Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Árlegur Bókamarkaður Félags
íslenskra bókaútgefenda verður
Í Perlunni 27. febrúar til 9. mars
næstkomandi.
Útgefendur sem vilja bjóða
bækur sínar á markaðinum er
bent á að hafa samband við
Félag íslenskra bókaútgefenda
sem fyrst í síma 511-8020 eða
á netfangið baekur@simnet.is
Aðeins verður tekið á móti
bókum sem komu út 2006
eða fyrr.
F É L A G Í S L E N S K R A
B Ó K A Ú TG E F E N D A
BÓKAMARKAÐUR 2008
Það held ég að Moody’s þurfi ekki að hafa áhyggjur af okkur, Sigurjón minn, brakið neglist
alveg niður á punktinum.
VEÐUR
Það er fróðlegt að fylgjast með þvíhvernig kynslóðaskipti í stjórn-
málaflokkum fara fram.
Stundum leiða mikil átök á vett-vangi stjórnmálanna til þess að
nýir forystumenn birtast í þeim
skilningi að smátt
og smátt verður
til samstaða um
að þessi eða hinn
hafi staðið sig
með þeim hætti í
átökunum að nýr
forystumaður
hafi komið fram á
sjónarsviðið.
Þetta hefur verið að gerast í Sjálf-stæðisflokknum í borgarstjórn
á undanförnum mánuðum og alveg
sérstaklega eftir að meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
féll.
Smátt og smátt er að verða tilsamstaða meðal sjálfstæð-
ismanna um, að Hanna Birna Krist-
jánsdóttir borgarfulltrúi sé vel til
forystu fallin og að þar megi sjá
framtíð Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórn.
Meginástæðan fyrir því að þessisamstaða er að verða til (þótt
ekki sé full eining um hana enn) er
einfaldlega sú að í þeim miklu svipt-
ingum, sem urðu um málefni Orku-
veitunnar á haustmánuðum, þar
sem forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins á vettvangi borgarstjórnar stóðu
sárir eftir, þótti stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins framkoma
Hönnu Birnu traustvekjandi.
Í senn kraftmikil baráttukona ensanngjörn í garð andstæðinga.
Það eru meiri líkur en minni á þvíað þetta gangi eftir.
En ekki má gleyma því að nýir for-ystumenn þurfa tíma til að
byggja sig upp.
STAKSTEINAR
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Nýr forystumaður
SIGMUND
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!"
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
$ $#
%$ &$ %$ %$ $#
&$
*$BCD '''
!" # $
!
*!
$$
B *!
(!)
*
'
')
'
"+
<2
<! <2
<! <2
(*, '- .'/ ,0
E8-
F
G8
G87
%
&! '! # !
6
2
%(
&!
# $ B
%(
&!
)
!"
#
$ * 1,, '!'22,'" !'3
"'-
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 2. febrúar
Breytt landslag
Ég held að netmiðlar hafi breytt lands-
laginu í fjölmiðlaheim-
inum. Sérstaklega eftir
að bloggið kom til sög-
unnar, og svo spjallrás-
irnar. Nú hefur hinn litli
Jón Jónsson tækifæri til
að tjá sig. Auðvitað hafa
menn alltaf getað skrifað greinar og
birt í Morgunblaðinu og öðrum blöð-
um, en það tók tímann sinn, og oftar
en ekki var umræðuefnið búið og
gleymt þegar það birtist, ef það þá var
tekið inn. Það hafa verið áhöld um
slíkt.
Meira: asthildurcesil.blog.is
Hallur Magnússon | 1. febrúar 2008
Þjóðstjórn, takk!
Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki ber
skylda til þess að
mynda nú þegar starf-
hæfa „þjóðstjórn“
þessara flokka í Reykja-
víkurborg, nú þegar
borgarbúar búa við að-
stæður þar sem borg-
arstjóri er rúinn öllu trausti og meiri-
hlutinn hangir á bláþræði. Öll önnur
meirihlutamynstur eru andvana fædd
– því miður. Skoðanakönnun Gallup
Capacent sýnir algera falleinkunn fyrir
borgarstjórann, meirihlutasamstarf-
inu er hafnað.
Meira: hallurmagg.blog.is
Katrín Anna Guðmundsdóttir | 1. febr.
Karla- og kynjakvótar
Setti inn nýja spurningakönnun í til-
efni af umræðum gær-
dagsins: Hvort er skárra
– samfélagslegir karla-
kvótar eða lagalegir
kynjakvótar?
Finnst áhugavert að
fylgjast með hvernig
umræðan fer úr böndunum um leið og
orðið kynjakvóti ber á góma. Það orð
er pottþétt á bannlista yfir það sem
má ræða. Sennilega þess vegna sem
ég setti skoðanakönnunina inn …
bara af því að það er bannað enda
held ég að það sé langt þangað til ein-
hver alvöru umræða um kynjakvóta í
stjórnir fyrirtækja eigi sér stað hér á
landi og skil því ekki þetta panik.
Veit ekki um neitt afl sem er að
berjast fyrir kynjakvótum í stjórnir,
eina sem ég veit er að viðskiptaráð-
herra segist ekki útiloka þá leið sem
allra síðustu leið þegar allt annað hef-
ur verið þrautreynt (eða eitthvað í þá
áttina). Já, full ástæða til að hræðast
slík orð.
Meira: hugsadu.blog.is
Jón Valur Jensson | 1. febrúar 2008
McCain eða Romney
næsti forseti?
Í skoðanakönnun Útvarps Sögu kem-
ur í ljós að heil 63,45% vilja sjá
Hillary Cinton sem næsta forseta
Bandaríkjanna,
30,34% Barack Huss-
ein Obama (hr. Huss-
ein forseti USA?!), en
aðeins 3,22% John
McCain og 2,99% Mitt
Romney, flokksbróður
hans – sem endurspeglar, hve lítt
menn þekkja til hinna síðastnefndu.
Bezt held ég þó, að þetta spegli það,
hve stöðugur, andbandarískur og
andrepúblikanskur áróður Frétta-
stofu Rúv hefur náð að móta vel van-
in eyru bláeygra landa okkar.
Gamla Víetnam-stríðskempan
(sem var á sjötta ár í fangelsi í Norð-
ur-Víetnam og sætti þar pyntingum),
John McCain, öldungadeild-
arþingmaður fyrir Arizona-ríki frá
1986, virðist nokkuð sigurstrangleg-
ur eftir að hafa náð kjörmönnum Flór-
ida-ríkis, og víst er, að vilji repúblik-
anar ná fylgi inn á miðjuna, er hann
árennilegri kostur en Mitt Romney og
talinn myndu bursta hvort heldur
Clinton eða Obama í forsetakosn-
ingum að óbreyttu. Bæði Rudolph
Giuliani (borgarstjóri í New York
2994-2001) og Arnold Schwarzen-
egger, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa nú
bætzt í hóp þeirra sem styðja John
McCain (sbr. Rúv-frétt), og lýsti Arn-
old honum fjálglega sem „banda-
rískri hetju“.
Ekki ber þó að vanmeta, hve miklu
fleira hægrafólki, einkum hinum
trúuðu, Romney væri líklegur til að
ná á kjörstað. Fyrir meðvitaða, ein-
dregna kristna menn, „siðgóða meiri-
hlutann“ (eða hvað menn vilja kalla
þá – ekki einungis „evangelicals“,
heldur trúa kaþólikka líka) virðist
Mitt Romney ótvírætt bezti valkost-
urinn, vilji þeir láta trúarleg og sið-
ræn fjölskyldugildi ráða miklu um sitt
atkvæði.
Raunar er það svo, að kristnir
menn í Bandaríkjunum njóta ekki
hvað sízt meðbyrs – og vaxandi með
hverjum áratug – af fjölskyldustefnu
vantrúaðra vinstri manna og þeirra
„frjálslyndu“! Það kemur til af því, að
náttúrleg afleiðing fósturdeyðinga- og
getnaðarvarnastefnunnar og þeirrar
takmörkunar barneigna, sem því
fylgir, virkar með allskjótum hætti hjá
fólki af þessum kalíber í hinum há-
þróuðu borgarsamfélögum, einkum á
austur- og vesturströndinni, á meðan
alþýðan í mið- og suðurríkjunum og
fólk af suðuramerískum uppruna
(Hispanics) heldur áfram að fjölga
sér mun hraðar, þ.á m. stór hluti
hinna trúuðu. Breytingin sýnir sig á
nokkrum áratugum, rétt eins og það
tekur fólksfjöldakúrvuna allnokkra
áratugi að snúast við í Evrópu og víð-
ar, með óskaplegum afleiðingum.
Meira: jonvalurjensson.blog.is
BLOG.IS