéttirnar á Bergþórugötunni
voru beinlínis hættulegar, jafnvel
þeim sprækustu líka. Hinsvegar
voru göturnar sjálfar eins og á
sumardegi og þar voru velflestir
bílar á nöglum að naga blessað mal-
bikið.
x x x
Á þessum vettvangi hefur Vík-verji lýst kaffifíkn sinni og ís-
fíkn. Hefur hann reynt að losa sig
við hina síðarnefndu með góðum ár-
angri og lækkuðum blóðþrýstingi.
Hér var einkum um að ræða fíkn í
Ben and Jerry’s-súkkulaðiís. Vík-
verji hefur nú verið laus undan
fíkninni í fjóra mánuði og líkar all-
vel. Ef hann nær að halda sig frá
ísnum fram á nýársdag þá er sögu-
legum áfanga náð.
Víkverja hefurgengið ágætlega
að aka á ónegldum
dekkjum það sem af
er vetri, takk fyrir.
Hluta síðasta vetrar
var hann reyndar á
nöglum og fannst það
ótækt. Nöglunum var
kippt út með töng á
nokkrum kvöldum.
Svifryksmengunin er
ekkert grín, og í raun
er illskiljanlegt hversu
margir nota nagla-
dekkin á höfuðborg-
arsvæðinu. Þótt Vík-
verji sé með
ágætislungu, síðast
þegar hann gáði, dettur honum ekki
í hug að fara út að skokka á römm-
um mengunardögum. Hann las í
blaði um daginn spjall við konu með
viðkvæm lungu og sagðist hún forð-
ast útiveru á verstu dögunum. Auð-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is