Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 63 BANDARÍSKI leikarinn Brad Pitt er sá ein- staklingur sem flestir karlmenn vilja líkjast. Þetta kemur fram í stórri könnun sem 20.000 lýtalæknar um allan heim stóðu fyrir en könnunin var gerð á meðal sjúklinga þeirra. Á meðal þeirra líkamshluta leikarans sem sjúklingarnir horfðu sérstaklega til voru augun, nefið, varirnar, hakan og rassinn. Það var svo unnusta Pitts, leikkonan Angelina Jolie, sem var á toppnum meðal kvenna. Þó vildu konur fá brjóstin hennar Pamelu Anderson, rass Jennifer Lopez og augu Sophiu Loren. Annars er það að frétta af Brad Pitt að hann hefur vaxandi áhyggjur af aldrinum en kappinn er orðinn 44 ára gamall. „Hann er með útlitið á heilanum og þetta virðist verða meiri og meiri þráhyggja hjá hon- um,“ segir kunningi leikarans. „Það hefur mikil áhrif á hann að hann skuli ekki líta eins vel út og hann gerði þegar hann var yngri.“ Sætur Brad Pitt á sínum yngri árum.Kynþokkafull Leikkonan Angelina Jolie. Brad Pitt er fyrirmyndin DÓMARI í Los Angeles svipti fyrir helgi söngkonuna Britney Spears lögræði tímabundið en Britney var í vikunni flutt á geðsjúkrahús. James Spears, faðir söngkonunnar, var skipaður lögráðamaður hennar en lögmaðurinn Andrew Wallete var skipaður lögráðamaður bús Spears. Lynne Spears, móðir Britneyjar, var einnig í réttarsalnum. Dómarinn kvað einnig upp úr- skurð um að Sam Lutfi, sem stund- um hefur komið fram sem umboðs- maður Spears, sætti nálgunar- banni. Þá veitti dómarinn lögráðamönnum söngkonunnar heimild til að skipta um lása á húsi hennar og fjarlægja þá sem þar kynnu að vera. Mál Spears verður tekið fyrir á ný á morgun. Reuters Britney Spears Svipt lögræði LEIKKONURNAR ungu Lindsay Lohan og Keira Knightley munu berjast um aðalhlutverkið í mynd sem á að gera eftir sögu Emily Bronte Fýkur yfir hæðir eða Wuth- ering Heights. Þær vilja báðar fara með hlut- verk rómantísku hetjunnar Cather- ine Earnshaw í stórri mynd sem á að gera eftir bókinni sem er frá 1847. Leikstjóri myndarinnar, John Maybury, sagði: „Ég myndi alls ekki slá Keiru út af borðinu en þetta fer svolítið eftir því hvort hún vilji leika enn og aftur í svona bún- ingadrama, hún hefur verið í nokkrum slíkum myndum að und- anförnu. Lohan kemur líka til greina, ég hef trú á henni. Hún kemur vel út eftir öll vandræðin sem hún kom sér í, það þarf bara að taka hana al- varlega.“ Þjóðerni Lohan gæti reyndar unnið gegn henni. „Það getur verið svolítið óþolandi að hafa banda- ríska leikkonu í bresku hlutverki. Þær geta alveg náð breska hreimn- um vel en það getur fælt frá ef hreimurinn er of fullkominn,“ sagði leikstjórinn. Lohan átti að leika með Knightley í Dylan Thomas- myndinni The Edge of Love, sem Maybury leikstýrði einnig, en þurfti að draga sig til baka vegna vand- ræða með áfengi og eiturlyf. Vilja báðar í Fýkur yfir hæðir Keira KnightleyLindsay Lohan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.