Morgunblaðið - 29.11.2007, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR nokkrum vikum kynnti
skipulagsráð fyrrverandi meirihluta
í Reykjavíkurborg tillögur um eyð-
ingu skóga á Hólmsheiði. Þetta
skipulag segir að fara megi hamför-
um gegn þeirri vinnu sem lögð hefur
verið í að græða þessar hrjóstrugu
heiðar fallegum gróðri. Þar vex nú
fallegur vísir að skógi,
lágvaxinn enn sem
komið er, en á góðri
leið með að verða að
yndisskógi. Hann
myndi þar með bætast
við þá skógarkraga
sem þegar prýða ná-
grenni höfuðborg-
arinnar, okkur öllum
til ánægju og ynd-
isauka.
Hér er um að ræða
170 hektara af skógi
sem plantað var af
æskulýð Reykjavíkur á
vegum Skógræktarfélags Reykja-
víkur og í nánu samstarfi við borg-
aryfirvöld á hverjum tíma.
Þeir sem gerðu tillögu um þetta
skipulag telja nú vera kominn tíma
til að ryðja þessum hvimleiðu
plöntum burtu og steypa upp og
malbika svæðið. Það gefur víst betri
lífsfyllingu en græn skjólgóð náttúr-
an, því ekki trúi ég að upplýst fólk á
21. öld skipuleggi vísvitandi um-
hverfi með verri lífsskilyrðum.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
hefur mótmælt þessum fyrirætl-
unum og lagt til að aðalskipulag
borgarinnar verði tekið upp og end-
urskoðað.
Flugvöllurinn á Hólmsheiði?
Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni
veldur því m.a. að leita þarf að
byggingarlandi fyrir höfuðborgina
upp um holt og heiðar. Hann þarf
því að víkja. Nú heyrast ályktanir
um að byggja beri nýjan flugvöll
uppi á Hólmsheiði, þar sé nægilegt
rými. Í stað grænna lunda komi
malbikaðar flugbrautir, bílastæði og
flugskýli, með tilheyrandi hávaða og
mengun.
Þetta er lagt til jafnvel þótt að-
eins séu liðlega 40 km til Keflavík-
urflugvallar. Það væri fáheyrð sóun
á miklum fjármunum og dýrmætu
landi að fara að setja niður nýjan
stóran flugvöll fyrir innanlandsflug í
liðlega 40 km fjarlægð
frá stærsta flugvelli
landsins. Er réttlæt-
ingin sú að farþegar
utan af landi skuli ekki
þurfa að aka nema um
20 km inn í miðborg
Reykjavíkur í stað 40
km? Er einhver heil
brú í þessari afstöðu?
Er skipulagshugsun
okkar í slíkri úlfa-
kreppu misskilinnar
dreifbýlishyggju að
svona rugl sé tekið gott
og gilt?
Rauðavatnsstöðin
Við upphaf síðustu aldar hófust
hugsjónamenn handa um að græða
landið skógi. Það sem fyrst var
plantað út í nágrenni höfuðborg-
arinnar var skógarreiturinn við
Rauðavatn. Þau mistök sem þar
voru gerð reyndust lærdómsrík síð-
ar þegar meiri þungi og alvara var
sett í skógrækt í landinu. Þessi
manngerði reitur er orðinn yfir 100
ára gamall og hlýtur því, ekkert síð-
ur en byggingar, að falla undir
verndun í samræmi við lög um forn-
minjar.
Fyrir nokkrum árum var ákveðið
að byggja Norðlingaholtið, sem er
sunnanvert gegnt Rauðavatns-
reitnum. Við því var ekkert að segja,
nema hvað nýja byggingarsvæðið
var skipulagt svo nálægt Rauða-
vatnsreitnum að eftir að búið var að
klessa bensínstöð á milli bygging-
anna og reitsins var lítið pláss leng-
ur fyrir breikkun Suðurlandsveg-
arins, sem allir vissu þó fyrir löngu
að þyrfti að framkvæma innan fárra
ára. Nú er komið að því. Hugmyndir
eru uppi um að höggva 15 metra
breitt belti af þessum elsta skógi
Reykvíkinga til að rýma fyrir
breikkun vegarins. Síðan á að
byggja stóra vegslaufu við hring-
torg sem búið er að leggja við næstu
gatnamót. Ef þessar hugmyndir ná
fram að ganga verður eyðilegging
gamla skógarins umtalsverð.
Rangsnúið gildismat
Þessi skipulagshugsun er aðeins
nokkurra ára gömul. Þess konar til-
lögur eru því miður ekkert eins-
dæmi. Það vaknar sú gagnslausa
spurning, hvort þessir lærðu skipu-
lagsfræðingar hugsi aldrei lengra en
sem nemur þeim metrum, sem þeir
eru að fást við rétt í svipinn?
Eða skyldi það vera landlægt álit
skipulagsfólks að skógur og gróð-
ursælt land sé verðlaust og því út-
gjaldalaust að ganga á það og spilla
því. Það kosti ekkert. Bygging-
arlandið sé hins vegar rándýrt.
Þetta er buddusjónarmið augna-
bliksins.
Því miður er niðurstaða mín sú,
að hjá þeim sem þarna hafa staðið
að verki sé ósjálfráð viðmiðun við
verðmæti byggingarlóða svo
ríkjandi að allt annað sé hjóm og
hismi, þar með talinn elsti mann-
gerði skógur í Reykjavík.
Skipulögð skógeyðing
Þröstur Ólafsson fjallar
um skipulagsmál í nágrenni
Rauðavatns
» Sú hugsun að mal-bika land sem nú er
skógi vaxið leiðir til
verri lífsskilyrða þegar
til lengdar lætur og er
rangsnúin.
Þröstur Ólafsson
Höfundur er formaður
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
BARÁTTAN gegn kynbundu of-
beldi er brýn og þurfa bæði yf-
irvöld og allur almenningur að taka
höndum saman til að
stöðva slíkt ofbeldi og
tryggja þolendum
réttlæti. Ár hvert eru
þúsundir einstaklinga,
konur, karlar og börn,
fórnarlömb mansals,
bæði í eigin heima-
landi og erlendis.
Mannréttindi fólks
sem sætir mansali eru
vanvirt með öllu.
Mörgum er rænt og
haldið nauðugum við
ömurlegar aðstæður,
fólk er barið og nið-
urlægt, beitt kynferð-
islegu ofbeldi og neytt
til að starfa við að-
stæður sem minna
mest á þrælahald.
Engar nákvæmar
upplýsingar liggja fyr-
ir um fjölda þeirra
sem eru fastir í hinu
alþjóðlega mansalsglæpaneti. Sú
leynd sem hvílir á þessari umfangs-
miklu glæpastarfsemi gerir það að
verkum að mjög erfitt er að finna
og aðstoða þolendur. Alþjóða vinnu-
málastofnunin áætlar að tæpar
þrettán milljónir um heim allan séu
í mansalsánauð.
Í þeim tilfellum þegar yfirvöld
komast á snoðir um mansal er þol-
endum sjaldnast veitt nauðsynleg
vernd heldur er fólkið meðhöndlað
sem glæpamenn eða ólöglegir inn-
flytjendur. Algengt er að aðstoð sé
einungis veitt ef fólkið samþykkir
að vinna með yfirvöldum við að
hafa hendur í hári þeirra sem bera
ábyrgð á mansalinu. Slík samvinna
við yfirvöld getur leitt til aukinnar
hættu bæði fyrir þá sem sætt hafa
mansali svo og fjöl-
skyldur þeirra. Sjald-
gæft er að þolendum
mansals séu boðnar
bætur eða endurhæf-
ing. Fólk sem ekki
hefur löglegt dval-
arleyfi í því landi sem
það hefur verið flutt til
er í mörgum tilfellum
sent aftur til heima-
lands síns án þess að
tillit sé tekið til þeirra
aðstæðna sem bíða
þess heima og hætt-
unnar á að fólkið sé
aftur selt mansali eða
sæti annars konar of-
beldi.
Nauðsyn á
fullgildinu
Samningur Evr-
ópuráðsins um aðgerð-
ir gegn mansali var
samþykktur árið 2005, aðildarríki
skuldbinda sig til þess að takast
sameiginlega á við vandamálið með
réttindi og vernd þolenda að leið-
arljósi. Markmið samningsins er að
koma í veg fyrir og berjast gegn
mansali, verja mannréttindi þol-
enda mansals, veita þolendum og
vitnum aðstoð og tryggja að mál
séu rannsökuð og ákært í þeim. Í
samningnum er lögð áhersla á al-
þjóðlega samvinnu í aðgerðum gegn
mansali. Samningurinn gerir ráð
fyrir að aðildarríki grípi til ráðstaf-
ana og veiti þolendum aðstoð.
Nú hafa 10 Evrópuríki fullgilt
samninginn og öðlast hann því gildi
í febrúar á næsta ári. Íslandsdeild
Amnesty International hefur ítrek-
að hvatt íslensk yfirvöld til að full-
gilda samninginn og vonir standa
nú til að hann verði fullgildur á yf-
irstandandi þingi.
Árið 1990 gerðu Sameinuðu þjóð-
irnar mikilvægan samning sem lýt-
ur að réttindum farandverkafólks,
en einungis örfá ríki hafa gerst að-
ilar að honum fram til þessa og er
Ísland ekki þeirra á meðal. Stað-
reyndin er sú að fólk sem starfar
sem farandverkafólk lendir oft í að-
stæðum sem líkja má við mansal og
nauðungarvinnu og er því brýnt að
Ísland gerist aðili að þeim samningi
og lagi íslenska löggjöf að ákvæð-
um hans.
Sameiginleg ábyrgð
Við berum öll ábyrgð á mann-
réttindum, bæði yfirvöld og allur
almenningur. Vettvangur ein-
staklinga til þátttöku í baráttunni
er meðal annars Amnesty Int-
ernational, sem vinnur að aukinni
mannréttindavernd til handa öllum
og tekur ásamt fjölmörgum öðrum
samtökum þátt í 16 daga átaki
gegn ofbeldi á konum sem nú
stendur yfir. Átaki sem í ár beinir
sjónum að mansali og aðgerðum
gegn því. Beitum okkur gegn man-
sali og auðveldum þeim sem eru í
mansalsánauð að leita til yfirvalda
um hjálp.
Okkur ber að vernda
þolendur mansals
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
skrifar í tilefni af 16 daga
átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
»Mannrétt-indi fólks
sem sætir man-
sali eru vanvirt
með öllu.
Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Íslandsdeildar Amnesty I
nternational.
ÞEGAR ástvinur okkar greinist með
alvarlegan sjúkdóm verðum við hin
líka að taka á öllu sem við eigum til
þess að missa ekki fótanna í því ferli
sem sum okkar hafa líkt við rússíbana.
Við þurfum að vera sterk fyrir ástvin
okkar og líka alla hina sem vilja vita
hvernig gengur, hvernig líður, hvað
gerist næst, hvað gæti gerst og hvern-
ig þetta er nú allt saman.
Við þurfum að læra á örskömmum
tíma alls kyns hugtök og heilsufars-
fræði sem enginn hefur búið okkur
undir, átta okkur hvað við getum gert
fyrir þau sem við elskum, kynna okk-
ur besta mataræðið, skilja sjúkdóm-
inn og læknamálið og tryggingakerfið
og lífeyrissjóðakerfið, finna út hvað er
best að segja við aldraða foreldra og
við börnin okkar stór og smá og vinina
og ættingjana og svona áfram – og
flest án þess að almættið hafi nokkurn
tíman spurt okkur hvort okkur langi
til þess að takast á við þetta allt sam-
an. Sumt bara gerir maður. Við lær-
um líka að við sjálf og ástvinir okkar
bregðast kannski allt öðruvísi við and-
lega álaginu sem alvarlegum sjúk-
dómi fylgir en við nokkru öðru sem
hefur borið við á lífsleiðinni. Enda hef-
ur vísast aldrei neitt þessu líkt komið
fyrir áður.
Við komumst að því að margir vita
ekki hvað þeir eiga að segja við okkur.
Sumir vilja fá öll smáatriðin, fá að vita
um hárlos og ógleði og pillumagn á
dag, lífslíkurnar jafnvel – en aðrir fara
í hnút, fölna upp þegar þeir heyra orð-
ið ,,krabbamein“ og fara skyndilega
að tala um veðrið. Allir spyrja hvernig
hann eða hún hafi það og við gefum
skýrslu svona eins og við teljum að
eigi við í hvert sinn – reynum að sjá út
hverjir vilja ,,bara fínt“-svarið og
hverjir spyrja af einlægni. Sjaldnast
er spurt hvernig við höfum það sjálf
og kannski flögrar það ekki heldur að
okkur að það væri nú gott fyrir okkur
að hyggja að því, mitt í öllu því sem á
gengur. Því ef streitan sem óhjá-
kvæmilega fylgir nær yfirhöndinni og
við brotnum saman, hver á þá að
styðja og styrkja þann sem tekst á við
krabbameinið?
Eitt af því sem við höfum lært er að
við, sem elskum manneskju sem
berst við krabbamein, höfum öðlast
skilning sem fáum er gefinn. Við
skiljum hvernig það er að sjá ástvin
þjást, finna okkur vanmáttug, kvíða
því hvernig allt kann að fara og óska
þess heitast af öllu að geta skipt um
stað við elskuna sína. Það er ólíkt öllu
öðru að geta átt orðastað við aðra
sem búa yfir sama skilningi, að geta
talað um tilfinningar sínar og það
sem dagarnir færa okkur án þess að
óttast að hafa sagt eitthvað um of, orð
okkar verði mistúlkuð af hlustand-
anum eða orðið honum byrði. Það er
svo mikil hjálp í því geta tjáð sig án
þess að hafa áhyggjur af því að gripið
sé fram í, vera bent á að vera nú já-
kvæð og bjartsýn út í eitt, án þess að
viðmælandinn leiti örvæntingarfullur
að ,,réttu svari“ eða ,,lausn“ fyrir okk-
ur, geta tjáð sig í vissu um skilning,
hlustun og trúnað án tilætlunar. Geta
sagt ,,K-orðið“ án þess að viðstaddir
hrökkvi í kút.
Það eitt að deila reynslu, styrk og
vonum í hópi jafningja getur gert
þetta ferðalag svo miklu auðveldara,
hjálpað okkur að létta af okkur streit-
unni svo að við getum betur stutt við
þá sem við elskum. Um leið getum við
orðið öðrum til hjálpar með okkar
eigin skilningi og reynslu. Tækifæri
til þess býðst í stuðningshópi maka
krabbameinsgreindra sem fundar í
Ljósinu í viku hverri. Það er nóg rúm
fyrir fleiri á fundunum okkar, mæt-
ingin er frjáls og félagsgjöld engin,
kertaljós á borðinu og heitt á könn-
unni. Vertu velkomin/n á fimmtu-
dagskvöldum.
ERNA MAGNÚSDÓTTIR
iðjuþjálfi, forstöðumaður.
Hlýjar kveðjur
frá makahópi Ljóssins
Frá Ernu Magnúsdóttur
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Siglir einn úr satans vör
sveinn hinn gæfurýri.
Fyrir lekan kjaftaknör
krækir lygastýri.
Þessi vísa Bólu-Hjálmars átti
einkar vel við Finn Ingólfsson, þeg-
ar hann lét móðan mása í dag-
skrárþættinum Mannamál á Stöð 2
sunnudaginn 18. nóvember sl. All-
an þáttinn lék lygastýrið í höndum
hans að honum tókst að sigla fram
hjá öllum skerjum sannleikans,
enda ekki vanur að þurfa að steyta
á slíkum.
Áður en lengra er haldið er við
hæfi að rifja upp kafla úr viðtali við
bókaútgefandann Jóhann P. Valdi-
marsson, sem birtist í Morg-
unblaðinu 27. marz 2005, og hljóðar
svo:
„Mér stendur stuggur af þeirri
terrorstjórn sem ríkir á Íslandi,
bæði í stjórnmálum og viðskiptalíf-
inu, og reynir að gera þá menn
hlægilega og kalla ofsóknarbrjál-
aða sem hafa orð á því óttaástandi
sem hún hefur skapað. Þannig
reynir hún að þagga niður í þeim
eins og öðrum. Stofnanir eru lagð-
ar niður ef þær eru ekki stjórnvöld-
um þóknanlegar. Í hjarta okkar
vitum við öll að á Íslandi ríkir ótt-
astjórn á öllum sviðum. Og mér
svíður hvernig misréttið í þjóð-
félaginu hefur aukist á örskömm-
um tíma: Að Íslendingar geti ekki
lengur talað um eina þjóð í landinu.
Mér blöskrar það frelsishjal sem
þeir hafa uppi sem vilja fullkomið
ófrelsi, frelsi til að einoka. Ég hef
skömm á þeim forsvarsmönnum
fyrirtækja sem í fjölmiðlum segj-
ast fagna nýrri samkeppni en eru á
sama augnabliki að reyna að finna
leið til að drepa keppinautinn með
góðu eða illu eða, ef það er ekki
hægt, til að kaupa hann út af mark-
aðnum. Hræsnin er ofboðsleg. Og
réttlætiskennd minni er misboðið.“
Í þessu andrúmslofti ólst Finnur
Ingólfsson upp í valdastóli sínum.
Landsbankafargani rík-
isstjórnar D. Oddssonar lauk vorið
1998 með því að hrl. Jón Steinar
Gunnlaugsson setti saman skýrslu
um málið. Hefir hún vafalaust ekki
verið þóknanleg ofstjórn-
armönnum, en Jón Steinar lætur
ekki segja sér fyrir verkum í lög-
fræðilegum álitaefnum.
Í stuttu máli: Jón Steinar sýkn-
aði bankastjóra Landsbankans, en
fann að ýmsum þáttum, en þær að-
finnslur áttu við stjórn bankans
a.m.k. aldarfjórðung aftur í tím-
ann. Samkvæmt niðurstöðu Jóns
Steinars héldu bankastjórarnir
réttindum sínum til launa á upp-
sagnarfresti og eftirlauna.
Þegar ofsóknin var um götur
gengin lagði forsætisráðherrann,
Davíð Oddsson, „terrorstjórnand-
inn“, leið sína á fund ritstjóra
Morgunblaðsins, Matthíasar Jo-
hannessens og Styrmis Gunn-
arssonar. Var honum mikið niðri
fyrir og lýsti yfir: „Þetta Lands-
bankamál var allt tómt fát og fum.
Sverrir hafði ekkert gert af sér.“
[framh.]
Sverrir Hermannsson
Fát og fum
Höfundur er fv. bankastjóri
Landsbanka Íslands.