Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 34
sjónspegill
34 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Snjónum kyngdi aldeilis niður á dögunum og drif-hvítt lín lagðist yfir borgina, biksvartar næturskammdegisins viku um stund fyrir endurskinimjallar. Á slíkum stundum er allt svo ferskt
hreint og mjúkt eins og heimurinn hafi gengið í endurnýj-
aða lífdaga og ungviðið ræður sér ekki fyrir kæti. En um
leið þurfa ruðningstækin að sanna sig og snjóskaflarnir
hrannast undan þeim upp á gangstéttabrúnir
höfuðborgarinnar sem gera gangandi erfitt um vik ekki
síst að komast inn og úr almenningsvögnum, jafnvel á
Lækjartorgi. En það er annarra að fjargviðrast þar um og
hér rétt aðeins vikið að sjónrænu hliðinni, hún þó mjög til
umhugsunar. Þá ekið var um Lönguhlíð að kvöldi fyrsta
dags voru skaflarnir strax orðnir í meira lagi óhreinir
götumegin, sums staðar alveg svartir. Ekki sérlega geðs-
leg sjón, í og með á ferð hið nær ósýnilega svifryk ásamt
útblæstri frá bifreiðunum og hafði sjaldan eða aldrei
stungið í sama mæli í augun en í þetta skipti, allt í góðri
takt við aukna umferð. Hin dagsdaglegu óþrif frá umferð-
inni blöstu þannig við mannfólkinu sem aldrei fyrr á ann-
ars fallegum degi, en hvað skyldu margir átta sig á því að
þetta er einmitt það sem gangandi vegfarendur anda
meira og minna að sér 365 daga á ári og eru mikil býsn
ásamt heilsuvá og mætti gefa frekari gaum…
Um þessar mundir beinast augu manna sem aldrei fyrr
að Vatnsmýrinni vegna sýningar í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, um byggð á svæðinu, sem lauk á fimmtudag.
Hún stóð allt of stutt yfir, ekki síst ef litið er til aðsóknar
og áhuga borgarbúa, nóg um sýningar lítilla sanda sem
standa yfir í mánuði við takmarkaðan áhuga annarra en
aðstandenda þeirra og trúbræðra. Þetta meinta dýrmæta
byggingarsvæði löngu uppgötvað og vísir hafa tekið fram
reglustikur og reiknistokka og upplýst hve mikil hörð
verðmæti eru þar falin í byggingarlóðum. Allt metið til
skipulags og fljóttekinna peninga þá byggt er hér í borg,
sem eru áhrif sem teygja sig allt til umsnúningsins á
stríðsárunum síðari og gróðahyggjunnar sem þá fæddist
og tók að blómstra með mikilli virkt. Minna hugsað um
andrýmið, anda staðarins og verðmæti þess fyrir andlega
og líkamlega heilsu íbúanna sem verður ekki metið til fjár.
Illu heilli átti þróunin samflot með undanrennu módern-
ismans sem flæddi um Evrópu á líkum tíma sem eins kon-
ar viðbót við eyðileggingar hildarleiksins mikla. Á síðustu
vikum stríðsins sá stundum að sögn sjónarvotta vart til
himins fyrir silfurlitum málmfuglum á leið til Dresden,
München og fleiri borga Þýskalands. Tilgangurinn var að
fullkomna hina yfirgengilegu og í raun tilgangslausu eyði-
leggingu menningarverðmæta. Módernisminn í túlkun
Bauhaus-skólans var mikils háttar og magnaður, en risið á
honum lækkaði umtalsvert þegar hann var orðin að al-
mennri kenningasmíð í skólum og yfirgengilegt málæði
menntamanna Marxista tók við af lífrænni mótun. Reykja-
vík er afar gott dæmi um fyrirlitningu þessa fólks á fortíð-
inni, umhverfinu og næstu byggð, raunar öllu öðru en hin-
um nýja stórasannleik kringum hrein form og veraldlegt
hagnýtigildi. Upplifaður teningur er vel að merkja eitt,
hins vegar er andvana fæddur teningur annar og mun lak-
ari kostur, en þau fræði er ekki hægt að kenna, einungis
lifa sig inn í þau og það tekur tímann sinn.
Umsnúningur hefur sem betur fer átt sér stað eftirað menn voru neyddir til í öllu andleysinu að leitaaftur til fortíðar í leit að nýjungum, helst til hins
hataða barrokks og nefna nú síðmódernisma eða postmód-
ernisma. Gerðist þó ekki fyrr en menn höfðu í hálfa öld
sem aldrei fyrr verið að rembast við að finna upp heita
vatnið upp á nýtt á hverjum áratug og útskúfa um leið
hinu liðna. Árangurinn hið ókræsilegasta við hverja borg,
útkomunni ósjaldan líkt við eyðileggingu hinna grimmi-
legu loftárása heimsstyrjaldarinnar.
Lagt saman hneigist ég til að hafna jafn-flatri byggð og
fyrirhugað er að rísi og er hér ekki einn á báti. Og mín
bjargfasta skoðun er, að ef yfirleitt skuli byggt í Vatns-
mýrinni eigi sú framkvæmd vera ævintýri, fjölbreytni,
„flexibilitet“ í fyrirrúmi, með kennileitum sem væru aug-
anu hátíð líkt og við sjáum gerast víða um heim, hvar
menn gleyma ekki mjúku gildunum. Yrði líka í bak og fyr-
ir langsamlegast heilbrigðasta og arðbærasta lausnin til
lengri tíma litið…
Engin bein rýni hér, en rétt og skylt að vekja athygli á
tveim óvenjulegum listaverkabókum sem út komu nýlega,
annars vegar: Málverk í 20 ár, sem segir af þróun listar
Tryggva Ólafssonar á þessu tímabili og Mál og menning
gaf út. Hins vegar Erró í tímaröð eftir Danielle Kvaran, í
útgáfu Listasafns Reykjavíkur og Máls og menningar.
Listaverkabækur á Íslandi eru fágæti sem ber að fjalla
sérstaklega um, en að þessu sinni hefur lítið verið um fag-
lega rýni en meira um almennar fréttir og þá einkum hvað
Erró-bókina snertir.
Bókin um Tryggva er nokkurs konar myndrænt yf-irlit yfir þróun listamannsins á tímabilinu og er af-ar vel úr garði gerð þótt maður hefði viljað sjá
hana í ennþá veglegri umbúðum og eitthvað fjallað um
hvert einstakt verk og tilorðningu þess í tíma og rúmi. En
hún er vissulega mikilsverð viðbót við æviannálinn; Hvað
er á bak við fjöllin, sem út kom fyrir fjórum árum, þar
söknuðu margir vel litgreindra myndverka listamannsins
og hefðu viljað sjá hana í mikilsverðari umbúðum.
Ekki skortir umfangið flottheitin né stærðina varðandi
bókina Erró í tímaröð, en hins vegar er hún heftuð og sem
slík stórum aðgengilegri til uppflettinga en svipaðar bæk-
ur í hörðum og rækilega innbundnum útgáfum. Lakara að
þar má finna nokkra hnökra svo sem í kaflanum frá Osló
sem er nokkuð rýr, en þar er mynd af skrifara sem tekin
var á stúdíói í Róm ári seinna. Tek þó ekki nærri mér en
minnist þess að listamaðurinn tók fjöldann allan af ágæt-
um myndum af náunganum í Osló, þá við urðum að deila
vistarverum í hinni rosalegu húsanauð sem ríkti í borg-
inni. Þá gleymist að þakka Aðalsteini Ingólfssyni í þeirri
nafnarunu sem fylgir í lok bókarinnar sem fræðingurinn
hefur tekið óstinnt upp og gerði nýlega fleiri og þarfar at-
hugasemdir við verkið í mjög rökföstum og læsilegum
pistli í menningarkálfi Fréttablaðsins. Hér einmitt komin
sú rökræða sem ég auglýsti eftir um áratugaskeið því að
fátt fer meira í taugarnar á þeim sem eru virkir á vett-
vanginum en tóm- og andvaraleysið í þessum málum hér á
hjara veraldar, undirróður og skotgrafahernaður um leið
óvíða hatramari. Tek hins vegar alls ekki undir um fálæti
landans varðandi Erró sem PBB reifaði í rýni sinni og Að-
alsteinn er samþykkur. Listamaðurinn nefnilega hér um
bil þjóðsaga meðal almennings er líða tók á sjöunda ára-
tuginn, en var hins vegar í banni hjá innsta kjarna mynd-
listarmanna sem höfðu, allt frá listamannadeilunum í upp-
hafi sjötta áratugsins, lokað kirfilega að sér. Almenningur
hafði tekið listamanninum unga forkunnarvel á seinni
hluta sjötta áratugsins þeim til mikillar gremju og vel-
gengi hans í París fór mjög í fínu taugar þeirra. En þessi
andstaða varð er tímar liðu mesta gæfa Errós á lífsleiðinni
því að honum var tekið sem glataða syninum á áttunda
áratugnum og enginn íslenskur listamaður, hvorki fyrr né
síðar, hefur notið eins mikils meðbyrs, sbr. Errósafn sem
tekur nær helming rýmis Listasafns Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi, ásamt með geymslum líkt og um þjóðargersemi sé
að ræða og er leit að hliðstæðu í heimi hér. Annað mál að
þetta bann gerði að verkum að hinn þröngi kjarni svo-
nefndra abstrakt listamanna skaut sig illa í fótinn ásamt
því að þjóðin eignaðist ekkert af lykilverkum Errós frá
þessu tímabili. Þau eru enn í hávegum höfð í franskri
myndlist og hafa verið kynnt um allan heim og gjarnan
sýnileg í mikils háttar uppsláttarbókum. En hingað ratað
hefðu þau allt eins getað lent í geymslum, hist og her, –
lokuð umheiminum. Fálætið náði hins vegar ekki nema í
áratug eða svo, en afleiðingar þess vel sýnilegar þrem ára-
tugum síðar.
Báðar bækurnar eru væn viðbót við aðrar upplýs-ingar um listamennina en ég verð að taka undirflest í málflutningi Aðalsteins Ingólfssonar og skil
engan veginn hvernig nafn hans gat gleymst í þessu riti
öllu og listsögufræðingurinn á heimtingu á skýringu…
Loks ber að vekja athygli á DVD-disk um höfundarrétt
sem Myndstef og Knútur Bruun hefur gefið út, en hann
hefur sem kunnugt er unnið í þeim málum um árabil. Um
mjög þarft, þýðingarmikið og upplýsandi framtak að
ræða, einkum í landi þar sem andleg verðmæti hafa
lengstum mætt afgangi, – skulu helst ókeypis.
Enn fleiri molar
MoMa í New York Aðstreymi á listasöfn er víðast hvar
engu minni en á annars konar listviðburði og ekki láta
tugþúsundir forvitinna rigningu og kulda aftra sér né
1.300 króna aðgangseyri. Alfred H. Barr sem byggði
upp safneign MoMA vissi hvað hann söng um mikilvægi
þess að ná til fólks af öllum stéttum, ekki síst hins upp-
lýsta almúga.
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/Einar Falur
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
21
98
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Í SUMAR
SÉRFERÐIR
GLÆSILEGAR
Síðus
tu sæ
tin!
Sérferðir okkar í sumar hafa fengið frábærar viðtökur eins og
fyrri ár, enda hefur framboðið sjaldan verið glæsilegra. Uppselt
er í margar ferðir og aðrar eru að fyllast, en þó eru enn sæti
laus í margar spennandi ferðir sem bjóða ævintýri, upplifanir og
ógleymanlegar minningar. Tryggðu þér sæti í frábæra sérferð
með Heimsferðum í sumar.
Portoroz og Slóvenía, 25. maí - 1. júní – Nokkur sæti laus
Perlur Grikklands, 31. maí - 14. júní – Laus sæti
Québec og Montreal, 6.-13. júní – Laus sæti
Gardavatn, 20.-27. júlí – 8 sæti laus
Búlgaría – Rúmenía, 18. ágúst - 1. sept. – Laus sæti
Fegurð Austurríkis, 2.-9. júní – 10 sæti laus
Þýskaland og fljótin fimm, 1.-10. ágúst – 9 sæti laus
Katalónía á Spáni, 20.-27. júní & 29. ágúst - 5. sept. – Laus sæti
Ítölsku Alparnir og vötnin, 14.-21. sept. – 9 sæti laus
Frakkland, 10.-24. ágúst – 8 sæti laus
GÖNGUFERÐIR
Cinque Terre – Uppselt er í allar ferðir
Norður-Spánn – Pýreneafjöllin, 23.-30. maí
– 6 sæti laust og 5.-12. sept. – UPPSELT
Slóvenía – Júlíönsku Alparnir, 31. ágúst - 7. sept. og 7.-14. sept.
– Örfá sæti laus
Frakkland – Bretagne skaginn, 29. júní - 6. júlí – 10 sæti laus
SIGLINGAR
Perlur Adría- og Eyjahafsins – UPPSELT
Gersemar Miðjarðarhafsins – UPPSELT
Gersemar Miðjarðarhafsins og Rómarborgar – UPPSELT
Gríska-Eyjahafið og Rhodos, 16.-30. júní – Nokkur sæti laus
Fornar menningarslóðir Grikklands og Tyrklands, 1.-15. júní – 8 sæti laus