Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður Í Perlunni 27. febrúar til 9. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst í síma 511-8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2006 eða fyrr. F É L A G Í S L E N S K R A B Ó K A Ú TG E F E N D A BÓKAMARKAÐUR 2008 Það held ég að Moody’s þurfi ekki að hafa áhyggjur af okkur, Sigurjón minn, brakið neglist alveg niður á punktinum. VEÐUR Það er fróðlegt að fylgjast með þvíhvernig kynslóðaskipti í stjórn- málaflokkum fara fram.     Stundum leiða mikil átök á vett-vangi stjórnmálanna til þess að nýir forystumenn birtast í þeim skilningi að smátt og smátt verður til samstaða um að þessi eða hinn hafi staðið sig með þeim hætti í átökunum að nýr forystumaður hafi komið fram á sjónarsviðið.     Þetta hefur verið að gerast í Sjálf-stæðisflokknum í borgarstjórn á undanförnum mánuðum og alveg sérstaklega eftir að meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks féll.     Smátt og smátt er að verða tilsamstaða meðal sjálfstæð- ismanna um, að Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarfulltrúi sé vel til forystu fallin og að þar megi sjá framtíð Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn.     Meginástæðan fyrir því að þessisamstaða er að verða til (þótt ekki sé full eining um hana enn) er einfaldlega sú að í þeim miklu svipt- ingum, sem urðu um málefni Orku- veitunnar á haustmánuðum, þar sem forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins á vettvangi borgarstjórnar stóðu sárir eftir, þótti stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins framkoma Hönnu Birnu traustvekjandi.     Í senn kraftmikil baráttukona ensanngjörn í garð andstæðinga.     Það eru meiri líkur en minni á þvíað þetta gangi eftir.     En ekki má gleyma því að nýir for-ystumenn þurfa tíma til að byggja sig upp. STAKSTEINAR Hanna Birna Kristjánsdóttir Nýr forystumaður SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                         * (! +  ,- . / 0     + -                   !"         12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                       :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? $    $# %$        &$ %$ %$ $#   &$                                  *$BCD  '''                    !" # $      !      *! $$ B *!   (!) * '  ') '    "+  <2  <!  <2  <!  <2  (* , '- .'/ ,0 E8- F                   G8   G87   %     &!    '!       #  !   6  2  % (      &!        # $     B  % (   &!        )              !"        #  $  *   1,, '!'22 ,'" !'3   "'-  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 2. febrúar Breytt landslag Ég held að netmiðlar hafi breytt lands- laginu í fjölmiðlaheim- inum. Sérstaklega eftir að bloggið kom til sög- unnar, og svo spjallrás- irnar. Nú hefur hinn litli Jón Jónsson tækifæri til að tjá sig. Auðvitað hafa menn alltaf getað skrifað greinar og birt í Morgunblaðinu og öðrum blöð- um, en það tók tímann sinn, og oftar en ekki var umræðuefnið búið og gleymt þegar það birtist, ef það þá var tekið inn. Það hafa verið áhöld um slíkt. Meira: asthildurcesil.blog.is Hallur Magnússon | 1. febrúar 2008 Þjóðstjórn, takk! Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki ber skylda til þess að mynda nú þegar starf- hæfa „þjóðstjórn“ þessara flokka í Reykja- víkurborg, nú þegar borgarbúar búa við að- stæður þar sem borg- arstjóri er rúinn öllu trausti og meiri- hlutinn hangir á bláþræði. Öll önnur meirihlutamynstur eru andvana fædd – því miður. Skoðanakönnun Gallup Capacent sýnir algera falleinkunn fyrir borgarstjórann, meirihlutasamstarf- inu er hafnað. Meira: hallurmagg.blog.is Katrín Anna Guðmundsdóttir | 1. febr. Karla- og kynjakvótar Setti inn nýja spurningakönnun í til- efni af umræðum gær- dagsins: Hvort er skárra – samfélagslegir karla- kvótar eða lagalegir kynjakvótar? Finnst áhugavert að fylgjast með hvernig umræðan fer úr böndunum um leið og orðið kynjakvóti ber á góma. Það orð er pottþétt á bannlista yfir það sem má ræða. Sennilega þess vegna sem ég setti skoðanakönnunina inn … bara af því að það er bannað enda held ég að það sé langt þangað til ein- hver alvöru umræða um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja eigi sér stað hér á landi og skil því ekki þetta panik. Veit ekki um neitt afl sem er að berjast fyrir kynjakvótum í stjórnir, eina sem ég veit er að viðskiptaráð- herra segist ekki útiloka þá leið sem allra síðustu leið þegar allt annað hef- ur verið þrautreynt (eða eitthvað í þá áttina). Já, full ástæða til að hræðast slík orð. Meira: hugsadu.blog.is Jón Valur Jensson | 1. febrúar 2008 McCain eða Romney næsti forseti? Í skoðanakönnun Útvarps Sögu kem- ur í ljós að heil 63,45% vilja sjá Hillary Cinton sem næsta forseta Bandaríkjanna, 30,34% Barack Huss- ein Obama (hr. Huss- ein forseti USA?!), en aðeins 3,22% John McCain og 2,99% Mitt Romney, flokksbróður hans – sem endurspeglar, hve lítt menn þekkja til hinna síðastnefndu. Bezt held ég þó, að þetta spegli það, hve stöðugur, andbandarískur og andrepúblikanskur áróður Frétta- stofu Rúv hefur náð að móta vel van- in eyru bláeygra landa okkar. Gamla Víetnam-stríðskempan (sem var á sjötta ár í fangelsi í Norð- ur-Víetnam og sætti þar pyntingum), John McCain, öldungadeild- arþingmaður fyrir Arizona-ríki frá 1986, virðist nokkuð sigurstrangleg- ur eftir að hafa náð kjörmönnum Flór- ida-ríkis, og víst er, að vilji repúblik- anar ná fylgi inn á miðjuna, er hann árennilegri kostur en Mitt Romney og talinn myndu bursta hvort heldur Clinton eða Obama í forsetakosn- ingum að óbreyttu. Bæði Rudolph Giuliani (borgarstjóri í New York 2994-2001) og Arnold Schwarzen- egger, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa nú bætzt í hóp þeirra sem styðja John McCain (sbr. Rúv-frétt), og lýsti Arn- old honum fjálglega sem „banda- rískri hetju“. Ekki ber þó að vanmeta, hve miklu fleira hægrafólki, einkum hinum trúuðu, Romney væri líklegur til að ná á kjörstað. Fyrir meðvitaða, ein- dregna kristna menn, „siðgóða meiri- hlutann“ (eða hvað menn vilja kalla þá – ekki einungis „evangelicals“, heldur trúa kaþólikka líka) virðist Mitt Romney ótvírætt bezti valkost- urinn, vilji þeir láta trúarleg og sið- ræn fjölskyldugildi ráða miklu um sitt atkvæði. Raunar er það svo, að kristnir menn í Bandaríkjunum njóta ekki hvað sízt meðbyrs – og vaxandi með hverjum áratug – af fjölskyldustefnu vantrúaðra vinstri manna og þeirra „frjálslyndu“! Það kemur til af því, að náttúrleg afleiðing fósturdeyðinga- og getnaðarvarnastefnunnar og þeirrar takmörkunar barneigna, sem því fylgir, virkar með allskjótum hætti hjá fólki af þessum kalíber í hinum há- þróuðu borgarsamfélögum, einkum á austur- og vesturströndinni, á meðan alþýðan í mið- og suðurríkjunum og fólk af suðuramerískum uppruna (Hispanics) heldur áfram að fjölga sér mun hraðar, þ.á m. stór hluti hinna trúuðu. Breytingin sýnir sig á nokkrum áratugum, rétt eins og það tekur fólksfjöldakúrvuna allnokkra áratugi að snúast við í Evrópu og víð- ar, með óskaplegum afleiðingum. Meira: jonvalurjensson.blog.is BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.