Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 31 bauðst vinna hér við LA-óperuna nú. James Conlon er tónlistarstjóri Los Angeles- óperunnar um þessar mundir og varla til sú sin- fóníuhljómsveit í Evrópu og Bandaríkjunum sem hann hefur ekki stjórnað. Hann hefur hlot- ið margfaldar viðurkenningar fyrir störf sín síð- an hann hóf feril sinn 1976 og er einn eftirsótt- asti og virtasti stjórnandi heims.“ Nú er raunin sú að óperusöngvarar á borð við Kristin syngja sömu hlutverkin aftur og aftur í nýjum uppfærslum og því forvitnilegt að vita hvort hljómsveitarstjórar hafi áhrif á söngv- arana hvað túlkun viðkemur. „Þeir reyna það,“ segir Kristinn og glottir. „Þeir geta það auðvitað að einhverju leyti með hraða og styrkleikabreytingum en það tók mig tvö ár að læra og stúdera Gurnemanz, fara í gegnum öll blæbrigði hlutverksins og ná því á mitt vald. Þegar maður hefur lagt viðlíka vinnu í hlutverk eins og ég geri þá breytir því enginn svo glatt.“ Ég inni Kristin eftir því hvort hlutverkin taki ekki líka breytingum eftir því sem árin líða, því reynslan hljóti að hafa áhrif á það hvernig hann túlki hlutverkin. Kristinn játar því og bætir við sposkur: „Maður þroskast! Verst er þegar hljómsveit- arstjórinn og leikstjórinn eru ekki á eitt sáttir, þá getur maður lent í átökum. Óperuformið er nefnilega flóknara en venjulegt leikhús því þarna eru tveir stjórnendur sem eiga strangt til tekið að vera jafnréttháir en ef þessir aðilar eru ósammála, þá getur verið vont að vera söngvari. Málamiðlanir í túlkun á sviði verða aldrei ásætt- anlegar eða sannfærandi.“ – Á endanum ert það þú sem þarft að standa á sviðinu og bera þungann og hitann? „Jú, það er alveg rétt, og maður fær nátt- úrlega sitt í gegn á endanum,“ segir Kristinn ákveðinn. Sætur sigur Það er forvitnilegt að vita hvort Kristni finn- ist eitthvað standa upp úr á ferlinum og því spyr ég hann hvað hann álíti vera sína stærstu sigra hingað til. „Svona í seinni tíð er það kannski hlutverk Barons Ochs í óperunni Rósariddaranum eftir Richard Strauss. Ég söng Baróninn í San Francisco nú í sumar. Þetta er gríðarlega viða- mikið hlutverk og erfitt músíkalskt og ég hef verið að berjast við það síðan 2001 en þá söng ég það fyrst. Það tók mig ríflega tvö ár bara að læra hlutverkið þannig að ég gæti mætt á svið- sæfingu og þetta er kannski erfiðasta hlutverkið mitt hingað til. Mér fannst það mikill sigur að geta sungið það nú í sumar, geta loks notið þess og haft gaman af því. Ég mun síðan syngja þetta hlutverk aftur í Berlín í febrúar á næsta ári og síðan aftur á Metropolitan haustið 2009.“ Enginn veit sína … Ég rakst á gamalt viðtal við Kristin síðan 1997 og þá sagðist hann eiga kannski svona tíu til fimmtán góð ár eftir. Nú eru liðin nærri ellefu ár og því spyr ég hann hvort hann hafi ekki haft rangt fyrir sér? Söngvari sem í dag stendur á hátindi ferils síns og er bókaður mörg ár fram í tímann er varla á leiðinni að hætta, eða hvað? Kristinn viðurkennir hlæjandi að hafa senni- lega misreiknað sig og svarar með þessum orð- um: „Ef heilsan er góð þá er ekkert því til fyr- irstöðu að ég syngi lengi enn.“ – Eru bassar ekki lífseigari en andskotinn? „Jú, því röddin er svo nálægt talröddinni, við þurfum ekkert að spenna okkur neitt upp. Tenórarnir eru hins vegar eins og afreks- íþróttamenn og líftími þeirra því styttri en okk- ar bassanna.“ Tónlist og sjálfsskoðun Ég spyr Kristin hvaða tónlist sé í eftirlæti hjá honum og þá bæði óperutónlist og á sviði ljóða- tónlistar. „Á ljóðasviðinu er það eitt verk sem stendur upp úr og það er Vetrarferðin eftir Schubert. Það er ekkert verk sem kemst nálægt því að mínu mati. Við Jónas [Ingimundarson] gerðum af því upptöku fyrir löngu sem var gefin út hjá Máli og menningu og sennilega er löngu upp- seld núna, þó kannski sé hægt að fá eintak í Kolaportinu,“ segir Kristinn, kímir í skeggið og heldur áfram: „Af óperunum er nú af mörgu af taka, ég er ákaflega hrifinn af Parsifal, alveg of- boðslega flott ópera, og Don Carlos eftir Verdi.“ Töluvert er til af upptökum með Kristni, bæði innlendum og ekki síður erlendum, en skyldi hann hlusta á eigin upptökur? „Nei, ekki ótilneyddur. Það er eitthvað það alversta sem ég veit. Stundum kemst maður ekki hjá því. Það er eins og að standa tilneyddur fyrir framan spegil og vera alltaf að sjá á sér nýja og nýja vankanta.“ En skyldi Kristinn eiga sér draumahlutverk sem hann er ekki búinn að snerta á? „Já, það er illmennið í Götterdämmerung, Hagen.“ – Áfram Wagner? „Áfram Wagner. Það eru tveir íslenskir bassasöngvarar sem hafa sungið Hagen, þeir Viðar Gunnarsson og Guðjón Óskarsson. Ég verð að fá að gera það líka.“ Blaðamaður hefur haft af því spurnir að ein- hverju sinni þegar Guðjón Óskarsson og Krist- inn Sigmundsson lentu saman í sýningu í út- löndum stofnuðu þeir félagsskap nokkurn sem kallar sig FÍBL, þ.e. Félag íslenskra bassa í lausamennsku. Evrópa og Ameríka – Hver er nú munurinn á því að starfa sem söngvari í Evrópu eða í Bandaríkjunum, það hlýtur að vera býsna ólíkt, skyldi maður ætla? Kristinn er fljótur að svara þessu og segir: „Mér finnst miklu betra að starfa hérna í Bandaríkjunum, hér fær maður allt aðrar mót- tökur en í óperuhúsum í Evrópu. Ég er ekki að tala um eitthvert dekur en það er annað viðmót gagnvart manni hér. Það er eins og það sé lögð meiri alúð í samskipti við söngvarana. Kannski liggur það í því að við óp- eruhúsin hér starfar fólk í öllum stöðum sem hefur áhuga á starfinu og svo er samkeppnin sennilega líka svo mikil að fólk leggur sig fram við að sinna starfi sínu vel. Í Evrópu er starfsfólk óperuhúsa hins vegar gjarnan ríkisstarfsmenn sem margir hverjir virðast hvorki hafa metnað í starfi né áhuga á óperu og gera helst ekki meira en þeim er borg- að fyrir og frekar ívið minna.“ – Nú hefur Los Angeles oft verið kölluð höf- uðborg lágmenningarinnar, hvernig hefur þér þótt að vinna hér? „Bara mjög gott. Los Angeles-óperan hefur stöðugt verið að sækja í sig veðrið. Í Bandaríkj- unum eru þetta fjögur hús sem eru svona hvað í mestum metum. Það eru Metropolitanóperan í New York, óperan í Chicago og San Francisco og svo óperan hér í Los Angeles. Og þar sem Domingo situr við stjórnvölinn er gott að vera.“ Kristinn segir þetta vera meira og minna sama hópinn sem ferðast um allan heim á milli óperuhúsanna og syngur stóru hlutverkin. Í raun sé þetta eins og lítil fjölskylda. Þeir eru hálfgerðir hirðingjar þessir óp- erusöngvarar hugsa ég með mér og spyr hann hvar honum hafi þótt best að búa á þessu ára- langa flakki. Kristinn bregður því fyrir sig að hann sé orð- inn svo gleyminn en segir síðan: „San Francisco finnst mér æðisleg og New York,“ en til New York heldur hann innan skamms til að syngja í óperunni Óþelló eftir Verdi. Síðan nefnir Kristinn borgirnar Flórens og Par- ís en bætir því við að þetta séu orðnar svo margar borgir að erfitt sé að henda reiður á þessu. „Ég er á ferðalögum mestallt árið um kring en ég reyni alltaf að vera heima á sumrin.“ Á faraldsfæti – Hvernig lítur árið 2008 út hjá þér? „Eftir Óþelló í New York held ég til Amst- erdam og Bonn til að syngja í Matteusar- passíunni. Svo fer ég til Íslands einhvern tíma í apríl til að syngja í Requiem Verdis. Þaðan held ég aftur í Metropolitanóperuna til að syngja í Brottnáminu úr kvennabúrinu og að því loknu fer ég til Genf til að syngja í Don Carlos og verð þar fram á sumar. Og svo fæ ég loks tækifæri til að fara aftur til Parísar og syng þar meira og minna allt haustið og fram að áramótum.“ Hvað skyldi Kristinn gera til að hvíla sig? Þessi þeytingur hlýtur að vera slítandi. Hann segist lesa mikið og horfa á sjónvarpið. Hann segir ennfremur: „Ég fékk nýtt áhuga- mál, eða kannski ekki alveg nýtt því ég hef lengi haft gaman af ljósmyndun en ég eignaðist ný- verið góða myndavél þannig að ég tek mikið af myndum. Svo fékk ég mér forritið Photoshop Elements og er svolítið að fikta við það.“ – Ertu að redúsera ljósmyndir í frístundum? Kristinn glottir og segir: „Já og skipta um hausa á fólki og svoleiðis,“ og skellir upp úr. Kennarinn, líffræðingurinn, líftæknirinn og óperusöngvarinn – Ertu enn eitthvað að kenna söng? Þú kenndir söng meðan þú varst enn heima? „Jú, en ég hef ekkert kennt síðustu árin. Það fer ekki saman við það líf sem ég lifi núna því ég er sjaldan á Íslandi og á stöðugum þeytingi um allt. Reyndar hef ég stundum haldið master- class þegar ég hef getað komið því við, svona þrjá fjóra daga í senn, og það er mjög gaman.“ – Heldurðu að þú eigir eftir að snúa þér að söngkennslu aftur í framtíðinni þegar um hæg- ist hjá þér? „Já, ég hugsa það. Eru ekki allir svoleiðis, að vilja hafa áhrif á framtíðina? Þetta heitir að miðla reynslunni en þetta er auðvitað að vilja stjórna og hafa áhrif á þá sem yngri eru. En ég finn þá hvöt hjá mér að segja fólki til. Leiðbeina fólki sem kannski er að gera sömu mistök og ég hef gert sjálfur. Ég held nú að þetta sé algeng hugsun hjá fólki sem komið er yfir miðjan aldur.“ Já, hjá öllum almennilegum listamönnum, hugsa ég með mér. Það er hægt að öfunda þá nemendur sem munu í framtíðinni fá að læra undir leiðsögn Kristins. Það fer nefnilega alls ekki alltaf saman að vera góður listamaður og góður kennari. Það þarf ríkulegt örlæti til að verða góður leiðbein- andi og yfir því býr Kristinn hvort sem er á svið- inu eða utan þess. – Nú varstu líffræðikennari við Mennta- skólann við Sund í gamla daga. Hvernig held- urðu að líf þitt hefði orðið, ef þú hefðir ekki upp- götvað að þú gætir orðið heimsfrægur óperusöngvari? Kristinn brosir, hallar undir flatt og þegir stutta stund. „Ja, það er nú það. Það er ómögu- legt að segja. Ég hugsa að ég væri nú ekki leng- ur að kenna líffræði. Ég hefði nú reynt að koma mér í launaða vinnu,“ segir Kristinn og hlær. „Eitt af því sem var mjög spennandi þegar ég var að læra líffræðina var líftækni. Ætli ég hefði ekki endað í einhverju lyfjaþróunarbatteríinu.“ Ég held að tónlistarunnendur megi þakka fyrir að sú varð ekki raunin, segi ég við Kristin sem svarar mér með hógværu brosi. Við ákveðum í sameiningu að hér skulum við setja amen eftir efninu. Eitt að lokum í trúnaði Ég átti kost á að sjá þá Kristin Sigmundsson og Jónas Ingimundarson spila og syngja saman á einkatónleikum í Los Angeles tveimur dögum eftir að ég sá Kristin syngja í Los Angeles- óperunni. Jónas Ingimundarson er kannski sá maður sem þekkir söngvarann Kristin best því með þeim tókst náið samstarf strax í upphafi ferils söngvarans fyrir tæpum þrjátíu árum. Það var afslappað yfirbragð á tónleikunum, Kristinn söng á skyrtunni, bindislaus og stund- um með vatnsglas í hendi. Þetta kvöld fluttu þeir félagar fjölbreytta dagskrá og hófu tón- leikana á laginu An die Musik eftir Franz Schu- bert við undurfallegan texta eftir nafna hans Franz Schober, þakkaróð til tónlistarinnar. Samleikur þeirra Jónasar og Kristins var eins og þar færi eitt hljóðfæri. Það sem var aðdáunarvert við allan flutning Kristins var sú algera virðing sem hann bar fyr- ir öllum þeim ólíku verkum er hann flutti. Það var í raun eins og hann sjálfur skipti þar litlu máli. Tónlistin var í skilyrðislausu fyrirrúmi og hann sjálfur eingöngu þar kominn til að gera áhorfendum kleift að njóta verka tónlistar og textahöfunda. Kristinn er ekki einungis frábær söngvari heldur líka eiturskarpur túlkandi og gaf sig hverju verki á vald af miklu öryggi, þótt ólík væru. Tónleikar þessir urðu mér upp- spretta vangaveltna um þetta margrædda fyr- irbæri list. Um hvað snýst hún? Er það þegar listamaður á hvaða sviði sem er verður sjálfur eins og ósýnilegur en þó alltumlykjandi hluti af verkum sínum? Eins og Kristinn gerði sann- arlega þetta kvöld? Það er ekki oft sem maður á völ á að standa í návígi við listamenn eins og Kristin. En þegar tækifærið býðst verður maður ekki samur eftir. LAOpera/Robert Millard Seiður söngsins Kristinn Sigmundsson krýndur kórónu á sviðinu í Los Angeles- óperunni ásamt Lindu Watson í hlutverki Ís- oldar og John Treleaven í hlutverki Tristans. Gott samstarf „Hann er bestur! Þetta hef ég reynt að segja ykkur í meira en tuttugu ár!“ seg- ir Jónas Ingimundarson (t.v.), sem oft hefur leikið undir söng Kristins Sigmundssonar. Hvar og hvenær 2008 2. janúar - 3. febrúar: Los Angeles 3. febrúar - 9. mars: New York 10. mars - 17. mars Amsterdam 20. mars - 22. mars Bonn 22. mars - 9. apríl Ísland 9. apríl - 8. maí New York 16. maí - 29. júní Genf 29. júní - 7. júlí Tanglewood 7. júlí - 10. ágúst Ísland 10. ágúst - 14. ágúst Chicago 15. ágúst -byrjun - september Ísland Byrjun september - 24. desember París » Paul sagði ennfremur við mig að söngur væri tilfinn- ingatúlkun á hæsta stigi og að skyldur mínar sem söngvara væru þær að láta aldrei glepj- ast til að syngja án fullrar inni- stæðu. Hann hreinlega bann- aði mér að syngja öðruvísi. Það er ekki síst þetta uppeldi hjá honum sem ég hef haft að leiðarljósi æ síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.