Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 4
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is HINN þekkti lögfræðingur og pró- fessor í refsirétti við Harvard- háskóla, Alan Derschowitz, kemur hingað til lands í byrjun apríl til að halda námskeið í Skálholti á veg- um Skálholts- skóla fyrir lög- menn og dómara. Mun hann við sama tækifæri halda opinn fyrirlestur á Hilton hótel Reykjavík á veg- um Lögmanna- félags Íslands. Það verður auglýst nánar síðar. Eru laganemar há- skólanna á Íslandi sérstaklega hvattir til að hlýða á fyrirlesturinn. Samson eignarhaldsfélag er fjár- hagslegur bakhjarl að heimsókn- inni. Allt milli himins og jarðar Derschowitz er m.a. þekktur fyrir vandaða kennslu og að koma með beinum eða óbeinum hætti að vörnum þekktra manna í Banda- ríkjunum á borð við O.J. Simpson og Mike Tyson, í dómsmálum sem hlutu gríðarlega athygli almenn- ings. Gaf hann út bókina Reason- able Doubts um mál Simpsons ný- verið. Derschowitz lætur sér hins veg- ar fátt mannlegt óviðkomandi og hefur m.a. látið til sín taka í mál- efnum Ísraels og Palestínu og hef- ur skrifað fjölmargar kennslubæk- ur í sínu fagi. Þá skrifaði hann árið 2000 bók um morðmál Gamla testamentisins svo dæmi sé tekið. Bókin heitir á frummálinu Genesis of Justice. 10 Stories of Injustice That led to the Ten Comm- andments and Modern Morality and Law. Sú bók vakti einmitt áhuga Kristins Ólasonar, rektors Skálholtsskóla, á manninum og setti hann sig í samband við hann og bauð honum í kjölfarið að koma hingað til lands. „Ég kynntist bókum hans þegar ég kenndi við guðfræðideildina í háskólanum í Freiburg í Þýska- landi,“ segir Kristinn. „Hann hafði þá gefið út bók um morðmál í Gamla testamentinu sem vakti mikla athygli, ekki síst meðal guð- fræðinga og lögfræðinga.“ Kristinn segir bókina hafa verið mjög áhugaverða og setti hann sig því í samband við höfundinn, Derscho- witz, og skrifuðust þeir á. „Í fyrra spurði ég hann svo hvort hann vildi koma til Íslands og hann var ákaflega áhugasamur um það.“ Derschowitz er prófessor í refsi- rétti við Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum og telur Kristinn engan vafa leika á því að koma hans hingað muni vekja mikinn áhuga lögmanna. „Hann er einn frægasti verjandi Bandaríkjanna og hefur komið þar að mjög stórum og um- töluðum málum.“ Auk Simpsons og Tysonss var Derschowitz verjandi Claus von Bülow. Sá var sakaður um að reyna að myrða eiginkonu sína með of stórum skammti af Verjandi O.J. Simpson með námskeið á Íslandi Árvakur/Brynjar Gauti Skálholt Alan Derschowitz verður með námskeið í Skálholti fyr- ir verjendur og dómara og heldur opinn fyrirlestur í Reykjavík. Þekktur Alan Derschowitz er frægur verjandi og lætur til sín taka í umræðu um umdeild mál. Kristinn Ólason insúlíni árið 1980. Von Bülow var sakfelldur í undirrétti en áfrýjaði dómnum og þá kom Derschowitz til skjalanna. Var dómi undirréttar snúið við og von Bülow sýknaður. Um þetta umtalaða dómsmál var síðan gerð kvikmynd. Gagnrýnir trúarofstæki „Derschowitz er duglegur við að tala um skoðanir sínar og fjalla um samfélagsleg mál, til dæmis deilur Ísraela og Palestínumanna,“ segir Kristinn. „Hann hefur gagnrýnt mjög mikið það sem hann kallar trúarofstæki og hefur m.a. gagn- rýnt Bush-stjórnina fyrir að hafa kynt undir ofstækissjónarmiðum.“ Kristinn segir Derschowitz um- deildan, sérstaklega vegna þeirra umtöluðu mála sem hann hafi tekið að sér vestanhafs. „Hann leggur mjög mikla áherslu á réttindi sak- borninga og hefur verið harður málsvari þeirra. Hann hefur ósjaldan gefið mál, ekki tekið krónu fyrir, í þeim tilgangi að tryggja að ekki sé brotið á rétt- indum sakborninga.“ Kristinn segir mikinn feng í því að fá Derschowitz hingað til lands. „Ég myndi segja að þetta væri sögulegur atburður og mjög spennandi fyrir íslenska lögfræði að fá hann hingað.“ „DERSCHOWITZ er talinn með þekktari lögfræðingum í Bandaríkjunum,“ segir Róbert Ragnar Spanó, starf- andi deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands, og vís- ar m.a. til þátttöku hans í vörnum O.J. Simpsons. Hann hafi því talsvert mikla vigt sem lögmaður þar í landi. „Hann er auk þess þekktur sem mjög góður og líflegur kennari og hefur einnig skrifað um málefni sem ekki endilega tengjast lögfræði,“ segir Róbert. „Hann er til dæmis þekktur fyrir skrif sín um tengsl lögfræði og trúarbragða.“ Derschowitz varð prófessor aðeins 28 ára gamall og varð þar með yngsti prófessor við lagadeild Harvard frá upphafi. „Hann var aðstoðarmaður við Hæstarétt Bandaríkjanna á yngri árum, sem þyk- ir mjög eftirsótt þar í landi, aðeins þeir bestu komast í það.“ Róbert segist spenntur að fá Derschowitz hingað til lands. „Það verður sérstaklega gaman að heyra um reynslu hans af bandarísku réttarkerfi. Fyrir þá sem hafa áhuga á lögfræði og tengdum málefnum, samfélags- legum málefnum sem tengjast þróun réttarkerfisins og tengslum verald- legra málefna og trúarlegra hefur hann örugglega talsvert mikið fram að færa.“ Þekktur reynslubolti Róbert Spanó 4 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tóbaks- varnalög verði virt HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ sendi sl. föstudag bréf til eftirlits- stjórnvalda þar sem því er beint til þeirra að bregðast við brotum á tób- aksvarnalögum í samræmi við heim- ildir sínar að lögum. Ráðuneytið bein- ir því sérstaklega til vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðisnefnda sveitar- félaga að þau tilkynni lögreglu öll brot sem vart verður við. Algjört reykingabann Í bréfi til heilbrigðisnefnda sveitar- félaga, Vinnueftirlitsins, Flugmála- stjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnun- ar og Lýðheilsustöðvar er greint frá því hvernig eftirliti með framkvæmd tóbaksvarnalaga er háttað og hvaða eftirlits- og þvingunarúrræði séu fyr- ir hendi sé brotið gegn ákvæðum 3. kafla tóbaksvarnalaga, um takmark- anir á tóbaksreykingum. Bent er á að algjört reykingabann sé í húsakynn- um sem almenningur hafi aðgang að. Þetta eigi jafnt við um húsakynni stofnana, félagasamtaka og fyrir- tækja, þar á meðal veitinga- og skemmtistaði. ♦♦♦ SAMKOMULAG náðist um myndun nýrrar landstjórnar í Færeyjum í gærmorgun. Þrír flokkar, jafnaðar- menn, Þjóðveldisflokkurinn og Mið- flokkurinn, mynda stjórnina. Viðræðurnar um stjórnarmynd- unina höfðu dregist á langinn, meðal annars vegna deilu um hversu marg- ir ættu að fá sæti í landstjórninni og um skiptingu embætta. Flokkarnir komust að lokum að þeirri niðurstöðu að landstjórnin yrði skipuð alls átta mönnum. Fjórir þeirra verða úr Þjóðveldisflokknum, einn úr Miðflokknum en jafnaðar- menn fá þrjú embættanna, meðal annars embætti lögmanns Færeyja eða forsætisráðherra. Þjóðveldis- flokkurinn fær einnig embætti for- seta lögþingsins. Samið á síðustu stundu Miðflokkurinn hafði krafist þess að landstjórnin yrði aðeins skipuð sex mönnum. Viðræðunum var slitið um klukkan fjögur aðfaranótt laug- ardags vegna deilunnar og útlit var fyrir að viðræðurnar hefðu farið út um þúfur en samkomulag náðist þó á síðustu stundu áður en lögþingið var sett í gærmorgun. Gert er ráð fyrir því að Jóannes Eidesgaard, leiðtogi jafnaðarmanna, verði lögmaður Færeyja. Flokkarnir þrír fengu 17 sæti af 33 á færeyska lögþinginu í kosningum 19. janúar. Þjóðveldisflokkurinn er stærstur, með átta þingmenn, jafnaðarmenn sex og Miðflokkurinn þrjá. Þjóðveldisflokkurinn er undir for- ystu Høgna Hoydal, vill fullt sjálf- stæði Færeyja og hefur boðað að- skilnað frá Dönum í nokkrum, hröðum skrefum. Eidesgaard hefur síðustu árin far- ið fyrir landstjórninni. Jafnaðar- menn voru í stjórn með Sam- bandsflokknum og Þjóðarflokknum fyrir kosningarnar en ekki tókst að halda því samstarfi áfram þótt land- stjórnin héldi meirihlutanum á lög- þinginu. Þrír flokkar mynda stjórn í Færeyjum FYRRVERANDI starfsmaður nor- rænu vopnahléseftirlitssveitanna (SLMM) á Srí Lanka hefur fengið pólitískt hæli hér á landi. Magnús M. Norðdahl, deildar- stjóri lögfræðideildar ASÍ, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Maðurinn var bílstjóri og túlkur Magnúsar þegar hann starfaði á Srí Lanka hjá SLMM árið 2004. Maðurinn kom til landsins árið 2006 til að vinna á Kárahnjúkum. Þegar atvinnuleyfi hans rann út fór hann til Noregs og sótti þar um hæli en honum var vísað til Íslands sam- kvæmt ákvæði flóttamannasamn- ings Sameinuðu þjóðanna um að menn eigi að sækja um hæli í því landi sem þeir koma fyrst til. Hæl- isumsókn hans hér á landi var sam- þykkt 15. janúar, að sögn Magnúsar. Er þetta í annað skipti sem manni er veitt pólitískt hæli á Íslandi frá því að flóttamannasamningurinn tók gildi árið 1951. Maður frá Afríku fékk pólitískt hæli hér á landi 1999. Fékk hæli á Íslandi ♦♦♦ „ÞAÐ er kominn tími á virka sam- keppni á farsímamarkaði,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptafyrir- tækisins Nova, sem hefur ákveð- ið að bjóða not- endum 3G-far- síma fría notkun að andvirði 1.000 kr. á mánuði í eitt ár ef þeir koma í viðskipti til Nova. Öllum sem kaupa sér nýjan 3G-farsíma hjá Nova býðst að nota símann endurgjaldslaust fyr- ir 2.000 kr. á mánuði þegar gengið er til liðs við Nova. Nova hyggst bjóða nýjum við- skiptavinum, sem eiga 3G-síma, fría notkun upp að 1.000 kr. á mánuði í eitt ár flytji þeir númerið sitt yfir til Nova. Fyrir þá sem ekki eiga 3G- síma en vilja koma í viðskipti til Nova fylgir nú frí notkun upp að 2.000 kr. á mánuði í eitt ár. Að sögn Nova greið- ir notandi 3G-farsíma 12.000-24.000 kr. minna fyrir farsímanotkun á ári með því að flytja viðskiptin. „Tími á virka sam- keppni“ 3G-farsími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.