Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 46
✝ Elín G. Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1915. Hún lést 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Jón- asdóttir, f. 30. mars 1895, d. 21. ágúst 1966 og Jón Sig- urðsson skipstjóri, f. 20. júlí 1888, d. 23. janúar 1973. Systk- ini hennar voru Viktoría, f. 1. júlí 1914, d. 29. desem- ber 1969, gift Snæbirni Kaldalóns, og Sigurður, f. 24. maí 1926, d. 12. maí 1934. Elín giftist 8. júní 1946 Höskuldi J. Ólafssyni, síðar skrifstofustjóra Landsbanka Íslands. Sonur Elínar og Gústafs E. Pálssonar er Sigurður, f. 20. júní febrúar 1971, maki Ingveldur Haf- dís Karlsdóttir, búsett í Kópavogi og Nökkva Má, f. 31. janúar 1972, maki Kristjana Jónsdóttir, f. 23. júní 1974, búsett í Grindavík. b) Hlynur, f. 29. desember 1953, kvæntur Ólöfu Ingibjörgu Ein- arsdóttur, f. 14. júlí 1956. Synir þeirra eru Höskuldur, f. 27. maí 1977, Ólafur, f. 23. október 1982 og Hlynur Davíð, f. 24. maí 1991. Þau eru öll búsett í Reykjavík. Elín á 7 barnabarnabörn. Elín ólst upp í Reykjavík. Eftir hefðbundna skólagöngu dvaldi hún nokkra mánuði í klaust- urskóla í Belgíu en hóf svo störf í Búnaðarbanka Íslands 1934 og var þá í hópi fyrstu 8 starfsmanna sem þangað réðust og vann þar með hléum fram til 1964. Elín var mjög virk í Bridgefélagi kvenna og síðar í Bridgefélagi aldraðra. Hún var í kvennalandsliði Íslands á Norðurlandamótum 1962 og 1964. Útför Elínar var gerð frá Dóm- kirkjunni 29. janúar. 1941. Hann ólst upp hjá móðurafa sínum og er skráður Jóns- son. Sigurður er kvæntur Valgerði Ingólfsdóttur, f. 17. nóvember 1942 og eiga þau dæturnar Jónínu Ósk, f. 10. maí 1967 og Sigríði Ósk, f. 2. febrúar 1972. Þau voru búsett í Lúxemborg og í Con- necticut og Flórída, nú síðast Chicago í Bandaríkjunum. Synir Elínar og Höskuldar eru tveir; a) Jón Ragnar, f. 31. mars 1947, kvæntur Jakobínu Ólafs- dóttur, f. 4. ágúst 1947, búsett í Reykjavík. Þau eiga þrjá syni, Ragnar Örn, f. 5.október 1966, maki Guðlaug Bjarnadóttir, búsett í Kópavogi, Starra Frey, f. 19. Elsku mamma, tengdamamma og amma okkar lést 92 ára, 22. janúar 2008, eftir hálfs árs dvöl á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Viljum við þakka starfsfólkinu góða að- hlynningu. Við eigum margar góðar minning- ar um Ellu og söknum hennar mikið. Kom hún til okkar erlendis á sumrin í rúmlega 35 ár, bæði til Lúxemborg- ar og Bandaríkjanna. Naut hún sér- staklega sólarinnar og gat legið endalaust í sólbaði. Við munum vel eftir henni í bleika bikiníinu, með sæta hattinn á höfðinu, og róman- blöðunum sem hún kom með frá Ís- landi, sem hún las úti í sólinni. Þegar við heimsóttum hana á Ís- landi, oftast á páskunum, bjuggum við hjá henni, stundum við þröngar aðstæður. Þegar við vorum öll hjá henni, ákvað hún að láta foreldrana hafa svefnherbergið sitt og vildi frekar sofa með stelpunum á dýnu á gólfinu inni í borðstofu. Kom ekki annað til mála og var það gaman fyr- ir stelpurnar. Var ótrúlegt hvað hún gat látið fara vel um sig á gólfinu. Á hverjum morgni, meðan foreldrarnir sváfu, var farið fram í eldhús að spila rommí, hún með Nescafé og stelp- urnar með súrmjólk, svona á ekta ís- lenskan hátt. Spiluðu þær í margar klukkustundir og var samkeppnin mikil og haldið nákvæmt bókhald. Svo í hádegismat bjó hún til uppá- haldsmatinn þeirra, Honig-spaghetti með Libby’s tómatsósu borðað á gamla gula og svarta matarstellinu hennar. Fyrst eftir að við fluttum til Con- necticut í Bandaríkjunum, hikaði hún við að koma vegna lengra flugs. En hún vandist því fljótt. Reyndar hjálpuðu stóru verslanirnar og góða veðrið að hvetja hana til að koma. Var hún ótrúlega dugleg að bjarga sér sjálf, þrátt fyrir háan aldur og takmarkaða tungumálakunnáttu. Meiri að segja þegar Siggi og Vaddý fluttu til Flórída og ferðalagið lengd- ist um helming, með millilendingu og heimsókn hjá Nínu í Washington í hvert skipti, var það ekkert vanda- mál. Þetta gat hún gert alveg þangað til hún varð 87 ára og var síðasta ferðin hennar árið 2002. Síðan höfum við ávallt heimsótt hana hér á Íslandi og var alltaf vinsælt að fara á kín- verskan veitingastað í kvöldmat eða fá kaffi og rjómatertu í Kringlunni. Siggý man alltaf eftir þegar hún síð- ast heimsótti hana fyrir tveimur ár- um og áttu þær góðar stundir sam- an. Fóru þær í kaffi og þótt Ella væri matgrönn gat hún klárað eina og hálfa tertusneið með sóma. Nína sá hana síðast á jólunum fyrir þremur árum, Siggi í júlí í fyrrasumar og Vaddý síðast í september sl. Elsku Ella, við kveðjum þig með djúpum söknuði. Hvíldu í friði. Sigurður, Valgerður, Jónína og Sigríður. Elín G. Jónsdóttir Elsku besta amma mín. Ég sakna þín mikið en ég veit að þú ert hjá guði núna og fylgist alltaf með mér og passar mig. Þín Sigurbjörg. HINSTA KVEÐJA ✝ SigurbjörgBjörnsdóttir (Stella) fæddist á Neðri-Þverá í Vest- urhópi í Vestur- Húnavatnssýslu 30. nóvember 1933. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Seljahlíð 15. janúar síðastliðinn. For- eldrar Sigurbjargar voru Árni Björn Jak- obsson, bóndi á Neðri-Þverá, f. 1. september 1889, d 30. júní 1938 og Jónína Bjarna- dóttir, húsfreyja á Neðri-Þverá, f. 25. september 1892, d. 18. júlí 1979. Systkini Sigurbjargar eru Lilja, f. 12.3.1921, d. 3.1.2003, Ágúst Bjarni, f. 8.9.1922, d. 24.10.1988, Jakob Bragi, f. 3.3.1929, Hreiðar, f. 18.11.1930, og Björn Skafti, f. 17.4.1936. Eiginmaður Sig- urbjargar er Sig- urgeir Þorkelsson, f. 24. febrúar1930. Dóttir þeirra er Nína Berglind, f. 12.12.1972, gift Björgvini Trausta Guðmundssyni, f. 22.2.1972. Börn þeirra eru Perla Ósk, f. 11.10.1993, Sigurbjörg, f. 4.12.1999 og Ásgeir Fannar, f. 19.4.2003. Árið 1965 hóf Sigurbjörg störf við Landsbanka Íslands og vann þar til ársins 1995. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Elsku mamma mín, það er svo margt sem kemur upp í hugann er ég hugsa til þín. Brosið, hláturinn, bjart- sýnin, hjálpsemin og endalaus já- kvæðni eru þau orð sem lýsa þér best. Það var alltaf stutt í brosið, al- veg fram á síðustu stundu. Nína! Fal- legt nafn, þú skírðir mig Nínu og snerir þar með á ömmu Jónínu, henni fannst nafnið Jónína ekki fallegt og gat ekki hugsað sér að eitthvert barnabarnanna yrði skírt því nafni, gott hjá þér. Ég skírði Sigurbjörgu dóttur mína nafninu þínu, af því mér þótti vænt um það, þú hafðir nefnt það við mig að ekkert barn ætti að bera svona langt og gamaldags nafn, þarna sneri ég á þig, líkt og þú gerðir með móður þína. Sigurbjörg dóttir mín er afskaplega stolt af nafninu sínu og vill ekki láta kalla sig Boggu eins og við eigum stundum til að kalla hana, hún leiðréttir fólk og segir stolt: „Ég heiti Sigurbjörg.“ Hins vegar veit ég að það gladdi þig mikið að eiga nöfnu, þú áttir það skilið. Það voru forréttindi mín er ég, fjölskylda mín, þú og pabbi keyptum okkur hús saman í Hálsaselinu. Þarna bjuggum við í sátt og samlyndi, og er ég ykkur pabba afskaplega þakklát fyrir að taka á móti Perlu Ósk og Sigur- björgu eftir skóla. Hvað er hægt að hugsa sér notalegra en að koma heim til ömmu og afa og fá gott bakkelsi hjá þeim og kúra svo inni í stofu hjá þeim þar sem þau hlýddu á heima- lesturinn hjá stelpunum sínum? Þetta er mér og stelpunum ómetan- legt. Þú varst afskaplega stolt af barnabörnunum þínum og hvattir þau áfram í námi og frístundum. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og allt- af tilbúin að rétta hjálparhönd ef eitt- hvað bjátaði á, það vantaði ekki hjá þér. Þú kenndir mér að standa mína plikt, mæta á réttum tíma í skóla og vinnu, að mæta á réttum tíma þýddi tíu mínútum fyrir, ekki mínútu seinna. Þú sagðir alltaf að ég myndi skilja það þegar ég eltist, það var rétt hjá þér. Reikningar skyldu borgaðir Sigurbjörg Björnsdóttir (Stella) helst fyrir gjalddaga og að eiga þyrfti fyrir þeim hlutum sem keyptir væru. Það sem þú sýndir mér fram á voru þau gildi sem þarf til þess að þrosk- ast og verða að heiðarlegri mann- eskju með góð lífsviðhorf. Ég ætla að efna loforðið sem þú tókst af mér skömmu fyrir andlátið, og fara til Sorrento og Capri. Þetta voru staðir minninga þinna og hlakka ég til að fara á þessa staði og ég veit að þú verður með mér, dansandi og bros- andi. Ég, pabbi og fjölskylda mín munum ylja okkur um hjartarætur við þær góðu minningar sem við eig- um um þig. Ég, Björgvin og krakkarnir mun- um halda vel utan um pabba sem var þinn besti vinur og lífsförunautur. Þú varst mér einstök móðir og þín er sárt saknað. Hvíl í friði. Þín elskandi dóttir Nína Berglind. Elsku amma mín. Það er erfitt fyrir mig að trúa að þú sért farin frá mér. Ég veit að þér líð- ur betur núna en síðustu vikuna þína. Ég veit að þú verður alltaf við hliðina á mér og passar mig og fjölskylduna og heldur áfram að styðja mig í skól- anum og fimleikunum. Ég man þegar þú hringdir niður í ríkissjónvarp og skammaðir þá fyrir að sýna lítið frá fimleikunum, gott hjá þér. Alltaf þegar ég kvaddi þig eftir að ég var búin að vera hjá þér fékk ég tíu kossa frá þér. Manstu, við töldum þá alltaf saman og hlógum mikið. Ég mun aldrei gleyma þér og mun biðja fyrir þér alla tíð, elsku amma mín. Tíu kossar til þín frá mér. Þín Perla Ósk. 46 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð við andlát og útför HELGU GUNNARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til líknardeildar Landspítala Landakotspítala. Gunnar Finnsson, Björg Elín Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, SIGURÐAR B. GUÐBRANDSSONAR, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi fyrir einstaka umönnun og umhyggju síðustu ár. Guð blessi ykkur öll. Ásta Sigurðardóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Sigríður Helga Sigurðardóttir, barnabörn og langafabörn. Vinur okkar Gunnar Sigurðsson er látinn. Hann var yngstur fimm bræðra sem ólust upp í Holtaseli á Mýrum í A-Skaftafells- sýslu. Hann var verkhæfur vel og vandvirkur, hagur á tré og járn en stundaði þó mest röralagnir og járn- smíði þegar fram liðu á stundir. Við kynntumst Gunnari fyrst í Kópavoginum laust eftir seinni heim- styrjöld, eða 1950, en þá fluttist fjöldi manns til Reykjavíkur utan af lands- byggðinni. Erfitt var að fá lóð í Reykjavík á þessum tíma þótt eftir væri leitað. Gunnar fékk því lóð við Gunnar Guðni Sigurðsson ✝ Gunnar GuðniSigurðsson fædd- ist í Holtaseli á Mýr- um í A-Skaftafells- sýslu 1. janúar 1928. Hann lést á Vífils- stöðum 17. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 28. desember. Kópavogsbrautina og reisti sér þar hús, af miklum vanefnum eins og svo margir í þá daga. Húsið var að mestu byggt úr kassa- fjölum og hjálpuðumst við að múra það að ut- an sem innan. Gunnar var alltaf sami góði drengurinn, boðinn og búinn til að hjálpa öðr- um þegar með þurfti. Megi hann hvíla í friði. Kveðjum við þennan vin okkar með vísu Stephans G. Stephanssonar: – Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Eiginkonu hans, Sveinbjörgu Guð- mundsdóttur, og börnum þeirra þremur vottum við samúð og biðjum þeim guðs blessunar. Kveðja, Þorsteinn Sigurðsson og fjölskylda ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN DAGBJÖRT BJÖRNSDÓTTIR, lést á Hjúkrnunarheimilinu Eir laugardaginn 2. febrúar. Jarðaförin auglýst síðar. Ingibjörg Valdimarsdóttir, Guðmundur Skúli Bragason, Margrét Valdimarsdóttir, Pétur Jónsson, Valur Leonhard Valdimarsson, Kristín Magnea Eggertsdóttir, Héðinn Valdimarsson, Margrét Sigurgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.