Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 24
lífshlaup 24 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ sem ég gerði 1980, frá öldunga- deild skólans – náttúrusviði. Í menntaskólanum tók ég nám- skeið sem olli straumhvörfum í lífi mínu. Ég tók sem valfag kúrs í myndlist – það var algjör tilviljun, ég ætlaði í eitthvað allt annað en þar var ekki pláss. Ég varð svo hrifin að ég sótti um Myndlista- og handíðaskólann og fór að gera ljósmyndaverk til að senda inn. Ég bjóst ekki við að komast inn – en ég komst inn. Mér fannst gaman að vinna við þetta, gott að vera ein að dútla við þessi verkefni. Ég flutti til Reykjavíkur og tveimur árum seinna skildum við ég og maðurinn minn. Þannig var að meðan ég enn var við nám í myndlistarskólanum gerði ég námshlé og fór til Am- eríku í ljósmyndaskóla rétt við landamæri Kanada. Ég fór um haustið en eftir jólin fór ég til New York og fékk vinnupláss á verkstæði, ég komst þangað eftir auglýsingu. Þetta var vel tækjum búið verkstæði og mjög gaman var að vinna þar við grafíkina, sem ég var mjög heilluð af. Þarna úti byrjaði ég að búa til bókverk, hluti af þeim er nú á sýningunni í Suðsuðvestur í Keflavík. Ég hef gert fjölmörg bókverk, þau eru nú talin nokkuð sérstök. Sum eru með texta, önnur ekki – þar tala bara myndirnar. Þetta er fyrsta sýningin á bókverkum mínum. Jæja, eftir vinnuna í New York fór ég heim og lauk námi í Mynd- lista- og handíðaskólanum. Að þessu loknu ákvað ég að fara í akademíuna í Amsterdam, þá var ég sextug.“ – Var ekki erfitt að gjörbreyta svona lífi sínu? „Nei, það eina sem var sárt var að þegar ég kom heim frá Am- eríku var maðurinn minn tekinn saman við aðra konu og sagði mér ekki satt. Hann hefði getað sagt mér eins og var þegar ég spurði. Við seldum eignir okkar í Hveragerði og ég fékk lítið, gam- alt og skemmtilegt hús hér á Lindargötunni en hann fékk íbúð. Hingað í þetta nýja fjölbýlishús hér við Klapparstíg flutti ég fyrir sjö árum.“ – Þig hefur sem sagt ekki dreymt um að verða myndlist- armaður – það bara gerðist? „Ég bjóst í það minnsta alls ekki við að komast inn í Rík- isakademíuna í Amsterdam. Vinur minn skrifaði mér og sagði mér að sækja um og ég gerði það. Í akademíu í Amsterdam Sá sem þá var fyrir akademí- unni var mikill Íslandsvinur, Peter Holstein. Ég sýndi honum það sem ég hafði gert og það sem ég hefði gert í Ameríku og hann tók mig inn strax. Það var spennandi að vera í Hollandi. Ég lauk nám- inu og þar vann ég aðallega með tréristur. Þá skar ég út í tré og Ung Þarna er Ragna árið 1945, rétt um það leyti sem hún kynntist tilvon- andi eiginmanni. Garðyrkjukonan Ragna 1962, rétt áður en hún eignaðist börnin sín þrjú, stelpu og tvo stráka. Listamaðurinn Ragna 1984, um það leyti sem hún var í Hollandi Hvað varð um allan upp-ganginn? Hvert fóru all-ir þessir milljarðar?Það er ekki skrýtið þótt fólk velti þessu fyrir sér í ljósi nýlegrarþróunar á hinum gull- bryddaða verðbréfamarkaði. Það hefur verið nokkuð athygl- isvert að fylgjast með ferðum einkaþotuliðsins á síðustu vikum. Þeir sem í október svifu svo hátt að það rétt grillti í þá bakaða sjóðheit- um hágengisgeislum fjármagnssól- arinnar hafa upp á síðkastið skreiðst naumlega yfir húsþökin á Skólavörðuholtinu, belgsíðir og sveittir á leið til magalendingar inn- an um sinustráin í snjónum í Vatns- mýrinni. Þeir sem sjálfir skinu eins og tví- fættar sólir og ólguðu af sjálfs- trausti og bjartsýni á hvað sem fyrir varð, vaða nú í vindaskýjum um langa ganga og bíða eftir yfirlýs- ingum frá útlöndum um betri tíð og blóm í fjárhaga. Vísitalan er bara dapurlegt minnismerki um sjálfa sig. Hvernig gátu svona pottþéttir menn brotlent svona harkalega í veruleikanum? Svarið er auðvitað það að þetta er allt spurning um trú. Það gleymist jafnan þegar fjallað er um hlutabréfamarkað að í innsta eðli sínu er hann byggður á sama grunni og trúarbrögð, þ.e. þörf mannsins fyrir trú á eitthvað sem er máttugra en hann sjálfur og getur stytt honum leið til hamingju og friðar. Það eru engin haldbær raun- vísindi til sem geta reiknað út gengi hlutabréfa til lengri tíma. Það er mun auðveldara með nú- tímatækni að spá fyrir um veður heldur en virði. Þetta eru einfaldlega trúarbrögð og hagfræðingar og verðbréfamiðl- arar eru spámenn samtímans. Rétt eins og í fyrndinni fórna menn eig- um sínum til guðanna og talsmanna þeirra og hlýða hugfangnir á spá- sagnirnar, þar til þær stangast á við veruleikann og veðköllin glymja í eyrum. En spámennirnir hafa ávallt nóg að bíta og brenna. Í þessu samhengi er eðlilegt að rifja það upp að sjálft lykilorðið í hlutabréfaviðskiptum, hið al- þjóðlega orð yfir fjárfestingu, „in- vestment“, á sér trúarlegan upp- runa, þótt það hljómi nú ekki þannig innan um gengistölur, sérsaumuð föt og tólf milljóna jeppa. „Vestis“ er latneskt orð yfir klæði og „investire“ merkir að klæða eða íklæða. Enska orðið „vest- ment“ er auðvitað af þessum meiði og notað um trúarleg helgiklæði kirkjunnar þjóna. Upprunaleg merking orðanna „in vestment“ er því helgiklæddur, eða helgiskrýdd- ur. Á tímum Rómaveldis var það sem hofprestar sögðu „in vestis“ talið guðsorð. Þeir voru skrýddir guðdómnum og því fulltrúar hans þegar þeir mæltu fram spásögnina sem goðið sjálft hafði lagt þeim í munn. Á þroskuðum hlutabréfamörk- uðum vita menn þetta og eru ekki ginnkeyptir fyrir endalausum fag- urgala. Hér á landi er þetta hins vegar allt nýtt og spennandi. Eða hver man ekki eftir kínalífselex- írnum DeCode sem allir þurftu að eignast hér fyrir nokkrum árum? Einhverjir lærðu af því. Aðrir ekki. Einhverjir eru enn í svimandi gróða. Aðra svimar bara. Sjálfur hlusta ég á allar spásagn- irnar, fullkomlega sáttur við að eiga ekki fjármagn sem tekur því að hafa áhyggjur af. Nóg er nú samt. Helgistundir á hlutabréfamarkaði Sveinbjörn I. Baldvinsson: Fréttir á SMS HUGSAÐ UPPHÁTT TVISVAR Á DAG OG EKKI SKOLA Burstaðu tennurnar tvisvar á dag og ekki skola tannkremið burt - bara skyrpa. Flúor í tannkremi veitir virka vörn gegn tannskemmdum. E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 Ökukennaranám á vegum Símenntunar – Rannsókna – Ráðgjafar Kennaraháskóla Íslands hefst í júní 2008, fáist til þess næg þátttaka. Upplýsingar um inntökuskilyrði og fyrirkomulag náms má fá á vefslóðinni http://srr.khi.is/okukennaranam eða hjá Arnaldi Árnasyni, verkefnastjóra ökukennaranáms, sími: 5634888 (kl. 9-12).Netfang: arnarnas@khi.is. Umsóknarfrestur til 15. febrúar. Ert þú efni í góðan ökukennara?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.