Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2008 23 hefði þekkt fleiri stráka. Hann átti hús í Hveragerði og lóð og fyrstu árin okkar fóru í að koma þar upp gróðrarstöð. Þetta gekk mjög vel, við ræktuðum blóm og unnum saman í þessu. Það skyggði á gleði okkar að við eignuðumst ekki börn. Ég varð ófrísk að utanlegsfóstri sem ég missti. Árið 1952 fór ég til kaup- mannsins og lét þar þau orð falla að ég hefði ekki efni á að kaupa einhvern hlut sem hjá honum fékkst. Þá sagði hann: „Þú hlýtur að hafa efni á því – ekki hefur þú börnin!“ Ég varð voðalega reið og ákvað að reyna að fá að taka barn. Ég fékk litla stúlku sem fæddist einmitt þetta ár sem ég reiddist við kaupmanninn. Ég fékk hana í hendurnar þegar hún var á öðru ári. Það var yndislegt. Tveimur árum síðar ákvað ég að taka ann- að barn, þá fékk ég dreng sem var ársgamall. Fáum árum síðar tók- um við þriðja barnið, dreng. Fóst- urbörnin færðu mikla gleði inn í líf okkar. Þau hafa alla tíð verið yndisleg. Núna, þegar ég er orðin gömul, þá eru þau mér svo góð, þau gætu ekki verið betri þótt ég hefði fætt þau sjálf. En börnin uxu upp og það var ekki lengur pláss fyrir mig í gróð- urhúsinu, maðurinn minn réð mannskap, það var svo mikið að gera og búið að stækka stöðina. Ragna eignast kassamyndavél! Þá var það sem ég fór allt í einu að fá svo mikinn áhuga á ljós- myndun. Ég átti kassavél. Ég hafði hætt að reykja og not- aði þá peninga sem ella hefðu far- ið í sígarettur í að kaupa mér góða og vandaða myndavél. Smám saman varð ég mjög upptekin af að taka myndir. Ég útvegaði mér græjur til að framkalla myndir og gat útbúið mér framaköllunar- herbergi í þvottahúsinu. Ég tók myndir af krökkum og þau komu hvert af öðru til að fá af sér myndir. Þá fékk ég þá hugmynd að koma mér upp ljósmyndastofu. Það var engin ljósmyndastofa fyr- ir austan fjall. Ég kom mér upp ljósmyndastofu í húsinu okkar, setti upp fyrirtæki og tók passa- myndir af fólki og hafði nóg að gera. Ég var við þetta og hafði gott upp úr þessu. Ég ákvað því að fara í bréfaskóla, sem var eins- konar fjarnám. Þetta var amer- ískur skóli sem stóð í tvö ár. Mað- ur skilaði verkefnum í ljós- myndun, eitt á mánuði. Eftir tvö ár útskrifaðist ég og fékk réttindi. Síðar fór ég til Ameríku, Idaho, Sun Valley, þar var ljósmynda- skóli, „fames“, eins og allt í Am- eríku. Krónan stóð þá vel því mér fannst þetta fimm vikna námskeið ekki svo dýrt. Maðurinn minn var ekki stór- hrifinn en sagði ekki margt. Á endanum varð hann leiður á þessu ljósmyndabraski mínu. Það sem var sárt … En svo komu litmyndirnar og þá hætti ég. Mér fannst of dýrt að endurnýja tækjakostinn. Þá ákvað ég að fara í Menntaskólann við Hamrahlíð og taka stúdentspróf, Draumur Þarna gengur Ragna í bókverki sínu inn í drauminn Tíminn í Marfa er skemmti- legastur. Ég get þó ekki borið þetta saman við upp- eldi barnanna. Þar er um að ræða tilfinningar af öðr- um toga Forsíða Úr bókverkinu Skuggar af draumum frá árinu 2002. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið sunnudagskvöldið 3. febrúar, kl. 20 á Hótel Sögu, Súlnasal Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Boðin verða upp um það bil 100 listaverk. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag 10-18, laugardag 11-17 og sunnudag 12-17. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is Jóhann Briem Morgunverðarfundur Slysavarnaráðs 6. febrúar á Grand Hóteli 2+2 EÐA 2+1 VEGIR: Öryggi vegfarenda – kostnaður samfélagsins – erum við á réttri leið? Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning fyrir 5. febrúar Dagskrá Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður Kl. 08.00 Skráning og greiðsla þátttökugjalds Kl. 08.25 Setning morgunverðarfundar Guðlaugur Þór Þórðarson, Heilbrigðisráðherra Kl. 08.35 2+1 vegir - öruggur og ódýr valkostur Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun 2 + 2 = 0 – reiknum dæmið til enda Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og FÍB Framanákeyrslur 1998-2007 Gögn rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys Ágúst Mogensen, Rannsóknarnefnd umferðarslysa Kl. 09.35 Fyrirspurnir og pallborðsumræður Í panel verða: Haraldur Sigþórsson, Steinþór Jónsson, Ágúst Mogensen og Þórólfur Þórlindsson forstjóri Lýðheilsustöðvar Kl. 10.00 Fundarslit Þátttökugjald er 2.000 kr. og greiðist við upphaf fundarins Innifalið í þátttökugjaldi er morgunverðarhlaðborð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.