Morgunblaðið - 03.02.2008, Page 40

Morgunblaðið - 03.02.2008, Page 40
40 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Atvinnuhúsnæði og lóðir Erum með í sölumeðferð hjá okkur eftirfarandi lóðir, rekstur og húsnæði. • Tunguháls Reykjavík – 5.800 fermetra atvinnu- og skrifstofuhúsnæði.Verðtilboð. • Tunguháls Reykjavík – 650 fermetra iðnaðarhúsnæði. Verð 110 millj. • Stórhöfði Reykjavík – 720 germetra lagerhúsnæði. Verð 110 millj. • Seylubraut Reykjanesbæ – 4.100 fermetra verksmiðjuhús í útleigu, góður leigusamningur og tryggingar.Verð 420 millj. • Norðlingaholt – 2-6.000 fm atvinnuhúsnæði. • Borgarhella – 3.800 fm iðnaðarlóð 48 millj. • Asparhvarf – 4.000 fm lóð hugsanlega fyrir tvö einbýlishús auk hesthúsa.Verðtilboð. • Vellir – Hafnarfirði ca 30.000 fm lóð undir iðnaðarhúsnæði. • Gistiheimili og krá við Lækjargötu (rekstur). • Urriðahvarf – Atvinnuhúsnæði. • Höfðahverfi Reykjavík – Atvinnuhúsnæði með góðu útiplássi. • Eyrartröð Hafnarfirði – ca 1.200 fm atvinnuhúsnæði. • Hlíðasmári Kópavogi – ca 200 fm verslunar/skrifstofuhúsnæði. • Steinhella Hafnarfirði – 100 fm iðnaðarbil. • Breiðhella Hafnarfirði – 100-150 fm iðnaðarbil. • Gjáhella Hafnarfirði – 250 fm iðnaðarbil. • Borgarbraut Borgarnesi – ca 900 fm atvinnuhúsnæði. • Lónsbraut Hafnarfirði – 108 fm iðnaðarhúsnæði. • Móhella Hafnarfirði – 26 fm geymsluhúsnæði. • Sumarbústaðarlóðir (eignarlóðir) í miklu úrvali á Suður- og Vesturlandi. • Byggingarlóð undir 22 íbúðir í raðhúsum í Hveragerði. • Funahöfði Reykjavík – ca 415 atvinnuhúsnæði (kjallari). • Drangahraun Hafnarfirði – 2500 fm atvinnuhúsnæði. • Sumarbústaðir í Grímsnesi, Úthlíð. • Rauðhella Hafnarfirði – 170-350 fm iðnaðarbil. • Trönuhraun Hafnarfirði – Ódýrar, nýstandsettar íbúðir. • Byggingarlóðir í Mosfellsbæ, Grafarholti, Álftanesi (undir einbýlishús). • Lúxusíbúðir í London (nýbygging). • Fjárfestingarkostir í Portúgal, Spáni, Þýskalandi og víðar. • Jarðir á Austur- og Suðurlandi. Að auki eru ýmsir aðrir áhugaverðir fjárfestingarmöguleikar Einnig fjöldi góðra atvinnuhúsnæða í útleigu fyrir fjársterka kaupendur. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Húseignar í 585-0100 Skúli Þór í síma 848 0275 , Baldvin Ómar 898 1177, Óskar 866 8808, Ástþór 898 1005, Davíð 864 4949 Baldvin Ómar Magnússon, löggiltur fasteignasali M bl 9 66 97 2 Grettisgata 67 Mikið endurnýjuð sérhæð. Opið hús í dag frá kl. 14-16 Mjög falleg og mikið endurnýjuð 151 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi í miðborginni. Íbúðin er með góðri lofthæð og skiptist í þrjú góð herbergi, tven- nar bjartar samliggjandi stofur með rennihurðum og því möguleiki að nýta aðra stofuna sem her- bergi, eldhús með eyju klædda grásteini og flísalagt baðherbergi. Tvær sér geymslur. Góð eign í miðborginni. Laus til afhendingar við kaupsamning. Verðtilboð. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag frá kl. 14-16. Verið velkomin. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Reisulegt og fallegt ca. 214 fm tvílyft einbýlishús og bílskúr á þessum eftir- sótta stað í Rvk. Í dag eru í húsinu þrjár stofur og fimm svefnherbergi en auðvelt er á að útabúa séríbúð í viðbyggingu hússins. Góður bílskúr með kjall- ara og viðgerðargryfju. Örstutt í skóla og aðra þjónustu. Verð 58,5 millj. Opið hús í dag milli kl 15 og 16. Verið velkomin HEIÐARGERÐI 1 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 16. MIKLU lofi hefur verið ausið yfir Kristján á Kumbaravogi í greina- skrifum hér á síðum Morgunblaðsins. Ég er ein af þeim 14 uppeldisbörnum er ól- ust upp á Kumb- aravogi og var ég þar í tíu ár. Ég get ekki ver- ið sammála því sem komið hefur fram hér í Morgunblaðinu að Kristján sé hinn um- hyggjusami fósturfaðir sem beri hag uppeldis- barna sinna fyrir brjósti. Persónuleg reynsla mín í tengslum við erfðamál, þar sem Kristján var í aðal- hlutverki, gefa mér þessa staðreynd. Þar gekk Kristján fram fyrir skjöldu sem fjár- haldsmaður minn og systkina minna er föð- urafi okkar lést. Ég var orðin lögráða, bróðir minn er ólst upp á Kumbaravogi ásamt mér var ólögráða og einnig systir mín en hún ólst upp á einka- heimili í Reykjavík. Hann gerðist svo ósvíf- inn að mæta hjá föður mínum daginn eftir að afi minn andaðist með arfsafsalspappíra til- búna til undirritunar, þar sem faðir minn afsalar sér erfðarétti sínum til okkar systkinanna. Ekki hafði Krist- ján neitt samráð við okkur um þenn- an ráðahag enda gefið mál að við hefðum aldrei samþykkt að gera föð- ur okkar arflausan. Það er með öllu óskiljanlegt að Bogi Nilsson, þáver- andi sýslumaður í Neskaupstað, hafi framið þau embættisafglöp er þarna áttu sér stað sem er að afhenda dán- arbúið til einkaskipta án þess að hafa undirritaða beiðni frá okkur lögerf- ingjunum um einkaskipti, ásamt því að sniðganga það lagaákvæði að skipa ólögráða erfingjunum mál- svarsmann. Kristján sá ekki neina ástæðu til að láta okkur systkinin vita að við værum erfingjar að dánarbúi afa okkar, það var pabbi sem lét mig vita. Ég fór þá þegar að grennslast fyrir um málið og svörin sem ég fékk hjá Kristjáni voru á þá leið að því miður væri enginn arfur, pabbi minn væri bara búinn að drekka út alla peningana hans afa. Ég krafðist skýringa og fundur var haldinn á skrifstofu hjá lögmanni þeim er Kristján hafði ráðið fyrir sig í málið. Á þann fund mætti ásamt Kristjáni sonur hans er þá hafði nýlega lokið laganámi, Halldór Jón Kristjánsson. Ég skoðaði þá pappíra er þar voru lagðir fram og á þeim kom fram að ekkert var í dánarbúinu og upptaln- ingin var á þá leið að það var gamalt rúm, brotinn skápur og eitt málverk. Allmörgum árum eftir þennan atburð fæ ég í hendur erfða- fjárskýrsluna, Bogi Nilsson hafði ekki sinnt þeirri embættisskyldu sinni að senda okkur lögerfingjunum erfða- fjárskýrsluna á sínum tíma. Í erfðafjárskýrsl- unni kemur fram að verulegir fjármunir voru í þessu dánarbúi eða um 130 milljónir. Ég hef umsvifalaust sam- band við Kristján og krefst skýringa á þessu misræmi. Hvað gerði þá þessi „ástríki fóst- urfaðir“, hann gerði akkúrat ekki neitt. Við tóku málaferli gegn honum sem stóðu yfir í fimm ár, þar sem ég ein- stæð móðir með þrjú börn þurfti að berjast við ofurefli og aldrei á þessum fimm árum heyrði ég í Kristjáni, né síðar, hann barðist eins og ljón við mig. Hins vegar hafði sonur hans Halldór Jón Krist- jánsson samband við mig og boðaði mig á fund í höfuðstöðvum Landsbankans, þar sem hann er bankastjóri, og fór þess á leit við mig að fara ekki með málið fyrir dóm, stöðu sinnar vegna. Slíkt kom ekki til greina af minni hálfu að und- anskildu því að arfurinn væri gerður upp. Tilboð af þeirra hálfu kom eftir þennan fund og var það á þá leið að okkur yrðu greiddar 1.500.000 og gengið yrði frá málinu með und- irritun okkar að yfirlýsingu er þeir höfðu samið, í þeirri yfirlýsingu kom m.a. fram að með undirritun okkar væri það staðfest að við myndum aldrei nefna Kumbaravog á nafn op- inberlega og ekki niðjar okkar um ókomna framtíð og kæmi það síðar í ljós að við hefðum á röngu að standa ætti Kristján endurkröfurétt á okk- ur. Undir yfirlýsingu þessa var ekki skrifað. Dómsniðurstaðan í málinu er á þá leið að okkur erfingjunum er gert að sanna það hver leysti út fjár- muni dánarbúsins. Ég skora hér með opinberlega á Kristján Friðbergsson, uppeldisföður minn, að gefa skýr- ingar á því hvers vegna hann valdi þá leið í þessu máli að fara í málaferli við mig? Kumbaravogs- börnin Jóhanna Guðrún Agnarsdóttir skrifar um samskipti sín við forsvarsmenn Kumbaravogs. Jóhanna Guðrún Agnarsdóttir »Ég get ekki verið sam- mála því sem komið hefur fram hér í Mbl. að Kristján sé hinn umhyggju- sami fósturfaðir sem beri hag uppeldisbarna sinna fyrir brjósti. Höfundur er nemi við þróunarmiðstöð Keilis. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.