Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 21
sína, þar á meðal skæruliðann Er- nesto Che Guevara, sem slóst í hóp- inn og hafði mikil áhrif á Castro og hans menn. Viðræður við KGB- fulltrúann Nikolai Sergeevich Leo- nov í Mexíkóborg báru ekki tilætl- aðan árangur í vistum og vopnum og Castro og félagar ákváðu þá að fara til Bandaríkjanna og afla fjár meðal Kúbverja þar. Síðan lá leiðin aftur í æfingabúðir í Mexíkó og í nóvember 1956 hélt Castro með 80 menn til Kúbu að koma uppreisninni af stað. Skemmst er frá því að segja, að uppreisnarmennirnir höfðu ekki fyrr tekið land á Coloradasströndinni en her Batista stráfelldi þá í fjöruborð- inu. Tæpir tveir tugir manna, þar á meðal Castro, Che Guevara og Raúl sluppu í land og á burt upp í Sierra Maestra fjöllin. Sveitafólkið gekk margt til liðs við Castro sem og ýms- ir andstöðuhópar, svo hann gat skip- að liði á nýtt og haldið uppi stökum árásum á menn Batista unz tala má um skæruliðastríð. Castro og mönnum hans sóttist vel gegn herjum Batista, sem sá sitt óvænna og flúði land 1. janúar 1959. Viku síðar hélt Castro innreið sína í höfuðborgina og 16. febrúar varð hann forsætisráðherra Kúbu, en hafði viku fyrr verið útnefndur yf- irmaður alls heraflans. Þegar Castro komst á valdastól lýsti hann því yfir að hann myndi boða til kosninga og endurvekja stjórnarskrá landsins. Stjórn Castro hófst þegar handa við lítinn fögnuð Bandaríkjamanna að þjóðnýta land bandarískra stór- fyrirtækja; United Fruit sérstak- lega. Á þessum tíma neitaði Castro því harðlega að hann væri komm- únisti og sagði Kúbu lýðræðisríki. Til að freista þess að koma betra sambandi á við Bandaríkin og leita stuðnings, fór Castro með fríðu föru- neyti til Bandaríkjanna í boði blaða- mannaklúbbsins. Hann sló um sig með bröndurum og úðaði í sig pyls- um og hamborgurum svo bandarísk- um almenningi féll þessi náungi vel í geð. Það sama var ekki uppi á ten- ingnum hjá ráðamönnum og Ei- senhower forseti neitaði að hitta hann að máli. Þegar Castro kom heim úr Banda- ríkjaferðinni með ekkert fast í hendi, ákvað hann að snúa sér á hina hliðina og halla sér að Sovétmönnum. Lýðræði og mannrétt- indi lögð á hilluna Castro var fljótur að snúa við blaðinu og beitti engum vettlinga- tökum, þegar hann var búinn að skipa sér í kommúnistaliðið. Hann lagði allar lýðsræðishugmyndir til hliðar og mannréttindin líka og hef- ur ríkt sem einræðisherra í tæpa hálfa öld. Hann barði alla andstöðu niður og beitti ofsóknum, morðum og fangelsunum miskunnarlaust. Þótt stefna Castro hafi leikið þjóð hans grátt hvað almenna afkomu snertir, nýtur hann enn vinsælda. Fjöldinn allur hefur reyndar greitt atkvæði með fótunum og flúið fang- elsi og fátækt, sérstaklega til Banda- ríkjanna, Flórída. Honum eru talin til tekna gott heilbrigðiskerfi og menntakerfi, en hann hefur kennt viðskiptabanni Bandaríkjamanna um það sem miður hefur farið. And- staða hans við Bandaríkin hefur afl- að honum fylgis og virðingar heima fyrir og víða í Rómönsku Ameríku. Sovétríkin studdu Castro með hernaðar-, matvæla- og peningaað- stoð og keyptu alla sykurfram- leiðslu, sem þurfti, en eftir að þau hrundu harðnaði enn á dalnum á Kúbu. Castro leitaði á náðir Kín- verja en fór næsta bónleiður til búð- ar. Þá brá hann á það ráð að gera Bandaríkjadollarann gjaldgengan á Kúbu og lögð var áherzla á að byggja upp ferðamannaiðnað í land- inu. Eftir því sem samband Castro og Krushchevs varð nánara kólnaði milli hans og Bandaríkjanna. Banda- ríkjastjórn leitaði hófanna um að koma Castro frá völdum, Eisenhow- er sleit stjórnmálasambandi við Kúbu 1961 og viðskiptabann var sett á Kúbu og Bandaríkjamönnum bannað að ferðast þangað. Eftir felli- bylinn Michelle 2001 neitaði Castro neyðaraðstoð frá Bandaríkjamönn- um, en vildi kaupa matvæli gegn 500 þúsund dollara staðgreiðslu. Sá hátt- ur hefur verið á síðan og kalla Bandaríkjamenn það neyðaraðstoð, hvað sem Castro segir, og því er það ekki brot á viðskiptabanninu. Svínaflói og eldflaugadeilan Svínaflói var sérstök aðgerð Bandaríkjamanna til þess að steypa Castro af stóli. Undirbúningur hófst strax 1959 og 17. apríl 1961 gengu 1400 kúbanskir útlagar, sem CIA hafði þjálfað, á land í Svínaflóa. Svo mikið átti þetta að vera þeirra mál, að Kennedy forseti lagði þeim hvorki lið á láði né legi. Og svo illa misreikn- aði CIA sig að í stað þess að innrás- arliðinu yrði tekið opnum örmum og það stutt til uppreisnar gegn Castro, hrundu hersveitir Castro innrásinni, felldu fjögur hundruð í fjörunni og tóku þúsund manns fasta. Castro var stóryrtur eftir þennan atburð: Byltingin hefur engan tíma fyrir kosningar, sagði hann og síðar lýsti hann því opinberlega yfir að hann væri marx-lenínisti og að Kúba myndi héreftir ganga á vegum kommúnismans. Eldflaugamálið skók heiminn 1962 og er sagt að stórveldin hafi aldrei staðið nær kjarnorkustyrjöld en þá. Rússar settu upp eldflaugar á Kúbu, sem Bandaríkjamenn mótmæltu og settu hafnbann á Kúbu. Sovézk flutningaskip með eldflaugahluti sigldu áleiðis til Kúbu og bandarísk herskip tóku sér stöðu tilbúin að stöðva þau. Castro hvatti Krushchev til að gera kjarnorkuárás á Banda- ríkin ef þau réðust inn í Kúbu, en sovézki aðalritarinn hafnaði því, en sovézkum herstjórum á Kúbu var heimilað að beita taktískum kjarn- orkuvopnum ef Bandaríkjamenn réðust á þá. Svo fór að Krushchev dró í land og samþykkti að fjarlægja flaugarnar á Kúbu gegn yfirlýsingu Bandaríkjamanna um að þeir myndu ekki ráðast inn í Kúbu og einnig samþykktu Bandaríkjamenn að fjar- lægja sínar flaugar frá Tyrklandi og Ítalíu, en þeim var beint gegn Sov- étríkjunum. 638 morðtilraunir Sögusagnir ganga um endalausar tilraunir Bandaríkjamanna til að ráða Fidel Castro af dögum. Fabian Escalante, lengi lífvörður Castro, segir CIA hafa ráðgert 638 morð- tilraunir við Castro. „Ef það að lifa af morðtilraunir væri keppnisgrein á Ólympíuleikunum, væri ég örugg- lega gullverðlaunahafinn,“ segir Castro. Heimildir: BBC NEWS, Britannica, Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 21 voru í úrtakinu en sé tekið mið af framgöngu þeirra ágætu manna á velli kæmi ekki á óvart að þeir væru ættaðir úr Eyjafirði. Æthelflæd tók við Ingimundi Eftir að norski víkingurinn Ingi- mundur og menn hans voru hraktir burt frá Dyflinni árið 902 tóku þeir land á norðurströnd Wirral. Það var engin önnur en lafði Æthelflæd sem úthlutaði þeim landrými til að byggja á. Örnefni á þessum slóðum bera dvöl víkinganna glögglega merki, Aigburth, Formby, Crosby, Tox- teth og Croxteth eru allt vík- inganöfn, að ekki sé talað um knattspyrnufélagið Tranmere. Þá bera tveir staðir í Englandi nafnið Thingwall, báðir í norðaustri. Að sögn Hardings er þetta að- eins upphafið að frekari rann- sóknum en næst hyggjast vís- indamennirnir beina sjónum sínum að Norður-Lancashire, Cumbriu og Norður-Yorkshire. Stephen Harding og hinir um- sjónarmenn rannsóknarinnar eru væntanlegir hingað til lands með vorinu á vegum Háskólans í Reykjavík til að kynna rannsóknina með röð fyrirlestra. Meistaranám og doktorsnám við menntavísindasvið HÍ / KHÍ Meistaranám » Menntunarfræði M.Ed. og M.A. Sérkennslufræði M.Ed. Stjórnunarfræði menntastofnana M.Ed. Heimspeki menntunar M.A. Íþrótta- og heilsufræði M.Ed. og M.S. Þroskaþjálfafræði M.Ed. Tómstunda- og félagsmálafræði M.Ed. Alþjóðlegt nám í menntunarfræði/ International studies in education M.A. (kennt á ensku) Kennsluréttindanám á meistarastigi Sérsvið í menntunarfræði: » fjölmenning » fræðslustarf með fullorðnum – mannauðsþróun » heimspeki menntunar » íslenska – íslenskukennsla » kennslufræði og skólastarf » listmenntun – listasaga – verkmenntun » mál og læsi » menntunar- og kennslufræði yngri barna » náttúrufræðimenntun » stærðfræðimenntun » upplýsingatækni og miðlun Doktorsnám » Menntunarfræði Ph.D. MENNTAVÍSINDASVIÐ www.khi.is Umsóknarfrestur er til 15. mars / Umsóknareyðublöð á www.khi.is og www.hi.is Opið hús mánudaginn 25. febrúar Kennarar, nemendur og námsráðgjafar taka á móti gestum frá kl. 16–18 í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna meistara- og doktorsnám við nýtt menntavísindasvið HÍ 2008–2009. ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 41 17 6 02 /0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.