Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.02.2008, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ orkuöflunin er líka samkeppnis- rekstur. „Er hægt að fullyrða við þessi skilyrði að almannaþörf krefjist þess að eign eins sé tekin og færð öðr- um? Umræðan um þetta verður há- værari með hverju árinu,“ segir Elín. Samkvæmt núgildandi lögum þarf leyfi forsætisráðherra til að nýta vatns- og jarðhitaréttindi en ekki liggur fyrir með óyggjandi hætti hvort ráðherra er heimilt að fram- selja varanlega grunneignarrétt á þjóðlendum. Til þess þyrfti þó vænt- anlega að koma sérstök lagaheimild. Mælst hefur verið til þess að tekjum sem kunna að falla til vegna gjalda (leigu) fyrir afnot lands og landsgæða innan þjóðlendu verði var- ið sérstaklega í þágu verkefna innan þjóðlendna en renni ekki í ríkissjóð eða einstaka sveitarsjóði. Að því er Morgunblaðið kemst næst hefur sölu- andvirði þó ekki verið nefnt í þessu sambandi. Ekki á að selja grunneignarréttinn Sú hugmynd að orkuauðlindir fari varanlega til einkaaðila virðist ekki njóta mikils fylgis. Margir eru sann- færðir um að ekki eigi að selja „frum- burðarréttinn“, þ.e. grunneignarrétt- indin. Verði það gert þykir þó brýnt að vanda til upphaflegrar ráðstöfunar svo sem með almennum útboðum. En svo er að því að hyggja að verðmæti orkuauðlinda stefnir hraðbyri upp á við. Annar möguleiki er fólginn í opin- beru eignarhaldi en leigu til afmark- aðs tíma í senn. Yrði sú leið valin yrði útdeilingarvandinn eftir sem áður fyrir hendi. Þá kynnu að rísa marg- vísleg vandamál vegna takmarkaðs leigutíma. Ýmsar lausnir hafa verið nefndar til sögunnar, s.s. að leigutím- inn yrði 40 ár en endurskoðaður eftir 30 ár og þá að gefnum leikreglum, s.s. um aðlögun leigu að breyttum að- stæðum. Bent hefur verið á hættur sem kunna að fylgja þessari leið, m.a. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 12. janúar síðastliðinn. Þar segir bréfrit- ari m.a.: „Vandinn við þessa leið er hins vegar sá, að ef allar orkulindir í eigu ríkisins og þar með almennings væru nýttar á þennan veg má segja, að þeir eyjarskeggjar, sem byggja Ís- land, væru komnir í greipar eigenda slíkra orkufyrirtækja í einkaeigu að því er varðar orkuþörf. Þessir eig- endur gætu hækkað verð að eigin geðþótta vegna þess, að við núver- andi aðstæður alla vega eiga eyjar Hvaða grundvallarþýðingu hafa auðlindir landsins fyrir okkur? Orkulindir eru afar margvíslegar og mjög víða í kringum okkur en vatnsorka og jarðhiti eru mikilvægustu orkulindir á Íslandi. Báðar hafa þær sín séreinkenni en sameiginleg einkenni þeirra skipta einnig miklu máli fyrir nýtingu þeirra. Í báðum tilvikum einkennast orkulindirnar af orkustraumi. Vatnsorkan byggir á þeim orku- straumi sem kemur að ofan – úrkomunni, en jarðhitinn lifir á þeim orkustraumi sem kemur að neðan, þ.e. þeim varma sem kemur úr iðrum jarðar í formi bráðinnar kviku og varmaleiðni. Orkustraumur úrkomunnar er gefinn sem 285 TWh/a en orkustraumur að neðan sem 263 TWh/a. Skekkjumörk í þessu mati eru veruleg þannig að rétt er að segja að orkustraumarnar að ofan og neðan séu álíka. Bæði jarðhiti og vatnsorka hafa það einkenni að orka safnast irleitt innan við suðumark, oft á bilinu 70-90 stig, en á háhitasvæðum getur hann verið miklu meiri, jafnvel yfir 200 stig. Jarðhitasvæði lands- ins eru yfirleitt á svokölluðu gosbelti sem liggur þvert yfir landið frá suðvestri til norðausturs. Vestfirðir og Austfirðir eru utan gosbeltisins og þar er lítið um jarðhita. Háhitasvæðin á Íslandi eru yfirleitt tengd eldstöðvum og eldvirkni eins og til dæmis í Henglinum við Reykjavík, kring- um Trölladyngju á Reykjanesskaga, við Svarts- engi, við Þeistareyki í Þingeyjarsýslu og kring- um Torfajökul í grennd við Landmannalaugar. Upphaflega hitaveitan í Reykjavík fékk vatn frá Reykjum í Mosfellsbæ en þar er lághitasvæði. Í sumum sveitum landsins, til dæmis í Árnessýslu, má finna jarðhita af því tagi næstum því á hverjum bæ. Heimildir: Orkustofnun og Vísindavefurinn. saman á vissum stöðum í náttúrunni. Auk hins samfellda orkustraums eru þannig fyrir hendi orkubirgðir (eða bundin orka) sem hluti af orkukerfinu. Í vatnsorkunni eru það fyrst og fremst jöklarnir sem geyma bundna vatnsorku, en grunnvatnsgeymar, stöðuvötn og miðlunar- lón eru einnig dæmi um bundna vatnsorku. Áætlað er að bundin orka í jöklum landsins sé 7.600 TWh. Þessi orka flokkast sem óvinnanleg. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fellur um verulegan hæðarmun á til- tölulega litlu svæði, eins og til dæmis í fossum og flúðum. Jarðhitinn er hins vegar fyrst og fremst á svokölluðum jarðhitasvæðum. Greint er á milli lághitasvæða og háhitasvæða sem svo eru kölluð. Á lághitasvæðum er hiti vatnsins yf- Vatnsorka og jarðhiti mikilvægustu orkuauðlindirnar hér á landi Morgunblaðið/Rax Trölladyngja Miklir gufustrókar stígu til himins á Trölladyngjusvæðinu þegar háhitaholunni var hleypt upp á sínum tíma. EIGNARHALD Á ORKUAUÐLINDUNUM gbergmann.is 15.-17.feb. í Reykjavík Helgarnámskeið með Guðjóni Bergmann sem fjallar um það hvernig hugurinn starfar og hverju þú getur stjórnað, hvernig þú getur að nýtt þér streitu til framdráttar, byggt upp sjálfstraust og eflt jákvætt hugarfar, komið lífinu í betra jafnvægi með því að skilja hinar sjö mannlegu þarfir og þjálfað upp einbeitingu og aukið afköst. Kenndar eru einfaldar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar. Samnefnd bók fylgir með ásamt geisladiski. Næsta námskeið í Reykjavík helgina 15.-17.febrúar. Kennt föstudag frá 20:00-22:30, laugardag og sunnudag frá 9:00-17:00. Verð 32.900 kr., skráning og nánari upplýsingar á www.gbergmann.is. Eitt vinsælasta sjálfseflingarnámskeið síðustu ára. Þú ert það sem þú hugsar Morgunblaðið/ÞÖK Kárahnjúkar og Kringilsárrani Fossar, gróður, lækir, blóm og annað sem hvarf þegar vatni var hleypt á stífluna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.