Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2 H var sem fræðsla er í boði er ver- ið að koma til móts við leit, blundandi kannski, ómeðvit- aða, en leit samt. Og þá heppn- ast fræðsla, ef hún vekur vilja og löngun til þess að spyrja. Öll viðleitni til upplýsingar miðar við það, að hugur manns sé leitandi, spyrjandi, þurfandi fyrir vitneskju, þyrstur í svör. En námsefnið í lífinu er fjölbreytt og gerir mismunandi kröfur. Sumt lærum við án meðvitaðrar áreynslu, fylgjum aðeins áskapaðri þörf og hlýðum ómeðvitaðri kröfu lífsins í okkur. Og líkjum þá ósjálfrátt, án þess að spyrja neins vísvitandi, eftir því fólki, sem við sjáum og heyrum og njótum að. Raunar erum við á frumskeiði ævinnar áfjáðari í að leita og læra en síðar í lífinu En lærum mest í byrjun með því að herma eftir öðrum. Það er barninu eðlilegt og fer því vel. Eins og það getur farið fullorðnum miður vel að apa takta og tiktúrur hver eftir öðrum eða skríkja hver með öðrum eins og þeir gaukar, sem gefa tóninn í spilverki ríkjandi tíðaranda. En við lærum að ganga og tala með því að gera það. Eða reyna að herma það eftir, sem við sjáum og heyrum til þeirra, sem kunna og geta meira en við. Önnur aðferð til þess að læra þessi frum- atriði í skóla lífsins er ekki til. Öll þau frumatriði, sem varða mestu um það, hvernig okkur farnast á lífsgöngunni, þurfum við líka að læra. Og þá er mikilvægast, að við fáum að sjá það í fari annarra, sem hvetur og styrkir til góðs. Við lærum að biðja með því að gera það. Önnur aðferð er ekki til þar. Hver sem er svo lánsamur að hafa í bernsku numið undirstöðuatriði þeirrar listar naut þess að geta numið mál bænarinnar af öðrum. HUGVEKJA Sigurbjörn Einarsson Leit og svör Öll þau frumatriði, sem varða mestu um það, hvernig okkur farnast á lífsgöngunni, þurfum við líka að læra. Og þá er mikilvægast, að við fáum að sjá það í fari annarra, sem hvetur og styrkir til góðs. » EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Port- us hf. hefur efnt til hugmyndasam- keppni um nafn á tónlistar- og ráð- stefnuhúsið í Reykjavík. Nafnið á húsinu þarf að uppfylla ákveðin skil- yrði, samkvæmt upplýsingum Port- us. Það þarf að falla vel að íslenskri tungu, vera þjált á erlendum tungu- málum, vera lýsandi fyrir starfsemi hússins þ.e. tónlist og ráðstefnuhald og undirstrika þá stefnu Portus að húsið verði hús fólksins í landinu. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir áhugaverðustu tillögurnar. Hægt er að senda tillögur á net- fangið nafn@portusgroup.is eða í pósti á Eignarhaldsfélagið Portus hf., PO 709, 150 Reykjavík. Skila- frestur er til laugardagsins 1. mars. Hvað á tón- listarhúsið að heita? TÓLF sækja um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, en ráðið verð- ur í starfið frá 1. mars. Tveir um- sækjenda óskuðu nafnleyndar. Þeir umsækjendur sem Morgun- blaðið veit um eru þessir: Gísli Þór Gunnarsson, breski leikstjórinn Graeme Maley, Guðmundur Brynj- ólfsson leikhúsfræðingur, Gunnar I. Gunnsteinsson leikstjóri og fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhús- anna, Hjálmar Hjálmarsson leikari og útvarpsmaður, Kristín Elfa Gunnarsdóttir mannfræðingur, María Sigurðardóttir, leikstjóri og leikkona, Sigurður Kaiser, fram- kvæmdastjóri Grímunnar, Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari og leik- stjóri, og Valdimar Örn Flygerning leikari.. Nýr leikhússtjóri hefur störf fljót- lega við undirbúning næsta leikárs og starfar fram á vor við hlið fráfar- andi leikhússtjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar, sem lætur brátt af störfum enda hann hefur verið ráð- inn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Tólf sækja um starfið hjá LA FULLTRÚAR þristavinafélaga á Norðurlöndum þinguðu í Reykjavík í gær, laugardag, og ræddu ýmis sameiginleg hagsmunamál. Þrista- vinafélög á Norðurlöndum eiga eða reka DC-3 flugvélar sem þykja eiga merkilega sögu í fluginu. Rætt var á þinginu um þjálfunarmál flugmanna og tæknimanna, samskipti við flug- málastjórnir og viðhalds- og vara- hlutamál, svo nokkuð sé nefnt. Í ís- lenska Þristavinafélaginu eru um 600 manns og á hinum Norðurlönd- unum eru nokkur þúsund manns í hliðstæðum félögum. Fundir þrista- vinafélaga eru haldnir til skiptis á Norðurlöndunum og var hann nú í fyrsta sinn haldinn á Íslandi. Á myndinni eru nokkrir for- ráðamenn þristavinafélaga og eig- endur DC-3 véla. Frá vinstri: Åke Janson og Lars Cedwall frá Svíþjóð, Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins á Íslandi, Sus- anne Brögger og Per S. Nielsen frá Danmörku, Helge Hem frá Noregi, Arngrímur Jóhannsson, sem á DC-3 vél, og síðan Finninn Kari Pohjola. Þristavinir þinguðu í Reykjavík FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is KOSTNAÐARÞÁTTTAKA sjúk- linga sem sækja þjónustu Landspít- ala hefur aukist undanfarin ár sam- hliða ríkari áherslu spítalans á göngu- og dagdeildaþjónustu. Jukust sér- tekjur spítalans um 15% á síðasta ári og er aukin starfsemi á göngudeildum og rannsóknardeildum helsta ástæða þess. Þannig voru þjónustutekjur spítalans, þ.e. tekjur af heilbrigðis- þjónustu til einstaklinga og annarra heilbrigðisstofnana, á síðasta ári 1,9 milljarðar króna samkvæmt bráða- birgðauppgjöri en voru tæplega 1,7 milljarðar árið 2006 og 1,6 milljaðar árið 2005. Eru þá meðtaldar tekjur vegna ósjúkratryggðra sjúklinga og þjónustu, t.d. rannsókna, fyrir önnur sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Tekjur af komugjöldum sjúklinga jukust um tæp 10% milli áranna 2004 og 2006. En frá árinu 2000 hefur um- fang dag- og göngudeilda aukist um rúmlega 25%. Á sama tíma hefur komum á bráða- og slysadeildir spít- alans einnig fjölgað umtalsvert. Gjaldtakan samræmd Unnið hefur verið að því að auka samræmi í gjaldtöku sjúklinga og er upptaka gjaldtöku á göngudeild gigt- ardeildar hluti af því. Í Morgun- blaðinu á föstudag kom fram að gigt- arsjúklingar sem koma á göngudeild til viðtals, rannsókna og lyfjagjafar, hafi hingað til ekki þurft að borga fyr- ir þjónustuna, en frá 1. mars nk. verð- ur breyting þar á. Í bréfi sem gigt- arsjúklingum hefur verið sent vegna málsins kemur m.a. fram að þetta sé gert til samræmis við hliðstæða þjón- ustu á öðrum deildum LSH og reglu- gerð sem sett var í heilbrigðisráðu- neytinu í desember sl. Þak sett á greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild Heilbrigðisráðherra skipaði í lok nóvember sl. nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur að réttlátari, einfaldari og gagnsærri þátttöku ein- staklinga í kostnaði vegna lyfja og annarrar heilbrigðisþjónustu. Pétur H. Blöndal alþingsimaður er formað- ur nefndarinnar og Ásta R. Jóhann- esdóttir er varaformaður. Að sögn Rúnu Hauksdóttur, sem á sæti í starfshópi á vegum nefndarinnar, gengur vinnan vel. Ákveðið var að skoða fyrst kostnað fólks vegna lyfja og hefur sá kostnaður þegar verið greindur og verður kynntur á fundi nefndarinnar í næstu viku. Í kjölfarið verða unnar tillögur að breytingum. „Við erum líka byrjuð að skoða allt sjúkratryggingakerfið og hvað sjúk- lingar eru að borga fyrir heilbrigðis- þjónustu á Íslandi,“ segir Rúna. „Hugmyndin er sú að verja þá sem greiða mjög mikið vegna heilbrigðis- þjónustu og að setja ákveðið þak á þann kostnað, hvort sem hann hlýst af lyfjakaupum eða öðrum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustunnar.“ Tillögur nefndarinnar munu miða að því að jafna kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu, þær eiga hvorki að vera kostnaðaraukandi fyr- ir sjúklinga né ríkið. „Við erum að fara í mjög viðamikla gagnasöfnun til að gera okkur grein fyrir því hvað fólk er að borga í dag. Slíkar upplýsingar hafa hingað til ekki legið fyrir,“ segir Rúna. Aukinn kostnaður fellur á sjúklinga Landspítalans Sértekjur jukust um 15% á síðasta ári m.a. vegna aukinnar göngudeildarþjónustu Í HNOTSKURN »Fyrir komu á göngudeildirog slysa- og bráðamóttökur ber Landspítalanum að inn- heimta kostnaðarhlut sjúkra- tryggðs sjúklings skv. reglugerð. »Upphæðirnar sem sjúklingargreiða eru mismunandi eftir því hvað gert er. Þó er fast gjald fyrir komu á slysadeild og fyrir rannsóknir. Fyrir innlögn á sjúkrahúsið er ekkert innheimt. »Hins vegar geta sjúklingarkomið á göngudeild í rann- sóknir og skoðun vegna und- irbúnings fyrir innlögn og greiða þá í samræmi við ofannefnda reglugerð. Þeir koma svo daginn eftir eða nokkrum dögum síðar og eru þá lagðir inn. HARÐUR árekstur varð á Eyr- arbakkavegi um klukkan eitt eftir miðnætti í fyrrinótt þegar tvær fólksbifreiðir rákust saman af tölu- verðu afli. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir fluttir á Land- spítalann í Reykjavík með minni háttar meiðsl. Þar var um að ræða ungt fólk að sögn lögreglunnar. Tildrög slyssins lágu ekki fylli- lega fyrir í gær. Að sögn lögregl- unnar var um aftanákeyrslu að ræða en ekki fengust upplýsingar um hvort önnur bifreiðin hefði verið kyrrstæð. Fjórir á slysadeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.