Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 20
Í HNOTSKURN »Frá síðari heimsstyrjöld hafa veriðnáin tengsl milli Bandaríkjanna og Evrópu eins og Atlantshafsbandalagið ber vitni. »Þau tengsl hafa hins vegar veikstog aldrei verið veikari en í stjórn- artíð George Bush Bandaríkjaforseta. »Bandaríkin hafa eftir að kaldastríðinu lauk verið eina stórveldið. Veldi sem telur sig ekki þurfa að taka tillit til hagsmuna annarra hefur til- hneigingu til að fara sínu fram ein- hliða. »Styrkur Bandaríkjamanna er þóekki meiri en svo að takmörk þan- þols hans eru komin í ljós. »Búast má við að Bandaríkjamennverði því fúsari en áður til að leita samráðs eftir næstu forsetakosningar og ætli Evrópa að nýta sér það tæki- færi og styrkja tengslin yfir Atlants- hafið þarf hún að axla aukna ábyrgð. Eftir Joschka Fischer Meðal almennings og ráðamanna íEvrópu eru margir orðnir von-sviknir vegna stefnu stjórnarBush og farnir að vonast eftir grundvallarbreytingu á bandarískri utanríkis- stefnu eftir forsetakosningarnar í nóvember. Það þyrfti hins vegar meðalstórt pólitískt kraftaverk eigi þær vonir ekki að bregðast og slíkt kraftaverk mun ekki eiga sér stað – hver sem verður kosinn. Bush-stjórnin hefur gert fjölda mistaka í ut- anríkismálum með víðtækum afleiðingum. En Bush var hvorki höfundurinn að því að Banda- ríkjamenn færu sína eigin leið, né myndaði hann gjána í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu. Bush ýtti vissulega undir þróunina í báðum tilfellum, en hinar raunverulegu ástæð- ur liggja í óhlutlægum sögulegum þáttum, ann- ars vegar þeirri staðreynd að Bandaríkin hafa verið eina heimsveldið frá 1989 og hins vegar sjálfsköpuðum veikleikum Evrópu. Svo lengi sem Bandaríkin verða eina heimsveldið mun næsti forseti Bandaríkjanna hvorki geta né vilja breyta meginuppbyggingu bandarískrar utanríkisstefnu. Auðvitað skiptir máli hver sigrar í forseta- kosningunum, hvort það verður frambjóðandi, sem búast má við að haldi áfram utanríkis- stefnu Bush, eða einhver, sem boðar nýtt upp- haf. Í fyrra tilfellinu myndi gjáin í Atlantshaf- inu dýpka verulega. Fjögur eða átta ár til viðbótar af bandarískri utanríkisstefnu í anda Bush myndi valda slíkum skaða í bandalaginu yfir Atlantsála að sjálfri tilvist þess yrði í hættu stefnt. Bandaríkjamenn munu ekki gleyma styrkleika sínum Ef næsti forseti Bandaríkjanna skuldbindur sig hins vegar til að fara í nýja átt gæti banda- rísk utanríkisstefna byggst meira á samráði en nú, hvílt meira á alþjóðlegum stofnunum og bandalögum og skapast gæti vilji til að koma á ný á sögulegu jafnvægi milli hervalds og samn- inga. Það eru góðu fréttirnar. Slæmu fréttirnar eru að jafnvel við svo jákvæðar aðstæður munu Bandaríkin sem heimsveldi ekki gefa upp á bátinn þá stefnu, sem nefnd hefur verið „frjáls- ar hendur“, eða gleyma styrkleika sínum og kröfu til að vera fremstir meðal þjóða. Aðrar slæmar (eða góðar?) fréttir eru að aukin áhersla á samráð í bandarískri utanrík- isstefnu mun auka þrýstinginn á Evrópu um að axla meiri ábyrgð í að fást við neyðarástand á alþjóðavettvangi og leysa úr ágreiningi – í Afg- anistan, Íran, Írak, Mið-Austurlöndum, Trans- kákasus og Rússlandi og einnig í sambandi við framtíð Tyrklands. Evrópa ætti að bæta við þessa sameiginlegu verkefnaskrá Afríku, lofts- lagsbreytingum og umbótum Sameinuðu þjóð- anna og hins alþjóðlega viðskiptakerfis. Evr- ópa hefur lengi vel vanmetið mátt sinn og mikilvægi. Alþjóðlegur efnahagslegur og fé- lagslegur máttur Evrópu er augljós. En það hvernig Evrópa hefur sameinað hagsmuni full- valda ríkja með sameiginlegum stofnunum gæti einnig verið stórum hluta heimsins for- dæmi. Sérstaklega gæti það hvernig Evrópa hefur með stækkun notað vald sitt til að ná var- anlegum friði í allri álfunni og ýtt undir þróun með aðlögun heilla hagkerfa, ríkja og þjóð- félaga að stofnanaverki sínu orðið að fyrir- mynd þess hvernig skapa megi heim samvinnu á 21. öldinni. Hið pólitíska módel Evrópu framar öðrum Þetta nútímalega, framsækna og friðsam- lega módel er einstakt og stendur framar allri annarri nálgun, sem nú stendur til boða, við grundvallarspurningarnar um pólitíska skipan mála. En eitt er að Evrópa geti gert eitthvað, annað að hún geri það. Alþjóðleg áhrif Evrópu eru veik vegna rifrilda innbyrðis og skorts á einingu, sem veikir Evrópusambandið og dreg- ur úr getu þess til aðgerða. Sterkt í orði, en veikt á borði – þannig mætti lýsa núverandi ástandi Evrópusambandsins. Veikleika Bandaríkjamanna um þessar mundir ber upp á sama tíma og hið alþjóðlega pólitíska umhverfi er að taka miklum breyt- ingum, sem endurspeglast í stórum dráttum í takmörkum bandarísks valds, getuleysi Evr- ópu og að nýir risar á borð við Kína og Indland eru að koma fram á sjónarsviðiðið. Er enn, í ljósi þessarar þróunar, vit í því að tala um „vestrið“? Ég held að svo sé og það meira en nokkru sinni því að klofningurinn milli Evrópu og Bandaríkjanna veikir hvor tveggja verulega í alþjóðlegum skilningi. Ein- hliða ofþensla Bandaríkjamanna á valdi sínu veitir tækifæri til nýs upphafs í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu. Bandaríkjamenn munu í meira mæli en áður þurfa á sterkum bandamönnum að halda og munu leitast til að mynda slík bandalög. Eftir hverju eru Evrópubúar þá að bíða? Eftir hverju eru Evrópubúar þá að bíða? Af hverju ekki að hefjast þegar handa við að draga úr hinni rótgrónu spennu milli NATO og ESB – sérstaklega þar sem stefna Frakka hef- ur í tíð Nicolasar Sarkozys forseta verið að færast í rétta átt? Það tæki hvorki mikinn tíma né fyrirhöfn að framkvæmdastjóri NATO og sá, sem fer með utanríkismál af hálfu ESB, sæti sameiginlega í ráðum hvorra tveggju sam- taka. Hvers vegna ekki að taka upp samráð milli æðstu embættismanna ESB og Bandaríkjanna (framkvæmdastjóri NATO gæti tekið þátt í umræðum um öryggismál) – til dæmis með því að bjóða utanríkisráðherra Bandaríkjanna og öðrum úr stjórninni, til dæmis fjármálaráð- herranum eða yfirmanni umhverfisverndar- stofnunarinnar, að sitja viðeigandi fundi Evr- ópuráðsins nokkrum sinnum á ári? Hvers vegna ekki að koma á reglulegum fundum Evr- ópuráðsins og forseta Bandaríkjanna. Fundir sambærilegra nefnda Bandaríkja- þings og Evrópuþingsins gætu einnig verið mjög mikilvægir þar sem báðar stofnanir þurfa þegar upp er staðið að staðfesta alla alþjóðlega samninga. Örlög Kyoto-bókunarinnar ættu að vera öllum hlutaðeigandi aðilum þörf lexía. Slíkt samráð milli Bandaríkjanna og ESB krefðist engra nýrra sáttmála og gæti hafist án frekari vífilengja. Eitt getur Evrópa hins vegar nú þegar sagt sér í sambandi við kosningabaráttuna í Banda- ríkjunum: Evrópa mun ekki geta fylgt fyrir- hafnarlaust í alþjóðlegt kjölfar Bandaríkja- manna leiti þeir aukins samráðs í utanríkismálum. Og það er gott. Hið nýja sam- band yfir Atlantshafið verður að byggjast á auknum áhrifum Evrópu á ákvarðanir gegn því að hún axli meira af ábyrgðinni. Bandaríkin og Evrópa  Í Evrópu binda margir vonir við að bandarísk utanríkisstefna breytist eftir forsetakosningarnar í nóvember  Sem stendur er ekkert módel pólitískra stjórnarhátta framar því evrópska AP Stirt samband Sambandið milli Evrópu og Bandaríkjanna hefur verið stirt í forsetatíð George Bush. Þegar hann kom til Vínarborgar í hittifyrra vildu mótmælendur að hann færi aftur heim. ALÞJÓÐAMÁL» Höfundur var utanríkisráðherra og varakanslari Þýskalands frá 1998 til 2005 og leiddi flokk Græn- ingja í nærri 20 ár. © Project Syndicate/Institute for Human Sciences, 2008. www.project-syndicate.org 20 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ » Það að byggja í Vatnsmýr-inni er einfaldlega stærsta umhverfismálið í borginni. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi á fundi sjálfstæðismanna um borgarmál. » Núna er kosið milli fortíðarog framtíðar. Barack Obama öldungadeildarþingmaður þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína eftir yfirburðasigur í forkosningum demókrata í Suður-Karólínu. » Þetta var óttalegt hjakk ísama farinu, aftur á bak og áfram. Kristján Gunnarsson , formaður Starfs- greinasambands Íslands (SGS), um við- ræður þess við fulltrúa Samtaka atvinnu- lífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara. » Sumpartinn er urgur í fólkivegna þess að verið er að draga úr fjárframlögum en jafn- framt er verið að segja að fólk þurfi að vinna meira. Már Kristjánsson , sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs Landspítala háskólasjúkra- húss (LSH), sem gert er að spara um 111 milljónir króna á þessu ári. » Andlát hans var harmleikurfyrir fórnarlömb glæpa hans, þau munu aldrei fá rétt- lætinu fullnægt. Budiman Sudjatmiko , eftir lát Suhartos, fyrrverandi forseta Indónesíu, en Sudjat- miko var varpað í fangelsi á námsárum sínum. » Þetta er harðari heimursem við vinnum í. Sveinn Ingiberg Magnússon , formaður Landssambands lögreglumanna, en þeir eru ósáttir við hagræðinguna sem fram- undan er hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, enda hafi skyldur þeirra og álag aukist undanfarin ár. » Fullorðið fólk er kannskiekki klifrandi upp um alla veggi. Sóley Dröfn Davíðsdóttir , sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, sem fjallaði m.a. um athyglisbrest með ofvirkni (AMO eða ADHD) hjá fullorðnum á læknadögum 2008. » En stundum ganga þeir oflangt [Spaugstofumenn], sem dæmi má nefna hvernig þeir fóru á sínum tíma með Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra. Hann var í hverjum þætti gerður að fávita. Þá þagði þjóðin … Hannes Helgason í bréfi til Velvakanda. » Með þessu viljum við mót-mæla því hversu léleg þessi lög eru. Kormákur Geirharðsson , kráareigandi og stjórnarmaður í Félagi kráareigenda, um þá ákvörðun 10-15 kráareigenda að leyfa reykingar inni á stöðum sínum. » Æ, ø og å eiga undir höggað sækja vegna alþjóðavæð- ingar og hinnar stafrænu þró- unar. Johan Peter Paludan , forstöðumaður IF (Institut for Fremtidsforskning), stofn- unar sem fæst við rannsóknir á því sem framtíðin kann að bera í skauti sér. » Fólk var ekki eins tilbúið aðborga fyrir hönnun og það er nú, heldur vildu margir frek- ar fá einhvern til að stytta bux- urnar fyrir sig. Katrín Jónasdóttir , nýráðinn fram- kvæmdastjóri Lex lögmannsstofu, um starfsumhverfi fatahönnuða árið 1987 þegar hún lauk námi í fatahönnun. » Það er til dæmis ekki tilneitt sem heitir jákvæð mis- munun, það er ávallt mis- munun, og brýtur hún gegn jafnrétti. Úr fréttatilkynningu nýstofnaðs Jafn- réttindafélags Íslands . Ummæli vikunnar Gullmolar Í Kolaportinu leynast margir gullmolarnir í bókunum, sem þar fást í þúsundavís og oft má fá á gjafverði. Árvakur/G.Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.