Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 30
söngur 30 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ H ann er bestur! Þetta hef ég reynt að segja ykkur í meira en tuttugu ár!“ Þetta sagði Jónas Ingimund- arson píanóleikari við mig með hálfgerðum þjósti þar sem við hitt- umst í hléi eftir flutning annars þáttar óp- erunnar Tristans og Ísoldar eftir Richard Wag- ner í flutningi Los Angeles-óperunnar nú í janúar. Þar átti hann við Kristin Sigmundsson sem um þessar mundir fer með hlutverk Mar- kes konungs í fyrrnefndri uppfærslu. Ég hafði leyft mér að hafa á orði hversu hrifin ég væri af frammistöðu hans í sýningunni og ekki stóð á viðbrögðum hjá Jónasi þar sem hann hálf- partinn sneypti mig og hér með lesendur Morg- unblaðsins fyrir að hafa ekki veitt þessum ein- staka listamanni tilskilda athygli í gegnum árin. Og það er svo sem ekki alveg út í bláinn því tæpast verður sagt að í tímans rás hafi farið mikið fyrir Kristni Sigmundssyni í íslenskum fjölmiðlum. Kristinn er hógvær maður vægast sagt og að því er virðist lítið fyrir að básúna eigið ágæti. Þrátt fyrir það er hann líkast til sá óperusöngv- ari íslenskur sem hefur náð hvað mestum frama á erlendri grundu. Hann hefur í ríflega nítján ár sungið í öllum helstu óperuhúsum heims og stendur nú á hátindi ferils síns. Kristinn hefur ákaflega breitt svið sem söngvari og hlutverkaskrá hans er viðamikil. Það er á fárra færi að hafa á valdi sínu svo ólík hlutverk sem raun ber vitni. Ég hitti Kristin að sýningu lokinni á veitinga- húsi í grennd við óperuna. Kristinn tekur mér ákaflega elskulega og við tökum tal saman. Stórsöngvarinn er skemmtilegur maður með mikla útgeislun og tekur misvitrum spurn- ingum blaðamanns öllum jafn vel. Snillingurinn Wagner Kristinn er enginn nýgræðingur þegar kem- ur að Wagner og því leikur mér forvitni á að vita hvernig það atvikaðist að hann fann Wagner eða þeir hvor annan. „Ég söng minn fyrsta Wagner í Wiesbaden í Þýskalandi. Ég var ráðinn þar 1989-94 og fram að þeim tíma vissi ég eiginlega lítið hvað Wag- ner var. Ég var svona eins og kannski fleiri með hálfgerða fordóma gagnvart Wagner. Verkin hans máttu þola neikvæða gagnrýni eftir heimsstyrjöldina síðari og langt fram eftir síðustu öld. Það var bara eins og það væri nán- ast blótsyrði að nefna hann á nafn. En svo var ég ráðinn í að syngja í Meistara- söngvurunum í Wiesbaden og það var eiginlega byrjunin. Hann er náttúrlega snillingur mað- urinn,“ segir Kristinn og brosir breitt. Wagnerhátíðir eins og sú í Bayreuth í Þýska- landi laða til sín ár hvert Wagneraðdáendur sem þangað flykkjast til að horfa á nýjar upp- setningar á óperum hans. Þetta eru nánast eins og trúarbrögð fyrir mörgum og því rétt að spyrja fagmanninn Kristin hvert aðdráttarafl Wagners sé? „Hvað mig snertir þá er það þessi mikla teng- ing milli texta og tónlistar. Hún er ofboðslega stór þáttur í verkum hans. Wagner samdi alla textana sjálfur og verkin hans mynda því dramatíska heild. Og allt sem hann gerir í tón- listinni þjónar leikhúsinu og textanum.“ – Wagner hefur þá jafnframt því að vera tón- skáld og textahöfundur hugsað eins og leik- stjóri? Kristinn svarar því játandi og bætir við: „Hann meira að segja skrifar inn leikstjórn- arnótur, ekki bara hvað túlkun varðar heldur jafnvel hvar viðkomandi skuli koma inn á svið og þar fram eftir götunum.“ Kristinn dregur upp úr pússi sínu handritið að óperunni sem á í hlut til að sýna fram á ná- kvæmni tónskáldsins. Í handritinu má víða sjá athugasemdir um ýmislegt sem viðkemur svið- setningu verksins, jafnvel hvað útlit og leik- mynd sýningarinnar snertir. Kristinn er fagmaður fram í fingurgóma og það er augljóst hversu ýtarlega hann hefur stúderað Wagner og þau hlutverk sem hann hefur sungið eftir hann. Kristinn hugsar eins og góður leikari. Treyst- ir ekki bara á innsæið og tilfinninguna heldur rannsakar hlutverk sín til hlítar. Kristinn veltir fyrir sér hliðstæðum í bókmenntasögunni til að kynnast betur persónunum sem hann leikur og til að geta fyllt túlkun sína. Viðar að sér ítarefni í því augnamiði að gera persónur þær er hann skapar á sviðinu sem heilsteyptastar. Tristan – trist afreksmaður Sýning LA-óperunnar á Tristan og Ísold var fyrst sett upp fyrir tuttugu árum og ber það með sér. Sviðsetninguna annast að þessu sinni John Steingraber sem einnig setti sýninguna upp í San Francisco-óperunni nú fyrir stuttu. Kristinn fór einnig með hlutverk Markes konungs þar í borg. Leikmyndin er eftir hinn heimsfræga listamann David Hockney og hann hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að nú loks- ins finnist honum leikmynd sín njóta sann- mælis, hvað varðar lýsingu og meðferð alla. Ekki skulu þau orð dregin í efa, enda er leik- myndin tilkomumikil og litrík en söngvurunum afar erfið og ekki með öllu heiglum hent að gera sig heimakominn í slíku listaverki. Sviðspallurinn er í miklum halla og átti Tristan í nokkru basli með að fóta sig á honum. Það varð eiginlega svolítið vandræðalegt í þriðja þætti þar sem Tristan heyr dauðastríð sitt og maður hafði af því þungar áhyggjur að sá ástsjúki ylti hrein- lega fram af sviðinu og í kjöltu einhvers hljóð- færaleikarans. Ekki bætti úr skák að hinn frá- bæri tenór John Treleaven er ekki sérlega glúrinn leikari og átti því yfirhöfuð erfiðara um vik en aðrir að fóta sig í hlutverk sínu. Það ber að taka fram að John Treleaven er einn eftirsóttasti hetjutenór vorra tíma og hefur farið með hlutverk Tristans í öllum helstu óperuhúsum heims. Í inngangsorðum Placidos Domingos, sem stýrir LA-óperunni nú, segir eftirfarandi í leik- skrá: „Ekki er hægt að ætlast til að sá sem syngur hlutverk Tristans hafi allt til að bera. Svo erfitt er hlutverkið sönglega að það krefst allrar orku söngvarans.“ Það er ekki fráleitt að maður fái á tilfinn- inguna að óperustjórinn sé öðrum þræði að biðja áhorfendur að taka viljann fyrir verkið hvað leik Tristans varðar því best er að njóta flutnings hans með eyrun sperrt og augun aftur. Kristinn kemur mótleikara sínum til varnar þar sem við skeggræðum uppfærsluna. „Ég dáist að samleikara mínum sem syngur Tristan. Þetta hlutverk er ósyngjandi og söng- urinn hjá honum bara batnar og batnar eftir því sem líður á sýninguna! Algjört afrek!“ Hlutverk Ísoldar var í höndum bandarísku sópransöngkonunnar Lindu Watson sem þykir ein besta Wagnersöngkona sem fram hefur komið á síðari árum. Söngur hennar var áhrifa- ríkur en ég vil nú kenna mótleikara hennar of- urlítið um hversu leik hennar var ábótavant. Það er vandkvæðum bundið að leika hlutverk Ísoldar á móti þeim Tristan sem hún mætti á sviðinu. Leikandi söngvari – syngjandi leikari Ég verð að spyrja Kristin um álit hans á sýn- ingunni og hann viðurkennir að sér hafi því mið- ur fundist leikstjórnin í hálfgerðu skötulíki. Sýningin hafi hreinlega ekki verið unnin til hlít- ar. Það má til sanns vegar færa, því maður ósk- ar þess á köflum að vera frekar staddur á kons- ertuppfærslu en að horfa á marga söngvarana svona hálf-leika og varla það. En það var annað upp á teningnum hvað leik Kristins snertir og því rétt að spyrja hann út í hlutverkið. „Þetta er mjög safaríkt hlutverk. Niður- lægður kóngur sem í þokkabót hefur verið svik- inn af kjörsyni sínum. Viðfangsefni óperunnar Tristans og Ísoldar minnir um margt á óperu Verdis Don Carlos ef grannt er skoðað. Og ým- islegt er í hlutverkunum í þessum tveimur óp- erum sem kallast á. Marke konungur er draumahlutverk, textinn magnaður og tónlistin gjörsamlega tætir mann í sundur.“ Það var kærkomið að sjá Kristin stíga á svið í hlutverki konungsins í lok fyrsta þáttar. Ekki syngur hann tón í þeim þætti en nærvera hans var slík að áhorfendur fóru fram í fyrsta hléi fullir óþreyju að fá að heyra hvað konungur hefði fram að færa. Sessunautur minn hafði á orði við mig: „Jæja, loksins kom einhver sem hefur eitthvert erindi á svið.“ Kristinn er glæsilegur á sviðinu og auðvitað höfðinu hærri en allir samleikarar hans, sem kemur síst að sök þegar um hutverk sem þetta er að ræða. Það var augljóst að þar var kominn leikari enda átti hann eftir að sanna það í öðrum þætti þar sem hann túlkaði dásamlega aríu hins kokkálaða konungs. Túlkun Kristins var innileg og söngurinn ákaflega blæbrigðaríkur. Röddin er ástríðufull og lét engan ósnortinn. Enda uppskar hann mikið lófatak í lok sýningarinnar. Kristinn segir leiklistina vera að sínum dómi alveg jafn mikilvæga og tónlistina þegar kemur að óperuuppfærslum. Óperur séu leikhús og þar þurfi allir þættir að haldast í hendur ef vel á að vera, að öðrum kosti sé allt unnið fyrir gýg. Hann bætir við að stundum fái hann tækifæri til að vinna með frábærum leikstjórum og þá sé virkilega gaman. Við Kristinn höldum áfram að ræða um leiklistina. „Ég var svo heppinn að komast í nám hjá John Bullock, föður leikkonunnar Söndru Bul- lock, og hann notar aðferðir Stanislavskís við kennsluna. Hann er ekki síðri leiklistarkennari en söngkennari. John sagði við mig: „Kristinn, þú syngur ekki einn einasta tón án þess að það sé tilfinning á bak við það.“ Ég sótti tíma hjá honum um alllangt skeið og hann hafði það fyrir vana að snúa sér út í horn með bakið í mig og hlusta á mig syngja. Ef hon- um fannst túlkunin hol eða innantóm átti hann til að stoppa mig af með því að freta á mig. Paul sagði ennfremur við mig að söngur væri tilfinningatúlkun á hæsta stigi og að skyldur mínar sem söngvara væru þær að láta aldrei glepjast til að syngja án fullrar innistæðu. Hann hreinlega bannaði mér að syngja öðruvísi. Það er ekki síst þetta uppeldi hjá honum sem ég hef haft að leiðarljósi æ síðan.“ Málamiðlanir verða aldrei sannfærandi Það er af mörgu að taka þegar maður skoðar feril Kristins og erfitt að velja eitt fremur en annað til að ræða um og því afræð ég að spyrja hann hvernig honum finnist ferill hans hafa þróast á þessum tæplega tuttugu árum þar sem hann hefur haft atvinnu af því að syngja um all- an heim. Kristinn segir: „Þótt konungurinn Marke sé frekar lítið hlutverk miðað við Wagner þá eru hlutverkin sem mér bjóðast núorðið alltaf að stækka og verða veigameiri. Til dæmis hef ég nýverið sungið hlutverk Gurnemanz í óperunni Parsifal eftir Wagner og það er eitt stærsta bassahlutverk sem hefur verið samið. Þar til dæmis syng ég einn í fyrsta þættinum í fjörutíu mínútur stanslaust,“ segir Kristinn og hlær dátt. Kristinn segir að öll þau vinasambönd sem hann hefur myndað á und- anförnum árum í tengslum við fagið hafi líka mikið að segja um lánsemi hans í starfi. „Ég hef átt því láni að fagna að eignast gott samstarfsfólk og til dæmis hef ég oft áður unnið með stjórnandanum hér, James Conlon, og okk- ur hefur orðið vel til vina. Hann var til dæmis stjórnandi við Parísar- óperuna allan þann tíma sem ég var þar. Það er ekki síst fyrir hans sakir sem mér Farfuglinn Kristinn Kristinn Sigmundsson söngv- ari er víðförull í óperuheim- inum og kemur um þessar mundir fram í Tristan og Ís- old eftir Wagner í Los Angel- es-óperunni. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ræddi við söngvarann. Friðþjófur Helgason Óperuformið flókið Kristinn Sigmundsson hefur komið fram í öllum helstu óperuhúsum heims: „Óperuformið er nefnilega flóknara en venjulegt leikhús því þarna eru tveir stjórnendur sem eiga strangt til tekið að vera jafnréttháir en ef þessir aðilar eru ósammála, þá getur verið vont að vera söngvari. Málamiðlanir í túlkun á sviði verða aldrei ásættanlegar eða sannfærandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.