Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 33 borgarstjórn Reykjavíkur hafa styrkt þá stöðu Samfylkingar, sem hér hefur verið vísað til. En vissulega er það áfall fyrir Samfylkinguna að missa borgarstjóraembættið og að því leyti má bú- ast við að staða hennar gagnvart kjósendum í Reykjavík hafi veikzt við meirihlutaskiptin. Það er lítið að marka skoðanakannanir, sem gerðar eru svo skömmu eftir atburði af þessu tagi. Hvaða kosti á Sjálfstæðisflokkurinn? Þ ótt pólitísk staða Samfylkingar hafi eflzt mjög að mati Morgunblaðsins á sl. 8-9 mánuðum er ekki þar með sagt, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi engan annan kost en þann að bíða örlaga sinna. En til þess að snúa þessari stöðu við þarf flokkurinn að stunda virka pólitík bæði á vettvangi borgarstjórnar og á Al- þingi fyrir utan þá almennu pólitík að stjórna land- inu. Í fyrrnefndu Reykjavíkurbréfi sagði m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná sér upp úr því kjörfylgi, sem hann er að festast í, þ.e. undir 37%, nema flokkurinn nái samkomulagi við Guð- jón Arnar. Það er tími til kominn að það verði reynt. Nýr þingmaður Frjálslynda flokksins, Jón Magnússon, á sér langa sögu í Sjálfstæðisflokkn- um allt frá 16 ára aldri, þótt hann hafi ekki náð þeim frama innan flokksins, sem hugur hans stóð til. Það er ástæðulaust fyrir gamla sjálfstæðis- menn að dreifa kröftunum öllu lengur en til þess þurfa dyr að standa opnar.“ Þessi orð standa fyrir sínu nú ekkert síður en vorið 2007. Frjálslyndi flokkurinn er í raun klofn- ingsbrot úr Sjálfstæðisflokki. Hann var stofnaður af Sverri Hermannssyni, sem hafði í áratugi setið á Alþingi fyrir hönd flokksins og gegnt ráðherra- embættum á hans vegum. Leiðir Frjálslynda flokksins og stofnanda hans fara ekki lengur sam- an og engin ástæða til annars fyrir sjálfstæðis- menn en bjóða Sverri Hermannsson velkominn í sínar raðir á nýjan leik standi vilji hans til þess. Þetta er enn augljósara að því er varðar Matthías Bjarnason, sem lengi var einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, bæði sem þingmaður og ráð- herra. Hann studdi vin sinn Sverri Hermannsson á meðan hann var virkur í starfi innan Frjálslynda flokksins en augljóst að hann á enga samleið með þeim flokki lengur og stendur áreiðanlega mjög nálægt Sjálfstæðisflokknum í dag. Ólafur Fr. Magnússon borgarstjóri er einn af þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins frá fyrri tíð, sem fóru aðrar leiðir um skeið. Nú hafa leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins legið saman með óvæntum hætti á ný og spurning hvort það getur ekki leitt til þess að strikað verði yfir liðna tíð. Það mundi augljóslega styrkja mjög stöðu Sjálfstæðisflokksins meðal reykvískra kjósenda. Og loks er það jafnrétt nú og sl. vor, að bæði Guðjón Arnar Kristjánsson og Jón Magnússon eiga í öllum grundvallaratriðum samleið með Sjálfstæðisflokknum, þótt leiðir hafi skilið um skeið af margvíslegum öðrum ástæðum. Hér er með öðrum orðum hvatt til þess, að þau borgaralegu öfl í þessu landi, sem hafa skipað sér saman í einn stjórnmálaflokk í áratugi, taki hönd- um saman á ný á einum og sama vettvangi, sem mundi efla þennan hóp mjög og gera honum kleift að ná fyrra kjörfylgi, um og yfir 40% fylgi, meðal kjósenda. Frammi fyrir nýjum hættum er mik- ilvægt að þessi stjórnmálaöfl nái saman á nýjan leik. Þetta er hins vegar ekki eini kosturinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn á í stöðunni. Það var aug- ljóst á þeim tólf árum, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn störfuðu saman í rík- isstjórn, að það var ekki mikill ágreiningur á milli þessara tveggja flokka um málefni og það hefur ekki breytzt. Núverandi formaður Framsóknar- flokksins, Guðni Ágústsson, var einn þeirra ráð- herra Framsóknarflokksins, sem áttu hvað bezt samstarf við ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Guðni stendur nú sterkar að vígi innan Fram- sóknarflokksins en áður. Um skeið var talið hugs- anlegt að Björn Ingi Hrafnsson mundi bjóða sig fram til formennsku gegn honum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Þótt ekki sé ástæða til að ætla að Björn Ingi sé horfinn af vettvangi stjórn- málanna, þótt hann hafi yfirgefið borgarstjórnina, fer ekki á milli mála, að það á eftir að taka hann töluverðan tíma að ná fyrri styrkleika ef hann á annað borð leitar eftir því. Í fjarlægð má greina nýtt formannsefni í Fram- sóknarflokknum, sem er Páll Magnússon. En hvað sem því líður er ljóst að nú og í fyrirsjáanlegri framtíð er Guðni Ágústsson hinn óumdeilanlegi foringi Framsóknarflokksins. Það er skynsamlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að gleyma ekki því góða samstarfi, sem forystumenn hans áttu við Guðna Ágústsson í tólf ár – og eiga kannski enn. Loks er það mikið umhugsunarefni fyrir for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins hvernig þeir eigi að rækta samband sitt við Vinstri græna. Það er ástæðulaust að loka þeim dyrum. Þar er fyrir fólk, sem getur verið betra að vinna með en kannski virðist við fyrstu sýn. Þau málefni, sem ollu mest- um ágreiningi á milli þeirra þjóðfélagsafla, sem hafa skipað sér í þessa tvo flokka, eru að verulegu leyti horfin af sjónarsviðinu. Þessir tveir flokkar eiga samleið um grundvallaratriði á borð við af- stöðuna til Evrópusambandsins og fleira mætti tína til. Borgarstjórnin er að breytast. Þar er nú meira samstarf á milli flokka þvert á skiptingu á milli meirihluta og minnihluta. Það væri skynsamlegt fyrir hinn nýja meirihluta í borgarstjórn að huga að nánara samstarfi við Vinstri græna á þeim vett- vangi á ýmsum sviðum. Þegar horft er yfir sviðið allt eru því ýmis tæki- færi í stöðunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn en það kallar hins vegar á virka pólitík að nýta þau tæki- færi. Og það er engin ástæða til að bíða með að nýta þau. Tíminn er fljótur að líða. »Niðurstaðan er hins vegar sú, að Vinstri grænir eru æfir útí Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hefur svo leitt til þess, að Samfylkingin er augljóslega komin í þá stöðu að geta deilt og drottnað á landsvísu að öllu óbreyttu. rbréf Árvakur/RAX ndur frammi fyrir fegurð Gullfoss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.