Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan VIÐ VERÐUM AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ LÝSA YFIR GJALDÞROTI. SÍÐAN GETUM VIÐ SAMIÐ VIÐ LÁNADROTTNA ÞÍNA UM GREIÐSLUR ÚR ÞROTABÚINU MÉR LÍÐUR EINS OG ÉG SÉ AÐ SÖKKVA OFAN Í FEN ÞETTA ER ALLT Í LAGI. ÉG SKAL SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞÚ SÖKKVIR EKKI LENGRA EN UPP AÐ HÖKU ALLT Í LAGI! ALLT Í LAGI! ÉG SKAL SKIPTA UM EYRU! VIÐ HÖFUM ÁKVEÐIÐ AÐ FELA ALLAR FJARSTÝRINGARNAR. HÉÐAN Í FRÁ GERUM VIÐ ALLT HANDVIRKT MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT, EN ÞÚ ÞEKKIR REGLURNAR... BLAUTIR HUNDAR VERÐA AÐ SITJA AFTUR Í FRAMTÍÐINNI FYLGIR NÝ TÍSKA... GEÐVEIKT MAÐUR! TAKK FYRIR ÞAÐ! dagbók|velvakandi Þakkir FORELDRAR mínir lentu í því óhappi laugardaginn 26. janúar sl. að missa Yaris-bílinn sinn út af Reykja- nesbrautinni. Þau urðu náttúrlega skelkuð en sluppu sem betur fer ómeidd. Það kom þarna eitthvað af fólki sem aðstoðaði þau, dró bílinn upp á veg aftur og hlúði að þeim. Þau eru alveg miður sín yfir að hafa ekki þakkað þessu yndislega fólki nóg og vilja hér með senda þeim sínar bestu kveðjur og hjartans þakkir fyrir alla hjálpina. Þau heita Heiðar Viggósson og Sólveig Ástvaldsdóttir. Sást þú þetta? MIG langar að lýsa eftir vitnum að aftanákeyrslu sem átti sér stað laust eftir klukkan 14, þann 28. desember sl. á Grandavegi. Þar átti sér stað það leiðindaatvik að ung stúlka milli tví- tugs og þrítugs með prjónahúfu ók grárri Toyotu aftan á bláa Toyotu- bifreið ömmu minnar. Stúlkan varð mjög stressuð yfir at- vikinu og stakk uppá því að frekar yrði fyllt út tjónaskýrsla í stað þess að hringja á lögreglu. Amma mín, sem er yndisleg eldri kona, sá hversu stressuð stúlkan var og strauk henni ítrekað um hendina og fullvissaði hana um að þetta væri ekkert sem ekki mætti leysa gegnum tryggingar, og hún þyrfti engar áhyggjur að hafa. Í sameiningu fylla þær út tjóna- skýrslu og skilur amma mín eftir all- ar sínar upplýsingar, heimasíma og farsíma. Hún kveður svo stúlkuna með þeim orðum að hún skuli nú bara klára áramótin í rólegheitum og hafa svo samband í byrjun árs. Þegar amma sest svo aftur í bílinn rennur uppfyrir henni að hún hafði ekki fengið sitt afrit af skýrslunni og var því ekki með neinar upplýsingar í höndunum um bílstjóra tjónabílsins. Stúlkan ók hins vegar á brott og enn hefur ekkert heyrst frá henni. Hvort hún vísvitandi hefur ekki haft sam- band eða hvort upplýsingarnar sem hún hafði í höndunum hafi hreinlega týnst er ekki vitað, en eitt er þó víst að nú situr ellilíferisþegi uppi með reikning fyrir viðgerð sem hún neyð- ist til að borga þrátt fyrir að hafa ekki valdið tjóninu. Nú vil ég freista þess, fyrir hönd ömmu minnar, að biðja stúlkuna að gefa sig fram, eða þá að lýsa eftir vitnum að atburðinum. Ef stúlkan eða vitni atburðinum sjá þessar línur eru þau beðin að hafa samband við mig í síma 822-0222 eða 567-6001. Krista. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Í Hlíðahverfi í Reykjavík eru bæði stór og voldug tré sem veita gangandi vegfarendum skjól fyrir veðri og vindum. Nokkuð hefur snjóað í höfuðborg- inni síðustu daga og ekki er útlit fyrir að snjóinn taki upp á næstunni. Árvakur/Golli Í skjóli trjánna Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 Glæsileg nýbygging H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Til leigu eru tvær efstu hæðirnar í glæsilegri nýbyggingu á frábærum stað við Glæsibæ. 6. hæð er 842,9 fermetrar og 7. hæð er 584,8 fermetrar. Nánari upplýsingar veitir Karl Þ ráinsson aðstoðarforstjóri í síma 530 4200 eða í tölvupósti á netfanginu karl.th@iav.is. Til leigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.