Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 27
þjóðlífsþankar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 27 Næst er það Vaðnes,“ sagðihugsjónamaður við mig í miðjum málverkasal um síðustu helgi. „Ef á að rífa það hús ætla ég að hlekkja mig við gröfurnar – ertu með?“ sagði viðkomandi maður. „Það fer nú eftir veðri,“ svaraði ég, enda er spáð fimbulkulda á næstunni. „Þú getur alltént skrifað um Vaðnes,“ sagði hugsjónamaðurinn og það geri ég hér með. Það er líka full ástæða til að skrifa um Vaðnes, Klapparstíg 30 – þar sem nú er skemmtistaðurinn Sirkus. Þar verslaði áður um ára- tugaskeið kaupmaðurinn Guðjón í Vaðnesi, tengdafaðir Báru sem rak verslunina Hjá Báru. Hjá Vað- nesi, sagði mér öldruð kona, biðu áður fyrr í röðum bændur til að kaupa vörur og kannski selja eitt- hvað líka. Allar götur fram eftir síðustu öld var Vaðnes þekkt og virt verslun. Í þessu ágæta gamla timburhúsi hefur að undanförnu verið skemmtistaðurinn Sirkus, þar er oft mikið fjör ekki síður en þegar bændur leiddu þar saman hesta sína og drukku hestaskálina áður en þeir lögðu með birgðir sínar á hættulega fjallvegi. Á Sirk- usi hafa líka margar „hestaskál- arnar“ verið drukknar áður en fólk heldur út á vegi höfuðborg- arinnar, sem eru ekki síður hættu- legir en fjallvegirnir gömlu. Fjöl- margir hafa fallið í hendur óaldarmönnum eða næstum orðið úti áður en þeir ná í leigubíl. Staðan í húsverndunarmálum í Reykjavík nú minnir helst á um- sátur um borgir í styrjöldum, þeg- ar barist er beinlínis hús úr húsi. Atgangur er orðinn slíkur að hann hefur borist út á hinn pólitíska vettvang svo manni verður hugsað til ástandsins í Frakklandi á dög- um borgarastyrjaldanna, þegar enginn gat verið óhultur um líf sitt og mörg höfuð voru skilin frá bolnum. Hver hefði trúað því að í húsa- verndunarmálum myndi í raun kristallast pólitísk barátta nú- tímans – þessu málefni sem í raun er þverpólitískt og ætti í raun að líta heildstætt á eins og mennta- málaráðherra sagði á dögunum. En aftur að Vaðnesi. Þetta er lítið og lágreist hús sem hefur hýst skemmtistað að undanförnu, sem fyrr kom fram – og er það ekki bara fínt? Húsið hefur fengið nýtt hlutverk sem það hefur skilað með sóma. Hitt er annað mál að það þarf að halda gömlum húsum vel við og svo þau geti skilað hlut- verki sínu, hvert sem það er á hverjum tíma. Það er nú svo að í einni borg fallast jafnan í faðma fortíð, nútíð og framtíð. Húsin standa þarna á sínum stað og vitna um það sem var og er. Hvert þeirra á sína sögu, – lítil og stór, úr timbri og eða steini. Um að gera er að leyfa sem fjölbreytilegastri húsagerð að eiga sinn tilverurétt. Varðveitum því Vaðnes eins og hugsjónamaðurinn vill og margir fleiri og helst án þess að til blóðs- úthellinga komi. Þó að stund sem einu sinni var komi aldrei aftur má minnast hennar og geyma hana á vissan hátt með varðveislu sögulegra minja. Og það koma alltaf nýjar og nýjar stundir. Hugsjónamaðurinn sem ég nefndi í upphafi minnti mig á að Sirkus hefði verið í miklu uppáhaldi hjá Björk Guðmunds- dóttur söngkonu. Sum hús eru varðveitt vegna byggingarsögulegs gildis en önnur vegna þess sem í þeim gerðist. Vaðnes uppfyllir bæði skilyrðin vegna aldurs og starfs sem í húsinu hefur verið. Ég styð heils hugar þá skoðun menntamálaráðherra að það þurfi að gera heildstæða áætlun um húsavernd. Það þyrfti að gera sem fyrst, áður en borgin verður víg- völlur í pólitískum æsingi af ýms- um toga sem fær útrás á þennan hátt í okkar niðurnjörvaða reglu- samfélagi sem við höfum komið okkur upp – í viðbót við það sem við erfðum frá Dönum. Það þarf ekki að leita langt í veraldarsög- unni til að sjá dæmi um ótrúlegan æsing vegna deilna um niðurrif húsa – nægir að nefna þar Krist- janíu í Kaupmannahöfn, svo ekki sé leitað langt aftur. Það má búast við miklum deilum um húsin við Laugaveginn og fleiri gömul hús, ekki aðeins um hvert þeirra skuli fá að standa heldur einnig um verðgildi þeirra. Þetta mál þarf því að skoða á víðsýnan og glögg- an hátt. Persónulega segi ég: „Gefum Vaðnesi og öðrum göml- um, sérstökum og sögufrægum húsum í borginni framhaldslíf og finnum þeim nýtt hlutverk – ef þau finna sér ekki slíkt hlutverk sjálf.“ Sirkus nútímans Hvað verður um Vaðnes? Guðrún Guðlaugsdóttir TANNVERNDARVIKA 2008 KYNNINGARFUNDUR 5. FEBRÚAR KL. 11.00 Í FRÆÐSLUSAL BARNASPÍTALA HRINGSINS VIÐ HRINGBRAUT Fræðslufundur verður á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Lýðheilsustöðvar í tilefni af útgáfu margmiðlunardisks með fræðsluefni um munnhirðu. Fræðslan er einkum ætluð starfsfólki á heilbrigðisstofnunum en einnig öllum öðrum sem vinna við að fræða um heilbrigða lífshætti. DAGSKRÁ 11:10 Ávarp - Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 11:15 Kynning fræðsluefnis - Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Miðstöð tannverndar og Lýðheilsustöð 11:30 Frumsýning fræðsluefnis 11:50 Umræður - fyrirspurnum svara tannlæknarnir Inga B. Árnadóttir, forseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri í Heilbrigðisráðuneytinu, og Hólmfríður Guðmundsdóttir 12.00 Fundarslit Fundarstjóri: Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar. Léttar veitingar í boði. Fundurinn er öllum opinn en að auki er með fjarfundarbúnaði hægt að fylgjast með honum hvar á landinu sem er. Þeir sem þess óska þurfa að hafa samband við bruarstjori@landspitali.is og gefa upp IP tölu fyrir hádegi mánudaginn 4. febrúar. Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2008. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til rannsóknartengds framhaldsnáms við háskóla eða á ábyrgð hans í sam- vinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skal tilhög- un þess uppfylla Viðmið um æðri menntun og prófgráður, sem menntamálaráðuneytið gefur út, en fer að öðru leyti eftir lögum um háskóla, nr. 63/2006, reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Við úthlutun 2008 miðast fjárhæð styrkja til doktorsnema að jafnaði við 250 þ.kr. á mánuði og fjárhæð styrkja til meistaranema við 200 þ.kr. á mánuði. Doktorsnemar geta sótt um styrk til allt að þriggja ára en meistaranemar geta sótt um styrk til vinnu að meistaraverkefni í allt að 12 mánuði. Rannsóknarverkefni skal að minnsta kosti vera 30 einingar. Við mat á umsóknum er vísindalegt gildi rannsóknarverkefnisins lagt til grundvallar, auk árangurs umsækjanda í námi og rannsóknum og virkni leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknarverkefnið lúta að íslensku viðfangs- efni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemand- ans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint. Leiðbeinendur og nemendur eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu Rannís: www.rannis.is. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Lyngdal Magnússon, sími 515 5818, netfang magnus@rannis.is. Umsóknir skal senda í tvíriti og á tölvutæku formi til Rannís merktar „Rannsóknarnámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir (miðað er við þrjá umsóknarfresti á ári: 14. mars, 14. ágúst og 14. nóvember). Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís. Rannsóknarnámssjóður Umsóknarfrestur er til 14. mars Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is KOMDU MEÐ TIL ...eyju hins eilífa vors páskaferð Eyja elskenda - Perla Atlantshafsins Madeira er talin meðal fegurstu eyja í heimi. Þar er mikil náttúrufegurð, góðir golfvellir og skemmtilegar gönguleiðir í fjöllunum í kring. Í boði eru skipulagðar skoðunarferðir. Nánari uppýsingar veitir Gestamóttakan í síma 551 1730, gestamottakan@gestamottakan.is og gestamottakan.is Fararstjóri er Jón Kristleifsson sem hefur verið fararstjóri á Madeira til fjölda ára og er staðháttum mjög vel kunnur. MADEIRA 16.-30. mars 20.-30. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.