Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR Ó. ÞORGEIRSSON, fv. skrifstofustjóri Sjóvátryggingafélags Íslands, Fannborg 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Einar Runólfsson, Þórunn Guðbjörnsdóttir, Guðrún Kr. Runólfsdóttir, Dale Campbell-Savours, Þorgeir Pétur Runólfsson, Jóhanna M. Guðnadóttir, Guðni Kr. Runólfsson, Katrín Runólfsdóttir, Erlingur Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær frænka okkar, MARGRÉT NÍELSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 31. febrúar. Hallgrímur og Margrét, Sigurður, Ása og Andrés. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, JÓHANNA BÓEL SIGURÐARDÓTTIR, Skjólbraut 1, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmudaginn 31. janúar. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jo Ann Hearn, Jón Kristján Brynjarsson, Jóhanna Bóel Bergmann, Guðjón Bergmann, Kjartan Hearn, Rannveig Jónsdóttir, Þuríður Hearn, Bára Steinunn, Daníel Logi, Kolfinna Katla, Iðunn Ösp, Svava Sigurðardóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, barnsfaðir, bróðir, mágur og frændi, MARINÓ TRAUSTASON frá Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. janúar. Úför hans hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Breki, Kalli og Birta Marinósbörn, Lilja Birgisdóttir, Ólafur Traustason, Matthildur Matthíasdóttir, Ómar Traustason og fjölskyldur. ✝ Þorbjörg Daní-elsdóttir fæddist í Reykjavík 5. októ- ber 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík 13. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Daníel Daní- elsson úrsmiður og leturgrafari, f. 25. nóv. 1892, d. 28. des. 1926, og Ragnheiður Guðbrandsdóttir, f. 9. des. 1898, d. 30. nóv. 1975. Fóst- urfaðir Þorbjargar var Magnús Vigfússon, f. 21. jan. 1898, d. 13. sept. 1957. Systir Þorbjargar er Gróa Magnúsdóttir, f. 2. sept. 1930, gift Jónasi G. Sigurðssyni. Þorbjörg giftist 24. maí 1947 Þórarni Stefáni Sigurðssyni, f. 31. jan. 1922, d. 8. apríl 1994. For- eldrar hans voru Sigurður Egg- ertsson skipstjóri, f. 21. sept. 1876, d. 6. júní 1922, og Ingibjörg Péturs- dóttir, f. 6. jan. 1887, d. 8. ág. 1959. Þórarinn tvö börn og Sigurveig einn son og þrjá sonarsyni. 9) Þor- björg, f. 6. jan. 1961, maki Har- aldur Gíslason. Þau eiga þrjú börn. Þorbjörg ólst upp á Ljós- vallagötu í Reykjavík en dvaldi flest sumur hjá föðurafa sínum og frændfólki á Sauðárkróki. Hún lauk gagnfræðaprófi og starfaði við verslunarstörf þar til hún gift- ist. Þau Þórarinn bjuggu fyrstu ár sín í Vesturbæ Reykjavíkur, lengst af á Kvisthaga 3. Árið 1960 fluttust þau í Garðabæ og bjuggu þar til 1967 er þau fluttu til Grund- arfjarðar. Frá Grundarfirði fluttu þau á Suðurnesin árið 1972, fyrst í Grindavík, síðan í Hafnir og svo loks til Keflavíkur. Heimili þeirra hjóna var alla tíð stórt í sniðum, bæði barnmargt og mikið um gestakomur. Þorbjörg stjórnaði heimilinu af miklum myndarbrag en naut aðstoðar Ragnheiðar móð- ur sinnar um árabil. Auk heim- ilishaldsins sá Þorbjörg um mat- seld í fyrirtækjum þeirra hjóna í Grindavík og Höfnum. Eftir andlát Þórarins bjó Þorbjörg á Suðurgötu 14 í Keflavík, í íbúðum aldraðra, í góðu yfirlæti, þar til hún lést. Útför Þorbjargar var gerð í kyrrþey. Börn Þorbjargar og Þórarins eru: 1) Daní- el, f. 4. sept. 1947, maki Ingibjörg Norð- dahl. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. 2) Ragnheiður, f. 23. mars 1949, maki Kristján Guðmunds- son. Þau eiga tvo syni og eitt barnabarn og eitt er látið. 3) Ingi- björg, f. 11. júní 1953. 4) Jóhanna, f. 26. maí 1954, maki Áskell Agnarsson. Þau eiga tvö börn og Áskell á auk þess eina dóttur og tvö barnabörn. 5) Magn- ús, f. 31. okt. 1955, d. 12. apr. 1956. 6) Hrönn, f. 16. jan. 1958, sambýlis- maður Kristinn Arnar Pálsson. Þau eiga einn son, áður átti Hrönn einn son og Kristinn tvö börn. Þau eiga þrjú barnabörn. 7) Magnús, f. 24. sept. 1959, maki Steinunn Snæ- björnsdóttir. Þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 8) Þórarinn, f. 6. jan. 1961, maki Sigurveig Þorkels- dóttir. Þau eiga einn son. Áður átti Elsku mamma. Ekki óraði mig fyrir því þegar þú varst hjá okkur um áramótin að þú ættir þrettán daga eftir ólifaða. Og ekki heldur að það væru bara þrír dagar eftir þegar ég kom til þín á sjúkrahúsið. En svona er þetta líf. Þú sagðir mér, og hafðir reyndar gert oft áður, að þú værir búin að lifa alveg nógu lengi og værir tilbúin að fara ef skap- aranum sýndist svo. Hann hefur augljóslega verið búinn að merkja við daginn. Það sem er þó gleðilegt við svona sorglegan atburð er að þú varst eiginlega aldrei alvarlega veik fyrr en þú fékkst kransæðakastið fjórum dögum fyrir andlátið. Ég held mér sé óhætt að segja að í raun hafi ævikvöldið þitt verið afar ánægjulegt og það er vissulega mik- ils virði. Ef við skiptum æviskeiðinu í þrennt, æskuárin, fullorðinsárin og efri árin, má segja að æskuárin hafi einnig verið þér ánægjuleg. Þrátt fyrir nokkur veikindi áttir þú afskap- lega ljúfar minngar frá æskudögun- um á Ljósvallagötunni og norður á Sauðárkróki hjá afa þínum og frændfólki öll sumur. Það leyndi sér ekki. Að skyldunámi loknu hófst þú störf í verslun og stundaðir þau störf næstu árin. Einkum í skóbúð Jóns Bergssonar. Frænkur mínar sem nú eru gengnar sögðu okkur eldri systkinunum eitt sinn frá því að þú hefðir þroskast í stórglæsilega konu hvar sem á var litið, ekki síst með einstaklega fallega fótleggi. Það hefði ekki skaðað í skóbúðinni þegar sýna þurfti nýja skó. Þið afgreiðslu- stúlkurnar hefðuð skrafað margt og verið allar sammála um eitt. Þið ætl- uðuð að ná ykkur í háa og mynd- arlega menn. En þegar pabbi birtist hefði ástin strax slegið af hæðarkröf- urnar. Á áttræðisafmælinu þínu var þetta rifjað upp með eftirfarandi vísu: Hana dreymdi um dánumann háan og vild’ ekki hafa neinn lágan en þegar hún sá’ann vild’ún óðara fá’ann svona stórmyndarlegan, en smáan. En forsjónin ætlaði þér erfiða og annasama daga drjúgan hluta full- orðinsáranna. Það er þó ekki sama og að hún hafi alveg hætt að brosa við þér. Hún sendi ykkur pabba níu sólargeisla sem öll lifðu nema eitt. Þið voruð því með átta börn, ömmu, hund og þokkalegan efnahag þegar þið urðuð fertug. Eftir það fylgdi tími mikils umróts, flutninga og fjár- hagserfiðleika þau rúmu 30 ár sem pabbi átti ólifuð. Starfsálag þitt með gríðarlega þungt heimili og aðra vinnu í ofanálag var líka oft á tíðum allt of mikið á þessum árum. Lífið gat þó verið skemmtilegt og var það reyndar oft. Barnahópurinn ykkar óx úr grasi, fluttist að heiman og brátt fóru barnabörn að kíkja í heim- sókn til ömmu og afa. Þegar pabbi dó varst þú orðin 71 árs og kominn tími fyrir náðugri daga. Þau fjórtán ár sem liðin eru held ég að hafi verið þér afar góð. Þú fékkst smekklega íbúð á Suðurgötunni í Keflavík og hafðir góðan félagsskap fólks á svip- uðu reki í dagvistun aldraðra í kjall- ara sama húss. Fjórar af systrum mínum bjuggu í nágrenninu og höfðu meira og minna daglegt samneyti ásamt elskulegum tengdasonum sem allt vildu fyrir þig gera og síðan ekki síst töluverður hópur barnabarna og barnabarnabarna sem komu í heim- sókn. Samvistir við okkur hin sem fjær bjuggum voru einnig töluverð- ar. Fjölskylda mín naut þess að fá þig í heimsókn bæði á Sogaveginn og upp í bústað en kannski jafnast fátt við dvölina sem við áttum saman úti Þorbjörg Daníelsdóttir ✝ Elín Inga Hreið-arsdóttir fædd- ist á Akureyri 4. júlí 1937. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 11. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Soffía Guðrún Árnadóttir frá Grund í Svarf- aðardal, f. 18.9. 1905, d. 27.11. 1995, og Hreiðar Frið- geirsson trésmiður frá Hóli við Rauf- arhöfn, f. 7.9. 1910, d. 5.12. 1964. Systkini Elínar eru Stefán Valur Pálsson, f. 1929, Árni Valur Viggósson, f. 1931, Geir Hreið- arsson, f. 1936, Heiða Hreið- arsdóttir, f. 1954, Helena Hreið- arsdóttir, f. 1955, Hrönn Hreiðarsdóttir, f. 1960, og Halla Hreiðarsdóttir, f. 1964. zenu Björnsson, börn hans og Mar- ie Irene Gasper eru Aníta, Amy og Robert, 4) Guðmundur, f. 8.10. 1961, maki Arnhildur Arnbjörns- dóttir, börn þeirra eru Einar, móð- ir Halla Angantýsdóttir, Bryndís Sunna og Eydís Anna, 5) Ingi Björnsson, f. 12.11. 1964, kvæntist Freydísi Jónsdóttur, þau skildu. Synir þeirra eru Viðar Elías, móð- ir Linda Viðarsdóttir, og Jón Kristinn. Barnabarnabörn Elínar Ingu eru 15. Sambýlismaður Elínar síðustu ár er Davið Zóphaníasson, f. 25.2. 1934. Elín ólst upp á Raufarhöfn. Að lokinni skólagöngu vann hún við síldarsöltun og verslunarstörf og eftir að börnin fæddust annaðist hún heimilið. Elín flutti til Reykja- víkur 1966, bjó í Njarðvík frá 1982-1996 en bjó síðustu árin í Hafnarfirði. Elín var lengst af heimavinnandi húsmóðir, síðar vann hún ýmis störf, síðast við heimilisaðstoð í Keflavík, þar til hún lét af störfum sökum heilsu- brests. Útför Elínar Ingu fór fram 18. janúar, í kyrrþey að hennar ósk. Elín giftist 17.7. 1955 Birni Guð- mundssyni frá Rauf- arhöfn, f. 17.2. 1933, d. 17.3. 1998. Þau skildu. Foreldrar hans voru Guð- mundur Eiríksson skólastjóri, f. 11.5. 1898, d. 24.6. 1980, og Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 25.11. 1906, d. 24.5. 1992. Börn Elínar og Björns eru: 1) Sig- urbjörg, f. 30.12. 1954, giftist Sigurjóni Matthías- syni, þau skildu. Börn þeirra eru Inga Birna, faðir Anton Valur Pálsson, Sigurður Ívar og Margrét Fríða, 2) Soffía, f. 18.3. 1956, gift Guðjóni Snæbjörnssyni, börn þeirra eru Elín Anna, Björn, Hrafnhildur Helga Soffía, 3) Hreiðar, f. 1.8. 1958, kvæntur Bo- Horfin móðir mín þú ert mér finnst ég vera ein. Ekkert við því gat ég gert ég gat ei grætt þín mein. Í þessu ljóði þúsundfalt þakka ég þér vina mín. Okkar á milli allt og allt alla tíð ég sakna þín. (Ásta Svendsen) Elsku mamma. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Guð geymi þig. Þín dóttir Sigurbjörg. Elsku amma. Eftir langa dvöl á hjúkrunar- heimili og langvarandi veikindi kvaddir þú þetta líf. Þú fórst sátt á þinn hátt. Þegar við hugsum til baka eigum við margar góðar minningar. Amma Ellý, eins og hún var alltaf kölluð, var yndisleg amma, sem ávallt var gott að heimsækja. Við frænkurnar fórum oft og iðulega sem krakkar í heim- sókn um helgar til ömmu og feng- um að gista. Það sem okkur er minnisstæðast frá þessum heim- sóknum er hvað amma var alltaf viljug að taka þátt í leikjum með okkur eins og þegar við stöllur skrifuðum bréf til jólasveinsins og Elín Inga Hreiðarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.