Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 39
Sandakur, Árakur og Ljósakur Hæðin
Komdu og skoðaðu nútímaleg og falleg raðhús, á skjólsælum stað á Arnarneshæðinni. Húsin eru ýmist klædd
flísum, viði eða báruðu áli. Allur frágangur að utan tryggir lágmarksviðhald. Afhent tilbúin til innréttinga.
Sandakur 1. hæð 2. hæð Árakur 1. hæð 2. hæð Ljósakur 1. hæð 2. hæð
Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnadóttir löggiltur fasteignasali | www.arnarnes.is
Við búum á
Hæðinni
Arnarneshæðin er einstaklega vel staðsett á eftirsóttum
stað á höfuðborgarsvæðinu. Hverfið er sólríkt og skjólsælt,
með gullfallegt útsýni til allra átta. Stutt er í alla verslun og
þjónustu, fjölmargir skólar eru í næsta nágrenni og ótal
frábær íþrótta- og útivistarsvæði innan seilingar.
Raðhúsin okkar leika aðalhlutverkið í þættinum
Hæðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 í mars.
Hin glæsilegu raðhús okkar eru öllum opin í dag frá kl. 14–15
TÍMAMÓTASAMNINGAR voru
gerðir í upphafi árs 1997. Kjara-
samningar runnu út um áramótin,
en Vinnuveitendasambandi Íslands
(VSÍ) hafði ekki tekist að semja að
nýju í lok febrúar, og lausn ekki í
sjónmáli. Félagi íslenskra stórkaup-
manna (FÍS) og Verzlunarmanna-
félagi Reykjavíkur (VR) tókst hins
vegar að ná samningum og undirrit-
uðu kjarasamning 1. mars. Aðrir
samningar leystust í framhaldinu og
voru undirritaðir u.þ.b. viku síðar.
Þessir samningar voru að ýmsu leyti
stefnumarkandi fyrir framhaldið
þótt margar af þeim nýjungum sem
voru í samningi FÍS og VR séu ekki
enn komnar inn í almenna kjara-
samninga.
Meðal helstu nýmæla má nefna að
þetta var „sérgreinasamningur“
milli félags atvinnurekenda og félags
launþega án aðkomu heildarsamtaka
vinnumarkaðarins. Þá var samið til
3ja ára en einstakt var að samið væri
til svo langs tíma. Í samningunum
2000 var svo samið til 4ra ára. Samn-
ingurinn 1997 var fyrsti raunveru-
legi „markaðslaunasamningurinn“
þar sem laun eru ákveðin milli
vinnuveitanda og launþega fyrir of-
an ákveðið lágmark. Þessu tengt var
að samningurinn var svokallaður
„lágmarkslaunasamningur“ (mini-
mallönaftale). Samningurinn var
einnig fyrsti „fyrirtækjasamning-
urinn“, en um þetta sagði Stefán
Ólafsson, prófessor, í grein í Mbl. 1.
maí 1997. „Vegna þess miðstýrða
skipulags og viðvarandi vítahrings
mikilla átaka og ófullnægjandi ár-
angurs sem ríkt hefur á íslenskum
vinnumarkaði eru fyrirtækjasamn-
ingar sérstaklega tímabærir á Ís-
landi. Að öllu samanlögðu má því
ætla að þegar fram líða stundir muni
fyrirtækjasamningarnir 1997 teljast
meiri tímamótasamningar en þjóð-
arsáttarsamningarnir 1990“.
Að undanförnu hafa ýmsir lýst
andúð sinni á því að heildarsamtök
launþega á vinnumarkaði setji fram
stórar kröfur á stjórnvöld og kalli
þannig eftir nokkurs konar þríhliða
viðræðum ríkis, launþega og vinnu-
veitenda til lausnar á kjaradeilum. Í
100 ára afmælisriti DA, Dansk Ar-
bejdergiverforening, sem eru heild-
arsamtök atvinnurekenda í Dan-
mörku líkt og SA, Samtök
atvinnulífsins hér á landi, segir að
vinnuveitendur hafi fengið sig full-
sadda á svona (trepartsforhand-
linger) samningum á ofanverðum
áttunda áratugnum. Niðurstaðan
varð, að undirrótin lægi í miðstýr-
ingu þar sem ættust við heildar-
samtök launþega annarsvegar og
heildarsamtök vinnuveitenda hins-
vegar. Var því brugðið á það ráð að
valddreifa DA þannig að allir kjara-
samningar færu fram beint milli sér-
greinafélaga vinnuveitenda og sér-
greinafélaga launþega. Hefur þetta
gefið góða raun og kröfum sem
verkalýðshreyfingin kann að eiga við
ríkisvaldið er ekki lengur blandað
inn í almenna kjarasamninga.
Í framhaldi af þessu hefur DA
nánast verið skorið niður við trog
a.m.k. miðað við það sem áður var. Í
dag er hlutverk DA aðeins að vera
samræmingaraðili og hefur t.d. ekki
kjarasamningsumboð. Félagið gefur
ekki út ársskýrslu eða ársreikning.
Meira en helmingi
starfsmanna var sagt
upp, árgjaldatekjur
lækkaðar um 60%, að-
alstjórn minnkuð úr
55 í 20 og fram-
kvæmdastjórn úr 10 í
6. Í 100 ára afmæl-
isriti DA segir að
valddreifingin hafi
haft margskonar já-
kvæð áhrif á samn-
ingsferli og atvinnulíf.
Í sérgreinasamn-
ingum sé styttra milli
samningamanna og notenda samn-
inga sitt hvorum megin borðs. Stór-
aukning hafi orðið í gerð
sveigjanlegra launa-
kerfa (minimallön,
mindstebetaling, uden
sats), sjá töflu. En þau
eru undirstaða mark-
aðs- og fyrirtækjasamn-
inga, á kostnað taxta-
launasamninga
(normallön), sem nú
standa fyrir aðeins 16%
allra samninga á samn-
ingssviði DA og LO
(sbr. ASÍ). Lágmarks-
launakerfin henti miklu
betur fjölbreyttu atvinnulífi dagsins
í dag en taxtalaunakerfin, sem séu
einkennandi fyrir einhæfan og frum-
stæðan vinnumarkað.
Launakerfi
á samningssviði DA og LO 1989 2004
Taxtalaun (Normalløn) 34% 16%
Lágmarkslaun (Minimalløn) 32% 27%
Minnstulaun (Mindstebetaling)30% 35%
Án taxta (Uden lønsats) 4% 22%
Samtals 100% 100%
(Heimild: DA (2005), Arbejdsmarkeds-
relationer i Danmark)
Þegar endurskipulagning DA
hófst frá miðstýringu til valddreif-
ingar, eða „bottom-up“ eins og segir
í riti DA, var það ekki síst vegna
þess að eftir erfitt tímabil þríhliða-
samninga 1975, 1977 og 1979 var
traust fyrirtækjanna á hagsmuna-
samtökunum að þverra, og þau vildu
eiga bein samskipti við verkalýðs-
félögin, frekar en setja traust sitt á
stjórnmálamennina.
Heimildir: Jörgen Fink, DA i Danmark
(1996) Carsten Ströby Jensen, Arbejds-
markedsrelationer i Danmark (2007)
Gamalt og nýtt af vinnumarkaði
Birgir Rafn Jónsson
fjallar um kjaramál » Í 100 ára afmælisriti
DA segir að vald-
dreifingin hafi haft
margskonar jákvæð
áhrif á samningsferli og
atvinnulíf.
Birgir Rafn Jónsson
Höfundur er fyrrverandi
formaður FÍS.
Sími 551 3010