Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 29 á samningagerðina? „Jú, það hefur mikil áhrif á samninga. En ég tel að það væri, einmitt vegna þessa ástands, mjög gott að samið yrði sem fyrst – því fyrr því betra. Fjármálamarkaður- inn er huglægur. Væntingar fólks til framtíðar hafa mikil áhrif. Í svona ástandi þarf mikla varkárni í frágangi samninga, hvað samið er til langs tíma t.d. Ég hef verið hlynnt lengri tíma samningum. Ég er á því að það hafi skapað mikla kjölfestu í íslensku samfélagi hvað samið hefur verið til langs tíma. Fjögur ár eru lengsti tíminn sem samið hefur verið til. En það er auðvitað innihald samninganna sem skiptir öllu máli og forsendu- ákvæði, hvernig hægt er að losa sig úr samingunum ef forsendur bregðast. Það voru vonbrigði að samn- ingar skyldu ekki takast um til- lögur þær sem ASÍ lagði fram, ég reiknaði satt að segja með að það myndi ganga. Mér fannst þetta borðleggjandi kostur og mér kom á óvart að þetta skyldi verða nið- urstaðan.“ Örar breytingar ekki vilji fólks – Koma væringar í borgarmálum illa inn í þessa samninga? „Allt sem hefur áhrif á sam- félagið hefur áhrif á kjarasamn- inga. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta kemur til að hafa í raun – en allur losarabragur er óheppilegur. Þetta er leiðinlegt og raunar búið að vera hálfgerður farsi um margra mánaða skeið. Mér finnst pínlegt að horfa upp á þetta. Ég vil láta bera virðingu fyrir stofn- unum eins og borgarstjórn. Það er vandratað í þessu máli, líklega er best að segja sem minnst, en svona örar breytingar eru ábyggi- lega ekki vilji fólks almennt. Það er alltaf best að fólk viti nokkurn veginn að hverju það gengur. Það skapar kjölfestu.“ – En nú erum við með rík- isstjórn sem yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar styður – er það ekki heppilegt? „Það ætti að hjálpa í kjarasamn- ingagerðinni. En þetta er rík- isstjórn sem við höfum ekki samið við áður og það verður að spyrja að leikslokum. Mér fyndist að rík- isstjórnin ætti að hafa bolmagn til að gera það sem gera þarf. Ég treysti á að ríkisstjórnin sé hlynnt því að hlúa að hagsmunum fólksins í landinu. Til þess er þetta fólk kosið. Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni En í þessari ríkisstjórn eru ólík- ir flokkar og það hlýtur að auka breidd í afstöðunni. Við vitum ekki hvort það er gott eða slæmt, við vitum það ekki fyrr en samningar eru búnir. Fyrirfram tel ég að það sé af hinu góða. En það er nýtt að semja við ríkisstjórn sem hefur svona mikinn meirihluta og hvaða áhrif það hefur er ekki ljóst ennþá. Verkalýðshreyfingin hefur lagt sig fram um það í langan tíma að semja mjög ábyrgt, verið tilbúin til að axla ábyrgð með öðrum á að lækka verðbólgu og auka stöð- ugleika. Það verður auðvitað að vera þannig að atvinnurekendur og stjórnvöld komi á móti.“ – Hvað um ástandið á húsnæð- ismarkaðinum? „Inni í sameiginlegum kröfum á borði Alþýðusambandsins eru áherslur á húsaleigubætur og vaxtabætur – þær skipta mjög miklu máli. Húsnæði hefur hækkað mjög mikið. Það er af hinu góða að fasteignagjöld hafa lækkað nokkuð í Reykjavík. En við leggjum mjög verulega áherslu á vaxtabæturnar, húsaleigubætur og barnabætur. Ef fólk reiknar með vaxtabótum við kaup á húsnæði en fær svo engar, þrátt fyrir að það sé í sama hús- næði, þá geta fjármál þess verið komin í öngþveiti. Snögg kólnun á fasteignamarkaði getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. Það hlýtur að vera allra hagur að við samein- umst í þríhliða samstarfi – ASÍ, atvinnurekendur og stjórnvöld – í því að koma á samningum sem auka lífsgæði og bæta hag fólks en auki líka stöðugleikann.“ – Ertu bjartsýn á að þetta tak- ist? „Ég er bjartsýn að eðlisfari – annars væri ég ekki hér, þetta myndi buga mann ella. Ég trúi á að fólk sjái ljósið og skilji ástandið og bregðist rétt við. Ég bý mig svo sem undir að samningaferlið drag- ist á langinn en vonast til að það gangi fljótt fyrir sig.“ Samstiga forystufólk – Vinnið þið vel saman, þið Grét- ar Þorsteinsson? „Já, það gerum við og höfum gert lengi. Við erum samstiga. Auðvitað eru uppi aðeins misjafnar áherslur innan verkalýðshreyfing- arinnar, eftir hópum, og í mörgum tilvikum þurfum við að semja inn- byrðis til að finna leið sem allir eru sáttir við að fara. Það koma fleiri að því samstarfi og við leggj- um á okkur mikla vinnu til að finna leiðir sem við teljum að komi umbjóðendum okkar sem best. Við vinnum mikið saman innan Al- þýðusambandsins.“ – Eru aðstæður núna slæmar til samningagerðar? „Nei, ég man miklu svartara út- lit, t.d. á árunum þegar þjóðarsátt- arferlið stóð yfir, þá hafði nið- urskurður á fiskkvóta allt önnur áhrif en nú. Við vitum þó ekki hvaða áhrif lækkun á hlutabréfum hefur, ef hún verður til langs tíma, né held- ur hver verðbólgan verður. En hér er nú ekkert atvinnuleysi, rík- issjóður er ágætlega settur. Hitt er annað að hér er mikill fjöldi erlendra starfsmanna sem ekki er vitað hvað gerir ef verður atvinnuleysi og margt erlendis hef- ur áhrif hér langt umfram það sem það gerði – enginn er eyland leng- ur í efnahagsumhverfinu.“ – Hvað með evruna? „Við erum með til umræðu í kjarasamningum að reyna að skrifa ákvæði um hvernig laun yrðu greidd með evru, – ef það er gert, svo eitthvert kerfi sé til á því. En ég er persónulega á móti því að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið – og hef styrkst í þeirri afstöðu. Það eru ýmsir kostir í svona litlu hagkerfi eins og okkar, – ef við erum sammála um að nýta þá. Ég hef heimsótt Brussel og við það hefur afstaða mín harðnað. Nú höfum við tölu- verð áhrif á alþjóðavettvangi sem ég tel að við myndum tapa ef við gengjum í ESB. Enginn hefur heldur sannfært mig um að við fengjum góða samninga hvað snertir fiskveiðina, þótt það sé nú minni hlutur í hagkerfi okkar en áður. Ég tel líka að Íslendingar yrðu ekki ánægðir í því skrif- finnskuumhverfi sem ríkir í ESB. Ég tel að okkar samfélag gangi af því að við erum áræðin og miklum ekki fyrir okkur hvað gæti gerst. Við teljum okkur geta allt – og getum það fyrir bragðið. Ég segi ekki að allt sé hér fullkomið og við þurfum ekki að gæta okkar, en ég tel að við séum ekki tilbúin til að ganga inn í svona risastórt um- hverfi þar sem við yrðum bara lítil arða. En þetta er aðeins mín persónu- lega skoðun. Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu málefni innan ASÍ, eftir því við hvern er rætt. Að mínu mati á ASÍ ekki að taka afstöðu í þessu máli, það er mjótt á munum í afstöðu almennings í þessu máli og það gæti auðveld- lega klofið sambandið „í herðar niður“. Afstaða í svona máli byggist að mínu mati á því sama og trúar- brögð gera – á tilfinningu fremur en staðreyndum. En verkefni ASÍ er að upplýsa og draga fram kosti og galla.“ – Heldur þú að ykkur takist að hækka lágmarkslaun hér á Ís- landi? „Ég er að vonast eftir því. Við erum að semja nú eftir mikið upp- gangstímabil, sem er annað en eft- ir mikla niðursveiflu. En það er best að segja sem minnst.“ gudrung@mbl.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt?                           Barcelona Áskrifendaverð 7. mars 13. mars Alm. verð Þú sparar 3 nætur 3 nætur (allt að) Flugsæti Flug báðar leiðir með sköttum 28.990 22.990 44.790 20.800 Hotel Aragon *** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 39.990 54.990 15.000 Hotel Husa Via Barcelona **** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 44.990 61.890 16.900 Hotel HCC Montblanc *** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 47.990 64.790 16.800 Hotel Barcelona Plaza / Gran Hotel Barcelona **** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 47.990 61.790 13.800 Hotel H10 Itaca **** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli m/morgunv. 52.990 74.490 21.500                                                                                                              !"   # $ %    &          '       (        )      $   ) %  !" '               ' *+      '                '  # $ %         +          ,     -.   +  +         ).                                    /     01 $ %   2     3    1 . * !"    #$     "  #    %     $   (    .                4     (  (   !"           #$    %   & ' (   )*&             +     (     ,,,   &'   ()*++   , )-      ((..+    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.