Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.02.2008, Qupperneq 1
BANKARNIR hafa verið djarfir í útrásinni og fjárfestingum erlendis, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. „Það hefur verið hluti af þeirra viðskiptamódeli, ef svo mætti segja, og við þær að- stæður sem komnar eru upp getur það skapað erf- iðleika. En ég býst nú við því að flestar fjárfest- ingar bankanna erlendis hafi verið góðar í þeim skilningi að þær skili ávöxtun og þá eru þær ábyggilega góð söluvara ef á þarf að halda á nýjan leik. Sumir hafa sagt að þetta viðskiptamódel feli í sér ábyrgðarleysi en ég vil ekki taka mér það orð í munn. En menn hafa verið djarfir.“ stefna að, verður að beita almennum aðgerðum til að stýra þessu, ekki banna einum að byggja en ekki öðrum.“ Aðild að ESB er engin lausn á þeim vanda sem blasir við í efnahagslífinu, að sögn Geirs, vegna þess að það tæki mörg ár að undirbúa aðild að ESB og myntbandalaginu ef menn tækju stefnuna á það. Smæð krónunnar sem gjaldmiðils sé ókost- ur. „En samt ekki eins mikill ókostur og myndi fylgja ESB-aðild eins og sakir standa.“ Menn hafa verið djarfir  Stórframkvæmdir væru heppilegar fyrir þjóðarbúið  Aðild að Evrópusambandinu engin lausn á þeim vanda sem blasir við  Bankarnir hafa verið djarfir í útrásinni og fjárfestingum erlendis  Ég hyggst ekkert breyta um stjórnunarstíl Hann segist telja að það væri mjög heppilegt fyrir þjóðarbúskapinn, eins og horfurnar eru núna, að stórframkvæmdir á borð við Helguvík færu af stað og sama má segja um fyrirhugaðar stórframkvæmdir á Bakka við Húsavík sem að öll- um líkindum yrðu tveimur árum síðar. Ekki sé því talað um að allt fari í gang samtímis. Vitað sé af fleiri hugsanlegum orkukaupendum, svo sem Al- can í Straumsvík, netþjónabúi á Keflavíkurflug- velli og fyrirtækjum sem vilji byggja upp starf- semi í Þorlákshöfn. „Út frá sjónarmiðum um efnahagslegt jafnvægi, sem ríkisstjórninni ber að Forsætisráðherra Geir H. Haarde. Kremlverjar halda orkugeiranum í járngreipum sínum. Ójafnvægi rík- ir í samskiptum þeirra og ESB í orkumálum og þeim er í lófa lagið að skrúfa fyrir gas til Úkraínu, Pól- lands og Eystrasaltsríkjanna. Rússarnir deila og drottna Norrænt víkingablóð vætlar enn í æðum manna í Norðvestur- Englandi ef marka má niðurstöður nýlegrar rannsóknar, sem var sam- starfsverkefni þriggja háskóla. Afkomendur víkinga í Englandi Fidel Castro lætur af forsetaemb- ætti Kúbu eftir tæprar hálfrar ald- ar forsetaferil – og 638 morð- tilraunir CIA að sögn lífvarðar hans til margra ára. Einræðisherra stígur af valdastóli VIKUSPEGILL BÁÐAR gátu þær sér gott orð sem dansarar og fyrirsætur í æsku. Í dag er önnur leikkona en hin ljósmyndari og stílisti. Sköpunarþörfin er þeim í blóð borin. Systurnar Elma Lísa og Nína Björk Gunnarsdætur féllust góð- fúslega á að segja lesendum Morgunblaðsins hvor frá annarri. | 28 Árvakur/Kristinn Skapandi systur HÖSKULDUR Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að styrkja löggjafarvaldið gagnvart framkvæmdavaldinu. „Það þarf að styrkja stoðir þingsins og persónu- lega myndi ég vilja sjá mun fleiri frumvörp frá þingmönnum. Ráð- herrafrumvörpin eru fyrirferðar- mikil og oft og tíðum keyrð í gegnum þingið án mikillar umræðu,“ segir hann. Höskuldur vill líka gera vinnu- staðinn fjölskylduvænni. „Dagskrá þingsins liggur aldrei fyrir fyrr en að kvöldi næsta dags á undan og þing- fundir standa oft fram á kvöld, þó að vissulega hafi verið stigin jákvæð skref í haust með breytingunni á þingsköpunum. En þetta venst eins og annað og maður tileinkar sér það,“ segir þingmaðurinn sem eign- aðist sitt þriðja barn á dögunum. Höskuldur er þess sinnis að best sé að byggð sé um allt land með fjórum stór- um byggða- kjörnum, hverjum í sín- um lands- fjórðungi. „Svo að þetta megi verða þarf að efla samgöngur og fjarskipti, sérstaklega gsm-samband og net- tengingar, og tryggja að byggðar- lögin hafi styrk hvert af öðru. Mig dreymir um að Norðurland verði allt eitt atvinnusvæði í framtíðinni en það hefur að vissu leyti tekist nú þegar á Austurlandi.“ | 22 Styrkja þarf löggjafarvaldið Höskuldur Þór Þórhallsson vill gera Alþingi að fjölskylduvænni vinnustað Höskuldur Þór Þórhallsson Magnaðar stundir í leikhúsinu Skilaboðaskjóðan >> 64 Leikhúsin í landinu SUNNUDAGUR CHELSEA- RÝTINGUR HVAÐ VARÐ UM DAVID MELLOR? UPPRIFJUN Á FERLI >> 32 ÚRSLITIN RÁÐAST ÓSKARSVERÐLAUN AFHENT Í KVÖLD SIGURHÁTÍÐ SÉRDEILDANNA >>26 STOFNAÐ 1913 54. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.