Morgunblaðið - 29.11.2007, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
DEILT UM AÐFERÐAFRÆÐI?
Hér á landi stendur nú yfir sex-tán daga átak gegn kyn-bundnu ofbeldi. Sjónum er
sérstaklega beint að mansali, enda
klám- og vændisiðnaður í heiminum
orðinn svo umsvifamikill að hann er
talinn velta jafnmiklum fjármunum og
fíkniefna- og vopnasala.
Eins og Kolbrún Halldórsdóttir
þingmaður benti á í Morgunblaðinu sl.
þriðjudag er „hér ekki um neina
venjulega söluvöru að ræða heldur lif-
andi manneskjur í mjög mikilli neyð
sem nauðugar viljugar eru fluttar á
milli landa og síðan seldur aðgangur
að líkama þeirra“. Það leikur enginn
vafi á því að mansal er einhver mesti
smánarblettur sem fyrirfinnst á
mannlegum athöfnum í samtímanum.
Um það á hið sama við og aðra glæpi
er stundaðir eru á alþjóðagrundvelli;
gegn því verður ekki barist nema með
alþjóðlegri samvinnu og samhæfingu
margra þátta innanlands.
Í máli Kolbrúnar kemur fram að
upplýsingar um konur sem sendar eru
hingað og seldar í vændi skili sér frek-
ar til Kvennaathvarfsins, Stígamóta
og neyðarmóttöku vegna nauðgana,
en síður til lögreglu. Konurnar óttast
lögregluna og jafnframt að verða
sendar aftur til landsins sem þær
komu frá þar sem glæpamennirnir
bíða þeirra. Í samningum Evrópu-
ráðsins gegn mansali og svonefndum
Palermo-samningi Sameinuðu þjóð-
anna er bent á að til þess að uppræta
mansal dugi ekki að beina spjótum
sínum einvörðungu að glæpahringjun-
um, heldur þurfi einnig að horfa til
fórnarlambanna og markaðarins í
hverju landi fyrir sig og reyna að upp-
ræta vandann með þeim hætti líka.
Rökin eru þau að ef fórnarlömb man-
sals fá aðstoð í þeim löndum sem þau
eru send til muni það óhjákvæmilega
vinna gegn glæpahringjunum.
Þær aðgerðir sem Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra hefur boðað með
endurbótum á löggjöf eru allra góðra
gjalda verðar. En spyrja má hvort
þær þurfi að útiloka þá nálgun sem
Kolbrún Halldórsdóttir leggur
áherslu á? Ef aðgerðaáætlanir hafa
reynst fórnarlömbum vel í nágranna-
löndum okkar, er þá nokkuð því til fyr-
irstöðu að slík aðgerðaáætlun sé unnin
hér á landi? Og þótt dómsmálaráð-
herra vilji vinna verðugt verkefni í því
að ná til glæpamannanna sjálfra er
einungis verið að bæta um betur í bar-
áttunni ef fórnarlömbunum verður
einnig veitt aðstoð. Fyrir nú utan hve
skýr skilaboð það eru til „neytenda“ –
í flestum tilfellum karlmanna – að
beina sjónum að fórnarlömbunum, oft-
ast konum og börnum.
Svo virðist sem hér sé ágreiningur
um aðferðir en ekki málefnið sjálft.
Það er rétt hjá Kolbrúnu að á íslensku
samfélagi hvílir mikil ábyrgð. Á með-
an hér er markaður fyrir kaup á lík-
ömum hlýtur það að vera siðferðisleg
skylda að berjast með öllum tiltækum
ráðum. Með aðgerðum lögreglu, fórn-
arlambavernd, aðgerðaáætlun og
samhæfingu allra þeirra sem vinna á
þeim sviðum er mansal snertir.
LÆTUR VÖLD TIL AÐ HALDA VÖLDUM
Pervez Musharraf, forseti Pakist-ans, lét í gær undan þrýstingi inn-
an lands og utan og sagði af sér emb-
ætti æðsta yfirmanns pakistanska
hersins og nú hyggst hann láta sverja
sig í embætti forseta annað kjörtíma-
bil. Þetta skref mun hins vegar duga
skammt til að lægja öldurnar í kring-
um hann.
Musharraf rændi völdum í Pakistan
árið 1999. Hann kenndi sig við hóf-
semi, en hófsemi hefur ekki einkennt
valdstjórn hans, sérstaklega ekki upp
á síðkastið. Eftir hryðjuverkin 11.
september 2001 í Bandaríkjunum
jókst þrýstingur á ríki, sem höfðu ver-
ið sökuð um stuðning við hryðjuverka-
menn. Musharraf gerðist bandamaður
Bush í baráttunni gegn hryðjuverkum
og lét til skarar skríða heima fyrir þar
sem öfgasamtök hafa gert sér hreiður,
þar á meðal al-Qaeda. Sú barátta hef-
ur verið blóðug og gengið upp og ofan,
en Musharraf er óvinsæll meðal bók-
stafstrúarmanna.
Í sumar fékk Musharraf síðan milli-
stéttina á móti sér. Pakistönsk milli-
stétt hefur ekki haft ástæðu til að
binda miklar vonir við lýðræðislega
kjörna leiðtoga í kerfi þar sem spilling
er landlæg og hefur sennilega talið á
sínum tíma að Musharraf væri ekki
ólíklegri til að knýja fram umbætur en
þeir. Þegar Musharraf greip hins veg-
ar til þess ráðs í sumar að víkja forseta
hæstaréttar fyrir að gerast of nær-
göngull við spillta valdamenn kastaði
tólfunum og skyndilega voru lögmenn
í fararbroddi mótmæla gegn hershöfð-
ingjanum.
3. nóvember lýsti Musharraf yfir
neyðarástandi með þeim rökum að
ágangur herskárra múslíma færi vax-
andi og dómsvaldið væri orðið of af-
skiptasamt. Hann hafði rekið hæsta-
rétt þegar hann hugðist finna að því
með hvaða hætti hann hafði verið kjör-
inn forseti og skipaði nýjan, sem stað-
festi kjör hans. Enn mótmæltu lög-
fræðingar og sitja nú forsprakkar
þeirra í fangelsi. Það segir sína sögu
að þegar byrjað var að sleppa pólitísk-
um föngum fyrir viku voru 5.500 slíkir
fangar í haldi.
Dómsmálaráðherra Pakistans sagði
í gær að neyðarástandið yrði brátt af-
numið, en það er forsetans að ákveða
það. Musharraf hefur notað neyðar-
ástandið til að flytja valdið til að af-
létta því í hendur sínar. 8. janúar verð-
ur kosið í Pakistan. Helstu
stjórnmálaöflin í landinu hafa farið
fram á að neyðarástandinu verði af-
létt. Ljóst er að eftir kosningarnar
munu stjórnmálaöflin reyna að draga
úr valdi forsetans. Tveir sterkustu
flokkarnir eru í andstöðu við hann.
Mun Musharraf taka því þegjandi?
Herforinginn fyrrverandi hefur sýnt
seiglu á valdastóli.
Hann hefur ugglaust hugsað sér af-
sögnina í gær sem þátt í fléttu til að
halda völdum. Staða hans er hins veg-
ar orðin með þeim hætti að það verður
erfitt fyrir hann að láta það ganga upp
ætli að hann að láta af þeim gerræð-
islegu vinnubrögðum, sem hann hefur
beitt hingað til. En búast má við að
róstusamar vikur séu framundan í
Pakistan.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Til að fyrirbyggja misskiln-ing eða árekstra í skóla-starfi er mikilvægt að yf-irvöld skólamála í sátt
við trúar- og lífsskoðunarhópa og
foreldra, setji fram skýr markmið
um samvinnu, sem eru öllum kunn,
og tilgangurinn með samstarfinu
ljós. Foreldrar skulu fremur öðrum
ráða hverrar menntunar börn
þeirra njóta og virða skal rétt
þeirra til að veita barni leiðsögn.
Þetta er niðurstaða starfshóps
um samstarf leik- og grunnskóla
við trúar- og lífsskoðunarhópa, sem
hafði það að hlutverki að gera drög
að stefnumótun um samstarf
kirkju og skóla með hliðsjón af
jafnræði trúfélaga. Skýrslan bygg-
ist á fundum starfshópsins vet-
urinn 2006-2007 og könnun á stöðu
samstarfs kirkju og skóla sem
gagnadeild leikskóla- og mennta-
sviðs Reykjavíkurborgar gerði í
lok árs 2006.
Meðvituð um ólíkar forsendur
Í skýrslunni leggur starfshóp-
urinn áherslu á að samskipti leik-
og grunnskóla við trúar- og lífs-
skoðunarhópa einkennist af skiln-
ingi og virðingu hver fyrir annars
hlutverki. Stofnanir séu meðvitaðar
um ólíkar forsendur hver fyrir
annarrar starfi og virði þau lög,
reglur og samþykktir sem í gildi
séu fyrir þessar stofnanir og sam-
félagið í heild.
Skýrsluhöfundar leggja til að
kennarar beri ábyrgð á kennslu og
fræðslu barna um trúarbrögð, lífs-
skoðunar og kristin siðgæði. Lögð
sé áhersla á að í skólum fari fram
fræðsla um mismunandi lífsskoð-
anir og trúarbrögð, en að þar sé
ekki stunduð boðun trúar. Í engum
tilfellum skuli skólastarfi og starfi
trúar- og lífsskoðunarhópa blandað
saman. Í skýrslunni er lögð áhersla
á að forðast skuli aðstæður þar
sem börn séu tekin út úr hópnum
eða skylduð til að taka þátt í at-
burðum sem ekki samræmist trú-
ar- og lífsskoðunum þeirra.
Gagnkvæmur
skilningur og
virðing lykilatriði
Í skýrslu starfshóps um samstarf skóla og trúar-
og lífsskoðunarhópa er lögð áhersla á að ekki skuli
blanda saman skólastarfi og trúboðun. Silja Björk
Huldudóttir kynnti sér efni skýrslunnar.
"
%
(
)
% +'
=)
)
>3
? ?
!"?
? #?
#?
Virðing Skýrsluhöfund
munandi lífsskoðanir o
silja@mbl.is
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Hann er strákslegur, í gallabuxum og mittis-jakka, með bláa íþróttatösku – vínyl. Það semupp úr töskunni stendur, þar sem rennilásinnendar, gæti virst vera skaft á badminton-
spaða. Það er spurning hvort það sé ekki talsverð íþrótt
að vera hljómsveitarstjóri. Prikið er tónsproti, og mað-
urinn er Thomas Adés, eitt vinsælasta og eftirsóttasta
tónskáld dagsins í dag, mikilsháttar hljómsveitarstjóri og
konsertpíanisti. Það er óhætt að fullyrða að Thomas Adés
njóti einhvers konar stjörnustærðar, og það er sjaldgæft
meðal tónskálda í dag. Slíkt hefur varla gerst síðan um
1990, þegar Skotinn James MacMillan lagði tónlistar-
heiminn að fótum sér með Játningum Isobel Gowdie.
Thomas Adés er Breti, fæddur í London 1971. Hann
lærði á píanó hjá Paul Berkowitz og tónsmíðar hjá Robert
Saxton í Guildhall School of Music and drama. Hann hélt
áfram námi og lauk prófum frá King’s College í Cam-
bridge árið 1992, með láði – ekki bara einföldu, heldur
tvöföldu, vegna einstaks námsárangurs. Það var því
kannski ekki að undra að hann fengi strax stöðu eftir því;
hann var ráðinn til Konunglegu tónlistarakademíunnar í
London í prófessorsstöðu í tónsmíðum sem kennd er við
höfuðtónskáld Breta á síðustu öld, Benjamin Britten. Ár-
ið 2004 hlaut hann heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í
Essex.
Tónlistarhátíð í Barbican til heiðurs Adés
Við þekkjum þá hefð að heiðra listamenn fyrir verk sín
með því að flytja þau eða sýna, með yfirlitssýningum, tón-
leikahátíðum eða öðru slíku. Yfirleitt eru slíkir listamenn
talsvert eldri en tvævetur. Thomas Adés nýtur virðingar
og velgengni af þessu tagi í dag. Barbican-listamiðstöðin í
London hélt sérstaka Adés-hátíð fyrr á þessu ári, þar sem
verk hans voru flutt, Franska útvarpið beindi kastljósi
sínu sérstaklega að honum á tónlistarhátíðinni „Prés-
ences“ og sömu sögu var að segja af „Ultimo“-tónlistarhá-
tíðinni í Helsinki. Á hátíðinni í Barbican var nýtt verk eft-
ir Adés frumflutt, Tevot, samið sérstaklega fyrir
Fílharmóníusveitina í Berlín og stjórnanda hennar Simon
Rattle.
Tónsmíðaferill Adés hófst um leið og námi lauk. Hann
var ráðinn heimastjórnandi Hallé-hljómsveitarinnar, og
samdi tvö verk, The Origin of the Harp og These Prem-
ises Are Alarmed, fyrir hljómsveitina, til fru
árunum 1994 og 1996. Annað verkanna sem
á Sinfóníutónleikum í kvöld; Asyla, samdi ha
Simon Rattle og Sinfóníuhljómsveitna í Birm
Rattle stjórnaði þá. Simon Rattle tók verk
leikaferðir hljómsveitarinnar, flutti það á sí
um sínum með hljómsveitinni í Birmingh
fyrstu tónleikum sínum nýráðinn til Fílh
arinnar í Berlín. Þer tónleikar voru sendir
heim í sjónvarpi og útvarpi.
Fyrsta ópera Adés, Powder Her Face, va
fyrir Celtenham-hátíðina 1995. Óperuhús u
bitust strax um að fá hana til sýningar. Adé
óperu sína, The Tempest, byggða á leikriti S
fyrir Konunglega óperuhúsið í Covent Gard
flutti hana 2004.
Það myndi æra óstöðugan að telja upp öll
og þær viðurkenningar sem Adés hefur hlot
ana fyrir tónverk sín. En það er ekki allt.
Jafnframt glæstum tónsmíðaferli er Thom
irsóttur píanóleikari og stjórnandi. Hann se
tónsmíðarnar skipi efsta sætið í huga sér; en
þó ekki um að setjast við flygilinn og spila
konsert, Schumann, Janacek og önnur tóns
liðin. Hann leikur með ljóðasöngvurum og
kammermúsík. Hann er jafn eftirsóttur sem
og hljómsveitarstjóri og hann er sem tónská
ur hljóðritað fjölmargar plötur bæði sem tón
sveitarstjóri og píanóleikari.
„Ég vildi helst geta farið í Bláa lónið eftir
sveitaræfingu,“ segir Thomas Adés, þegar h
ur kófsveittur eftir æfingu með Sinfóníuhlj
gær – síðasta verkið sem æft var var fy
hans, Asyla; verk sem hefur farið sigurför u
verkið er átakamikið og hljóðheimurinn óv
mjög hrífandi.
„Asyla er fleirtalan af orðinu Asylum, og
eina merkingu. Það var notað yfir staði fyrir
Asylum er líka staður þar sem gott er að ver
höfn fyrir þá sem þurfa að komast undan ei
stæðum,“ segir Adés. „Það er mjög óraunv
vel geðveikt að hlusta á tónlist; – því hún er
– og það er ekki hægt að grípa í hana eins og
hlut. Verkið mitt er boð inn í þennan óraun
það er líka um staði í nútímanum, staði sem
Talið berst að vinsældum og óvinsældum
Thomas Adés stj
Í SAMTALI við Morgu
ist Oddný Sturludóttir
arfulltrúi Samfylkinga
formaður menntaráðs
skýrslu starfshópsins
áherslu sem í henni sé
samband leik- og grun
ars vegar og trúar- og
unarhópa hins vegar e
kennast af skilningi og
hlutverki hvers um sig
finnst mjög mikilvægt
missi ekki sjónar á þv
skóla og trúar- og lífs
unarhópa er alltaf á fo
skólans samkvæmt reg
skólastjórnendur á hv
setja í samræmi við lö
skrár,“ segir Oddný o
áherslu á að þó fræðsl
brögð og lífsskoðanir
innan veggja skólanna
ekki að stunda boðun
tel reykvíska leik- og
Samstarfi