Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þ
jóð vor á Oddi Gottskálks-
syni mikið að þakka. Þýð-
ing hans á Nýja testa-
mentinu var þrekvirki og
stuðlaði að því, að íslensk
tunga héldi velli. Þýðingin er auðvitað
ekki hnökralaus, en með því að Oddur
skrifaði fagurt mál og fágað fer
manni brátt að þykja vænt um hnökr-
ana eins og braglýti Gríms Thomsens.
Þeir sóma sér vel saman á bekk með
fremstu ritsnillingum þjóðar okkar.
Ýmsir af þeim talsháttum úr Nýja
testamentinu, sem flestir þekkja, voru
í öndverðu mótaðir af Oddi og eru
óbreyttir eða lítt breyttir enn í dag.
Og mun svo verða enn um hríð.
Biblían hefur verið gefin út ellefu
sinnum og stundum verið endurþýdd,
stundum endurskoðuð. Slíkt er ekkert
áhlaupaverk. Ýmsar ritningargreinar
eru trúuðum heilagt orð og við þeim
verður ekki hróflað. Engum dettur í
hug að segja „það ykkar, sem synd-
laust er, kasti fyrsta steininum“ frem-
ur en „nú er horfið Suðurland, nú á
ég hvergi heima“. Biblíumálið er há-
tíðlegt og kjarngott og myndmálið
skýrt. Öðru vísi verður dæmisagan
ekki sögð, þannig að hún berist frá
manni til manns. Hversdagslegt orð-
færi í daufum flutningi nær ekki
hlustum manna.
Þegar ég fékk nýju biblíuna í hend-
ur laukst hún upp á 5. kapítula Lúk-
asarguðspjalls og ég hóf lesturinn:
„Þegar hann hafði lokið ræðu sinni
sagði hann við Símon: „Legg þú út á
djúpið og leggið net ykkar til fiskjar.“
Símon svaraði: „Meistari, við höfum
stritað í alla nótt og ekkert fengið en
fyrst þú sagðir það skal ég leggja
netin.“ Nú gerðu þeir svo og fengu
þeir þá mikinn fjölda fiska en net
þeirra tóku að rifna.“
Ég þekki ekki orðasambandið „að
leggja net til fiskjar“ og finnst ógott
að segja „fyrst þú sagðir það“ við
Jesúm. Og svo þykist ég vita, að eng-
inn sjómaður segi, að það sé „mikill
fjöldi fiska“ í netinu. Ég fletti því upp
í Nýja testamenti langömmu minnar,
Kristjönu Sigurðardóttur á Húsavík,
og þar stóð: „En er hann hætti að
kenna, sagði hann við Símon: legg þú
út á djúpið, og leggið net yðar til
fiskidráttar. Og Símon svaraði og
sagði við hann: meistari, vér höfum
setið í alla nótt og ekkert fiskað; en
eptir þínu orði vil ég leggja netið.
Þeir gjörðu svo; kom þá svo mikill
fiskur í netið, að það rifnaði.“ Hér er
ólíku saman að jafna. Gamli textinn
er á kjarngóðu alþýðumáli, en sá nýi
sýnist vera uppkast, sem ekki hefur
verið unnið úr.
Það er mér í barnsminni að ég
heyrði gamanleikarann góðkunna Al-
freð Andrésson segja í revíu eða
skemmtiþætti:
Tak sæng þína og gakk, því hér á
að loka.
Ég sagði takk, því ég svaf í poka.
Ég hef ekki rekist á þessar línur
síðan og veit ekki hvar þær er að
finna né hvort ég fer rétt með þær,
sem er ósennilegt. En því rifja ég
þær upp hér, að í nýju þýðingunni á
Markúsarguðspjalli er Jesús látinn
segja við lama manninn „statt upp,
tak rekkju þína og far heim til þín“ í
staðinn fyrir „tak sæng þína“, sem
fer betur og er eðlilegra, einkum þeg-
ar horft er til framhaldsins: „Mað-
urinn stóð upp, tók jafnskjótt rekkju
sína (sæng sína) og gekk burt í allra
augsýn.“ Þetta er auðvitað spurning
um smekk og tryggð við gamlan
texta. En á það má líka benda, að
orðið rekkja hefur mjög skilgreinda
PISTILL » Og svo þykist ég vita,
að enginn sjómaður
segi, að það sé „mikill
fjöldi fiska“ í netinu.
Halldór
Blöndal
Biblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu
og þrönga merkingu, gagnstætt orð-
inu sæng, sem getur m.a. þýtt rekkja,
en hefur auk þess margvíslega merk-
ingu aðra bæði huglæga og efnislega,
sem fellur vel að því samhengi, sem
hér á við og er í samræmi við ís-
lenska málhefð. – „Taktu sængina
með þér,“ er daglegt mál og skilst
eftir kringumstæðum hverju sinni.
Enginn segir: „Taktu rekkjuna með
þér.“
Mér fellur ekki nýja þýðingin á
biblíunni. Mér finnst þörfin kalla á að
gamla biblían verði gefin út að nýju,
svo að fólk geti haft þá biblíu hjá sér
sem það ólst upp við.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
KÓPAVOGSBÆR hefur á ný
hafið viðræður við ríkið um að
kaupa svæði við Kópavogstún þar
sem í dag er m.a. að finna end-
urhæfingar- og líknardeild Land-
spítala. Hugmyndir bæjaryfirvalda
eru að reisa í framtíðinni á svæð-
inu um 50 sérbýli og að í heild
verði á næstu árum um 1.000 íbúa
byggð við Kópavogstúnið. Gildandi
deiliskipulag gerir nú þegar ráð
fyrir um 210 nýjum íbúðum, þar af
57 þjónustuíbúðum, og hefur hluta
þeirra lóða verið úthlutað. Fram-
tíðarhugmynd Kópavogsbæjar er
að stofnanir á vegum ríkisins víki í
áföngum, m.a. endurhæfingar- og
líknardeild Landspítalans og
Kvennafangelsið, en viðræður eru
þegar í gangi við ríkið um framtíð
svæðisins.
Kópavogsbær eignaðist gamla
Kópavogshælið árið 2003 með
samkomulagi við ríkið. Húsið, sem
er í mikilli niðurníðslu, var auglýst
til sölu árið 2006 en kauptilboðið
sem ákveðið var að taka, rann út
áður en samningar náðust. Bærinn
ætlar nú innan fárra vikna að aug-
lýsa húsið aftur til sölu fyrir
menningartengda starfsemi. Til
stendur að rífa húsnæði Fjölsmiðj-
unnar sem og sambýli sem er á
svæðinu og mun þessi starfsemi
flytjast annað.
Miðjusvæðið varð eftir
Árið 2005 gerði skipulagsáætlun
bæjarins ráð fyrir að svæðið sem
afmarkast af Urðarbraut, Kópa-
vogsbraut, Reykjavíkurvegi og
Kópavogi, yrði skipulagt í heild og
að sjúkrahússtarfsemin myndi
víkja. Þeirri hugmynd var harð-
lega mótmælt af forsvarsmönnum
Landspítala en þriðjungur lands-
ins sem skipuleggja átti er í eigu
ríkisins og nýttur af LSH.
Farið var að kröfu Landspítala
um að svæðið umdeilda, sem er í
miðju skipulagssvæðisins, yrði
undanþegið deiliskipulaginu að
sinni. Það þýddi m.a. að fyrirhug-
uðum íbúðum var fækkað úr 325 í
um 200.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs, sagði við þetta tækifæri
að „alger umskipti“ hefðu orðið á
stefnu Landspítalans hvað varðaði
starfsemi í Kópavogi. Forsvars-
menn spítalans hefðu árið 2003,
þegar bærinn keypti lóð gamla
Kópavogshælisins, sagt að öll
starfsemi færi þaðan á næstu 5-10
árum. Síðan hafi þeim snúist hug-
ur.
Í desember þetta átakaár var
byrjað að úthluta fyrstu lóðum á
svæðinu. Enn á eftir að úthluta
lóðum næst Kópavogshælinu
gamla. Samkvæmt gildandi skipu-
lagi mun þar rísa lágreist einbýlis-
húsa- og parhúsabyggð sem og
fjölbýlishús.
Nú hefur Kópavogsbær aftur léð
máls á miðjusvæðinu umdeilda við
ríkið. Það er þó ekki ætlun bæj-
arins að byggja á svæðinu strax
verði af kaupunum, heldur er
þetta hugsað sem framtíðarbygg-
ingarland til næstu áratuga. Þegar
hafa verið gerð skipulagsdrög en
þau hafa enn ekki verið kynnt í
skipulagsnefnd bæjarins. Þar er
gert ráð fyrir lágreistri einbýlis-
húsabyggð á miðjusvæðinu sem nú
er í eigu ríkisins. Rætt er nú við
ríkið um yfirtöku og afhendingu á
svæðinu í áföngum.
Kópavogshælið aftur auglýst
Uppbygging á svæðinu hangir
þó saman við hvers konar starf-
semi komi til með að vera í gamla
Kópavogshælinu og verður lóðum í
næsta nágrenni ekki úthlutað fyrr
en það liggur fyrir.
Á næstu vikum stefnir Kópa-
vogsbær að því að auglýsa aftur til
sölu gamla Kópavogshælið. Húsið
var auglýst til sölu fyrir um tveim-
ur árum og bárust fjögur tilboð.
Ákveðið var að taka tilboði frá
Innfjárfestingum ehf. Fyrirtækið
hóf framkvæmdir í kjölfarið en
þær voru stutt á veg komnar þeg-
ar kauptilboðið rann út. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
voru í kauptilboðinu settir fyr-
irvarar um aðgengi að húsinu,
bílastæði og umráðarétt yfir
stærri lóð. Ekki náðist að semja
um þessi atriði áður en kaup-
tilboðið rann út í október árið
2006.
„Það er meiningin að auglýsa
þetta aftur til sölu fljótlega þegar
búið er að ákveða lóðamörk,“ segir
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
um málið. „Við erum í samningum
við ríkið og vonandi gengur það nú
yfir fljótlega þannig að við munum
auglýsa húsið aftur til sölu.“
Gunnar segir til greina koma að
„milda“ fyrri skilmála varðandi
uppbyggingu hússins. „Þetta hús
er hugsað til menningarlegrar
starfsemi,“ segir hann.
Staðið autt í rúmlega
tvo áratugi
Arkitekt gamla Kópavogshæl-
isins var Guðjón Samúelsson,
húsameistari ríkisins, og var það
tekið í notkun 14. nóvember 1926
og er elsta steinsteypta hús Kópa-
vogs. Upphaflega var húsið reist
sem Hressingarhæli Hringsins og
ætlað fyrir berklaveika sjúklinga,
en Hringskonur hófu að safna fé í
bygginguna árið 1906. Árið 1939
fékk ríkið húsið afhent án endur-
gjalds með öllum búnaði og
skömmu síðar voru berklasjúkling-
arnir fluttir annað og í þeirra stað
komu holdsveikisjúklingar frá
Laugarnesi og breyttist þá hælið í
Holdsveikraspítalann í Kópavogi.
Síðasti sjúklingurinn var fluttur
úr húsinu árið 1975 og var þá hús-
ið notað í nokkur ár við kennslu
þroskaþjálfanema. Auk þess var
eldhús staðarins í húsinu til ársins
1985, en síðan þá hefur húsið stað-
ið autt og ónotað.
Rætt við ríkið um jarðakaup
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Í niðurníðslu Gamla Kópavogshælið hefur staðið ónotað í yfir tvo áratugi.
Gríðarleg viðgerðarvinna bíður nýs eigenda.
Gamla Kópavogs-
hælið aftur til sölu
á næstu vikum
ÞINGHÓLL og næsta nágrenni á
Kópavogstúni er friðaður. Þing-
hóll er það svæði sem hefur hvað
mest sögugildi í Kópavogi og er
verndaður sem menningarminjar.
Þar sjást minjar um þingstað sem
um árabil þjónaði öllu landinu
vegna nálægðar við Bessastaði. Á
hólnum er steinn sem minnir á
erfðahyllinguna 1662 og var hann
settur upp 300 árum síðar eða
1962. Með erfðahyllingunni, Kópa-
vogsfundinum, voru íslenskir
valdsmenn neyddir til að sverja
hollustu við Friðrik III. Danakon-
ung og afsöluðu með því sjálfstæði
þjóðarinnar.
Kópavogur var einn af fjórum
þingstöðum Gullbringusýslu og
fyrir margar sakir þeirra fræg-
astur. Mikill fjöldi mála var tekinn
fyrir á Kópavogsþingi og dómar
felldir. Elstu varðveittu rituðu
heimildirnar um þing í Kópavogi
eru frá 1523. Árið 1574 gaf Frið-
rik II. Danakonungur út tilskipun
þess efnis að Alþingi skyldi flutt í
Kópavog en til þess kom þó aldrei.
Síðasta aftakan sem fór fram á
þinginu í Kópavogi var 15. nóv-
ember 1704. Þá voru Sigurður
Arason og Steinunn Guðmunds-
dóttir frá Árbæ tekin af lífi fyrir
morð. Var hann höggvinn skammt
norðan við þinghúsið en henni
drekkt í Kópavogslæk. Árið 1753
var þinghald aflagt í Kópavogi.
Svæðið er líka friðað á grund-
velli náttúruverndar enda fjaran
við Kópavogin einstök. Og svo
segja þeir sem til þekkja að þar
megi finna mikla álfabyggð.
Álfabyggð við gamla þing-
staðinn á Kópavogstúni