Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Stefán Jón Bernharðsson hornleikari frumflytur Hex eftir Huga Guð- mundsson. Stefán: „Það er ofboðslega gaman að hafa í höndunum konsert sem er saminn fyrir mann. Það er mjög spennandi og gerir nálgunina við verkið öðruvísi. Maður hefur ekkert að styðjast við, veit ekkert við hverju maður á að búast. Svo er alltaf fyndið að mæta á fyrstu æfingu með Kamm- ersveitinni, því maður veit ekkert hvernig heildarmyndin er. Manni líður eins og maður sé óundirbúinn, þótt það sé ekki þannig. Maður myndi aldr- ei mæta á fyrstu æfingu með konsert eftir Strauss án þess að vera búinn að hlusta margoft á hann. Það gerir maður auðvitað ekki með glæný verk. Svo er þetta kannski allt öðruvísi en maður hefur ímyndað sér þegar mað- ur er að æfa einn. „Hmm já, er þetta þessi hljómur?! Eftir fyrstu æfinguna líður manni mun betur.“ Þetta er konsert fyrir horn og strengjasveit sem Hugi Guðmundsson bað um að fá að semja. Það var ekki þannig að ég leitaði til hans. Hins veg- ar höfðum við talað saman um það áður að gera eitthvað saman. Það var þó óformlegt, yfir bjór og borgara. Þegar hann fékk tækifæri til að semja fyrir Kammersveitina ákvað hann að gera þetta svona. Hann ákvað að fara þá leið að nota bara strengi, ekki önnur hljóðfæri, vegna þess að hann er hrifinn af þeim hljómi, en líka af því að það er prakt- ískt upp á endurflutning að gera. Þetta eru þrír kaflar. Sá fyrsti er sjálfur kaflaskiptur. Í miðkaflanum notar hann strengina eins og teppi, og er með flotta effekta sem hann nýtir sér til að blanda saman við tón hornsins. Hann lætur strengjasveitina spila með bogann upp við brú, eða niðri á hálsi eða plokka strengina og skapar þannig flotta liti með horninu. Síðasti kaflinn er æsilegur og þar reynir á tækni og þar reynir Hugi að víkka út möguleika þess sem hægt er að gera á horn.“ Hugi „Í ansi mörg ár, nánast allt frá því ég byrjaði að læra tónsmíðar, hef ég verið að þróa með mér hljómaefni sem ég hef notað í næstum öllum mínum verkum síðan. Það efni byggist á þriggja tóna hljómum sem oft nýtast best á þröngu tónsviði og í ekki of þéttofinni músík. Þegar hins veg- ar ég ákvað í samráði við Stefán Jón að nota heila strengjasveit í horn- konsertinn fór mig að langa til að skrifa miklu stærri hljóma og nýta allt tónsvið sveitarinnar. Niðurstaðan varð hljómaefni byggt á tólf sex-tóna hljómum eða hexa-kordum. Í verkinu er þessir hljómar grindin að öllu en einnig koma fyrir staðir þar sem allir 12 tónarnir hljóma samtímis í stórum hljómablokkum. Verkið er í þremur hlutum og er að mörgu leyti nokkuð hefðbundið að byggingu; hraður-hægur-hraður. Þar sem Hex er skrifað fyrir Stefán Jón Bernharðsson, sem er mjög orkumikill maður, var ekki annað hægt en að skrifa orkumikla músík fyrir hann og eru útkaflarnir og þá sérstaklega síðasti kaflinn mjög kraftmiklir, allavega á minn mælikvarða. Miðkaflinn er hins vegar algjör andstæða hinna tveggja og er einföld laglína skrifuð yfir þrjá hljóma (líkt og algengt er í dægurtónlist, þótt hljómarnir séu aðr- ir). Kaflinn var skrifaður að mestu á einum degi daginn eftir að amma mín dó í desember sl.“ Hex er orkumikill konsert fyrir orkumikinn mann Einar Jóhannesson klarinettleikari frumflytur á Íslandi konsertinn La Se-renissima eftir Hafliða Hallgrímsson Einar: „Þetta er ein fljótandi sæla. Það er mikil Feneyjafegurð í verk- inu, en La Serenissima er gamla nafnið á Feneyjum. Það er greinilegt að falleg síkin hafa hrifið Hafliða; það er eins og maður líði um þau á gondóla og ótrúlega margt gerist á leiðinni, sem Hafliði fer ekkert út í hvað er. Það koma dramatísk augnablik. Það er stór slagverkspartur í verkinu sem kallast á við klarinettið. Slagverksparturinn er mjög heillandi. Hafliði skrifar langa einleiksstrófu fyrir stáltrommur, hljóðfæri úr Karíbahafinu – upphaflega öskutunnur. Það var reynt að fá þetta hljóðfæri hingað til lands en gekk ekki. Þess í stað eru notuð tónstillt gong. Feneyjar voru hér áður fyrr dyr Evrópu til Austurlanda, og þetta gong skapar austræna stemningu. Þetta er geysilega litríkt og falleg verk. Það hefur langa líð- andi, og maður fer inn í töfraheim. Það er vatnsstemning í strengjunum og mér líður eins og gondólaræðara. Það eru forréttindi að fá að frumflytja verk og móta það sem enginn hefur gert áður. Maður hefur enga fyrirmynd, þannig að maður er hvorki að stæla aðra né forðast annarra túlkun. Ég frumflutti þetta með Norsku kammersveitinni í Noregi í fyrra. Hafliði er mikill fullkomnunarsinni og vinnur oft áfram í verkum sínum eftir að þau eru frumflutt. Hann er búinn að breyta verkinu talsvert mikið síðan þá, þannig að það er samfelldara og klarinettlínan er nánast óslitin. Líðandin er því enn meira áberandi. Ég hef sagt það áður að það besta sem hendir hljóðfæraleikara er það þegar hann á þátt í því að tónbókmenntirnar verða auðugri. Með þessu verki Hafliða finnst mér komin geysifalleg viðbót.“ Hafliði: „Hér áður fyrr voru Feneyjar þekktar undir hinu fallega nafni La Serenissima eða „Brúður hafsins“. Á leið minni til Íslands eftir níu mánaða dvöl í Rómaborg veturinn 1963-64 dvaldi ég nokkra daga í Fen- eyjum. Flestir heillast af þessari óvenjulegu borg og var ég þar engin und- antekning. Fyrir rúmu ári heimsótti ég Feneyjar aftur ásamt eiginkonu minni og áttum við þar saman fjóra sólríka daga. Þegar heim var komið hóf ég vinnu við að semja tónverk fyrir klarinett, strengjasveit og slagverk, sem ætlað var Einari Jóhannessyni klarinett- leikara og Norsku Kammersveitinni til flutnings í Osló á síðastliðnu ári. Það var aldrei ætlun mín að áhrif Feneyjaferðarinnar kæmu fram í þessu nýja tónverki, en svo fór að hugblær og stemningar tengdar Feneyjum sveimuðu um í huga mínum vikum saman og settu endanlega sinn blæ á tónverkið. Eins og flest verk mín fyrir einleikshljóðfæri með hljómsveit er La Se- renissima í einum þætti, sem samanstendur af andstæðum einingum sem eiga þó allar sameiginlegar rætur í hljómrænu grunnefni, sem sífellt tekur breytingum og skapar stemningar eftir því sem við á. Sólóklarinettið tek- ur strax völdin í margslungnu einleikshlutverki, sem gerir miklar tækni- legar kröfur til einleikarans. Hljómsveitin lætur að sér kveða með drama- tískum innskotum og upphlaupum, sem lokka einleikarann inn á óvæntar brautir. La Serenissima fer ljúflega af stað, en brátt eiga sér stað trufl- andi og dramatískir atburðir sem smátt og smátt leiða að hápunkti verks- ins. La Serenissima nær aftur jafnvægi í lokin og fjarar að lokum út í fjar- rænt mistur.“ Það hefur langa líðandi og maður fer inn í töfraheim Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari frumflytur Quasi Concerto eftir Svein Lúðvík Björnsson Una: „Það felst rosaleg ábyrgð í að fást við verk sem er samið fyrir mann, en það er mjög gaman um leið. Það gefur manni ákveðið frelsi til að móta verkið, þótt tónskáldið hafi auðvitað lokaorðið. Þetta eru for- réttindi. Konsertinn er alveg æðislegur. Sveinn Lúðvík kallar hann Quasi Concerto, eða Næstum því konsert. Hann er skrifaður fyrir fiðlu og tólf strengi og er talsvert mikil kamm- ermúsík. Hann er í rauninni eins og margt sem Sveinn Lúðvík gerir, sam- inn í stemningu og litum; hann er stórkostlegt verk. Ég er mjög ánægð og það er heiður fyrir mig að fá að spila hann. Konsertinn skiptist í fjóra kafla og hefst á hugleiðingu. Svo æsist leik- urinn, en Sveinn Lúðvík notar mikið kvarttóna í konsertinum. Strengja- sveitin fer að fléttast meira inn í at- burðarásina um miðjan konsertinn og þá er ég með mjög stóra línu með sellói og bassa. Þetta er mjög sér- stakt og öðruvísi. Þá kemur stór pizzicato-kafli þar sem allir plokka strengina, en svo lýkur konsertinum eins og hann byrjaði, það kemur kór- all og svo íhugun eins og í upphafinu, en þó allt, allt öðruvísi. Það sem Sveinn Lúðvík skrifar er mjög skýrt og fagmannlegt. Samt hefur maður ákveðið frelsi. Það sem er erfitt í verkinu er að halda því nógu hægu, íhugulu og yfirveguðu, á sama tíma og það er ofboðslega til- finningaþrungið.“ Sveinn Lúðvík: „Verkið er samið sérstaklega fyrir Unu Sveinbjarn- ardóttur og Kammersveit Reykjavík- ur 2007.“ Saminn í stemningu og litum Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MYRKIR músíkdagar, tónlistarhátíð Tón- skáldafélags Íslands. hefjast í dag. Myrkir músíkdagar eru ein elsta tónlistarhátíð í landinu en fyrsta hátíðin var haldin árið 1980. Kjartan Ólafsson, formaður Tónskálda- félags Íslands, segir í hátíðarávarpi að Myrkir músíkdagar séu vettvangur fyrir þá margbreytilegu þróun í tónlist sem átt hef- ur sér stað á undanförnum áratugum. Fjöl- breytnin hafi aukist ár frá ári, og hátíðin sjái stöðugt nýjar kynslóðir tónlistarmanna koma fram á sjónarsviðið. „Í ár eru það fimm kynslóðir tónskálda og tónlistar- manna sem taka þátt í Myrkum mús- íkdögum. Aldrei áður hefur fjölbreytni verka verið meiri, aldrei áður hafa fleiri flytjendur komið að hátíðinni og aldrei áður hafa fleiri verk verið á dagskrá,“ segir Kjartan. Frumflytur þrjá einleikskonserta Myrkir músíkdagar eiga sér venjur og hefðir, og ein þeirra er sú, að þar má reikna með stórum tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur. Frá þeirri hefð verður ekki brugðið í ár, og á tónleikum sveitarinnar í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20 verður mik- ið í lagt, þrír nýir einleikskonsertar verða frumfluttir, af þremur einleikurum sem þeir eru samdir fyrir. Hugi Guðmundsson samdi konsertinn Hex fyrir Stefán Jón Bernharðs- son hornleikara og Kammersveitina; Sveinn Lúðvík Björnsson samdi Quasi Concerto fyrir Unu Sveinbjarnardóttur fiðluleikara og Kammersveitina. Þriðja konsertinn, La Serenissima, samdi Hafliði Hallgrímsson fyrir Einar Jóhannesson klarinettuleikara, en sá konsert var frumfluttur í Noregi í fyrra af Einari og Norsku kammersveitinni. Aldrei áður jafn fjölbreytt verk  Myrkir músíkdagar hefjast í dag  Einar Jóhannesson, Una Sveinbjarnardóttir og Stefán Jón Bern- harðsson frumflytja þrjá einleikskonserta með Kammersveit Reykjavíkur í Listasafni Íslands í kvöld Árvakur/Árni Sæberg Einleikararnir Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Stefán Jón Bernharðsson hornleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.