Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 47 UMRÆÐAN Í LIÐINNI viku undirrituðu Fé- lag íslenskra hjúkr- unarfræðinga (FÍH) og Endurmenntun Há- skóla Íslands (EHÍ) tímamótasamning um símenntun hjúkr- unarfræðinga. Mark- miðið með samn- ingnum er að auka fjölbreytileikann í námsframboðum fyrir hjúkrunarfræðinga og að þeim bjóðist nám- skeið á hagstæðum kjörum. Áhersla er lögð á að styrkja hjúkrunarfræðinga í starfi. Fyrr á árum var gjarnan talað um að útskrifa fólk úr háskóla. Nú er fremur talað um að brautskrá. Mun- urinn liggur helst í viðurkenningu á því að þótt fólk ljúki háskólanámi þá er það ekki og verður aldrei útlært í sínu fagi. Heilbrigðisþjónustan hef- ur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum, breyt- ingum sem gera aðrar og meiri kröfur til þekkingar og færni hjúkr- unarfræðinga. Símenntun er því lykilatriði í nútíma samfélagi. Í kynningu á niðurstöðum könn- unar á starfsumhverfi ríkisstarfs- manna, forstöðumannahluta, sem fram fór þann 6. febrúar sl. kom fram að forstöðumenn heilbrigðis- stofnana horfa fremur en aðrir for- stöðumenn ríkisstofnana til þess að stéttarfélög sjái um símenntun starfsmanna. Það hlýtur að vera umhugsunarefni að svo mjög hafi verið þrengt að heilbrigðisstofn- unum að forstöðumenn hafi ekki svigrúm í rekstri til símenntunar starfsfólks, til að efla og nýta betur hinn margumrædda mannauð, sem er jú dýrmætasta eign hvers fyr- irtækis/stofnunar. Það er fyllsta ástæða til að skora á stjórnvöld og forstöðumenn heilbrigðisstofnana að endurmeta áherslur sínar hvað símenntun starfsmanna varðar. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur því miður orðið vart við þessar þrengingar og bregst nú við með því að stórefla aðkomu sína að símenntun hjúkrunarfræðinga. Á vormisseri verða fimm námskeið í boði í tengslum við samstarf FÍH og EHÍ, auk þess sem hjúkrunarfræð- ingum bjóðast sérkjör á önnur valin námskeið hjá Endurmenntun. Eitt þessara fimm námskeiða ber yfir- skriftina „Er hjúkrun launuð vinna eða hug- sjónastarf? Að semja um kaup og kjör“. Þar verður m.a. fjallað um stöðu fagstétta í sam- félaginu, ábyrgð sam- félags og stofnana gagnvart fagstétt eins og hjúkrunarfræð- ingum, hver ber ábyrgð á rekstri heil- brigðisstofnana og heilbrigðisþjónust- unni, hvar ábyrgð fag- aðila gagnvart skjól- stæðingi endar og ólík hlutverk í einkalífi og starfi. Þetta námskeið er hluti þess ímyndarverkefnis sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur nú að og áður hefur verið kynnt. Ég hvet hjúkrunarfræðinga til að kynna sér umræddan samning FÍH og EHÍ og nýta sér þessa nýju leið til símenntunar. Þá hvet ég stjórn- völd og forstöðumenn heilbrigðis- stofnana til að auka mjög áherslu á og fjárveitingar til símenntunar hjúkrunarfræðinga. „Svo lengi lærir sem lifir“ Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um kjör og menntun hjúkr- unarfræðinga » Þar verður m.a. fjallað um stöðu fag- stétta í samfélaginu og ólík hlutverk í einkalífi og starfi. Elsa Friðfinnsdóttir Höfundur er formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. ÚTSÝNI TIL LEIGU Kringlunni 4–12 | 103 Reykjavík www.landicproperty.is LÁGMÚLI 9 Um er að ræða tvær hæðir. Annars vegar innréttað rými á 6. hæð sem er 338 m2 og hins vegar 7. hæð sem er nýbygging ofan á húsið, alls 286 m2. Útsýni einstakt frá báðum hæðum. Mjög góð staðsetning. Hægt er að leigja rýmin saman eða í sitt hvoru lagi. Til útleigu frá og með 15. mars nk. Teikningar er að finna á www.landicproperty.is. LAUGAVEGUR 26 Um er að ræða 5. hæð sem er nýbygging ofan á húsið, alls 332 m2. Þetta er einstakt rými með gluggahliðum til norðurs og suðurs. Svalir allan hringinn og frábært útsýni. Til útleigu frá og með 15. mars nk. Teikningar er að finna á www.landicproperty.is. Nánari upplýsingar fást hjá Ingu Rut Jónsdóttur í s. 575 9010 eða á irj@landicproperty.is. Járnklætt timburhús byggt árið 1880. Stærð 269,8 fm. Kjallari, aðalhæð og rishæð. Mikið endurnýjuð eign í góðu ástandi. Tvennar svalir og fallegur garður með stórum garðskála. Upphitað hellulagt bílaplan. ÞINGHOLTSSTRÆTI EINBÝLI Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 jöreign ehf Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 FALLEGT OG SJARMERANDI HÚS Á FRÁBÆRUM STAÐ Í ÞINGHOLTUNUM. AFHENDING ER SAMKOMULAG. KAUPTILBOÐ ÓSKAST Í EIGNINA. Þverholt 14 l 105 Reykjavík l Sími 595 9000 l holl@holl.is l www.holl.is Björn Daníelsson Löggildur fasteignasali Gsm: 849 4477 Austurberg Mjög falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi á góðum stað í Breiðholti alls 91 fm. Björt og rúmgóð stofa, arinn í stofu. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Gott baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Parket og flísar á gólfum. Lokaður vesturgarður. Stutt í leik-, grunn- og framhaldskóla og verslanir. Verð 22,9 millj. Sanngjörn söluþóknun Góðar ljósmyndir Sýnum eignina Fagþjónusta Jöklalind Glæsilegt 6 herbergja einbýli á einni hæð með bílskúr á barnvænumstað í Kópavogi, alls 202 fm. Allar innréttingar og frágangur mjög vandaður. Mjög falleg og ræktuð lóð, stór og góð verönd. Hellulagt bílaplan. Stutt er í alla almenna þjónustu s.s. leik- og grunnskóla, læknaþjónustu og Smáralindina. Verð 65,9 millj. Laxakvísl Mjög fallegt 5 herb. raðhús á þremur hæðum ásamt bílskúr alls 210,3 fm á frábærum út- sýnisstað. 70 fm óskráð rými í kjallara sem býður upp á mikla möguleika. Stórar stofur. Rúmgóð svefnherbergi. Sólskáli með hita í gólfi. Ræktaður garður. Stutt í skóla og leikskóla. Eigandinn er tilbúinn að skoða skipti á ódýrari íbúð upp í kaupin. Gott lán getur fylgt með eigninni. Frekari upplýsingar veitir Björn: Sími 849 4477. Verð 56,9 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.