Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 03.02.2008, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 19 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Hið fornfræga félag Manchester City hefur tek- ið stórstígum framförum undir stjórn sænska séntilmennisins Svens-Görans Erikssons og á nú þegar endaspretturinn í ensku úrvalsdeild- inni er í uppsiglingu raunhæfa möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Öllum ber saman um að liðið hefur bætt sig á flestum sviðum og er til alls líklegt á komandi misserum. Joe Hart er afbragð annarra ungra verjenda. Í vörninni spriklar Micah Richards af æskufjöri og gamla steypusílóið, Richard Dunne, er eins og gull í skel um þessar mundir. Dietmar Hamann hefur gengið í endurnýjun lífdaga á miðjunni og Martin Petrov, Elano, Michael Johnson og Stephen Ireland eru ólgandi af hug- myndum og kjarki. Í raun er aðeins einn galli á gjöf Njarðar – framherjarnir hafa ekki enn farið fram úr rúminu. Skjóta púðurskotum Samtals hafa Émile Mpenza, Rolando Bi- anchi (sem raunar er snúinn aftur til Ítalíu) og Darius Vassell einungis gert níu mörk í úrvals- deildinni í vetur. Þeir eru m.ö.o. ekki hálfdrætt- ingar á við markahæsta mann deildarinnar, Cristiano Ronaldo hjá nágrönnunum í United, sem hefur gert 19 mörk einn og óstuddur. Eins og það sé sanngjarnt að miða nokkurn mann- legan mátt við það viðundur. Fremsta sveit City hefur það sér til málsbóta að maðurinn sem axla átti mesta ábyrgð, Búlg- arinn bráðefnilegi Valeri Bojinov, sleit kross- band í hné strax í fyrsta leik sínum í byrj- unarliði í haust. Í vikunni boðaði riddaraliðið síðan komu sína í formi stórskyttu Portsmouth, Benjani Mwaruwari, en illu heilli villtist hann á leiðinni og skilaði sér ekki fyrr en búið var að loka fé- lagaskiptaglugganum. Geggjað! En eins dauði er annars brauð og menn velta því nú fyrir sér hvort Eriksson þurfi yfirleitt að sækja vatnið yfir lækinn. Alltént hefur átján ára heimalningur, Daniel Sturridge, verið blóðg- aður í tveimur síðustu leikjum (leiknum gegn Arsenal var ekki lokið þegar blaðið fór í prent- un) og skorað í þeim báðum. Fyrst glæsimark í tapinu gegn Sheffield United í bikarnum og síð- an í jafnteflinu gegn Derby í deildinni í vikunni. Hvaða Daniel? kunna menn nú að spyrja en hörðustu stuðningsmenn City koma ekki af fjöllum. Sturridge hefur nefnilega verið helsta vonarstjarnan í hinum heiðbláa hluta Manchest- er-borgar um langt skeið. Lengi frá vegna meiðsla Hann þreytti frumraun sína með aðalliðinu fyrir einu ári upp á dag þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Reading. Öðru sinni var honum skipt inn á fyrir vorið án þess að spark- heimurinn færi á límingunum. Í vetur gerðu menn aftur á móti ráð fyrir að hann fengi fleiri tækifæri en örlögin hafa hagað því svo að framlag hans til sænsk-taílensku bylt- ingarinnar hefur verið af skornum skammti vegna meiðsla – þar til nú. Sturridge hefur komið eins og stormsveipur inn í lið City. Hann er sterklega byggður, eld- snöggur og tæknilega vel úr garði gjör. Þá hef- ur hann vakið athygli fyrir mikla skothörku, einkum með vinstra fæti, og hikar ekki við að láta vaða af löngu færi. Drengurinn þykir hafa allt til að pluma sig í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge var upprunalega á mála hjá Aston Villa en tólf ára gamall gekk hann til liðs við Coventry City. Þar leiddist honum hins vegar þófið og eftir aðeins fjórtán mánuði var hann kominn til Manchester City. Þetta var árið 2003. Coventry lét piltinn að vísu ekki frá sér bar- áttulaust og þegar upp var staðið hafði nefnd á vegum enska knattspyrnusambandsins gert City að greiða félaginu 30 þúsund punda bætur. Sú upphæð hækkar upp í 200 þúsund pund nái Sturridge að leika fjörutíu leiki fyrir aðallið City og vinna sér sæti í enska landsliðinu. Þá fær Coventry 10% af söluverðinu selji City kappann í framtíðinni. Sturridge tók þegar til óspilltra málanna í unglingaliðum City og raðaði inn mörkum. Hann skaust upp á stjörnuhimininn vorið 2006 þegar lið City fór alla leið í úrslitaviðureignina um enska ungmennabikarinn. Þar þurfti það raunar að lúta í gras fyrir Liverpool en ekki fór framhjá nokkrum manni hvaða leikmaður var fremstur meðal jafningja – Daniel Sturridge. Eins og ormur á gulli Framganga hans vakti athygli um víðan völl, ekki síst undramark í seinni úrslitaleiknum. Hermt er að ekki ómerkari félög en Arsenal, Chelsea og Barcelona hafi sýnt honum áhuga í kjölfarið. City liggur þó á sínum manni eins og ormur á gulli – a.m.k. enn sem komið er. Sturridge virðist kunna vel við sig í ung- mennabikarnum en á dögunum gerði hann þrennu á þeim vettvangi í sínum fyrsta leik eftir hin hvimleiðu meiðsli. Hann hefur m.ö.o. gert fimm mörk í þremur leikjum undanfarna daga. Sturridge hefur farið mikinn með ungmenna- landsliðum Englands, bæði 17- og 18-ára liðinu, og það er væntanlega aðeins tímaspursmál hve- nær hann verður kallaður til liðs við 21-árs liðið. Þá hlýtur Fabio karlinn Capello að vera búinn að skrifa nafnið hjá sér. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Öndvegisnemandi akademíunnar? Væntingarnar eru miklar og hið nafnkunna sparktímarit Match útnefndi Sturridge „björt- ustu vonina“ í ensku knattspyrnunni í fyrra. Fetaði hann þar í fótspor félaga síns úr ung- mennaliðum Englands, Theos Walcotts hjá Arsenal, sem hlaut sömu nafnbót árið 2006. Menn bíða raunar enn eftir flugtaki hjá honum. Engir ónytjungar hafa útskrifast úr spark- akademíu Manchester City á umliðnum árum. Nægir þar að nefna Micah Richards, Stephen Ireland og Michael Johnson. Ýmsir spá því að Sturridge verði betri en þeir allir. Hann sé djásnið í krúnunni. Það mun tíminn leiða í ljós. En ýmis teikn eru á lofti. Föðurbræðrabetrungur? Reuters Bjartasta vonin Daniel Sturridge glímir hér við Lee Martin, leikmann Sheffield United, í bik- arnum um liðna helgi, og gerði glæsilegt mark, e.t.v. hið fyrsta af mörgum fyrir Manchester City. Í HNOTSKURN »Daniel Sturridge fæddist í Birm-ingham 1. september 1989. »Honum er sparkið í blóð borið enmargir muna ugglaust eftir föð- urbræðrum hans, Dean og Simon, sem gerðu garðinn frægan í ensku knatt- spyrnunni á árum áður. Einkum er sá fyrrnefndi eftirminnilegur en hann lék lengst af með Derby County. »Dean var einmitt viðstaddur þegarlitli frændi hans skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Pride Park í vik- unni og gerði þar með vonir hins göngu- lúna liðs Derby um langþráðan sigur að engu. » Íþróttavörurisinn Adidas gerðistyrktarsamning við Sturridge þeg- ar hann var aðeins þrettán ára. KNATTSPYRNA»  Menn hafa lengi beðið þess að hinn ungi og bráðefnilegi Daniel Sturridge léti ljós sitt skína í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.  Skyldi hann vera lausnin á framherjavandræðum Manchester City? Alþjóðamál | Verði Evrópubúum að þeirri ósk sinni að Bandaríkjamenn leiti aukins samráðs í utanríkismálum verða þeir einnig að axla aukna ábyrgð. Knattspyrna | Ýmis teikn eru á lofti að Daniel Sturridge verði djásnið í krúnu sparkakademíu Manchester City. Skattheimta | Wesley Snipes er þekktasti félagi bandarískrar andófshreyfingar gegn sköttum. VIKUSPEGILL»                   !"    #"      !   $    %&            '         %    () $ )  &   %    ) %& )  &         !" ! #$%%#"  & '  !"!# $% % #"  &  ' ()"*%                        %* ((+     ((, 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.