Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 49 Kirkjustarf Fjölskylduguðsþjónusta í Kópa- vogskirkju | Fjölskylduguðsþjónusta verður haldin í Kópavogskirkju í dag kl. 11.Prestur er sr. Auður Inga Ein- arsdóttir og Skólakór Kópavogs syngur undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Að auki er sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 12.30 undir stjórn Sigríðar Stef- ánsdóttur.Bústaðakirkja | Öskudag- ur, starf eldri borgara í kirkjunni, spil, föndur og handavinna kl. 13-16. Vin- samlega pantið bílaþjónustu hjá kirkjuvörðum í s. 553 8500. Fríkirkjan í Hafnarfirði | Aðalfundur Kvenfélags Fríkirkjunnar verður þriðjud. 5. febrúar í Félagsheimilinu, Linnetstíg 6, kl. 20.30. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir krakka, kennsla, söngur, leikir og fleira. Almenn samkoma kl. 14, Sigrún Einarsdóttir predikar, lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Að sam- komunni lokinni verður kaffi og sam- félag. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Á mánudögum er félagsvist, á mið- vikudögum er stund í kirkjunni, súpa og brids, á föstudögum er spilað frá kl. 13, briddsaðstoð fyrir konur og kaffi. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Aðalfundur kvenfélags Háteigs- sóknar verður 12. febrúar kl. 20 í Setrinu. Laugarneskirkja | Harðjaxlar halda fund undir handleiðslu sr. Hildar Eirar Bolladóttur og Stellu Rúnar Stein- þórsdóttur kl. 13. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsmiðstöðin er opin virka daga frá kl. 9-16.45. Aflagrandi 40 | Bíóferð á Brúðgum- ann fimmtudaginn 7. febrúar kl. 16, rúta frá Aflagranda kl. 15.30. Bólstaðarhlíð 43 | 5. febrúar verður farið á Revíu í Iðnó kl. 14. Rútuferð frá Bólstaðarhlíð kl. 13.10, rútugjald 500 kr. Skráning í s. 535 2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK í Gullsmára 9 er op- in á mánudögum og miðvikudögum kl. 10-11.30, s. 554 1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 15-16, s. 554 3438. Félagsvist í Gull- smára á mánud. kl. 20.30, í Gjábakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fé- lagsfundur verður haldinn í Stang- arhyl 4 laugardaginn 9. febr. kl. 14. Kynntar verða tillögur um breytingar á lögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Dansleikur á sunnudags- kvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá, opnar vinnustofur, spilasalur, gönguferðir og kórstarf kl. 9-16.30. Dagana 6.-10. febr. er Menningar- og listahátíð eldri borgara í Breiðholti, umsj. Þjónustu- miðstöð Breiðholts (sjá breidholt.is). Mánud. 10. mars veitir Skattstofan framtalsaðstoð. Garðaholt, samkomuhús | 55. fund- ur verður haldinn 5. febr. nk. og hefst stundvíslega kl. 20, venjuleg aðal- fundastörf. Miðar á galakvöld félags- ins, í tilefni 55 ára afmælisins, verða seldir á fundinum. Kaffinefnd, hverfi 5, 6, 19 og 21, sem mætir kl. 19. Stjórnin. www.kvengb.is. Hraunsel | Lokadagur skráningar á Sæludaga á Örkinni 9.-14. mars er 12. febrúar, skráning er í Hraunseli. Nefndin. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu á mánudögum og mið- vikudögum kl. 9.30. Hringdansar í Kópavogsskóla á þriðjudögum kl. 14.20. Ringó í Smáranum á mið- vikudögum kl. 12 og í Snælandsskóla á laugardögum kl. 9.30. Línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, Rvk. kl. 17. Uppl. í síma 564 1490 og 554 2780. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er ganga frá Egilshöll kl. 10. Kvenfélagið Hringurinn, Hafnarfirði | Aðalfundur verður 5. febr. kl. 20 á Suðurgötu 72. Venjuleg aðalfund- arstörf og kaffiveitingar. Kvenfélag Kópavogs | Kvöldverð- arfundur verður 13. febrúar kl. 20, í sal félagsins í Hamraborg 10, 2. hæð. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 4. febrúar til Elísabetar, s. 553 5858, Ingibjargar, s. 564 3210, eða Sigríðar, s. 554 1516. Vesturgata 7 | Þorrablót fimmtud. 14. febr. kl. 17, veislustj. Gísli Ein- arsson. Sigurgeir við flygilinn, þorra- hlaðborð, Árni Johnsen skemmtir, Bjarni Harðarson flytur minni kvenna, Björk Vilhelmsdóttir flytur minni karla. Karlakór KK syngur und- ir stjórn Gylfa Gunnarssonar. Guð- mundur Haukur leikur fyrir dansi. Uppl. í síma 535 2740. dagbók Í dag er sunnudagur 3. febrúar, 34. dagur ársins 2008Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Endurmenntun HÍ býður ífebrúar upp á námskeiðum óperu Verdis La trav-iata. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Vinafélag Íslensku óp- erunnar og er kennari Garðar Cort- es. Námskeiðið er haldið í tengslum við uppfærslu Íslensku óperunnar á verkinu síðar í mánuðinum. Námskeiðið er ætlað þeim sem ekkert þekkja til óperutónlistar sem og þeim sem einhverja þekkingu hafa: „Auk þess að fara ítarlega í saumana á óperunni sjálfri verður fjallað lítillega um líf og list Verdis,“ segir Garðar. „Þeir sem ekkert þekkja til verksins ættu því að græða mikið á námskeiðinu, og hinir sem eru vel að sér um Verdi gætu lært eitthvað nýtt.“ La traviata er eitt allra vinsælasta verk óperubókmenntanna, skartar bæði mörgum aríuperlum og sögu- þræði uppfullum af dramatík. Áhorf- endur kynnast „fylgikonunni“ Víó- lettu og unga aðalsmanninum Alfredo. Eins og í öllum góðum óp- erum binda utanaðkomandi áhrif enda á hamingju elskendanna, sem síðan ná aftur saman rétt í þann mund sem dauðinn knýr dyra. „Verdi semur verkið um svipað leyti og Rigoletto og Il trovatore, svo segja má að hann framleiði á færi- bandi þrjár vinsælustu óperur allra tíma,“ segir Garðar. „La traviata er m.a. merkileg fyrir þær sakir að vera fyrsta meiriháttar óperuverkið þar sem söguþráðurinn á sér stað í sam- tímanum, en áður fyrr höfðu óperur einkum sótt efni í goðsögur og forn- bókmenntir.“ Þótt óperan hafi slegið í gegn segir Garðar að ekki hafi allt gengið áfalla- laust þegar verkið kom fyrst fyrir sjónir almennings: „Það kom illa við suma áheyrendur að óperan skyldi segja frá framhjáhaldi og gleðikon- um,“ útskýrir Garðar. „Verdi þótti hann líka mjög niðurlægður þegar það gerðist á frumsýningu verksins að áhorfendur fóru að hlæja, en söng- konan sem fór með hlutverk Víólettu var bæði bústin, stór og hraustleg, og þótti Ítölum skondið þegar hún átti, í dramatískum lokasenum óperunnar, að vera að deyja úr tæringu.“ Nánari upplýsingar um skráningu og verð má finna á heimasíðu EHÍ á slóðinni www.endurmenntun.is. Ópera | Námskeið hjá Endurmenntun um La traviata 5. og 12. febrúar Ástir og átök í París  Garðar Cortes fæddist í Reykjavík ár- ið 1940. Hann hélt til Lund- úna þar sem hann hlaut gráður í tónlist og söng frá Royal Aca- demy of Music og Trinity College of Music. Hann hefur bæði sungið og stjórnað mörgum óperuupp- færslum hér heima og utanlands. Garðar stofnaði Söngskólann í Reykjavík 1973 og Íslensku óper- una 1979. Fyrirlestrar og fundir Kaffi Hljómalind | Saving Iceland er hjúpað dulúð, orðrómi og almennum annarleika. Sú mynd sem fjölmiðlar og bloggarar gefa okkur er skökk. Á kaffispjallinu getur fólk komið, hitt sum okkar og rætt málin yfir kaffibolla. Fólki sem hefur eitthvað við SI að athuga er sérlega velkomið að koma og spjalla. Hefst 19:30. Fréttir og tilkynningar Rás 2 | Rás 2 verður 25 ára 1. des. Hjálmar Hjálmarsson ætlar að bjóða eldri röddum Rásarinnar til þess að rifja upp skemmti- legar sögur af Rás 2 og sjálfum sér á sunnudögum kl. 15, í bland við vel valin brot úr dagskrá fyrri ára. Fyrsti gesturinn, í dag, er Þorgeir Ástvaldsson. BALLERÍNUR frá Mangueira do Amanha-dansskólanum dansa í karnivalskrúðgöngu í Rio de Ja- neiro hinn 1. febrúar. Búningarnir eru stór þáttur í slíkum skrúðgöngum og eins og sjá má klæðast ballerínurnar fag- urbleikum kjólum af þessu tilefni. Ballerínur í skrúðgöngu FRÉTTIR MORGUNVERÐARFUNDUR um félagsleg fyrirtæki og samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja verður hald- inn þriðjudaginn 5. febrúar næst- komandi á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8-10. Straumhvörf – efl- ing þjónustu við geðfatlaða á vegum félags- og tryggingamálaráðuneyt- isins og Samtök atvinnulífsins standa fyrir fundinum. „Á undanförnum árum hefur átt sér stað aukin umræða um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og að þau taki aukna samfélagslega ábyrgð með því að taka þátt í ýmsum verk- efnum sem varða heilsu og hag sam- félagsins. Stjórnendur og eigendur fyrirtækja hafa áttað sig á því að þátttaka fyrirtækja í samfélagsleg- um verkefnum hvort sem það er fjárhagslega eða á annan veg getur skilað sér með margvíslegum hætti. Verkefnin geta verið margvísleg og ólík en hafa það sammerkt að þau snerta hagsmuni og velferð ein- staklinga sem búa í þessu samfélagi. Um getur verið að ræða stuðning við starfsmenn, umhverfismál, menntamál, íþróttir, listir og rann- sóknir sem snerta velferðarmál svo eitthvað sé nefnt,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. „Straumhvörf – efling þjónustu við geðfatlaða hafa tekið höndum saman við Samtök atvinnulífsins til að vekja athygli á þeim ónýtta mannauði sem býr í geðfötluðu fólki. Geðfatlaðir geta lagt sitt af mörkum í meira mæli en nú er. Fram kemur í opinberum gögnum að fjöldi þeirra hefur töluverða vinnugetu en hefur samt sem áður ekkert hlutverk á vinnumarkaði. Þessu er hægt að breyta með sam- stilltu átaki fyrirtækjanna í landinu og þeirra sem starfa með geðfötluðu fólki frá degi til dags,“ segir enn- fremur. Á málfundinum verður skipst á skoðunum um efnið og farið í brúar- smíði milli þeirra sem málið snertir þannig að allir geti lagt sitt af mörk- um til almennrar hagsældar fyrir samfélagið allt, segir í fréttatilkynn- ingu. Fundurinn er öllum opinn. Fundað um samfélags- lega ábyrgð fyrirtækja GLEÐIN var við völd þegar þorramatur var borinn fram í þorraveislu Múlalundar í hádeginu í fyrradag. Af því tilefni lék Pétur Bjarnason á nikkuna fyrir starfsmenn og gesti. Þorraveisla á Múlalundi VODAFONE og Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar hafa undirritað samning um að Vodafone leigi aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað í flugstöðinni, sem tryggir viðskiptavinum Vodafone bestu mögulegu farsímaþjónustu á öllu flugvallarsvæðinu. Samning- urinn styrkir enn stöðu Vodafone á fjarskiptamarkaðnum, ekki síst í harðri samkeppni um þjónustu við erlenda ferðamenn sem koma til landsins um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, segir í fréttatilkynningu. Samningur þessi er liður í að tryggja flugfarþegum sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar góða þjónustu. Árið 2007 fóru tæplega 2,2 milljónir farþega um flugstöð- ina og áætlað er að sú tala verði komin í 3,2 milljónir árið 2015. Handsala samning Gestur G. Gestsson frá Vodafone og Hrönn Ingólfsdóttir frá flugstöðinni. Aukin þjónusta í flugstöðinni PERSÓNUVERND telur nauðsyn- legt að hafa í huga að í nýjum frum- vörpum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla séu ekki veittar heimildir til að flytja ítarlegri per- sónuupplýsingar um börn á milli skólastiga en nauðsynlegt er. Í 16. gr. frumvarps um leikskóla er fjallað um um meðferð persónu- upplýsinga í tengslum við miðlun upplýsinga um börn milli leikskóla og grunnskóla. Í umsögn Persónu- verndar um frumvarpið segir að stofnunin hafi fullan skilning á mik- ilvægi þess að ákveðnar upplýsing- ar, s.s. um greiningu þroskafrávika eða sértæka námsörðugleika, fylgi börnum á milli skólastiga. „Stofnun- in telur engu að síður mikilvægt að haft sé í huga að í sumum tilvikum getur verið um að ræða mjög ítar- legar og persónulegar upplýsingar um börn sem hafa takmarkaða þýð- ingu fyrir starfsmenn grunnskóla við upphaf náms á grunnskólastigi.“ Í þessari tilteknu grein frum- varpsins er talað um upplýsingar sem „að gagni geta komið“. Per- sónuvernd leggur til að þessu orða- lagi verði breytt og talað verði um upplýsingar sem „nauðsynlegar eru“. Upplýsingar milli skólastiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.