Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 17 Þessir styrkja Krabbameinsfélagið Nicotinell hjálpar þér að hætta að reykja og styrkir Krabbameinsfélagið um 20 kr. af hverri seldri pakkningu Tvöfaldaðu möguleika þína til að hætta að reykja hvort sem þú kýst tyggjó, plástra eða mintur og þú styður gott málefni um leið. Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Þeir sem hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. P L Á N E T A N skeggjarnir engra annarra kosta völ um orkukaup. Eins og þróunin er í viðskiptalífinu almennt gæti eign- arhald á öllum orkufyrirtækjum á Ís- landi færzt á eina hönd og einn orku- kóngur ríkt yfir Íslandi öllu og aðrir landsmenn orðið að sitja og standa eins og þeim hinum sama þóknaðist.“ Hákon Aðalsteinsson útilokar ekki að þessi staða gæti komið upp en áður myndi væntanlega koma til kasta samkeppnisyfirvalda. Elín bendir í þessu sambandi á, að Íslendingar hafi löngum búið við yf- irburðastöðu eins fyrirtækis á sviði orkuframleiðslu. „Landsvirkjun framleiðir í dag meira en 80% allrar orku í landinu en það hefur gengið á það hlutfall á undanförnum árum í samræmi við aukin umsvif Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og fleiri aðila.“ Í téðu Reykjavíkurbréfi er viðruð sú hugmynd að binda ekki bara prin- sippið í stjórnarskrá, þ.e. að taka upp auðlindagjald fyrir afnot einkaaðila að vatnsaflinu eða hitanum í iðrum jarðar, heldur líka gjaldið sem slíkt. Er þetta lagt til þar sem „enginn möguleiki [er] að tryggja að ístöðu- leysi þingmanna verði ekki svo mikið að þeir gefist upp frammi fyrir póli- tískum þrýstingi einkarekinna orku- fyrirtækja við tilteknar aðstæður.“ Um þetta segir Hákon eðlilegt að gefa gjaldinu tíma til að þróast enda sé „markaðurinn“ óþroskaður og El- ínu þykir eðlilegt að gjaldið lúti lög- málum markaðarins. „Þetta er eins og með verð á öðrum hráefnum, það fer eftir framboði og eftirspurn á hverjum tíma.“ Þá er það sjónarmið að ekki eigi að lögbinda reglur, þ.e. að stjórnvöld og sveitarstjórnir á hverjum tíma eigi að hafa sjálfstætt val um ráðstöfun auð- linda sem og annarra eigna. Hvaða svæði, hvenær og hve mikið? Þegar horft er til framtíðar segir Elín brýnt að sátt náist um samspil nýtingar og verndun landsins og gæða þess sem unnið er að með svo- kallaðri Rammaáætlun. Í kjölfarið þurfi svo orkunýtingarstefnu um það hvaða svæði á að nýta, hvenær og hve mikið. Og ekki síst þurfi að hafa sann- gjarnar og skýrar reglur um ráð- stöfun á þeim orkulindum sem eru í opinberri forsjá. „Varast þarf vítin í þeim efnum!“ Treglega hefur gengið að miðla málum varðandi eignarhald og nýt- ingu á orkuauðlindunum gegnum ár- in og Aagot þykir mikilvægt að koma á sátt. Hún kallar eftir umræðu um það hvaða grundvallarþýðingu auð- lindir landsins hafi fyrir okkur Ís- lendinga sem þjóð. „Við verðum að finna sanngjarna lausn á þessum málum þar sem tekið er mið af ólíkum hagsmunum. Svona deilur eru ekki góðar fyrir sam- félagið. Við megum ekki horfa of þröngt á lagahugtök og það á að mínu viti einnig við um eignarhugtakið. Við þurfum að átta okkur á að sérstök sjónarmið kunna að eiga við um auð- lindir sem andlag eignarréttar. Það á ekki síst við um auðlindir sem hafa mikla samfélagslega þýðingu. Við getum t.d. ekki horft framhjá því að vatn er undirstaða lífs á jörðinni og það er merkilegt að á sama tíma og aðrar þjóðir leggja áherslu á að þessi auðlind sé í eigu þjóðar eða ríkis þá kostum við kapps um að koma henni í einkaeign. Hvers vegna?“ Morgunblaðið/ÞÖK Námaskarð Tignarlegir gufustrókar stíga upp af yfirborðinu og heilla gestina sem þangað leggja leið sína í stríðum straumi allan ársins hring.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.