Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 1
BANKARNIR hafa verið djarfir í útrásinni og
fjárfestingum erlendis, að sögn Geirs H. Haarde
forsætisráðherra. „Það hefur verið hluti af þeirra
viðskiptamódeli, ef svo mætti segja, og við þær að-
stæður sem komnar eru upp getur það skapað erf-
iðleika. En ég býst nú við því að flestar fjárfest-
ingar bankanna erlendis hafi verið góðar í þeim
skilningi að þær skili ávöxtun og þá eru þær
ábyggilega góð söluvara ef á þarf að halda á nýjan
leik. Sumir hafa sagt að þetta viðskiptamódel feli í
sér ábyrgðarleysi en ég vil ekki taka mér það orð í
munn. En menn hafa verið djarfir.“
stefna að, verður að beita almennum aðgerðum til
að stýra þessu, ekki banna einum að byggja en
ekki öðrum.“
Aðild að ESB er engin lausn á þeim vanda sem
blasir við í efnahagslífinu, að sögn Geirs, vegna
þess að það tæki mörg ár að undirbúa aðild að
ESB og myntbandalaginu ef menn tækju stefnuna
á það. Smæð krónunnar sem gjaldmiðils sé ókost-
ur. „En samt ekki eins mikill ókostur og myndi
fylgja ESB-aðild eins og sakir standa.“
Menn hafa verið djarfir
Stórframkvæmdir væru heppilegar fyrir þjóðarbúið Aðild að Evrópusambandinu engin lausn
á þeim vanda sem blasir við Bankarnir hafa verið djarfir í útrásinni og fjárfestingum erlendis
Ég hyggst ekkert breyta um stjórnunarstíl
Hann segist telja að það væri mjög heppilegt
fyrir þjóðarbúskapinn, eins og horfurnar eru
núna, að stórframkvæmdir á borð við Helguvík
færu af stað og sama má segja um fyrirhugaðar
stórframkvæmdir á Bakka við Húsavík sem að öll-
um líkindum yrðu tveimur árum síðar. Ekki sé því
talað um að allt fari í gang samtímis. Vitað sé af
fleiri hugsanlegum orkukaupendum, svo sem Al-
can í Straumsvík, netþjónabúi á Keflavíkurflug-
velli og fyrirtækjum sem vilji byggja upp starf-
semi í Þorlákshöfn. „Út frá sjónarmiðum um
efnahagslegt jafnvægi, sem ríkisstjórninni ber að Forsætisráðherra Geir H. Haarde.
Kremlverjar halda orkugeiranum í
járngreipum sínum. Ójafnvægi rík-
ir í samskiptum þeirra og ESB í
orkumálum og þeim er í lófa lagið
að skrúfa fyrir gas til Úkraínu, Pól-
lands og Eystrasaltsríkjanna.
Rússarnir
deila og drottna
Norrænt víkingablóð vætlar enn í
æðum manna í Norðvestur-
Englandi ef marka má niðurstöður
nýlegrar rannsóknar, sem var sam-
starfsverkefni þriggja háskóla.
Afkomendur
víkinga í Englandi
Fidel Castro lætur af forsetaemb-
ætti Kúbu eftir tæprar hálfrar ald-
ar forsetaferil – og 638 morð-
tilraunir CIA að sögn lífvarðar
hans til margra ára.
Einræðisherra
stígur af valdastóli
VIKUSPEGILL
BÁÐAR gátu þær sér gott orð sem dansarar og fyrirsætur í æsku. Í dag er
önnur leikkona en hin ljósmyndari og stílisti. Sköpunarþörfin er þeim í
blóð borin. Systurnar Elma Lísa og Nína Björk Gunnarsdætur féllust góð-
fúslega á að segja lesendum Morgunblaðsins hvor frá annarri. | 28
Árvakur/Kristinn
Skapandi systur
HÖSKULDUR Þór Þórhallsson,
þingmaður Framsóknarflokksins, er
þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að
styrkja löggjafarvaldið gagnvart
framkvæmdavaldinu. „Það þarf að
styrkja stoðir þingsins og persónu-
lega myndi ég vilja sjá mun fleiri
frumvörp frá þingmönnum. Ráð-
herrafrumvörpin eru fyrirferðar-
mikil og oft og tíðum keyrð í gegnum
þingið án mikillar umræðu,“ segir
hann.
Höskuldur vill líka gera vinnu-
staðinn fjölskylduvænni. „Dagskrá
þingsins liggur aldrei fyrir fyrr en að
kvöldi næsta dags á undan og þing-
fundir standa oft fram á kvöld, þó að
vissulega hafi verið stigin jákvæð
skref í haust með breytingunni á
þingsköpunum. En þetta venst eins
og annað og maður tileinkar sér
það,“ segir þingmaðurinn sem eign-
aðist sitt þriðja barn á dögunum.
Höskuldur
er þess sinnis
að best sé að
byggð sé um
allt land með
fjórum stór-
um byggða-
kjörnum,
hverjum í sín-
um lands-
fjórðungi.
„Svo að þetta
megi verða
þarf að efla
samgöngur
og fjarskipti,
sérstaklega gsm-samband og net-
tengingar, og tryggja að byggðar-
lögin hafi styrk hvert af öðru. Mig
dreymir um að Norðurland verði allt
eitt atvinnusvæði í framtíðinni en
það hefur að vissu leyti tekist nú
þegar á Austurlandi.“ | 22
Styrkja þarf
löggjafarvaldið
Höskuldur Þór Þórhallsson vill gera
Alþingi að fjölskylduvænni vinnustað
Höskuldur Þór
Þórhallsson
Magnaðar stundir
í leikhúsinu
Skilaboðaskjóðan >> 64
Leikhúsin í landinu
SUNNUDAGUR
CHELSEA-
RÝTINGUR
HVAÐ VARÐ UM
DAVID MELLOR?
UPPRIFJUN Á FERLI >> 32
ÚRSLITIN
RÁÐAST
ÓSKARSVERÐLAUN
AFHENT Í KVÖLD
SIGURHÁTÍÐ SÉRDEILDANNA >>26
STOFNAÐ 1913 54. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is