Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 55 Listræn Ljósmyndun og LavAzza á Café Milano Faxafeni 11, en þá mun ítalski kaffiframleiðandinn LavAzza opna sýningu á ljósmyndum úr almanaki sínu fyrir árið 2008. Fremstu ljósmyndarar heims hafa frá árinu 1994 tjáð þetta uppáhaldskaffi Ítala á sinn listræna hátt, og þar má nefna Helmut Newton, David La Capelle, Ellen Von Unwerth meðal þeirra listamanna. Almanaki frá LavAzza er ávallt beðið með eftirvæntingu í ljósmynda- heiminum,enda er um safngrip að ræða, en það kemur út í takmörkuðu upplagi ár hvert. Hver og einn listamaður tjáir sína sýn á viðfangsefnið,espresso og vörumerki LavAzza sem hefur skipað veigamikinn sess í kaffimenningu ítala allt frá árinu 1895. Ljósmyndari ársins 2008 er hinn skoski Finlay Mackay, og er þemað að þessu sinni það tignarlega Majestic eða Drottningar og þeirra tignarlegi espresso. Á Café Milano, sem er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, verður sýningin opin frá 26 janúar til 23 febrúar. Listræn Ljósmyndun og LavAzza „Frumsýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu er alltaf tilhlökkunarefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“ „Leikstjórinn Hilmar Jónsson nær hér mjög góðum tökum á samspili leikaranna.“ **** Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. „ ... konan sem sat tveim sætum frá mér hló oft hátt og snjallt. Og ég er viss um að hún var í raun og veru að skemmta sér...“ Jón Viðar Jónsson, DV. í kvöld kl. 20 Lau. 9. febrúar kl. 20 Sun. 10. febrúar kl. 20 Midasala: 555 2222. www.midi.is „Hjálmar Hjálmarsson fer á kostum í hlutverki sjónvarpsins“ „ ... get ég ekki annað en mælt með sýningunni, sem er troðfull af skemmtilegum atriðum ...“ Martin Regal, Morgunblaðið. ■ Fim. 7. febrúar kl. 19.30 Myrkir músíkdagar Einstakur viðburður, frumflutningur tveggja íslenskra sinfónía, eftir Atla Heimi Sveinsson og John Speight. Tónleikar sem enginn áhugamaður um spennandi nýja tónlist má missa af. Stjórnandi: Roland Kluttig. Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson og Gunnar Guðbjörnsson. Bakraddir: Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. ■ Lau. 16. febrúar kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu Fransk-rússneskur kammersirkus. Verk fyrir fjölbreytta hljóðfæra- skipan eftir Debussy, Ravel og Prokofiev. ■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus Sellósnillingur í toppformi Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag, leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Viltu eflast í starfi? Menntamálaráðuneytið býður leik- og grunnskólakennurum 15 e VIÐBÓTARNÁM íslenska, danska, enska, stærðfræði, náttúrufræði Ný námskeið hefjast í febrúar og mars Skráningarfrestur er til 15. febrúar Nánari upplýsingar eru á vef SRR í Kennaraháskóla Íslands http://srr.khi.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ hefur verið gríðarleg keyrsla á söngkonunni Lay Low, eða Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur, und- anfarin misseri svo maður grípi nú til líkingamáls úr heimi bifreiðanna. Nýjasta verkefnið er enda tónlist við leiksýninguna Ökutíma sem hef- ur notið fádæma vinsælda. Það er harla sjaldgæft að tónlist leikrita sé jafnumrædd og nú en engan skyldi þó undra, enda Lay Low ofarlega í huga fólks sem þyrstir eftir nýju efni frá söngkonunni. Á plötunni er að finna fimm ný lög með íslenskum textum og svo átta ábreiður yfir lög kántrísöngkonunnar Dolly Parton. Ekki bara brjóst „Ég er mikill aðdáandi Dolly,“ segir Lovísa. „Ég og María (Reyn- dal, leikstjóri) sátum einhverju sinni saman að horfa á sjónvarpið og súpa hvítvín er hugmyndinni laust í hausinn á okkur. Mér fannst þetta alveg upplagt og merkilegt hversu fáir gera sér grein fyrir því hversu framúrskarandi lagahöfundur Dolly er. Flestir sjá hana bara sem eitt- hvert bimbó með stór brjóst.“ Lovísa segir að það hafi ekkert endilega átt að gefa tónlistina út, en formið á henni hafi verið að þróast alveg fram að frumsýningardegi. „Í leikritinu sjálfu eru stutt stef sem eru ekki á plötunni. Að sama skapi koma sum lögin sem eru í heilu lagi á plötunni fyrir í mý- flugumynd í sjálfu leikritinu. Þar eru þau hluti af hljóðmyndinni, poppa upp þegar það er farið á ball, sem lög í útvarpinu o.s.frv.“ Önnur Lay Low-plata Frumsömdu lögin eru með ís- lenskum textum, en breiðskífa Lay Low frá því í hittifyrra, Please Don’t Hate Me, var með enskum textum. „Ég átti dálítið erfitt með mig í upphafi hvað þetta varðaði, ég við- urkenni það,“ segir Lovísa. „Fannst þetta skrítið en þegar fram í sótti gekk þetta vel upp og ég er glöð að hafa opnað fyrir íslenskuna.“ Sýningum á Ökutímum lýkur í kvöld. Lovísa segist ætla að setjast niður eftir það og skoða hvort hún eigi ekki efni í aðra Lay Low-plötu. Þá hefur verið mikið látið með sam- skipti hennar og bandarísku söng- konunnar Lucindu Williams, en sú síðarnefnda hafði jafnvel í hyggju að gefa Lovísu út. Lovísa undir- strikar að ekkert sé fast í hendi sem stendur en öllum möguleikum sé þó að sjálfsögðu haldið opnum. Lay Low úti að aka Árvakur/G. Rúnar Keyrsla Lay Low ætlar að setjast niður eftir að sýningum á Ökutímum lýk- ur og athuga hvort hún eigi ekki efni í aðra Lay Low-plötu. Tónlistin við leikritið Ökutíma er komin út á plötu www.myspace.com/baralovisa SVO virðist sem hjartaknúsarinn George Clooney sé endanlega genginn út. Hann hefur nú beðið kærustu sína, Söruh Larson, að flytja inn til sín. Hinn 46 ára leikari hefur átt í sambandi við hina 29 ára Söruh síðan í sumar, er hann hitti hana á hót- eli í Las Vegas þar sem hún vann sem barstúlka. Hann hefur nú beðið hana að búa með sér á heimili sínu í hæðum Hollywood. „Sarah er alltaf með George svo það hlaut að koma að þessu. Hann vill líka hafa hana nálæga. Hún hefur gert hann mjög hamingjusaman enda er hún mjög auðveld í umgengni, létt í lund og elsku- leg og það er það sem hann þarf núna,“ sagði vinur leikarans um samband þeirra. Clooney, sem var frægur fyrir piparsveinslíferni sitt áður en hann féll fyrir Söruh, hefur líka beðið hana að deila íbúð sinni í New York með sér. Farin að búa George Clooney og Sarah Larson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.