Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 11
landeigandans á þennan hátt fól, að áliti Ólafs, ekki í sér eignaskerðingu sem bryti í bága við ákvæði stjórn- arskrárinnar heldur væri um að ræða almennar takmarkanir.“ Mörg frumvörp, sem innihéldu til- lögur um almennar takmarkanir eignarréttar á orkuauðlindum, komu síðan fram í kjölfar orkukreppunnar á áttunda áratugi síðustu aldar. „Nánast á hverju einasta þingi í lang- an tíma voru fluttar tillögur í þessa veru, þ.e. um löggjöf sem markaði einhvers konar meðalveg milli hags- muna landeigenda annars vegar og almennings hins vegar. Í þessum til- lögum var almennt gengið út frá því sjónarmiði að landeigandi ætti rétt á nýtingu auðlinda á eða í landi sínu að því marki sem nauðsynlegt væri til þess að hann gæti haft þau not af landi sínu sem heyra til venjulegrar hagnýtingar þess. Þau rök sem færð voru fyrir því að setja eignarrétti landeiganda mörk voru m.a. þau að með því yrði tryggt að þessi nátt- úruauður kæmi að sem mestum og al- mennustum notum fyrir þjóðarheild- ina. Önnur röksemd var sú að rann- sóknir og boranir væru kostn- aðarsamar og ekki á færi einstaklinga og eins að þetta séu auðlindir sem ekki hafa orðið til fyrir tilstuðlan landeigenda heldur séu þær frá nátt- úrunni komnar. Þetta er eins konar Locke-ísk hugmynd um tengingu vinnunnar við eignarréttinn. Þá komu á þessum tíma fram hugmyndir um að jarðhiti á háhitasvæðum yrði í eigu ríkisins en jarðhiti í eignarlöndum á lághitasvæðum í eigu landeigenda. Það voru þó vandkvæði á þeim hug- myndum, m.a. benti lagadeild Há- skóla Íslands í álitsgerð á, að sam- kvæmt þágildandi lögum ætti landeigandinn rétt til nýtingar jarð- hita undir yfirborði jarðar hvort sem um væri að ræða lághitasvæði eða há- hitasvæði, þótt vafi léki á um hve langt í jörðu niður rétturinn næði. Þessi skipan mála gæti því leitt til bótagreiðslna í einhverjum tilvikum,“ segir Aagot. Of seint að kveða á um dýptarmörk? Henni þykir ekki gott að átta sig á því hvers vegna ekkert frumvarp- anna náði fram að ganga. „Vænt- anlega hefur bæði verið mikil and- staða frá landeigendunum sjálfum, bændum sem margir hverjir hafa væntanlega verið í hópi framsókn- armanna, og eins frá sjálfstæðis- mönnum af eignarréttarástæðum. Það virðist alltént alla tíð hafa verið þungur róður að afla þessum hug- myndum fylgis. Það er þó athygl- isvert að flutningsmenn fyrstu frum- varpanna voru tveir helstu leiðtogar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins á síðustu öld, Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson.“ Aagot veltir fyrir sér hvort það sé um seinan að kveða á um ákveðin dýptarmörk nú, hvort þjóðin sé hreinlega búin að missa af lestinni. „Þau sjónarmið sem eldri tillögur byggðust á, að landeigandi ætti rétt til nýtingar auðlinda sem heyrði til venjulegri nýtingu lands, eiga ef til vill ekki við lengur. Hvað er venjuleg nýting lands nú til dags þegar að- stæður til auðlindanýtingar eru orðn- ar allt aðrar og fjármagnið ekki bara í höndum ríkisins? Slíkar takmarkanir á eignarrétti landeigenda yrðu þá væntanlega að byggjast á öðrum sjónarmiðum en þessum.“ Hún bend- ir á, að norska löggjöfin sé á þann veg að eignarréttur landeigandans sé ekki ótakmarkaður niður á við. „Norðmenn setja ekki ákveðin dýpt- armörk en leysa málið þannig að landeigandi getur ekki hindrað nýt- ingu auðlinda, t.d. nýtingu vatns, djúpt í jörðu sem kannski nær inn á auðlind sem er inni á skilgreindu eignarlandi hans svo fremi sem það raskar ekki rétti hans til venjulegrar notkunar.“ Virðing fyrir einkaeignarrétti Þá hafa Norðmenn tekið af skarið um að ákveðin auðlind, þ.e. olía í jörðu, sé alfarið í eigu ríkisins þó und- ir eignarlandi sé. „Til að byrja með heyrðust raddir þess efnis að þetta bryti í bága við stjórnarskrána en þær raddir eru nú þagnaðar. Það virðist vera almenn sátt um málið.“ Aagot segir áherslu á einkaeign- arréttinn alla tíð hafa verið ríka á Ís- landi og þess vegna standi í okkur að taka af skarið í þessum efnum. „Við höfum tilhneigingu til að líta svo á að aðrar leiðir til að kveða á um rétt til auðlinda en einkaeignarrétturinn séu ófærar, bæði lagalega og hagrænt. Þetta hefur maður séð glöggt í um- ræðunni um fiskveiðiheimildirnar og eignarrétt á nytjastofnum á Íslands- miðum gegnum tíðina. Ýmsum finnst óhugsandi að þjóðin geti átt eitthvað. Það er auðvitað misskilningur, auð- vitað getur þjóðin átt ýmislegt. Það er svo spurning um útfærslu hver fari með þær heimildir, sem í þeim eign- arráðum felast, í umboði þjóðarinnar. Þjóðlendurnar eru til dæmis ein teg- und af eignarrétti.“ Aagot hefur velt fyrir sér þeirri breytingu sem gerð var með nýjum vatnalögum á eign- arráðum landeiganda yfir vatni á landi hans. Hún hefur gaumgæft þær röksemdir fyrir breytingum á orða- lagi eignarákvæðis laganna sem sett- ar voru fram í athugasemdum með frumvarpi því er varð að vatnalögum nr. 20/2006. Þær lúta einkum að þremur atriðum: „Í fyrsta lagi er gengið út frá því að við setningu vatnalaganna 1923, sem enn eru í gildi, hafi svokölluð sér- eignastefna orðið ofan á. Önnur rök- semdin, sem er sérstaklega áhuga- verð, gengur út frá því að þær heimildir sem vatnalögin veita land- eiganda séu svo umfangsmiklar að þær nái yfir allar hagnýtingarheim- ildir sem skipta máli og þar með megi jafna þessum afnotarétti til beins eignarréttar. Í þriðja lagi er því hald- ið fram að dómstólar hafi talið land- eigendur eiga eignarrétt að vatni á landi sínu.“ Þessar röksemdir hrekur Aagot í grein sem birtast mun í næsta hefti Úlfljóts, tímarits laganema. „Ég fór gaumgæfilega í gegnum umræðuna sem fór fram þegar vatnalögin voru sett 1923. Það var mjög langt ferli, sem fossa- nefndin svonefnda kom m.a. að, og umræðan er mjög áhugaverð. Lög- gjöfin var líka mjög vönduð og hefur staðist tímans tönn. Á grundvelli þeirra gagna sem ég fór yfir kemst ég að þeirri niðurstöðu að sér- eignastefnan hafi í raun og veru ekki orðið ofan á.“ Forðað úr klóm útlendinga Hún segir fossamálin hafa verið í brennidepli á þessum tíma og fyrir mönnum vakti fyrst og fremst að tryggja að fossarnir kæmust ekki í eigu útlendinga og að íslensku þjóð- inni yrði gert kleift að nýta þessa auð- lind án þess að þurfa að borga fyrir hana gríðarlegar fjárhæðir. „Það er hins vegar alveg ljóst að nýtingarréttur fallorkunnar, þ.e. virkjanarétturinn, er í höndum land- eigandans samkvæmt lögunum enda þótt hann sé bundinn ákveðnum skil- yrðum.“ Deilur um verðmæti þessa réttar hafa sprottið upp í kjölfar setningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 11 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Hrafnista óskar Elínborgu Jóhannsdóttur og Fríðu Kristínu Guðjónsdóttur sjúkraliðum til hamingju með 25 ára starfsafmælið sem þær fagna báðar um þessar mundir. Á Hrafnistu er tekið vel á móti öllu nýju starfsfólki sem vill starfa í þjónustu við aldraða. 25ára starfsafmæli www.hrafnista.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.