Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ EIGNARHALD Á ORKUAUÐLINDUNUM G eir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn telja að skynsamleg og hagkvæm nýting náttúruauðlinda Íslands verði best tryggð með því að nýtingar- og afnotarétturinn sé í höndum einstaklinga. „Við sjálfstæðismenn viljum standa vörð um fullveldisrétt þjóðarinnar yfir auð- lindunum og að fulltrúar þjóðarinnar hafi vald til að setja skorður við nýtingu og afnotum í því augnamiði að tryggja að auðlindir Íslands verði til staðar fyrir komandi kyn- slóðir,“ segir Geir. Hann segir að hafa verði í huga að nýtingarréttur fall- vatna og jarðorku sé að langmestu leyti á höndum ríkisins, annars vegar þau réttindi sem tilheyra Landsvirkjun og hins vegar þau réttindi sem tilheyra þjóðlendum. „Frumvarp iðnaðarráðherra sem nú er til umfjöllunar í þingflokkum gengur öðrum þræði út á að þessar eignir rík- isins verði ekki framseldar einkaaðilum með varanlegum hætti. Ef um það næðist pólitísk samstaða á Alþingi síðar að selja einkaaðilum land til nýtingar á orkuauðlindum, t.a.m. í afmörkuðum tilvikum, þá væri það að sjálfsögðu heimilt þrátt fyrir ákvæði frumvarpsins. Það er hins vegar hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né ríkisstjórnarinnar að hrófla við núverandi eignarhaldi einkaaðila á orkuauðlindunum.“ Geir segir mikilvægt að átta sig á því að frumvarp iðn- aðarráðherra gangi ekki út á að ríkið taki til sín eignarrétt- indi sem það hefur ekki nú þegar. Til lengri tíma litið sé það þess vegna stefna Sjálfstæðisflokksins að nýtingar- og afnotaréttur að auðlindunum verði hjá einkaaðilum, að svo miklu leyti sem það samræmist almannahagsmunum. Tilfærsla eignarhalds skoðuð Öll stærri orkufyrirtæki á Íslandi eru í opinberri eigu. Á síðustu landsfundum Sjálfstæðisflokksins hafa, að sögn Geirs, farið fram miklar og hreinskiptnar umræður um hvort breyta eigi þessu fyrirkomulagi og þá hve langt eigi að ganga. „Á síðasta landsfundi náðist samstaða um tillögu þess efnis að skoðaðir verði kostir þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum yfir til einkaaðila, sérstaklega með tilliti til samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða. Tillögur sem gengu lengra í þá átt að losa um eignarhald ríkisins hafa ekki náð fram að ganga. Þessi umræða er auðvitað mjög lifandi innan Sjálfstæðisflokksins og ég reikna fastlega með því að tekist verði á um þetta álitaefni á næsta lands- fundi með málefnalegum hætti eins og hingað til,“ segir Geir. Hans skoðun er sú að þegar aðskilnaður samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi orkufyrirtækjanna hefur verið tryggður fari best á því að samkeppnisstarfsemi þeirra fari frá ríkinu. „Það er samstaða um það milli stjórnarflokkanna að al- mannaveiturnar verði áfram í eigu hins opinbera. Varðandi aðra þætti í starfsemi þeirra, t.a.m. svokallaða útrás orku- fyrirtækjanna, þá erum við að ganga í gegnum umbreyting- arskeið í þeim efnum. Það er ágætt að hafa í huga í því efni að Landssíminn var lengi vel í meirihlutaeigu ríkisins á sama tíma og hann var í samkeppni við aðra aðila á fjar- skiptamarkaði. Slíkt getur ekki gengið til lengri tíma en þó verður að gæta þess að orkufyrirtækin, líkt og Landssíminn á sínum tíma, fái svigrúm til að þróa þekkingu sína á meðan á þessu umbreytingartímabili stendur. Þannig er það bæði í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins og stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar að félög í eigu ríkisins hafi samstarf við einkaaðila um útrás íslenskrar sérþekkingar og hugvits á sviði orkumála,“ segir Geir. Skortur á leikreglum skaðlegur „Við í Samfylkingunni teljum löngu tímabært að skýrt sé kveðið á um eignarhald á orkuauðlindum til að verja al- mannahagsmuni en viljum um leið greiða fyrir samkeppni og útrás á orkusviðinu. Við teljum að skortur á leikreglum á þessum markaði hafi verið skaðlegur,“ segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Það er meginafstaða flokksins að orkuauðlindirnar eigi að lúta eignarhaldi opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, eins og þær gera að langmestu leyti í dag. „Þá er það skoðun okkar að best fari á því að orkufyr- irtæki sem eru fyrst og fremst að framleiða fyrir hinn al- menna markað séu í opinberri eigu,“ segir Ingibjörg Sólrún en bætir við að tímabært sé að einstakar virkjanir sem tengjast stóriðju séu byggðar og reknar á markaðslegum forsendum og lúti þannig eðlilegum arðsemiskröfum. „Við þær aðstæður kæmi til auðlindagjald, þ.e. greiðsla fyrir nýt- ingu á auðlindinni sem rynni til almennings. Þetta fyr- irkomulag yrði að vera til langs tíma, einhverra áratuga, enda um mikla fjárfestingu að ræða.“ Ingibjörg Sólrún segir það vissulega gera lagasetningu á orkusviðinu flóknari að hluti Hitaveitu Suðurnesja sé kom- inn í einkaeigu en útilokar samt ekki að hægt verði að finna lausn á því máli sem fæli í sér að auðlindin yrði eign sveit- arfélaganna en á móti fengju einkaaðilar aukinn hlut í virkj- unum og öðrum mannvirkjum. Ingibjörg Sólrún telur að salan á hlut ríkisins í HS hafi ekki verið nægilega vel undirbúin. „Lagaramminn í kringum orkumarkaðinn almennt þarf að vera skýrari. Það hefur ekki verið unnið nægilega vel að þeim málum á und- anförnum árum en stundum er það svo að eitthvað þarf að gerast til að menn taki við sér. Þess vegna tel ég æskilegt að orkumálafrumvarp iðnaðarráðherra, sem nú er hjá þing flokkunum, verði að lögum fyrr en síðar. Helst nú á vor- þinginu.“ Ingibjörg Sólrún segir Samfylkingunni þykja eðlilegt að sama gildi um orkuauðlindirnar og fiskveiðiauðlindirnar og fyrir vikið sé full ástæða til að skoða hvort ekki eigi að binda eignarrétt þjóðarinnar með ákvæði í stjórnarskrá. „Það er að okkar mati eðlilegt að þessar meginauðlindir okkar séu meðhöndlaðar með sambærilegum hætti.“ Ein af undirstöðum okkar velferðarsamfélags „Við teljum að orkuauðlindirnar og nýting þeirra í þágu almannahagsmuna sé ein af undirstöðum okkar velferð- arsamfélags,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og bætir við að eðli þessarar starfsemi sé með þeim hætti að allt mæli með því að eignarhald og forræði sé opinbert. „Því er þá best fyrir komið þannig að ríki og/eða sveitarfélög fari með þessi mál fyrir hönd þjóðarinnar og alveg sérstaklega sé tryggt að orkuauðlindirnar sjálfar séu á forræði almennings og öll starfsemi á þessu sviði sem lýtur náttúrulegum fákeppnis- eða einokunaraðstæðum sé líka á hendi hins opinbera til að menn verði ekki einkavæddri einokun eða fákeppni að bráð.“ Steingrímur segir það þó vitaskuld ekki útiloka að einka- aðilar reisi virkjanir á sínu landi og selji inn á orkukerfið. „Við komum að eignarhaldi á landi eins og það er og því verður ekki breytt í einni svipan.“ Hann segir vinstri-græn andvíg allri sölu á landi í opinberri eigu, jörðum hvað þá þjóðlendum og virkjunarréttindum. Flokkurinn er líka and- vígur því að breyta eignarhaldinu á stóru orkufyrir- tækjunum sem eru í eigu ríkisins, þ.e. Landsvirkjun, RA- RIK og Orkubúi Vestfjarða. Sama gildir um afstöðu hans til orkufyrirtækja sveitarfélaga. Hættulegt að innleiða gróðahyggju Helstu rökin fyrir þessari afstöðu eru, að sögn Stein- gríms, almannaþjónusta, sjálfbær þróun og umhverfis- og öryggissjónarmið. „Það er líka hættulegt að innleiða gróða- hyggjuna og grímulausar arðsemiskröfur inn í þetta um- hverfi. Arðinum er best skilað gegnum það að næg umhverf- isvæn orka sé til staðar í þágu almennings og atvinnulífs. Það er skynsamlegri hugsun en að sjúga arðinn út úr rekstrinum til einhverra eigenda.“ Steingrímur telur mikilvægt að hið opinbera noti í gegn- um eignarhald sitt og stöðu tækifærið og nái fram mark- miðum sem erfitt yrði að ná fram yrðu auðlindirnar og orkufyrirtækin einkavædd að hluta til eða öllu leyti. „Menn hafa víða brennt sig á markaðsvæðingu orkukerfa og af því þurfum við að læra. Ríkið gæti t.d. beitt eignarhaldi sínu á Landsvirkjun, RARIK og Orkubúi Vestfjarða til að end- urskipuleggja orkubúskap þjóðarinnar og gera hann skil- virkari. Er ríkið til dæmis tilbúið að leysa til sín Landsnet og gera það að sjálfstæðu óháðu ríkisfyrirtæki sem ekki er á neinn hátt í stjórnunar- eða eignalegum tengslum við orkufyrirtækin? Það væri að mínu viti mikið framfaraskref. Í öðru lagi velti ég því fyrir mér hvort ríkið sé tilbúið að nota núverandi eign sína, þ.e. fyrrnefnd fyrirtæki, til að búa til landshlutaorkufélög? Það fyrirkomulag gæti að mínu mati orðið mjög skilvirkt.“ Steingrímur segir VG fylgjandi því að tryggja eignarhald þjóðarinnar á orkuauðlindunum með ákvæði í stjórnarskrá eftir því sem því verður við komið. „Illu heilli voru menn samt ekki jafnframsýnir þegar þeir settu lögin um orkuauð- lindirnar og þegar þeir settu lögin um fiskimiðin. Þetta er því ekki vandkvæðalaust en ber eigi að síður að gera eftir því sem framast er unnt.“ Nýttar af varúð og virðingu Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það stefnu flokksins að náttúruauðlindir í eigu þjóðarinnar séu virkjaðar og nýttar af varúð og virðingu og að tryggja beri öllum landsmönnum arð af þessum auðlindum. „Við viljum að kveðið sé úr um sameign íslensku þjóð- arinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskrá og tryggja þann- ig stöðu auðlinda í þjóðareigu. Við viljum líka stofna auð- lindasjóð og til hans renni þær greiðslur sem greiddar eru fyrir afnot af þeim náttúruauðlindum sem eru í sameign þjóðarinnar. Meginverkefni þess sjóðs yrði uppbygging, ný- sköpun og framfarir í landinu öllu,“ segir Guðni og bætir við að hér sé um að ræða auðlindir sem ekki eru í einkaeigu nú þegar. „Heldur er átt við nytjastofna á Íslandsmiðum, auð- lindir á og í eða undir hafsbotninum, utan netalaga og nátt- úruauðlindir í þjóðlendum.“ Guðni segir það líka vilja Framsóknarflokksins að ríki og sveitarfélög eigi stóru orkufyrirtækin í landinu og beri ábyrgð á þeim. Nefnir hann eitt fyrirtæki sérstaklega í því sambandi. „Við viljum ekki selja Landsvirkjun.“ Í ljósi þessara orða vekur athygli að ríkið skyldi selja eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til einkaaðila, Geysir Green Energy, í tíð Framsóknarflokksins í iðnaðarráðuneyt- inu. „Ég tel að þar hafi gerst hlutir sem menn ætluðu að færu ekki þannig,“ segir Guðni. „Menn bjuggust við því að Reykjanesbær eða sveitarfélögin á Suðurnesjum myndu kaupa hlutinn en þegar upp var staðið hafði Geysir Green Energy boðið gríðarlega hátt verð. Ég lít þannig á að þarna hafi ríkisvaldið ekki gáð að sér þegar Alþingi samþykkti þessa tillögu fjármálaráðherra. Í mínum huga er þetta vandamál eins og það stendur.“ Sem mest í almannaeigu Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokks- ins, segir flokkinn hafa tekið þá afstöðu að eðlilegt sé að halda orkuauðlindunum sem mest í almannaeigu. „Við höfn- um því til dæmis alfarið af öryggisástæðum að einkaaðilum verði falið að dreifa heitu eða fersku vatni til neytenda.“ Hann kallar jafnframt eftir meiri umræðu um málið í samfélaginu enda séu hér miklir hagsmunir í húfi. „Það þarf að skilgreina þörfina og hversu langt menn eru tilbúnir að ganga. REI-málið var til þess fallið að skerpa á áherslum manna í þessum efnum og við í Frjálslynda flokknum höfum bent á að sala Orkuveitu Reykjavíkur til REI hafi verið skref sem óvarlegt var að stíga.“ Guðjón kveðst alls ekki mótfallinn útrás fyrirtækja en það megi ekki vera á grund- velli eignarhalds á auðlindum þjóðarinnar. „Þetta tvennt er mikilvægt að aðskilja. Hitinn í iðrum jarðar eða fallvötnin eiga ekki að vera forsenda sóknar fyrirtækja á erlendum vettvangi.“ Guðjón bendir á, að allir helstu framleiðendur og dreif- endur orku séu í opinberri eigu hér á landi enda þótt eign- arhald á Hitaveitu Suðurnesja sé orðið blandað. „Raf- orkulögin útiloka ekki að einkaaðilar virki en þeir verða þá að selja inn á þjónustunetið. Það er lykilatriði. Svo lengi sem þeir gera það leggjumst við ekki gegn því fyr- irkomulagi.“ Frjálslyndi flokkurinn hefur líka tekið þá af- stöðu að eðlilegt sé að heimamenn hafi forgang að orku- notkun í héraði. „Með þeim rökum höfum við til dæmis stutt byggingu álvers við Húsavík.“ Einkaaðilar gætu tekið að sér framkvæmdir Guðjóni þykir samt ekki útilokað að eigendur auðlindanna fái einkaaðila til að vinna ákveðin verk. „Það má alveg hugsa sér að fela einkafyrirtæki að reisa stíflu og virkjun og sjá um viðhald hennar og rekstur, þótt það eigi ekki orkuna sem þaðan kemur út. Slíkir samningar yrðu samt að vera til langs tíma, t.d. fimmtíu ára. Eftir það myndi ríkið eignast framkvæmdina.“ Guðjón segir Frjálslynda flokkinn ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort binda eigi eignarhald þjóðarinnar á orkuauð- lindunum í stjórnarskrá enda sé það snúið mál. „Lítið brot orkuauðlinda er nú þegar í einkaeigu, þannig að þá kemur til kasta eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Þá þyrfti að rökstyðja hvers vegna nauðsynlegt er að gera eignarnám á lítilli virkjun í almannaþágu. Fyrir því eru ef til vill ekki rök.“ Geir H. Haarde Steingrímur J. Sigfússon Guðjón Arnar Kristjánsson Guðni Ágústsson Afstaða formanna stjórnmálaflokkanna Vilja standa vörð um fullveldisrétt þjóðarinnar yfir auðlindunum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.